Fréttablaðið - 16.05.2006, Page 67
HANDBOLTI Í kvöld og annað kvöld
leikur íslenska kvennalandsliðið
æfingaleiki við Holland. Leikirnir
eru liður í undirbúningi fyrir
umspilsleiki gegn Makedóníu sem
fram fara í lok mánaðarins. Hol-
lenska liðið er mjög sterkt og varð
í fimmta sæti á síðasta HM. Fyrri
leikurinn fer fram í Laugardals-
höll í kvöld klukkan 20.
- hbg
LANDSLIÐSHÓPURINN:
Hrafnhildur Skúladóttir SK Århus
Drífa Skúladóttir Valur
Rebekka Rut Skúladóttir Valur
Ágústa Edda Björnsdóttir Valur
Berglind Íris Hansdóttir Valur
Jóna Margrét Ragnarsdóttir Stjarnan
Hanna Guðrún Stefánsdóttir Haukar
Rakel Dögg Bragadóttir Stjarnan
Elísabet Gunnarsdóttir Stjarnan
Harpa Sif Eyjólfsdóttir Stjarnan
Kristín Clausen Stjarnan
Sólveig Lára Kjærnested Stjarnan
Anna Úrsula Guðmundsdóttir Levanger
Eva Margrét Kristinsdóttir Levanger
Helga Torfadóttir Haukar
Dröfn Sæmundsdóttir FH
Ragnhildur Guðmundsdóttir Haukar
Guðbjörg Guðmannsdóttir Haukar
Íris Símonardóttir Grótta
Kvennalandsliðið í handbolta:
Spilar tvo leiki
við Holland
ANNA ÚRSULA GUÐMUNDSDÓTTIR Kemur
frá Noregi í leikina gegn Hollendingum.
FÓTBOLTI Chelsea staðfesti það sem
allir vissu í gær. Michael Ballack
spilar með liðinu á næstu leiktíð
og vel það því hann er búinn að
skrifa undir þriggja ára samning
við ensku meistarana. Hann
kemur án greiðslu frá Bayern
München þar sem samningur hans
við þýsku meistarana er að renna
út. Laun hans voru ekki gefin upp
í gær en enskir fjölmiðlar tala um
að hann fái að minnsta kosti tólf
milljónir króna í vikulaun.
„Ég spurði leikmenn eins og
Robert Huth og Jens Lehmann um
ensku deiildina. Þeir voru mjög
jákvæðir og ég er mjög ánægður
með að vera kominn hingað,“ sagði
Ballack á blaðamannafundi á
Stamford Bridge í gær. Jose Mour-
inho, stjóri Chelsea, var ánægður
með nýja liðsmanninn.
„Chelsea er mjög ánægt og
enskur fótbolti ætti að fagna því
að fá mann eins og Ballack í deild-
ina. Við erum með meistara í
okkar liði og til að bæta það verð-
um við að fá fleiri meistara. Hér
er kominn meistari sem mun
aðstoða okkur við að ná markmið-
um næstu leiktíðar,“ sagði Mour-
inho. - hbg
Chelsea kynnti Michael Ballack til leiks í gær:
Verst geymda leyndarmál
Evrópu loksins afhjúpað
MÆTTUR TIL LONDON Chelsea kynnti Michael Ballack fyrir blaðamönnum í gær. Hann er
fyrsti leikmaðurinn sem Chelsea fær í sumar. Næstur á óskalistanum er Úkraínumaðurinn
Andriy Shevchenko hjá AC Milan. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES
FÓTBOLTI Landsliðsfyrirliðinn
Eiður Smári Guðjohnsen er í
nokkrum ensku dagblaðanna í gær
orðaður við skoska úrvalsdeildar-
liðið Hearts, en sagt er að Vladimir
Romanov, hinn moldríki aðaleig-
andi félagsins, sé mikill aðdáandi
Íslendingsins. Rætt er um að kaup-
verðið verði kringum fjórar millj-
ónir punda og þó að það sé býsna
há upphæð á skoskan mælikvarða
myndi Romanov ekki eiga í erfið-
leikum með að reiða fram slíkan
pening.
Telja má ólíklegt að Eiður
Smári hafi hug á því að leika í
skosku úrvalsdeildinni en upp-
gangur Hearts hefur engu að síður
verið með besta móti í ár. Liðið
hafnaði í öðru sæti úrvalsdeildar-
innar á eftir Celtic og hampaði
bikarmeistaratitlinum um helg-
ina. Með árangri sínum tryggði
liðið sér sæti í Meistaradeild Evr-
ópu á næsta ári. Hjálmar Þórar-
insson er á mála hjá Hearts en auk
þess leika Eggert Gunnþór Jóns-
son og Haraldur Björnsson með
unglingaliði félagsins.
Arnór Guðjohnsen, faðir og
umboðsmaður Eiðs Smára, vildi
lítið tjá sig um mál Eiðs við Frétta-
blaðið í gær en játti því að viðræð-
ur við Chelsea væru enn í fullum
gangi. Hann vildi ekkert segja til
um hvort einhver félög hefðu sýnt
Eiði áhuga á síðustu dögum, en
sem kunnugt er hefur hann eink-
um verið orðaður við Manchester
United, Arsenal, Tottenham,
Blackburn og nú Hearts. - vig
Eiður Smári og Chelsea:
Eiður orðaður
við Hearts
ENNÞÁ Í SIGURVÍMU Eiður Smári tók að
sjálfsögðu þátt í sigurskrúðgöngu Chelsea
um London sem fram fór á sunnudag.
Hér sést hann ásamt John Terry og Frank
Lampard á góðri stund í gleðinni.
NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES