Fréttablaðið - 07.06.2006, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 07.06.2006, Blaðsíða 20
 7. júní 2006 MIÐVIKUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRAR: Kári Jónasson og Þorsteinn Pálsson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Pétur Gunnarsson og Trausti Hafliðason RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871Su›urlandsbraut 8 • 108 Reykjavík • Sími 540 7000 • www.falkinn.is BÍLAVÖRUR • Legur • Höggdeyfar • Kúplingar • Reimar • Hjöruli›ir • Hemlahlutir E in n t v e ir o g þ r ír 3 1. 29 4 Mest lesna viðskiptablaðið AUGLÝSINGASÍMI 550 5000 FYLGIR FRÉTTABLAÐINU ALLA MIÐVIKUDAGA Sa m kv æ m t fj öl m ið la kö nn un G al lu p ok tó be r 20 05 . Það eru mikil pólitísk tíðindi þegar Halldór Ásgrímsson tekur samtímis ákvörðun um að láta af embætti forsætis-ráðherra og hverfa úr hlutverki formanns Framsóknar- flokksins. Engum getur dulist að sú ákvörðun tengist umbrotum í flokknum sjálfum. Stjórnarsamstarfið gaf í sjálfu sér ekki efni til slíkrar ákvörðunar. Þetta er í fyrsta sinn sem breytingar verða á forystu í ríkis- stjórn í kjölfar sveitarstjórnarkosninga. Slakur árangur Fram- sóknarflokksins í þeim er þó tæpast einn og sér næg skýring. Innri mein í flokknum sýnast hafa ráðið þar nokkru um. Miðnæturyfirlýsing varaformanns flokksins eftir að formaður- inn kunngerði ákvörðun sína er táknrænt dæmi um þær aðstæð- ur allar. Engum hefur dulist að um nokkurn tíma hefur talsvert skort á innri samstöðu í Framsóknarflokknum. Sú staðreynd er um margt þverstæðukennd. Það sést gleggst í því ljósi að Halldóri Ásgrímssyni hefur í fysta skipti í sögu Framsóknarflokksins tekist að tryggja aðild flokksins að sama stjórnarsamstarfinu í þrjú kjörtímabil. Með hliðsjón af ferli flokksins í stjórnarsam- starfi áður fyrr verður það að teljast pólitískt afrek. Forveri Halldórs Ásgrímssonar í formennsku Framsóknar- flokksins hafði forystu fyrir borgaralegri ríkisstjórn sem hratt í framkvæmd hugmyndum Geirs Hallgrímssonar um leiftursókn gegn verðbólgu. Á næsta kjörtímabili var hann í forystu fyrir vinstri stjórn og lýsti því þá yfir að almenn vestræn efnahags- lögmál ættu ekki við á Íslandi. Þannig hefur Framsóknarflokkurinn á fyrri tíð, eftir því hvernig vindar blésu, farið bæði lengra til hægri og til vinstri en undir forystu Halldórs Ásgrímssonar. Trúlega hefur hann tekið staðfestuna fram yfir eigin pólitískan hag. Vandinn sýnist á hinn bóginn einfaldlega vera sá að innan Framsóknarflokksins hefur ekki verið nægjanlegur skilningur á mikilvægi þeirra sögulegu umskipta. En þjóðin hefur notið ávaxta staðfestunnar. Síðasta stjórnarsamstarf sem Framsóknarflokkurinn átti aðild að leiddi til stjórnmálalegs afturhvarfs og efnahagslegrar niðursveiflu. En hvað sem líður afstöðu manna til núverandi stjórnarsamstarfs hefur það skilað einhverjum mestu efnahags- legu framförum sem um getur og bættum hag alls almennings. Halldór Ásgrímsson getur því á þessum tímamótum litið stolt- ur um öxl. Hann hefur með staðfestu gert Framsóknarflokkinn að nútímalegum og frjálslyndum flokki og tryggt langvarandi aðild hans að árangursríku stjórnarsamstarfi. Það er meira en forverum hans hefur tekist. Hitt hljóta að vera honum vonbrigði að ekki skuli á þessum tíma hafa tekist að skapa skilning innan flokksins sjálfs á þessum umskiptum. Á þessu stigi veit enginn hvort brotthvarf Halldórs Ásgríms- sonar úr forystu Framsóknarflokksins muni breyta eðli flokks- ins og koma honum í gamla farið. Óvissan um það sem við tekur er einfaldlega of mikil til þess að unnt sé að sjá það fyrir. Enn óráðnari er sú spurning hvort þessar forystubreytingar komi til með að setja mark sitt á íslensk stjórnmál til lengri tíma. Það getur hins vegar orðið vandasamt fyrir Geir Haarde að taka við stjórnarforystu við þessar aðstæður. Óneitanlega er nokkur óvissa um þróun efnahagsmála á næstunni. Á sama tíma er óvissa um framtíðarforystu annars stjórnarflokksins. Á þesu stigi eru engin sérstök efni til svartsýni að þessu leyti. En þróun mála er eigi að síður undir því komin hvernig á verður haldið. Það eru gömul sannindi og ný að óvissan er óvinur. SJÓNARMIÐ ÞORSTEINN PÁLSSON Breytingar á forystu Framsóknarflokksins: Formaður stað- festunnar kveður Mínar fyrstu kosningar voru árið 1971. Tólf ára gamall bar ég út áróður fyrir Allaballa og vonaði innilega að gömlu sixtís-karlarnir, sem heilsuðu með því að taka ofan hattinn og þéruðu hvorir aðra, töp- uðu sem mest. Það varð úr. Vinstri- menn unnu loks góðan sigur og komust í ríkisstjórn. Hinsvegar gleymdi barnshugurinn að reikna með Framsókn. Óli Jó varð for- sætisráðherra. Og hefur verið það síðan. Allt mitt pólitíska líf hefur Framsókn setið í ríkisstjórn utan eitt kjörtímabil. Í 35 ár hefur engum tekist að mynda hér ríkis- stjórn án þátttöku Framsóknar. Þrátt fyrir að maður hafi aldrei kosið Framsókn hefur maður í raun alltaf kosið Framsókn. Halda mætti að Framsóknar- flokkurinn sé flokkur þjóðarinnar en ekki sá skrýtilegi þjóðflokkur sem hann er. Ég kynntist honum ungur. Vinur minn var af Framsóknar- ættum. Ég sá strax að framsókn- armenn voru gott fólk en dálítið sérstakt: Undarleg blanda af sveitamönnum og græjufíklum. Þeir áttu nýjustu sportbílana frá Ameríku en drukku mjólk með matnum. (Hummerinn góði var því í hefðbundnum framsóknar- anda.) Á meðan fingur léku á frumtölvur var hugurinn í hey- skap. Það var alltaf örlítil flótta- mannastemmning á heimilum þessa fólks, líkt og væri það land- flótta Palestínumenn búsettir í New York. Hvert símtal skilaði fréttum af heimavígstöðvum: „Þau náðu að klára allt Norðurtún- ið í gærkvöldi. 560 baggar. Svo var víst farið að rigna í morgun.“ Ég sat stóreygur í miðri stofunni, með flatköku í munninum en spurningu í hausnum - um hvað voru þau eiginlega að tala? Helsta sérkenni framsóknar- fólksins var hið mikla samstöðuafl þess sem minnti helst á sértrúar- söfnuð. Framsóknarmenn voru af Íslands bestu ætt. Sérhver fundur var ættarmót. Talað var um genet- ískt framsóknarfólk. Flokkurinn óx því eins og fjölskylda og gat þess vegna aldrei orðið mjög stór. Eina von hans nú er viagra. Með tímanum áttaði ég mig á því að forkólfar Framsóknar voru rammspilltir á þann séríslenska og barnslega hátt sem telur sig gera öllum vel en hleður þó mest undir eigin rass. Sonurinn fær sumarvinnu í ráðuneytinu... sem aðstoðarmaður ráðherra. Formað- urinn fær gefins nokkra síma- staura... og reisir úr þeim sumar- bústað. Göngin tryggja samgöngur í kjördæminu... og kallinum sæti á þingi. Enginn hefur gott af því að sitja endalaust í stjórn. Að undanförnu hefur manni svo beinlínis blöskrað helminga- skiptafrekja þessa litla flokks sem þykist eiga hálft Ísland og forsæt- isráðuneytið að auki. Flokkurinn gekk langt í Búnaðarbankasölunni og ekki var kurteisinni fyrir að fara að loknum nýliðnum sveitar- stjórnarkosningum. Sá sem tapaði mest fékk næstmest völd. Fram- sókn sýpur nú seyði af valdafrekju sinni. Og ekki mun taktleysi flokksins í kjölfar kosningataps bæta úr. Hrunið blasir við. Og það byrjar með upplausn. Menn sem þykjast stjórna lands- málum hafa enga stjórn á eigin málum. Halldór á hrós skilið fyrir að segja af sér vegna kosninga- taps fyrstur íslenskra stjórnmála- manna (Davíð gerði það reyndar líka en með tveggja ára löngum semingi) en klaufagangurinn í kringum það er ansi framsóknar- legur. „Ég mun leiða nýjar stjórn- armyndunarviðræður,“ sagði Hall- dór á Þingvöllum en í Reykjavík sagði Haarde það rangt. „Guðni er búinn að lofa að hætta líka,“ sagði Halldór á Þingvöllum en á Selfossi sagði Ágústsson það rangt. Á föstudegi var sagt að Halldór myndi hætta. Á sunnudegi var sagt að hann væri hættur við að hætta. Um kvöldið var hann hætt- ur en þó ekki sem formaður... Í millitíðinni var Mogginn búinn að ræsa út Finn Ingólfsson sem næsta formann með einu af sínum gagnsæju opnuviðtölum þar sem erfiðasta spurningin er „Ert þú ekki frábær?“ Það átti að venja þjóðina við tilhugsunina um Finn sem formann. En allt var það spólað til baka, líkt og Guðni spól- aði reiður út af stæðinu á bökkum Öxarár í beinni á NFS. Báðir eru þeir helsta von okkar sem dreymir um að þurfa ekki að halda áfram að kjósa Framsókn. Finnur er spillingarkóngur flokksins. Hann var bankamála- ráðherra þegar einkavæðing bank- anna hófst en sat svo óvænt hinu- megin við borðið þegar henni lauk. Hvar var hann í millitíðinni? Jú, undir borðinu. (Af því spratt fras- inn: „Enginn á fund sem Finnur“.) Með því að gera Finn að formanni er flokkurinn að segja: „Spilling er okkar fag.“ Guðni er minnisvarði um flokk- inn sem var. Um gamla góða kleinuflokkinn sem okkur þótti svo vænt um. Flokkur fullur af þjóðsögum og íslenskri fyndni sem maður veit ekki alltaf hvort byggist á orðheppni eða óheppni. Guðni er maðurinn sem vaknar á morgnana, fer inn á bað og segir stundarhátt við sjálfan sig: „Þar sem tveir Guðnar koma saman, þar er spegill.“ Enginn man eftir að Guðni hafi gert neitt í landbún- aðarráðuneytinu og enginn þarf að óttast flokk undir hans stjórn. Það er ekki leiðinlegt að sjá Framsóknarflokkinn loga. Alltaf kaus ég Framsókn Í DAG FRAMSÓKNAR- FLOKKURINN HALLGRÍMUR HELGASON Guðni er minnisvarði um flokk- inn sem var. Um gamla góða kleinuflokkinn sem okkur þótti svo vænt um. Ætla að leiða flokkinn Skjótt skipast veður í stjórnmálum. Það hefur margsannast og sannaðist enn eina ferðina á mánudag þegar Halldór Ásgrímsson boðaði afsögn sína í haust. Þegar hann ákvað að hætta í stjórnmál- um voru ekki liðnar nema þrjár vikur frá því að hann lýsti yfir í opnuviðtali í Fréttablaðinu að hann ætlaði að fara fyrir flokki sínum í næstu þingkosningum. „Já, það er það sem ég ætla mér,“ svaraði Halldór aðspurður hvort hann myndi leiða flokkinn í næstu alþingiskosn- ingum. Hann bætti því raunar við að sér fyndist flokkur sinn vera í sókn í samfélaginu frekar en vörn. Vika er svo sann- arlega langur tími í pólitík - hvað þá þrjár vikur. Óeðlileg kæti? Helga Sigrún Harðardóttir, starfsmaður Framsóknarflokksins, skrifar jafnan skelegga pistla á síðu flokksins timinn. is. Í pistli gærdagsins furðar hún sig á viðbrögðum formanna stjórnar- andstöðuflokkanna á NFS stuttu eftir að ákvörðun Halldórs um að hætta í stjórnmálum varð opinber. „Var engu líkara en að menn kættust við tíðindin,“ skrifar Helga meðal annars og lætur í veðri vaka að slíkt séu óeðlileg við- brögð pólitískra andstæðinga Halldórs og framsóknarmanna. Spyrja má hins vegar hvort ekki sé í góðu lagi að menn kætist þegar þeir sjá sóknarfæri í pólit- íkinni. Það gerðist jú ekkert alvarlegra en að Halldór Ásgrímsson ákvað að hætta í stjórnmálum. Taktleysi KR-inga Það verður að teljast gáleysi af versta tagi að stefna heimaleik KR í knattspyrnu á sama tíma og Bubbi Morthens heldur hátíðartónleika sína vegna fimmtíu ára afmælis síns. Báðir atburðir fóru fram í gærkvöldi, KR spilaði í Frostaskjólinu en Bubbi spilaði í Höllinni. Ekki þarf að spyrja að á hvorum staðnum fleiri voru. Höllin var full en stúkan í Vesturbænum ekki. Bubbi er sem kunnugt er í hópi harðra stuðningsmanna KR og margir KR-ingar um leið í hópi hörðustu aðdáenda Bubba. Ótrúlegt er ef KR-ingar hafa ekki reynt að fá leiknum gegn Blikum frestað svo ekki þyrfti að koma til þessa harða árekstrar. bjorn@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.