Fréttablaðið - 07.06.2006, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 07.06.2006, Blaðsíða 38
MARKAÐURINN Óli Kristján Ármannsson skrifar Vaxtaálag á skuldabréf stóru viðskiptabankanna jókst á eftirmörkuðum í Evrópu í gærmorgun eftir að Standard & Poor‘s breytti horfum í lánshæfis- mati ríkisins. Bankarnir telja áhrifin þó meiri til skemmri tíma þótt búast megi við einhverju bak- slagi í umræðu um íslenskt efnahagslíf. „Ég hef ekki af þessu stórar áhyggjur, en þetta hjálpar ekki til,“ segir Sigurjón Þ. Árnason, banka- stjóri Landsbankans um mat Standard & Poor‘s á horfum í lánshæfi ríkisins. „Neikvæðar upplýsingar eru náttúrulega ekki að hjálpa okkur en við eigum ekki von á því að áhrifin verði neitt í líkingu við þegar Fitch breytti horfum. Það má kannski lýsa því sem svo að það séu ekki „nýjustu fréttir“ að mönnum finnist íslenskt efnahagslíf óstöðugt um þessar mundir“. Sigurjón segir hins vegar ljóst að breyttar horfur séu í raun ákall til stjórnvalda um að láta Seðlabankann ekki standa einan á vaktinni í efnahagsstjórninni. „Ég hef haft mestar áhyggj- ur af því að vegna þess ástands sem við höfum núna og vegna kosninganna bæði sveitarstjórnar og Alþingis að þetta séu ekki bestu aðstæður fyrir stjórnvöld að taka á málum og hægja á í efnahags- lífinu,“ segir Sigurjón og leggur áherslu á að svo verði búið um hnútana að verðbólgan sem fylgir í kjölfar veikingar krónunnar verði bara skot, en ekki viðvarandi ástand. Hann segist lesa þau skilaboð úr áliti Standard & Poor‘s að stjórnvöld hægi á fram- kvæmdum og taki á málefnum Íbúðalánasjóðs. Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis, tekur í sama streng og segir Standard & Poor‘s hafa uppi viðvörunarorð sem bregðast þurfi við. „Það er ljóst að við stefnum í aukið jafnvægi í efnahagsmálum sem kemur fram í formi minnkandi eftirspurnar vegna aðhaldsaðgerða Seðlabankans. En spurningin er auðvitað hversu harkalegar aðstæðurnar verða og hvort við lendum í samdráttarskeiði. Til að lend- ingin verði sem mýkst og við náum þessu jafnvægi án þess að það bitni harkalega á almenningi þarf rík- isvaldið að leggjast á sömu sveif og Seðlabankinn. Það hefur ekki verið að gerast að undanförnu.“ Bjarni segir ljóst að umræðan hafi einhver áhrif á lánakjör bankanna á erlendum mörkuðum en býst ekki við að þau vari lengi, svo fremi sem brugðist verði við og ekki syrti frekar í álinn. „Viðskiptamódel íslensku bankanna byggja að veru- legu leyti á greiðum aðgangi að alþjóðlegum láns- fjármörkuðum. Ég held að mjög mörgum erlendum aðilum hafi komið á óvart góður gangur bankanna á fyrsta ársfjórðungi og nýlegar umsagnir bera þess merki að bankakerfið sé sterkt,“ segir hann og bendir á að samhliða tilkynningu um versnandi horfur ríkissjóðs hafi lánshæfismat Glitnis verið staðfest og horfur sagðar stöðugar. „Áhrifin eru fyrst og fremst óbein, álögur aukast á eftirmarkaði samhliða svona óróleika og sveiflur á gengi krón- unnar ýta alltaf einhverjum fjárfestum frá.“ G E N G I S Þ R Ó U N 7. JÚNÍ 2006 MIÐVIKUDAGUR2 F R É T T I R Söluaukning Osta- og smjörsölunnar nam 4,3 prósentum á fyrstu fimm mánuðum þessa árs, að sögn L a n d s s a m b a n d s kúabænda. „Það lofar því góðu um greiðslumarksaukningu fyrir næsta verðlagsár,“ segir á vef samtakanna og talið líklegt að greiðslumarkið verði 115 til 116 milljónir lítra. „Í ljósi birgðastöðu og sölu- aukningar undanfarinna mán- aða, eru miklar líkur á því að greitt verði fyrir próteinhluta þeirrar umframmjólkur sem berst til samlaganna á næsta v e r ð l a g s á r i . , “ segir landssam- bandið jafn- framt. Á vef félags- ins kemur fram að söluhæstu mjólkurvörurnar séu rjómi, smjör, nýmjólk, smjörvi, gouda-ostur 26% og léttmjólk. Osta- og smjörsalan er sam- eignarfélag Mjólkursamsöl- unnar sem á 43,5 prósent, Norðurmjólkur sem á 41 pró- sent, Kaupfélags Skagfirðinga sem á 15,3 prósent og svo Mjólkursamlags Ísfirðinga sem á 0,14 prósent. - óká Aukin sala hjá Osta- og smjörsölu Metverð fékkst fyrir afla á fiskmörkuðum í síðasta mán- uði, samkvæmt upplýsingum Íslandsmarkaðar. Verðmætið nam 1,6 milljörðum króna og hefur aldrei verið meira í maí- mánuði frá stofnun markaðanna. Þá seldust 12.438 tonn af fiski, sem er þriðja mesta magnið frá stofnun markaðanna. Meðalverð var 129,36 kr/kg en var 105,94 kr/kg í fyrra. Á fyrstu fimm mánuðum ársins seldust 53.629 tonn fyrir rúma 6,7 milljarða á fiskmörk- uðum og var meðalverð aflans 126,06 kr/kg, sem er tæpum 17 krónum meira en fyrir ári. Til samanburðar seldust 52.052 tonn fyrir tæpa 5,7 milljarða króna í fyrra. Í síðustu viku seldust 1.645 tonn af fiski á uppboðsmörkuð- um. Ýsa var söluhæsta tegundin en næstmest seldist af þorski og steinbít. Af öðrum tegundum seldist mest af ufsa, djúpkarfa, gullkarfa, skarkola, hlýra, skötu- sel og löngu. Minna seldist af öðrum tegundum. - jab ÞORSKUR Metverð fékkst fyrir afla á fiskmörkuðum í síðasta mánuði. Metverð fyrir afla á fiskmörkuðum Vika Frá áramótum Actavis 0% 32% Alfesca 0% -3% Atorka Group 8% -7% Bakkavör 1% -3% Dagsbrún 7% 3% FL Group 4% 5% Flaga 4% -10% Glitnir 6% 6% KB banki 5% 7% Landsbankinn 1% -11% Marel 1% 8% Mosaic Fashions -1% -12% Straumur 5% 14% Össur 3% -1% Miðað við gengi í Kauphöll á mánudaginn Lánshæfismat Glitnis helst óbreytt hjá alþjóðlega lánshæf- ismatsfyrirtækinu Standard & Poor’s þrátt fyrir að fyrirtækið hafi breytt horfum fyrir íslenska ríkið í neikvæðar úr stöðugum. Lánshæfismat bankans er því eftir sem áður A-/Stable/A-2. Lánshæfiseinkunn lýðveldisins er AA-/A-1+ í erlendri mynt og í íslenskum krónum AA+/A-1+. Standard & Poor‘s segja að þeir þættir sem haft hafi áhrif á breytt mat á íslenska ríkinu hafi þegar verið teknir með í láns- hæfismati Glitnis. Matið á Glitni er sagt endurspegla sterka stöðu bankans á innanlandsmarkaði og bætta dreifingu í eignasafni með vaxandi starfsemi í Noregi og í Svíþjóð frá því í maí. Lánshæfismatið er sagt end- urspegla væntingar Standard & Poor‘s um að arðsemi Glitnis verði áfram góð, þrátt fyrir að efnahagsumhverfi á Íslandi kunni að verða síður hagstætt með hugsanlegu hærra útlána- tapi og lægri gengishagnaði. Um leið er tekið fram að ekki sé útilokuð ákvörðun um lægra lánshæfismat fari svo að versn- andi efnahagsástand hér leiði til töluverðar rýrnunar á eignasafni bankans. - óká KLAPPAÐ FYRIR BANKANUM Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis, klappar á fundi í marsbyrjun þegar tekið var upp nýtt nafn og merki bankans. MARKAÐURINN/BRINK Lánshæfismat Glitnis helst óbreytt Gistinætur á hótelum í apríl voru 80.300 og fjölgaði um fjögur prósent frá fyrra ári samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands. Gistinóttum fjölgaði hlutfalls- lega mest á Austurlandi en þar varð tuttugu og fimm prósenta aukning. Um fimm prósenta aukning varð á höfuðborgarsvæðinu. Suðurland var eina landssvæðið þar sem samdráttur varð. Hlutfallslega mest aukning varð á Suðurnesjum, Vesturlandi og Vestfjörðum þar sem 41 pró- senta aukning varð milli ára. Gistinóttum fjölgar BJARNI ÁRMANNSSON FORSTJÓRI GLITNIS HALLDÓR KRISTJÁNSSON OG SIGURJÓN ÁRNASON BANKA- STJÓRAR LANDSBANKANS Viðbragða er þörf Vaxtaálag á bréf bankanna jókst eftir að S&P‘s breytti horf- um ríkisins. Bankarnir kalla eftir styrkari efnahagsstjórn. Jón Víðirs Töframaður milli kl: 15-17 sunnudaginn 11. júní.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.