Fréttablaðið - 07.06.2006, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 07.06.2006, Blaðsíða 14
14 7. júní 2006 MIÐVIKUDAGUR PERÚ, AP Forsetakosningarnar í Perú mörkuðu endurkomu hins 57 ára gamla Alan Garcia í forsetastól, sextán árum eftir að hans fyrri for- setatíð lauk með fjárhagslegu hruni ríkisins og skæruhernaði. Garcia vann seinni umferð kosninganna á sunnudag með um 53,5 prósentum atkvæða gegn 46,5 prósentum atkvæða mótframbjóðanda hans, Ollanta Humala, þegar 91 prósent atkvæðanna hafði verið talið. Humala er 43 ára vinstrisinn- aður hermaður, sem kom fyrst fram á sjónarsviðið í uppreisn árið 2000 gegn þáverandi forseta, Alberto Fujimori. Hann hefur verið dyggilega studdur af Hugo Chavez, forseta Venesúela, og hefur barist fyrir þjóðnýtingu olíulinda og jafnari dreifingu auðs, en hann sækir fylgi sitt helst til fátækari hluta íbúanna, indíána sem búa upp til sveita. Garcia, sem fékk mest sitt fylgi í höfuðborginni Lima, sagði úrslit kosninganna sýna að landsmenn höfnuðu herstefnu Chavez-sinna og segist munu berjast af krafti gegn spillingu, en í hans fyrri for- setatíð fengu tugir þúsunda flokks- manna hans störf í hinum opin- bera geira. Tveimur árum eftir að valdatíð hans lauk flúði hann í útlegð, en sneri aftur árið 2001, þegar ákærurnar gegn honum höfðu fyrnst. Hann tapaði naum- lega gegn sitjandi forseta, Alej- andro Toledo, í síðustu kosning- um. -sgj KLÆÐSKIPTINGAR Í RÚMENÍU Eldri maður fylgist með göngu samkynhneigðra í Búka- rest, þar sem samtök samkynhneigðra hafa skipulagt viku viðburða til þess að andæfa allri mismunun gegn þeim. Samkynhneigð var bönnuð í Rúmeníu þangað til komm- únistastjórnin féll árið 1989. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Heilaheill eru samtök fólks sem fengið hefur heilablóðfall, aðstandenda þeirra og fagfólks. Miðvikudaginn 7.júní klukkan 20.00 hefst formlega söfnunarátak fyrir Faðm, sem er stuðningssjóður fyrir unga foreldra sem hafa fengið heilablóðfall. Fundarstjóri: Rósa Björk Brynjólfsdóttir sjónvarpskona. Þórunn Lárusdóttir verndari Faðms ávarpar fundinn og syngur nokkur lög Birgir Henningsson, Katrín Júlíusdóttir og Kristín Stefánsdóttir kynna söfnunina og sjóðinn Jón Hersir Elíasson taugalæknir flytur erindi um ungt fólk og heilablóðfall. Umræður um erindi Jón Ólafsson tónlistarmaður flytur nokkur lög Heiðar Örn úr Botnleðju flytur nokkur lög Þórir Steingrímsson formaður Heilaheilla ávarpar fundinn Allir velkomnir! Reikningsnúmer söfnunar er : 0101-05-290900 kennitala: 611294-2209 FAÐMUR HEILAHE ILLA Upphaf söfnuna rátaks!- 4.hæð í Iðuhúsin u í Lækjargötu GLÆSILEG DAGSK RÁ: ALLIR VELKOMNI R! ALAN GARCIA Garcia var áður hrakinn úr embætti með skömm, en sigraði nú hinn vinstrisinnaða Ollanta Humala. FRÉTTABLAÐIÐ/AP VERKALÝÐSMÁL Nýtt verkalýðs- félag, Stéttarfélag Vesturlands, var stofnað síðastliðinn miðviku- dag. Félagið varð til við samein- ingu Verkalýðsfélags Borgarness, Verkalýðsfélagsins Vals í Dala- byggð og Verkalýðsfélagsins Harðar. Formaður hins nýja félags er Sveinn G. Hálfdánarson en stofn- unin var samþykkt í allsherjar- atkvæðagreiðslu félaganna um miðjan maí. Sveinn segist vona að þetta verði gæfuspor fyrir launafólk á starfssvæði Stéttarfélags Vestur- lands. Sameinað félag verði öfl- ugra í kjarabaráttu launafólks. - sgj Sameining verkalýðsfélaga: Sameina þrjú verkalýðsfélög HÚSNÆÐISLÁN Vextir á húsnæðis- lánum eru á bilinu 4,60 og 4,90 prósent hjá bönkum, sparisjóðum og Íbúðalánasjóði. Þessir vextir eru verðtryggðir, sem þýðir það að verðbólgan leggst ofan á þá. Einnig er hægt að fá óverðtryggð íbúðalán en þá eru vextir mun hærri. Seðlabankinn setur sér það markmið að verðbólgan verði að jafnaði 2,5 prósent á ári en hann getur breytt vöxtum til þess að ná verðbólgumarkmiði sínu. Verð- bólgan í dag er 7,6 prósent en það er þó nokkuð yfir markmiði bank- ans. Seðlabankinn gerir verð- bólguspá til tveggja ára og er gert ráð fyrir að hún verði 4,9 prósent að meðaltali árið 2006 en 6,2 pró- sent árið 2007. Hærri verðbólga hækkar afborganir lánsins og eftirstöðv- arnar hækka. Það er því mikil- vægt að taka áhrif verðbólgunnar inn í reiknisdæmið þegar ákvörð- un um húsnæðiskaup er tekin. Vextir á húsnæðislánum innan Evrópusambandsins eru um 3,5 prósent en þeir vextir eru óverð- tryggðir. Bretland er nokkuð frá- brugðið en þar eru vextirnir um sex prósent. Á Íslandi eru vextir almennt fastir en í Evrópu eru þeir breytilegir. Meðfylgjandi tafla sýnir hvað húsnæðiseigendur mega búast við að greiða af láni sínu ef miðað er við 4,9 prósent vexti og meðal- verðbólgu samkvæmt verðbólgu- spá Seðlabankans. Árið 2008 er gert ráð fyrir að verðbólga lækki en Greiningardeild KB banka spáir því að meðalverðbólga verði komin niður í 2,5 prósent þá. - gþg Vextir íbúðalána eru verðtryggðir og ofan á þá leggst verðbólga á hverjum tíma sem hefur verið há á Íslandi: Verðbólgan hækkar afborganir lána Forsetakosningar í Perú enda með sigri manns sem hraktist úr embættinu: Garcia snýr aftur til valda LANDVERND Landgræðsla ríkisins hefur gefið út ársskýrslu sína en landgræðslan verður hundrað ára á næsta ári og er sú elsta sinnar tegundar í heiminum. Í henni kemur fram að á sautján prósentum landsins sé hraðfara jarðvegsrof, en eyðing gróðurs er hættuleg búsetu manna. Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri telur mikilvægt að Íslendingar setji á fót alþjóðlegan jarðvegs- verndarskóla þar sem við getum miðlað af reynslu okkar til ann- arra þjóða sem glíma við jarð- vegseyðingu. Íslandendingar hafi mörgu að miðla í þessum efnum. Eyðimerkurmyndun ógnar heilsu jarðarbúa, samkvæmt skýrslunni, en hún hefur í för með sér vatnsskort og erfiðleika við fæðuframleiðslu og er því alvar- legt vandamál í heiminum. - gþg Ársskýrsla Landgræðslunnar: Víða hraðfara jarðvegsrof VEXTIR ÁSAMT VERÐTRYGGINGU: ■ Árið 2005: ■ Vextir ásamt verðtryggingu: 8,9 prósent ■ Árið 2006: ■ Vextir ásamt verðtryggingu: 9,8 prósent ■ Árið 2007: ■ Vextir ásamt verðtryggingu: 11,1 prósent NÝBYGGINGAR Í SJÁLANDSHVERFI Afborganir af húsnæðislánum hækka um leið og verð- bólgan hækkar. Verða íbúðakaupendur að taka tillit til þess.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.