Fréttablaðið - 20.05.2006, Blaðsíða 66
20. maí 2006 LAUGARDAGUR34
Kvikmyndaframleiðendurnir og félagarnir Ingvar Þórð-arson og Júlíus Kemp hjá
Kisi Production eru vel heima í
Cannes en hafa óvenju mörg járn í
eldinum í ár. Ingvar tekur þátt í
Producers on the Move kynningar-
verkefninu og mun sitja fjölda
funda tengdum því. Það það ekki að
hafa mörg orð um það hversu
áhugavert og spennandi það er
fyrir íslenskan kvikmyndafram-
leiðanda að fá að taka þátt í verk-
efninu sem European Film Promot-
ions stendur fyrir. Ingvar var
valinn í Producers on the Move
ásamt tuttugu og tveimur öðrum
evrópskum kvikmyndafranleið-
endum, sem þykja sérstaklega efni-
legir en þetta fólk fær sérstakt
tækifæri til þess að kynna sig fyrir
fjölmiðlum og fólki úr kvikmynda-
bransanum meðan á hátíðinni
stendur.
Ingvar var þrátt fyrir þetta
pollrólegur þegar Fréttablaðið
hitti hann að máli á veitingastað í
Cannes. „Við höfum verið hérna
meira og minna síðustu tíu árin,“
segir Ingvar en viðurkennir um
leið að það sé óvenjumikið að ger-
ast hjá þeim félögum þetta árið.
Þeir félagar eru meðal annars
komnir til Cannes til þess að selja
norsku myndina The Bothersome
Man sem þeir tóku þátt í að fram-
leiða. Það ætti ekki að spilla fyrir
þeirri vinnu að myndin hefur verið
valin til sýninga á Critics Week
hér í Cannes. „Myndin er ekki í
sjálfri keppninni þannig að við
erum ekki komnir hingað til þess
að sækja Gullpálmann,“ segir
Ingvar sem mun þó engu að síður
njóta þess að myndin fái ákveðna
athygli út á þetta.
Þátttakan í Producers on the
Move hefur óhjákvæmilega í för
með sér að Ingvar mun hafa meira
en nóg að gera á fundum og kynn-
ingum. „Ég stend vaktina á meðan,“
segir Júlíus og bætir því við að
hann muni þó stundum fá að koma
með félaga sínum á samkomur
vegna kynningarverkefnisins. Þar
fyrir utan eru Ingvar og Júlíus að
selja Strákana okkar í Cannes og
ætla að reyna að finna fjárfesta til
þess að taka þátt í fjármögnun
hryllingsmyndarinnar Reykjavik
Whale Watching Massacre sem
áætlað er að kvikmynda á næsta
ári. „Við ætlum að reyna að klára
fjármögnun myndarinnar hér og
svo erum við að kynna Astrópíu,“
segir Ingvar en tökur á þeirri mynd
hefjast heima á Íslandi í júlí.
Kisarnir tveir ætla að fljúga
heim á þriðjudaginn og munu því
hafa nóg fyrir stafni um helgina
en þegar Ingvar er spurður að því
hvort hann finni fyrir því að hátíð-
in í Cannes sé rólegri í ár en oft
áður glottir hann við tönn og blæs
á slíkan barlóm. „Þetta er bara rétt
að byrja.“
Bjargvætturin í Cannes
Kvikmyndagerðarkonan Erla
Skúladóttir er komin til Cannes í
fyrsta skipti en stuttmynd hennar,
Bjargvættur, var sýnd á fimmtu-
daginn. „Myndin var lokaverkefni
mitt í mastersnámi mínu í kvik-
myndagerð í Bandaríkjunum og
hefur farið vítt og breitt um heim-
inn og hefur unnið til 24 verðlauna
á hátíðum,“ segir Erla sem hefur
fulla ástæðu til þess að bera höfuð-
ið hátt þar sem sýning myndarinn-
ar í Cannes er enn ein rósin í
hnappagat hennar. „Kodak valdi
myndina úr hundruðum annarra
stuttmynda til þess að vera ein af
sex stuttmyndum sem fyrirtækið
sýnir hérna í ár en Kodak heldur
þessar stuttmyndasýningar í Cann-
es á hverju ári.“ Yfirskrift Kodak-
sýninganna er „Emerging Film-
makers“ og eins og nafnið bendir
til þá eru komast einungis að mynd-
ir leikstjóra sem þykja líklegir til
þess að ná langt. „Það er algert
skilyrði að myndirnar hafi unnið til
verðlauna annars staðar og þeir
sem hafa ekki náð þeim árangri
þurfa ekki að reyna að sækja um að
komast að.“
Erla tók Bjargvættina upp á
Íslandi með íslenskum leikurum
árið 2002 og frumsýndi hana á
Íslandi árið 2003. „Ég sýndi hana
vinum og vandamönnum í Háskóla-
bíói en fór svo með hana á kvik-
myndahátíð í Boston og hún var
svo tilnefnd til Edduverðlaunanna í
fyrra bæði sem besta stuttmyndin
og fyrir bestu leikstjórn.“
Erla segist kunna ákaflega vel
við sig i Cannes enda varla annað
hægt en að heillast af stærð og
umfangi hátíðarinnar. „Mér líst
mjög vel á þetta allt saman. Þetta
er stærsta hátíðin sem ég hef komið
á hingað til og það er margt að sjá.
Maður þarf eiginlega að læra á
þessa hátíð enda ekki hægt að kom-
ast yfir allt. Þetta er hörkuvinna en
það spillir ekki fyrir að vera innan
um pálmatré í sólskini. Andrúms-
loftið er þrúgað af spennu en það
sem gerir þetta svo skemmtilegt er
að hér eru allir í sama tilgangi. Við-
mótið hérna er líka miklu opnara
en á mörgum öðrum hátíðum og
þrátt fyrir stærðina og fólksfjöld-
ann þá taka manni allir vel og eru
fullir af áhuga.“
Erla er byrjuð að leggja drög að
næstu mynd sem verður í fullri
lengd og vonast til þess að hér í
Cannes muni hún finna fjármagn
til þess að framleiða hana. Myndin
fjallar um „yndislega trú okkar á
álfa og tröll,“ eins og hún kýs að
orða það. „Árekstur vísindahyggju
og álfatrúar og það sem getur
komið upp þegar þessi andstæðu
sjónarmið mætast,“ segir Erla sem
er komin til Cannes með góðar
vættir með sér í för og ætlar sér
stóra hluti í framtíðinni.
Eins og á þjóðhátíð í Eyjum
Strákarnir Auðunn Blöndal og
Ofur-Hugi eru komnir til Cannes í
fyrsta sinn og eru í óða önn að
framleiða efni sem þeir munu sýna
í Strákunum á Stöð 2 þegar heim er
komið. „Við erum komnir hingað til
að hitta fræga fólkið,“ segir Hugi.
„Við reynum að hrista aðeins upp í
alvörunni sem er oft á þessum
blaðamannafundum og í viðtölum.
Það má segja að við séum komnir
til þess að hressa stjörnurnar við.“
Strákarnir hafa þegar rætt við
Ron Howard, leikstjóra The Da
Vinci Code, og leikarann Elijah
Wood og eru með allar klær úti í
von um að landa fleiri stórfiskum.
„Elijah hvíslaði það að kærustunni
sinni þegar Auddi heyrði ekki til að
honum hefði fundist viðtalið
skrítið.“
Strákarnir fara í MTV partí í
kvöld og búast við að komast þar í
stjörnufans. „Okkur skilst að það
sé allt morandi í stjörnum þar en
vitum samt ekkert hvað við erum
að fara út í,“ segir Hugi. „En þetta
hljómar að minnsta kosti vel þó að
við vitum ekkert hvernig þetta lið
djammar.“ Strákarnir kunna að
vonum vel við sig í Cannes og gætu
vel hugsað sér að koma hingað
aftur og aftur. „Þetta er geggjað,“
segir Auðunn. „Það er samt svolítið
mikil drykkja á fólkinu en ef maður
lítur fram hjá henni þá er ógeðs-
lega gaman hérna.“ Hugi segist
vera til í að gera Cannes-ferð að
árlegum viðburði og Auðunn tekur
undir það. „Þetta er pínu eins og á
þjóðhátíð í Eyjum. Mann langaði
alltaf að fara þangað aftur en fór
svo að fá leið á endalausri rigning-
unni. Hér er maður nokkuð örugg-
ur um að vera alltaf í 20 stiga hita
og sól.“
Endurgreiðslulögin eru gulrótin
Íslenskt kvikmyndagerðarfólk í
Cannes er fyrst og fremst þangað
komið til þess að vekja athygli á
sjálfu sér og verkum sínum og
reyna að finna fjármagn til þess að
geta framleitt fleiri myndir. Einar
Tómasson frá Fjárfestingarstofu
er hins vegar kominn til Cannes
þriðja árið í röð í þeim tilgangi að
koma Íslandi á kortið hjá kvik-
myndagerðarfólki og framleiðslu-
fyrirtækjum. „Ferðirnar hingað
eru hluti af stærri heild,“ segir
Einar og fer létt með að nefna
dæmi sem sanna það að þessi vinna
skilar árangri. „Þegar Clint East-
wood kom til Íslands og tók upp
hluta af Flags of Our Fathers í
fyrra þá skilaði það þjóðarbúinu
eitthvað í kringum einum milljarði,
meðal annars í fjölda gistinótta og
störfum sem sköpuðust fyrir
Íslendinga.“
Endurgreiðslulögin svokölluðu
eru helsta gulrótin sem Einar hefur
fyrir stórlaxana í bíóbransanum en
samkvæmt þeim fá kvikmynda-
framleiðendur endurgreidd 12
prósent af sköttum sem þeir greiða
af starfsemi sinni á Íslandi. „Við
erum vissulega að greiða ákveðnar
upphæðir til baka en þeir peningar
skila sér aftur margfalt,“ segir
Einar og bendir á að frá því að lögin
voru sett hafi áhugi kvikmynda-
gerðarfólks á Íslandi aukist jafnt
og þétt. Ísland er þó síður en svo
eina landið sem notar skattaafslátt
til þess að laða kvikmyndagerðar-
menn til sín og Einar nefnir Nýja-
Sjáland sem dæmi um land sem er
hliðstætt Íslandi.
Einar er því fyrst og fremst að
kynna endurgreiðslulögin en er um
leið að kynna íslenska tökustaði og
segir að það sé því ekki síður mikil-
vægt að þekkja til staðhátta á
Íslandi og búa yfir þekkingu á því
umhverfi sem landið hefur upp á
að bjóða. „Við vorum með bás í Los
Angeles á sínum tíma og hittum
þar þá sem voru að leita að heppi-
legum stöðum fyrir Eastwood-
myndina og þau áttuðu sig fljótt á
því að Ísland væri góður kostur.“
En eru menn sem framleiða stór-
myndir á borð við Flags of Our
Fathers virkilega að horfa svo
mikið í aurinn að þeir láti hluti eins
og 12 prósenta skattaafslátt ráða
úrslitum? „Það snýst allt um pen-
inga í Hollywood og ef staðsetning-
in sem við höfum upp á að bjóða er
góð þá meta þeir kostnaðinn og
velja þann kost sem er hagkvæm-
astur. Þannig var þetta með Flags
of Our Fathers. Það voru önnur
lönd inni í myndinni en Ísland þótti
hagkvæmast.“ Þegar maður kemur
til Cannes freistast maður til þess
að álykta að hátíðin sé fyrst og
fremst eitt stórt partí og fólk sé
fyrst og fremst að skemmta sér en
raunin er önnur. Cannes er fyrst og
fremst vinna og þeir sem koma
hingað hvort sem þeir eru kvik-
myndagerðarmenn, fjölmiðlafólk,
kaupendur, seljendur eða hvað
annað sem nöfnum tjáir að nefna,
þá eru allir að vinna. Einar tekur
undir þetta enda blasa stíf funda-
höld við honum í Cannes. „Ég fer til
dæmis ekkert í bíó og er ekkert að
hugsa um það en það breytir því
ekki að það er gott að vera í
Cannes.“ ■
Kvikmyndahátíðin í Cannes er sú stærsta sinnar tegundar og vekur ætíð
heimsathygli. Íslendingum fer að sjálfsögðu fjölgandi á staðnum með hverju
árinu enda margt spennandi í gangi í íslenska bíóbransanum. Þórarinn Þór-
arinsson hitti nokkra landa sína í Cannes sem koma úr ýmsum áttum.
Álfar, gulrætur
og Kisi Cannes
EINAR TÓMASSON Finnst frábært í Cannes
þótt hann fari ekkert í bíó.
AUÐUNN OG HUGI Eru búnir að spóka sig á ströndinni með tökuvélina og eru komnir með
í hálsinn af því að vera stöðugt að snúa sér við og horfa á eftir frægu fólki.
ERLA SKÚLADÓTTIR Ætlar að nota ferðina til
þess að leita að fjármagni til þess að gera
mynd í fullri lengd um trú á álfa og tröll.
JÚLÍUS OG INGVAR Hafa í nógu að snúast í Cannes þetta árið enda gefst þeim gott
tækifæri til þess að kynna sig og fyrirtæki sitt auk þess sem þeir ætla sér að reyna að fá
erlenda kvikmyndaframleiðendur til þess að taka þátt í næstu verkefnum sínum. MYNDIR/ÞÞ
„Elijah hvíslaði það að
kærustunni sinni þegar
Auddi heyrði ekki til að
honum hefði fundist við-
talið skrítið.“