Fréttablaðið - 07.06.2006, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 07.06.2006, Blaðsíða 6
6 7. júní 2006 MIÐVIKUDAGUR Allar nánari upplýsingar í Þjónustuveri Hafnarfjarðar, Strandgötu 6 Sími 585 5500 - www.hafnarfjordur.is ���������������� - Rativ - Tungur í leikhúsi - Míkróveröld og morgunstemningar Ljóð í lauginni - Leikskólalist - Sumarlestur - Brynja og börnin Aðgangur ókeypis á viðburði nema annað sé tekið fram �� �� �� �� � �� �� �� � ��� ����� 1.-10. júní 20067. júní Kl. 12:00 „Harðjaxlar og mjúkir menn“ Hádegistónleikar í Hafnarborg. Sigurður Skagfjörð Steingrímsson bartónn flytur aríur og ljóð úr ýmsum áttum við undirleik Antoníu Hevesi píanóleikara. Kl. 17:15 Feng Shui kynning í fjölnotasal Bókasafns Hafnarfjarðar Jóhanna Kristín Tómasdóttir heldur erindi um Feng Shui. Komið og fræðist um hvernig hægt er að gera heimilið vistlegra og þægilegra. Kl. 20:00 Rokktónleikar í Gamla bókasafninu Fram koma hljómsveitirnar Shima, Lokbrá, Coral, Changer og Kimono Kl. 21:00 Kvartett Andrésar Þórs. Útgáfutónleikar í Hafnarborg Fluttar verða tónsmíðar Andrésar Þórs af geisladisknum Nýr dagur. Kvartettinn skipa Andrés Þór á gítar, Sigurður Flosason á saxófón, Valdimar K. Sigurjónsson á kontrabassa og Þorvaldur Þorvaldsson á trommur. Lista- og menningarhátíð Hafnarfjarðar � � � E N N E M M / S ÍA / N M 2 17 15 KJÖRKASSINN Treystirðu Geir H. Haarde sem forsætisráðherra? Já 49,8 % Nei 50,2 % SPURNING DAGSINS Í DAG Finnst þér að boða eigi til þing- kosninga vegna hræringa innan ríkisstjórnarinnar? Segðu þína skoðun á visir.is DÓMSMÁL Jónas Garðarsson, for- maður Sjómannafélags Reykja- víkur, var í gær dæmdur í þriggja ára óskilorðsbundið fangelsi fyrir manndráp af gáleysi í Héraðsdómi Reykjavíkur. Þetta er þyngsti dómur sem fallið hefur á Íslandi vegna mann- dráps af gáleysi. Jónas var að auki dæmdur til þess að greiða aðstand- endum Matthildar Harðardóttur og Friðriks Ásgeirs Hermanns- sonar um níu milljónir króna í miskabætur, auk tæpra fjögurra milljóna króna í sakarkostnað. Jónas er í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sagður hafa verið við stýri skemmtibátsins Hörpu þegar hann steytti á Skarfaskeri aðfara- nótt laugardagsins 10. september í fyrra, með þeim afleiðingum að farþegar á bátnum, Matthildur Harðardóttir og Friðrik Ásgeir Hermannsson, létust. Í dómi héraðsdóms segir að rannsókn slyssins hafi leitt í ljós að Jónas hafi verið við stýri báts- ins þegar hann steytti á skerinu, á allt að sautján mílna hraða. Frið- rik Ásgeir lést næstum samstund- is vegna áverka sem hann hlaut við áreksturinn en samkvæmt rannsókn málsins lést Matthildur ekki fyrr en Jónas stýrði bátnum af skerinu, með þeim afleiðingum að hún drukknaði. Matthildur var að mestu áverkalaus þegar hún fannst. Jóhannes Rúnar Jóhannsson, lögmaður og talsmaður aðstand- enda Friðriks og Matthildar, segir niðurstöðu héraðsdóms ekki hafa komið óvart. „Niðurstaðan er í samræmi við það sem ég átti von á, þó ég hafi í raun vonast eftir þyngri dómi. En dómendur eru bundnir af fordæmum og því tekur niðurstaða héraðsdóms mið af þeim. En þetta mál er einstakt að því leyti að Jónas er borinn óvenju þungum sökum.“ Jóhannes segir niðurstöðu dómara sýna að málatilbúnaður Jónasar hafi ekki átt við rök að styðjast. „Það er alveg ljóst að ef Jónas hefði hagað sér eins og maður og axlað ábyrgð á sínum gjörðum, þá hefði hann hlotið vægari dóm. Dómarar kom- ast að þeirri niðurstöðu að málatil- búnaður Jónasar hafi ekki átt við nein rök að styðjast.“ Jónas hélt því fram við aðal- meðferð málsins að Matthildur hefði verið við stýrið þegar slysið varð, en dómarar komust að þeirri niðurstöðu að „útilokað væri að Matthildur heitin hafi verið við stjórnvölinn“, þegar slysið varð. Í dómnum segir að það sé „sam- hljóða álit rannsóknarlögreglu- manns og réttarmeinafræðings að útilokað sé að Matthildur hafi getað stýrt bátnum miðað við áverka á líkama hennar,“ en áverk- ar sem Jónas hlaut, meðal annars lærbrot og úlnliðsbrot, þóttu benda til þess að hann hefði stýrt bátnum þegar slysið varð. Í dómi héraðsdóms segir að Jónas hafi gerst sig sekan „um það óskaplega tiltæki að bera af sér sakir og reyna að koma ábyrgð yfir á þá sem létust í sjóslysinu af völdum hans“. Ekki náðist í Jónas Garðarsson eða Kristján Stefánsson, lögmann Jónasar, þegar Fréttablaðið reyndi að ná tali af þeim í gær. Ekki hefur því fengist staðfest hvort dómn- um verður áfrýjað. magnush@frettabladid.is Jónas dæmdur í þriggja ára fangelsi Jónas Garðarsson var í gær dæmdur í þriggja ára óskilorðsbundið fangelsi fyrir manndráp af gáleysi. Þetta er þyngsti dómur sem fallið hefur á Íslandi fyrir mann- dráp af gáleysi. Jónas þarf að greiða aðstandendum níu milljónir króna í bætur. KRISTJÁN STEFÁNSSON OG JÓNAS GARÐ- ARSSON Samkvæmt dómi héraðsdóms þykir öruggt að Jónas, sem sést til hægri á myndinni, hafi verið við stýri bátsins þegar hann steytti á Skarfaskeri í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA LÖGMENN LESA DÓMSNIÐURSTÖÐUR Á annan tug aðstandenda Matthildar og Friðriks voru í dómssal þegar dómur var kveðinn upp. Hér sjást Jóhannes Rúnar Jóhannsson, lögmaður aðstandenda, og Sigríður Friðjónsdóttir, sem flutti málið fyrir dómi, skoða dóminn ásamt aðstoðarfólki sínu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA STJÓRNMÁL Tveggja ára tímabili Íslands í formennsku Eystrasalts- ráðsins lýkur 30. júní næstkom- andi. Leiðtogafundur ráðsins, sem hefst á morgun, markar lok for- mennskunnar og mun Svíþjóð sinna henni næstu tvö ár. Ísland hefur meðal annars lagt áherslu á sam- vinnu á sviði orku- og umhverfis- mála og nánari samvinnu við önnur svæðisbundin samtök. Ellefu aðildarríki ráðsins taka þátt í fundinum auk fulltrúa framkvæmdastjórnar Evrópu- sambandsins sem einnig á aðild að ráðinu. Alls munu níu forsætis- ráðherrar sitja fundinn og tveir utanríkisráðherrar. Eystrasaltsráðið var stofnað árið 1992 með aðild tíu ríkja og gerðist Ísland aðili árið 1995. Meginhlutverk ráðsins er að stuðla að stjórnmálalegum og efnahagslegum stöðugleika í norðausturhluta Evrópu, meðal annars með aðstoð við þróun og uppbyggingu lýðræðis, verndun mannréttinda og bættu viðskipta- umhverfi til eflingar frjálsum viðskiptum. Í tengslum við fundinn mun Halldór Ásgrímsson eiga tvíhliða fundi með forsætisráðherrum Rússlands og Póllands. Á fundinum verður framtíð samstarfsins á svæðinu rædd. Einnig verður farið yfir mála- flokka á borð við orkumál, umhverfismál og viðskipti. - sdg Níu forsætisráðherrar sækja leiðtogafund Eystrasaltsráðsins á Íslandi: Ísland lætur af formennsku LEIÐTOGAFUNDUR EYSTRASALTSRÁÐSINS Hér eru fulltrúar aðildarríkja Eystrasalts- ráðsins við þjóðfána sína á seinasta leið- togafundi sem fór fram sumarið 2004. Hlupu maraþon á Kínamúrnum Hópur Íslendinga hljóp maraþon á Kínamúrnum í lok maí. Íslendingarnir voru samtals 25 talsins. Þar af hlaupu tólf fullt maraþon, 42,2 kílómetra. KÍNA Eldur í göngum Göngin milli eyjanna Sjálands og Fjóns voru opnuð að hluta í gær eftir að eldur hafði kviknað í þeim á mánudagskvöld. Allar lestasamgöngur lágu niðri meðan slökkvistarf fór fram. DANMÖRK ÍRAK, AP Lögreglumenn fundu í gær níu afhöggvin höfuð sem höfðu verið sett í ávaxtakassa og skilin eftir við þjóðveg norðaustur af Bagdad. Þetta er í annað skipti á stuttum tíma sem afhöggvin höfuð finnast á þessum slóðum. Málið er enn í rannsókn en talið er að um hefndaraðgerð geti verið að ræða. Höfuðin sem fundust síð- astliðinn laugardag voru átta tals- ins og munu hafa verið höggvin af í hefndarskyni vegna dráps á fjór- um læknum úr röðum sjíamús- lima. Alls hafa því fundist sautján afhöggvin höfuð. Ofbeldið í Írak þykir fara stigvaxandi þessa dag- ana. - kóþ Ofbeldinu linnir ekki í Írak: Afhöggvin höf- uð á víðavangi Góð helgi Allt var að mestu tíðinda- laust hjá löggæslu landsins um helgina. Nokkuð var um ferðamenn, en skemmt- anahöld og útilegur fóru að sögn lögreglu vel fram og ölvun var lítil. LÖGREGLUFRÉTTIR Krabbaþjófnaður Áhöfn rússnesks skips er sökuð um að hafa sökkt skipi sínu á flótta undan landhelgisgæslu til að hylma yfir ólöglegar krabbaveiðar, sem eru algengar við Kyrrahafsströnd. RÚSSLAND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.