Fréttablaðið - 20.05.2006, Síða 28

Fréttablaðið - 20.05.2006, Síða 28
 20. maí 2006 LAUGARDAGUR28 timamot@frettabladid.is Tilkynningar um merkis- atburði, stórafmæli, andlát og jarðarfarir í smáletursdálkinn hér til hliðar má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5000. MERKISATBURÐIR 1506 Kristófer Kólumbus land- könnuður deyr, 55 ára að aldri. 1818 Siglufjörður fær löggildingu sem verslunarstaður. Bær- inn fær kaupstaðarréttindi einni öld síðar. 1944 Þjóðaratkvæðagreiðsla um lýðveldisstofnun hefst og stendur í fjóra daga. Kjör- sókn var 98,4 prósent. 1969 Bardaga um Ap Bia-fjall í Víetnam, sem síðar var nefnt Hamborgarahóll, lýkur. Fjöldi manna féll í orrustunni. 1986 Sex af forráðamönnum Haf- skips hf. eru handteknir og úrskurðaðir í gæsluvarðhald meðan rekstur fyrirtækisins er rannsakaður. Á þessum degi árið 1873 tryggði kaupmaðurinn Levi Strauss sér og klæðskeran- um Jacob Davis einkarétt- inn á strigabuxum sem festar voru saman með koparnælum. Striganum í buxunum var síðar skipt út fyrir svokallað gallaefni og eru gallabuxurnar frá vörumerkinu Levi Strauss þekktar um heim allan. Strauss fæddist í Bæjaralandi árið 1829 en fluttist til Bandaríkjanna árið 1847. Hann starfaði sem kaupmaður og fór til San Fransiskó árið 1853 til að freista gæfunnar. Verslunin gekk hins vegar illa og eftir óheppileg viðskipti sat Strauss uppi með mikið magn af strigaefni. Honum datt það snjallræði í hug að sauma buxur úr efninu sem slógu í gegn hjá námuverkamönnum vegna þess að þær þóttu sérlega endingargóðar. Árið 1972 sendi klæð- skerinn Jacob Davis bréf til Strauss og benti honum á að það mætti styrkja viðkvæmustu álagspunkt- ana með koparfestingum. Davis og Strauss ákváðu að leggja saman krafta sína, fengu einkaleyfi á hugmyndinni og hófu fjöldaframleiðslu á strigabux- um með koparfestingum. Síðar skiptu þeir um efni, hættu við strigann og fóru að nota blátt gallaefni og gallabuxurnar, eins og við þekkjum þær í dag, litu dagsins ljós. ÞETTA GERÐIST: 20. MAÍ 1873 Einkaleyfi fæst á buxum Levi StraussGILDA RADNER (1946-1989), LÉST ÞENNAN DAG. „Ég byggi tískusmekk minn helst á því sem ekki klæjar undan.“ Krabbamein í eggjastokkum dró gamanleikkonuna Gildu Radner til dauða en hún vakti fjölmarga til umhugsunar um sjúkdóminn. Hvítasunnuhreyfingin fagnar marg- földu afmælisári um þessar mundir. 85 ár eru liðin síðan samfellt starf hvíta- sunnufólks hófst hér á landi og Hvíta- sunnukirkjan Fíladelfía í Reykjavík heldur um helgina upp á sjötíu ára afmæli sitt. „Hvítasunnuhreyfingin hefur breiðst mjög fljótt út um heiminn frá því að hún hófst í Los Angeles árið 1906. Nú tilheyra yfir sex hundruð milljónir manna hreyfingunni en til samanburðar telur lúterska kirkjan 61 milljón,“ segir Vörður Traustason, for- stöðumaður Fíladelfíu. Rétt rúmlega tvö þúsund félagar eru í kirkjunni hér á landi og á Vörður því von á miklum fjölda fólks á afmælishátíðina. Dagskráin hófst á fimmtudaginn með sjónvarpsupptökum en í dag verð- ur fjölskyldan í fyrirrúmi og allir finna eitthvað við sitt hæfi. „Frá eitt til fimm verður karnivalstemning á planinu fyrir utan kirkjuna með hoppkastala, trampólínum og veitingasölu. Við notum líka alla kirkjuna þar sem hljómsveitir flytja tónlist bæði inni og úti. Einnig verður sögusýning þar sem saga hreyfingarinnar verður rakin í myndum og máli,“ segir Vörður. Starf kirkjunnar eins og hún er í dag verður til sýnis og er óhætt að full- yrða að nóg sé um að vera í Fíladelfíu utan hefðbundins kirkjustarfs. „Í söfn- uðinum er heilmikil utanfélagssam- vera. Til dæmis erum við með göngu- klúbb sem kallar sig 7TS sem fer á sjö tinda á hverju sumri, jeppaklúbbinn Extreme og nýstofnaðan mótorhjóla- klúbb og ætla félagar klúbbanna að vera með jeppana sína og mótorhjólin til sýnis á hátíðinni. Það er mjög mikil- vægt að njóta samverunnar utan kirkju og geta stundað heilbrigt líferni í nátt- úrunni um leið og við erum að gleðjast í guði,“ bætir hann við. Innan kirkj- unnar er líka gríðarlega mikið starf og segir Vörður að alltaf sé mikið í gangi þegar vetrarstarfið stendur sem hæst. „Við þurfum stærra húsnæði og helst fleiri daga í vikuna því á hverju kvöldi er eitthvað að gerast í kirkjunni.“ Á morgun halda hátíðahöldin áfram, fyrst með hefðbundinni sunnudags- samkomu klukkan ellefu þar sem góður gestur kemur í heimsókn. „Richard Dunn, svæðisstjóri Ass- embles of God í Norður-Evrópu, ætlar að predika og að samkomunni lokinni verður viðstöddum boðið til grillveislu. Klukkan hálf fimm er hátíðarsamkoma þar sem von er á ýmsum framámönn- um og ætlar Egil Svartdal, forstöðu- maður Fíladelfíu í Ósló, að predika.“ Allir aldurshópar ættu því að geta fundið eitthvað við sitt hæfi og Vörður ítrekar að öllum sé hjartanlega vel- komið að taka þátt í hátíðardag- skránni. HVÍTASUNNUKIRKJAN FÍLADELFÍA: SJÖTÍU ÁRA Hátíðarsamkoma og karnivalstemning á afmælinu VÖRÐUR TRAUSTASON FORSTÖÐUMAÐUR FÍLADELFÍU Alltaf er mikið um að vera í Hvítasunnuhreyfingunni Fíladelfíu og segir Vörður að þörf sé á stærra húsi fyrir söfnuðinn og eiginlega fleiri dögum í vikuna líka. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM ANDLÁT Guðrún Fr. Holt, elliheimilinu Grund, áður til heimilis í Suður- götu 6, Reykjavík, lést föstudaginn 12. maí. Bálför hefur farið fram. Gunnhildur Snorradóttir, Völvufelli 46, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut þriðjudaginn 16. maí. Hafdís Steingrímsdóttir, Hraun- holti 5, Akureyri, lést á heimili sínu aðfaranótt fimmtudagsins 18. maí. Útför fer fram í kyrrþey. Þuríður Jónsdóttir, Tunghaga, lést á Sjúkrahúsinu á Egilsstöðum miðvikudaginn 17. maí. JARÐARFARIR 11.00 Árni Hálfdán Brandsson, Neshaga 9, verður jarð- sunginn frá Kópavogskirkju. 11.00 Jón Hermann Pálsson frá Hjallanesi, Landsveit, verður jarðsunginn frá Skarðskirkju á Landi. 13.00 Rakel Guðrún Aldís Benja- mínsdóttir bóndi, Læk, Holtum, verður jarðsungin frá Hagakirkju í Holtum. 14.00 Björnfríður Ólafía Magnúsdóttir áður bóndi og húsfreyja, Ketilseyri, Dýrafirði, verður jarðsungin frá Þingeyrarkirkju. 15.00 Guðmundur Daðason fyrr- verandi bóndi á Ósi á Skóg- arströnd verður jarðsunginn frá Narfeyrarkirkju. Á morgun stendur Rauði krossinn fyrir málefna- þingi þar sem fjallað verð- ur um einstaklinga sem fastir eru í vítahring fátæktar, einangrunar og mismununar. Þingið verð- ur sett af Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, klukkan 10 í þingsal eitt á Hótel Loftleiðum. Á þinginu verður fjallað um niðurstöður skýrslu sem unnin var fyrir Rauða krossinn undir yfirskrift- inni Hvar þrengir að? Markmið skýrslunnar er að finna hópana sem búa við verstu kjörin í samfé- laginu til að geta skilgreint hvar þörfin fyrir aðstoð er mest og er þetta í þriðja sinn sem slík skýrsla hefur verið unnin. Upplýsingar um dag- skrá þingsins er að finna á heimasíðu Rauða krossins. Aðgangur er öllum opinn án endurgjalds og er tekið á móti skráningum í síma 570-4000 og með tölvu- pósti. Málefnaþing Rauða krossins SANDREIÐ Þessir tveir knapar viðruðu hesta sína á ströndinni í Baltimore. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Innilegar þakkir til þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, Guðbjargar Huldar Magnúsdóttur frá Dölum, Fáskrúðsfirði, síðar Bakka í Kelduhverfi. Sérstakar þakkir til starfsfólks Hrafnistu í Reykjavík. Björg Gunnlaugsdóttir Sverrir Ólafsson Erla Óskarsdóttir Magnús Gunnlaugsson Ríkey Einarsdóttir Aðalbjörg Gunnlaugsdóttir Stefán Óskarsson Hulda Gunnlaugsdóttir Gunnar Einarsson Hildur Gunnlaugsdóttir Páll Steinþórsson Valdís Gunnlaugsdóttir Vignir Sveinsson og fjölskyldur. Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, systir, amma og langamma, Heiðdís Eysteinsdóttir sem lést á dvalarheimilinu Holtsbúð í Garðabæ mánu- daginn 15. maí verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju miðvikudaginn 24. maí kl. 13.30. Steinunn Klara Guðjónsdóttir Páll Jóhannesson Sigríður Dykesteen og fjölskylda Heiðar Ingi Svansson Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir Birna Klara Björnsdóttir Þorgrímur Jónsson Heiðdís Björnsdóttir Þorvaldur Gísli Kristinsson og barnabarnabörn. Ástkær systir, mágkona og frænka, Jóhanna Kristjánsdóttir áður Stigahlíð 32, Reykjavík, sem lést á líknardeild Landakotsspítala mánudaginn 15. maí, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 22, maí kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hinnar látnu er bent á líknarstofnanir. Valgerður Þ. Kristjánsdóttir Gunnar J. Kristjánsson Erla Kristjánsdóttir Sigrún Kristjánsdóttir og fjölskyldur.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.