Fréttablaðið - 20.05.2006, Page 50
8
SVISS
Svisslendingar ákváðu fyrirfram að
hafa blandað band og var leitað að
sex einstaklingum frá sex löndum.
Liel er sextán ára og frá Ísrael. Hún
hefur stigið á svið með Elton John,
Bono og hljómsveitinni Scorpions.
Á síðustu tveimur árum hefur hún
haldið 100 tónleika um heiminn.
Andreas Lundstedt er sænskur og
meðlimur í þekktri sveit sem kall-
ast Alcazar. Það er hljómsveitin
sem fyrir fjórum árum gerði lagið
Crying at the Discotheque frægt um
alla Evrópu, og örugglega víðar.
Tinka er frá Bosníu og Hersegóvínu.
Hún fluttist sautján ára til Banda-
ríkjanna. þar sem hún lærði söng.
Síðustu tvö árin hefur hún stjórn-
að útvarpsþætti í Bosníu og síðustu
fjögur einum vinsælasta sjónvarps-
þætti landsins, sem er bingóþátt-
ur. Þá er það hinn maltneski Keith
Camilleri. Hann sést reglulega í
maltneska sjónvarpinu og er þekkt-
ur fyrir sterka rödd sína. Sá fimmti
er Marco Matia. Rætur hans liggja
í Portúgal en hann er alinn upp í
Þýskalandi. Marco lenti í öðru sæti
í söngvakeppni þýsku sjónvarps-
stöðvarinnar ZDF árið 2003. 15.000
skráðu sig til leiks og keppnin var
ekki ósvipuð Idol stjörnuleitinni.
Síðust en ekki síst er það hin sviss-
neska Claudia D‘Addio. Claudia
hefur verið þekkt í heimalandinu
sem „röddin“ síðan hún tók þátt í
MusicStars.
MOLDAVÍA
Aðalsöngvarar Moldavíu eru tveir.
Arsenium er 23 ára og Natali Gor-
dienko nítján. Lagið sem þau flytja
heitir Loca og hefði örugglega ekki
komist upp úr undankeppninni
hefði þjóðin lent þar. Moldóvar
kepptu í fyrsta sinn í Eurovision í
fyrra og náðu frábærum árangri.
Hljómsveitin Zdob Shi Zdub flutti
þá lagið Boonika bate doba, með
ömmuna á sviði sem barði trommur.
Þeir lentu í sjötta sæti.
ÍSRAEL
Eddie Butler keppir fyrir Ísrael í
annað sinn. Hann stóð einnig á
sviði í heimalandinu árið 1999 eftir
frækinn sigur Dönu International.
Þá söng hann í strákabandi, Happy
birthday to you. Eddie varð þekkt-
ur í Ísrael fyrir söng í brúðkaupum.
Hann flutti sem barn frá Bandaríkj-
unum og hefur búið í Ísrael síðan,
en hann er 34 ára gamall. Eddie
syngur lagið Together we are one.
LETTLAND
Í fyrsta sinn í sögu Eurovision-
keppninnar verður lag án undirleiks.
Strákabandið Cosmos hefur gefið
út fjórar plötur án undirleiks. Þeir
eru vel þekktir í löndunum kring-
um Lettland og fylla tónleikahúsin
í Úkraínu. Einn af hápunktunum
hjá þeim var væntanlega þegar þeir
fengu að syngja lagið Don‘t Worry,
Be Happy með Bobby McFerrin í
Óperuhúsinu í Lettlandi.
NOREGUR
Christine Guldbrandsen er norski
keppandinn í ár. Hún fékk öruggt
sæti í undanúrslitunum með aðstoð
hljómsveitarinnar Wig Wam. Christ-
ine er aðeins tvítug en hefur þegar
getið sér gott orð í Noregi fyrir frá-
bæran söng. Átján ára gaf hún út
disk sem varð gullplata á þremur
vikum. Hún fylgdi honum eftir með
disknum Moment. Báðir hafa verið
gefnir út af SonyBMG. Lagið sem
Christine flytur heitir Alvedansen
og er í takt við nafnið.
SPÁNN
Dætur flamingo-gítarleikarans El
Tomate keppa fyrir Spán með lag-
inu Bloody Mary. Þær kalla sig Las
Ketchup og lögðu Evrópu nánast
í rúst með svaka sumarsmelli hér
fyrir nokkrum árum. Allar ungar,
fallegar og vinalegar. Þær eru mjög
músíkalskar og sagt er í kynningu
að tónlistin flæði um æðar þeirra.
Þær þurfa ekki að hafa áhyggjur af
genginu í keppninni. Spánn á fast
sæti.
MALTA
Fabrizio Faniello keppir fyrir Möltu-
búa. Hann tók einnig þátt í keppn-
inni 2001. Þá var keppnin haldin í
Danmörku, eftir frækinn sigur Olsen
bræðra árinu áður. Fabrizio söng þá
danslagið Another summer night.
Hann er aftur mættur með danslag
sem kallast I Do.
ÞÝSKALAND
Hljómsveitin Texas Lightning var
valið úr hópi þriggja þekktra tón-
listarmanna í Þýskalandi. Þetta
er kántrí-lag sem Jane Comerford
syngur. Lagið vermir toppsætið á
þýskum vinsældalistum og einnig í
Litháen, samkvæmt oikotimes.com.
Sjálf hefur hljómsveitin aðeins sagt
að hún vilji gera betur en í fyrra.
Þá vermdu Þjóðverjar neðsta sætið
með fjögur stig. Stærðin skiptir hins
vegar máli og tryggir þjóðinni fast
sæti í aðalkeppninni.
DANMÖRK
Sidsel Ben Semmane er yngst flytj-
enda sem danska ríkisútvarpið hefur
sent til keppninnar, aðeins sautján ára
gömul. Þrátt fyrir ungan aldur vann
hún með yfirburðum í keppninni
heima fyrir. Fékk fullt hús stiga frá
öllum svæðum landsins. Það er mikið
að gera hjá Sidsel. Hún gengur í skóla
í Árósum og kemur fram með fjölda
banda. Einmitt þannig rakst lagahöf-
undurinn Niels Drevsholt á hana og
varð bergnuminn af rödd hennar.
Niels Drevsholt hefur næmt auga
fyrir hæfileikaríku fólki. Sjálfur hefur
hann átt fimm lög í undankeppninni
heima fyrir en lagið hans Twist of
love er það fyrsta til að sigra. Hann
segir frábært að geta samið lög fyrir
keppni sem hann haldi mikið upp á.
RÚMENÍA
Rúmenski keppandinn Mihai Tra-
istariu er fæddur 16. desember
1979. Hann lærði á píanó í tíu ár
og útskrifaðist úr menntaskóla af
eðlisfræðibraut. Hann er þó ekki
alveg rúðustrikaður, heldur tók
hann nokkra leiklistaráfanga líka
og lærði söng. Hann hefur tekið
þátt í fjölda söngvakeppna og átján
sinnum unnið til verðlauna. Hefur
meðal annars keppt í öllum löndum
fyrrum Júgóslavíu, þannig að hann
ætti að hafa góðan bakgrunn fyrir
keppnina. Hann hefur sex sinn-
um reynt að komast í Eurovision í
Rúmeníu en aldrei tekist fyrr. Hann
kennir í Rúmeníu í skóla sem nefn-
ist STARSCOOL. Hann hefur gefið
út sex plötur með og án hljómsveit-
ar sinni Valahia.
BRETLAND
Daz er höfundur lagsins Kung Fu
Fighting sem Bus Stop flutti, þannig
að Bretar senda engan aukvisa í
keppnina í þetta sinn. Lagið seldist
í 250 þúsund eintökum í Bretlandi.
Lög Breta síðustu ár hafa alls ekki
náð að heilla íbúa Evrópu. Náðu 22.
sæti í fyrra og 16. sæti árið 2004.
Það kemur ekki að sök, þeir eiga sitt
fasta sæti í aðalkeppninni og verða
þeir fimmtándu á svið í kvöld.
Daz státar af því að annað lag
hans náði 12. sæti á breskum vin-
sældalistum. Það var endurgerð af
laginu Rhinestone Cowboy í flutn-
ingi Glen Campbell.
Danstónlist er hans aðal um
þessar mundir og er hann sáttur við
árangurinn. Hann hefur náð að selja
plötur í Írlandi, Noregi, Hollandi,
Þýskalandi, Austurríki, Sviss, Pól-
landi, Úkraínu, Rússlandi, Rúmeníu,
Búlgaríu, og svo mætti lengi telja.
Spurning hvort það hjálpi honum
í keppninni. En allar vinsældinar
hafa verið á bak við tjöldin.
GRIKKLAND
Anna Vissi keppir í þriðja sinn í
keppninni, síðast 1982 fyrir Kýpur
og einnig tveimur árum áður fyrir
Grikki. Henni hefur verið spáð
virkilega góðum árangri í kvöld
með laginu Everything.
FRAKKLAND
Frakkar senda hina 26 ára Virginie
Pouchain, til leiks í Frakklandi.
Virginie hefur þegar unnið fjölda
söngkeppna í hemalandi sínu.
Hún er hluti hóps sem kallar sig
Montelochante og leitar að ungu
hæfileikaríkum listamönnum og
gefur þeim tækifæri á að koma fram
á landsvísu.
Hún er hárgreiðslukona og söng-
kona og var kosin þann 14. mars af
sjónvarpsáhorfendum stöðvarinnar
France 3 og dómnefnd undir stjórn
Charles Aznavour auk Natöshu
Saint-Pier sem tók þátt í keppn-
inni í Kaupmannahöfn árið 2001
og hafnaði í fjórða sæti sem og
kona að nafni Lara Fabian. Lagið
er samið af hinni Rúanda-ættuðu
Corneille, sem segist stolt af því
að senda lag í keppni sem gefur
listamönnum sem hafa ekki beinan
aðgang að fjölmiðlum, útvarps- eða
sjónvarpsþáttum.
KRÓATÍA
Severina Vukovi� fæddist í borginni
Split þann 21. apríl 1972. Strax í
barnæsku komu tónlistarhæfileikar
hennar í ljós og hún var send í tón-
listarskóla. Hún lærði á píanó, var í
kór og annað sem fylgir slíku. Leik-
list heillaði hana og tók hún þátt
í uppfærslum í borgarleikhúsinu í
Split. Hún snéri aftur fyrir þremur
árum í borgarleikhúsið eftir fimmt-
án ára hlé, en er samt sem áður ekki
hætt í tónlistinni.
Þessi hafa tryggt sér sæti
■■■■ { evrovision } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■