Fréttablaðið - 20.05.2006, Blaðsíða 82

Fréttablaðið - 20.05.2006, Blaðsíða 82
 20. maí 2006 LAUGARDAGUR50 menning@frettabladid.is ! Kl. 21.00 Miriam Makeba heldur stórtón- leika í Laugardalshöll. Makeba er einn af mestu listamönnum síðustu aldar og líklega sá sem mesta þýðingu hefur haft fyrir afríska tónlist. Tónleikarnir eru liður í Listahátíð í Reykjavík. > Ekki missa af... Ljóðasmiðju með meiru á vegum Kabarettsins Músífölsk kl. 14 í Hafnarhúsinu. Gestir geta litið við og samið og flutt sitt eigið ljóð með hjálp haglegrar tölvu. Dagskráin er hluti af fjölljóðahátíðinni Orðið - tónlist. Hljómsveitunum I Adapt, Innvortis og Hostile sem keyra allt í botn á Grand Rokk í kvöld. Opnun á málverkasýningu Söndru Maríu Sigurðardóttur í Energiu í Smáralind. Sýning- in „Moments“ stendur yfir til 30. júní. Á morgun sunnudag mun myndlistarmaðurinn Steingrímur Eyfjörð fjalla um verk sín sem nú eru til sýnis í Listasafni Íslands. Gunnar J. Árnason listheimspekingur leiðir samtalið og hefst dagskráin kl. 14. Ókeypis er í safnið en þar standa nú yfir yfirlits- sýningar á verkum Steingríms og Birgis Andréssonar og eru sýningarnar framlag safnsins til Listahátíðar í Reykjavík. Steingrímur Eyfjörð hefur í verkum sínum farið inn á merkingarsvið heimspeki, vísinda, félags- og mannfræði þar sem viðfangsefni verkanna geta verið um jafn ólíka hluti og trúmál, pólitík, íslenska þjóðmenningu og sögu og dægurmenningu. Teikningin er fyrirferðarmikill tjáningarmáti í verkum Steingríms og í þeim sést náinn sjónrænn skyldleiki teikningarinnar við ritlistina. Verkin á sýningunni spanna allan feril listamannsins. Almenn leiðsögn er um sýningar safnsins í hádeginu á þriðjudögum og föstudögum milli kl. 12.10 og 12.40. STEINGRÍMUR EYFJÖRÐ Yfirlitssýning í Listasafni Íslands og listamannaspjall á morgun. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Listamannaspjall um helgina Kammersveit Reykjavíkur leikur þrjá Mozart-konserta á einstökum tónleikum í Langholtskirkju annað kvöld. Nýbreytnin er sú að enginn stjórnandi verður á tónleikunum heldur mun hljómsveitin leika milliliða- laust með einleikurunum þremur. „Þetta er mikið mál og mun meiri áreynsla fyrir alla, ekki bara ein- leikarana heldur hvern einstakan hljóðfæraleikara. Þetta er búið að vera ótrúlega skemmtilegt, það er allt öðruvísi tilfinning að spila án stjórnanda, til dæmis er fólk frjálsara með að koma með ábend- ingar á æfingum,“ útskýrir Rut Ingólfsdóttir fiðluleikari og stað- festir að þetta framtak efli líka traustið og samheldnina í sveit- inni. Hún rekur hugmyndina að tón- leikunum til hljómleikaferðalags sem sveitin fór í fyrir þremur árum en þá þáði hún boð Vladi- mirs Ashkenazy og ferðaðist til Rússlands og Belgíu og kom fram án stjórnanda. „Eftir ferðina fékk ég beiðni frá Einari Jóhannessyni klarinettuleikara um hvort við gætum einhvern tíma gert þetta og hann fengi að leika klarinettu- konsert Mozarts. Og nú er þetta að verða að veruleika. Einar hefur spilað þann konsert mjög oft en nú spilar hann verkið í fyrsta sinn á hljóðfæri sem er mjög líkt því klarinetti sem smíðað var fyrir Mozart þegar hann var að semja verkið á sínum tíma. Þetta er því mikið metnaðarmál fyrir hann, hann er til að mynda að tileinka sér nýja fingrasetningu.“ Rut útskýrir að hljómur klarinettsins nái dýpra en áður og því séu hlust- endur að heyra verkið á nýjan hátt og ef til vill upprunalegri. Hljómsveitin er stór að þessu sinni, 36 hljóðfæraleikarar spila með Kammersveitinni en auk Ein- ars sem leika mun klarinettukons- ertinn koma Una Sveinbjarnar- dóttir fiðluleikari og Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari fram með sveitinni. Víkingur er nýkominn heim úr námi í Juilliard-tónlistarskólanum í New York og leikur píanókonsert Mozarts nr. 25 í C-dúr á þessum fyrstu tónleikum sínum eftir prófatörnina í Bandaríkjunum. „Stjórnlaus konsert hljómar ekkert ofsalega vel en þetta er samt rosalega skemmtilegt,“ segir Víkingur. „Hljómsveitin og sóló- istinn vinna svo náið saman og þetta verður meiri kammermúsík því nándin er mikil.“ Verkið sjálft er líka í miklu uppáhaldi hjá píanó- leikaranum. „Þetta er síðasti grand konsertinn sem Mozart samdi. Glæsileg tónsmíð, mjög virtuósískt og afskaplega innblás- ið. Þetta verk hefur eiginlega allt sem konsert þarf að hafa, hann sýnir bæði rosalega mikla tækni og getu en svo þarf maður líka að hafa mikla ljóðrænu og tilfinn- inganæmni.“ Það er margt á döfunni hjá Vík- ingi í sumar og haust, hann mun frumflytja konsert sem tónskáldið Snorri Sigfús Birgisson hefur til- einkað honum með Caput-hópn- um, leika Beethoven með Sinfóníu- hljómsveit Íslands, spila á kammerhátíð á Kirkjubæjar- klaustri og svo er einnig rætt um hljóðritanir og plötuútgáfu. Hann hefur samt ákveðið að halda áfram náminu í Juilliard-tónlistarskólan- um. „Þetta hefur gengið svo vel, allt hefur verið eins og best er á kosið. Ég verð áfram í meistara- gráðunni í tvö ár en held áfram hjá nýjum kennara,“ útskýrir Vík- ingur. Tónleikarnir fara fram í Lang- holtskirkju annað kvöld og hefjast kl. 20. kristrun@frettabladid.is KREFJANDI TÓNLEIKAR MEÐ MEIRI NÁND EN ÁÐUR Einleikararnir Einar Jóhannesson, Una Sveinbjarnardóttir og Víkingur Heiðar Ólafsson. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Stjórnlaus Mozart ÓVENJULEGIR TÓNLEIKAR Á LISTAHÁTÍÐ Kammersveit Reykjavíkur flytur þrjá konserta eftir Mozart ásamt einleikurum en engum stjórn- anda. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.