Fréttablaðið - 20.05.2006, Page 36

Fréttablaðið - 20.05.2006, Page 36
 20. maí 2006 LAUGARDAGUR4 Sérstæð bílaleiga í Bretlandi býður viðskiptavinum sínum bíla sem flesta fornbílaáhuga- menn hefur dreymt um að keyra. Í gegnum tíðina hafa Bretar verið iðnir við að framleiða sportbíla. Litla bíla með röskum vélum sem gaman hefur verið að keyra. Ef þú ert á leið til Bretlands er gráupp- lagt að leigja sportbíl úr fornbíla- safni þeirra Elaine og Tony Merrygold og þeysa á honum um enskar sveitir og strandbæi. Helst með James Bond-þemað í bak- grunni. Elaine og Tony reka bílaleig- una The Open Road og hafa til leigu átta klassíska breska sport- bíla, árgerðir 1961 til 1974, og nú síðast bættist einn amerískur Ford Mustand í safnið, árgerð 1966. Þau hjónin eru bæði miklir áhugamenn um fornbíla og leggja mikið á sig til að þóknast við- skiptavinum sínum. Á hverju ári eru minnst eftirsóttu bílarnir seldir og skoðanakönnun meðal viðskiptavina ræður því hvaða bílar eru keyptir í staðinn. Þannig að ef draumabíllinn er ekki á skrá núna geturðu bara lagt inn pöntun og vonandi verður hann keyptur á næstu árum. Miðað við venjulega bílaleigu- bíla eru Open Road bílarnir frek- ar dýrir, eða frá 17.000 krónum á dag, en hversu oft fær maður tækifæri til að keyra 1963 árgerð- ina af Austin Healy 3000 án þess að borga offjár fyrir bílinn sjálf- an og eyða svo hálfri ævinni í bíl- skúrnum með honum? Heimasíða bílaleigunnar er www.theopenroad.co.uk. Fornbílar til leigu í Bretlandi Triumph TR6, árgerð 1974. Ekki amalegur kostur fyrir sunnudagsbíltúrinn. MG MGB Roadster, árgerð 1969. Þessir bílar eru mjög vinsælir meðal áhugamanna í Bretlandi. Meðal bíla á Open Road bílaleigunni er þessi Austin Healey 3000, árgerð 1963. Ingvar Helgason, umboðsaðili Subaru á Íslandi, og Kvartmíluklúbb- urinn hafa ákveðið að sameinast um að leggja sitt af mörkum til að stuðla að auknu umferðaröryggi á vegum landsins. Í gegnum tíðina hefur Subaru boðið upp á kraftmikla útfærslu af Impreza, svokallaða „Turbo“ bíla, en þeir skila vel yfir 200 hestöflum og má finna í rallíkeppn- um víða um heim. „Í stað þess að ökumenn freistist til að aka um götur borgarinnar á ólöglegum hraða ákváðum við í samráði við Kvartmíluklúbbinn að gefa eigendum þessara bíla ársað- ild í Kvartmíluklúbbinn, en alls eru þetta um 200 bílar. Ég er sannfærður um að þetta eigi eftir að reynast vel og einnig erum við að skipuleggja ákveðinn viðburð með þessum hóp sem kynntur verður síðar,“ segir Rúnar H. Bridde, markaðs- og sölu- stjóri Subaru. umferðaröryggi } Stuðla að öryggi INGVAR HELGASON OG KVARTMÍLU- KLÚBBURINN LEGGJA SITT AF MÖRK- UM TIL UMFERÐARÖRYGGIS. Rúmlega 200 hestafla Subaru. Eigendur þeirra fá ársaðild að Kvartmíluklúbbnum fyrir tilstuðlan Ingvars Helgasonar. Sá fyrsti sem fluttur er til landsins í 25 ár. Nú um helgina frumsýnir B&L ekki minni bíl en Rolls-Royce Phantom. Þetta er í fyrsta sinn sem bifreið frá Rolls-Royce er frumsýnd hér á landi og í fyrsta sinn í 25 ár sem úrvalsbifreið af þessari gerð kemur til landsins. Bifreiðin er af gerðinni Phant- om EWB (extended wheelbase) og er hún 250 mm lengri en upprun- lega gerðin. Phantom er búinn öllum hugsanlegum þægindum, auk mikils rýmis og sérhannaðrar aðstöðu fyrir farþega og bílstjóra. Þá er bifreiðin með eina fullkomn- ustu V12 vél sinnar tegundar, en í fullum afköstum skilar þessi nýja 6,7 lítra vél 453 hestöflum. Gríðarlegur kraftur hennar sést ef til vill best á því að á 100 km hraða er 75 prósent af vélaraflinu enn til ráðstöfunar. Enn fremur vekur athygli að af 720 Nm togi vél- arinnar myndast 78 prósent þess, eða 560 Nm, við einungis 1000 snún- inga. Það gefur einstaklega þýða og áreynslulausa hröðun. Frumsýningin á Rolls-Royce Phantom verður í Ásmundarsafni við Sigtún í Reykjavík og verður opið frá klukkan 12 til 16 báða dag- ana. Rolls-Royce frumsýndur Rolls-Royce hefur alla tíð verið á sérstalli og búið til sín eigin viðmið þegar kemur að gæðum og þægindum. Bíllinn sem frumsýndur er núna um helg- ina er af lengri gerðinni, Phantom EWB. Skeljungur hf. og Umferðarstofa hafa undirritað samstarfssamning vegna verkefnisins Vel á vegi stödd í vinn- unni. Verkefnið miðar að bættum akstursháttum bílstjóra hjá fyrirtækj- um sem eru með marga bíla í rekstri og í daglegri umferð. Markmiðið er sparnaður í rekstri og jafnframt fækkun óhappa og slysa. Umferðarstofa fær reglulega sendar lykiltölur í rekstri þeirra fyrirtækja sem þátt taka þannig að hægt sé að fylgjast með árangri verkefnisins. Það voru Már Sigurðsson, yfirmaður rekstrarsviðs Skeljungs, og Birgir Hákonarson, framkvæmdastjóri umferðaröryggissviðs Umferðarstofu, sem undirrituðu samninginn. Vel á vegi stödd SKELJUNGUR OG UMFERÐARSTOFA BEITA SÉR FYRIR SPARNAÐI OG FÆKKUN SLYSA. Frá undirritun samningsins. Jeppadekk Vagnhöfða 6 • 110 Reykjavík • Sími 577 3080 Vortilboð! 31" heilsársdekk kr. 11.900 (31x10.50R15) Aðrar stærðir: 27" 215/75R15, kr. 7.900 28" 235/75R15, kr. 8.900 30" 245/75R16, kr. 10.900 32" 265/75R16, kr. 12.900 Sendum frítt um allt land! �������������������������������� ���������������������������������� ������������������ � ������������� ���������������������� ��������������������������� Toyota Landcruiser 90VX. Skr. 12/1999. Ek 150.000 km. Verð: 2.300.000 kr. ENGIN SKIPTI Toyota landcruiser 120GX. Skr. 10/2003. Ek. 51.000 km. Verð: 4.200.000 kr. ENGIN SKIPTI Toyota Landcruiser 90VX. Skr. 01/1999. Ek. 213.000 km. Verð: 1.950.000 kr. ENGIN SKIPTI Toyota Yaris 1,3 SOL. Skr. 07/2003. Ek. 68.000 km. Verð 1.120.000 - ENGIN SKIPTI Toyota Corolla, 1,4 Sedan. skr. 06/2004. Ek. 42.000 km. Verð: 1.340.000 - ENGIN SKIPTI TOYOTA EGILSTAÐIR 471-2660 471-2660 Toyota Egilstaðir Miðás 2- 700 Egilstaðir Opið virka daga 9-18, laugardaga 12-16 ÞYTUR MEÐ BYRJENDAKYNNINGU VIÐ HVALEYRARVATN Í DAG. Flugmódelklúbburinn Þytur stendur fyrir byrjendakynningu fyrir áhugasama í dag. Kynningin fer fram við flugvöll og félagsaðstöðu klúbbsins á Hamranesi við Hvaleyrarvatn. Tilgangur kynningarinnar er að veita byrjendum í módelflugi, sem og öðrum áhugasömum, tækifæri til að kynnast starfsemi klúbbsins og fræðast um módelflug. Óráðlegt og erfitt er að byrja að fljúga módelum án aðstoðar eða tilsagnar og því er kynningin upp- lagt tækifæri til að taka fyrstu skrefin. Kynningin hefst klukkan níu og stendur til hádegis, eða lengur ef vel viðrar. Flugmódelkynning í dag Flugmódel eru vinsæl hérlendis og hafa verið í yfir hálfa öld. www.kliptrom.is KT jeppa & útivistarverslun S:466-2111 Gæða pallhús Hilux 2006 Isuzu D-Max Mitsubishi L200 Nissan Navara Mazda / Ford SMM pallhúsin eruviðurkennd af fram-leiðendum Toyota,Isuzu og GM

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.