Fréttablaðið - 07.06.2006, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 07.06.2006, Blaðsíða 34
 7. júní 2006 MIÐVIKUDAGUR6 DRAUMALIÐ ALLRA TÍMA ?��������������� Rúnar Júl.BRASILÍA VINNUR ARGENTÍNU Í ÚRSLITUM Örn Árnason ÉG FYLGIST BARA MEÐ HANDBOLTA Mugison ÞÝSKALAND Búi Bendtsen BRASILÍA Björn Jörundur BRASILÍA Björgvin Franz Gíslason ÍTALÍA Jón Steinar Gunnlaugsson BRASILÍA Páll Magnússon BRASILÍA Páll Óskar ÉG KANN EKKI REGLURNAR LEV YASHIN Sovétríkin Heimsmeistarakeppnir: 1958, 1062 og 1966 Landsleikir: 78 Landsleikjamörk: 0 Leikir á HM: 13 Mörk fengin á sig á HM: 18 Stórkostlegur markvörður sem var algjör einræðisherra í sínum vítateig. Mjög hugrakkur og lét sig vaða í nánast alla bolta. Sýndi ótrúlega lipur tilþrif á milli stangana og var nánast alltaf rétt staðsettur. Kallaður svarti pardusinn þar sem hann lék alltaf í svörtum búningi. PAOLO MALDINI Ítalía Heimsmeistarakeppnir: 1990, 1994, 1998 og 2002 Landsleikir: 126 Landsleikjamörk: 7 Leikir á HM: 23 Mörk á HM: 0 Hvort sem hann hefur spilað sem vinstri bakvörður eða miðvörður hefur hann vart stigið feilspor í vörninni, hvorki hjá AC Milan né ítalska landsliðinu, á sínum tuttugu ára ferli. Hann hefur spilað næstflesta leiki á HM af öllum eða 23 talsins og var fyrirliði í keppnunum 1998 og 2002. BOBBY MOORE England Heimsmeistarakeppnir: 1962, 1966 og 1970 (sigurvegari 1966) Landsleikir: 108 Landsleikjamörk: 2 Leikir á HM: 14 Mörk á HM: 0 Þegar hann var 22 ára var hann orðinn fyrirliði enska landsliðsins og ekki að ástæðulausu. Hefur ótvíræða leiðtogahæfileika og leikskiln- ingur hans og staðsetningar gerðu hann að jafngóðum leikmanni og hann var. Frægur fyrir tæklingu sína á hinn brasilíska Jairzinho 1970. FRANZ BECKENBAUER Vestur Þýskaland Heimsmeistarakeppnir: 1966, 1970 og 1974 (sigurvegari 1974) Landsleikir: 103 Landsleikjamörk: 14 Leikir á HM: 18 Mörk á HM: 5 Keisarinn sjálfur er einn teknískasti varnar- maður sem leikið hefur á HM. Þjálfarinn Helmut Schon gaf honum mikið frjálsræði í leik sínum og því náði hann að skora nokk- ur mörk með sínum frægu þrumuskotum. En skipulagning var lykillinn að leik hans og hann var mótorinn í þýska skriðdrekanum. LOTHAR MATTHAUS Vestur Þýskaland/Þýskaland Heimsmeistarakeppnir: 1982, 1986, 1990, 1994 og 1998 (sigurvegari 1990) Landsleikir: 150 Landsleikjamörk: 23 Leikir á HM: 25 Mörk á HM: 6 Þessi baráttuglaði miðjumaður tók þátt í fimm heimsmeistaramótum á ferlí sínum sem spannaði tuttugu ár og 150 landsleiki. Hann á met yfir flesta leiki á HM. Fjölhæfur leikmaður sem skilar alltaf sínu, hvort sem hann spilar sem aftasti varnarmaður, afturliggjandi eða sókndjarfur miðjumaður. MICHEL PLATINI Frakkland Heimsmeistarakeppnir: 1978, 1982 og 1986 Landsleikir: 72 Landsleikjamörk: 41 Leikir á HM: 14 Mörk á HM: 5 Þrátt fyrir að Platini hafi aldrei spilað úrslitaleik á HM þá á hann skilið sæti í þessu draumaliði. Hann var fyrirliði Frakklands 49 leikjum og er markahæsti leikmaður þjóðarinnar frá upphafi. Spilaði lykilhlutverk þegar Frakkland vann EM 1984 og vann fjölda titla með ítalska stórliðinu Juventus. JOHAN CRUYFF Holland Heimsmeistarakeppnir: 1974 Landsleikir: 48 Landsleikjamörk: 33 Leikir á HM: 7 Mörk á HM: 3 Leikmaður sem var tákn hollenska boltans um margra ára skeið. Tók reyndar aðeins þátt í einni lokakeppni HM en sýndi þar mátt sinn. Leikmaður sem var ótrúlega góður í að skapa færi og hafði gríðarlegan leikskilning. Á mótinu 1974 þurfti hann þó að játa sig sigraðan gegn Vestur-Þjóðverjum. GARRINCHA Brasilía Heimsmeistarakeppnir: 1958, 1962 og 1966 (siurvegari 1958 og 1962) Landsleikir: 50 Landsleikjamörk: 33 Leikir á HM: 12 Mörk á HM: 5 Margir vilja meina að Garrincha hafi verið hjartað í brasilíska landsliðinu 1958 og 1962. Hann átti í erfiðleikum með að ganga venjulega í æsku og þurfti að gangast undir aðgerð af þeim sökum. Varð síðan algjör snillingur með boltann og sýndi oft á tíðum ólýsanleg tilþrif með knöttinn. PELÉ Brasilía Heimsmeistarakeppnir: 1958, 1962, 1966 og 1970 (sigurvegari 1958, 1962 og 1970) Landsleikir: 92 Landsleikjamörk: 77 Leikir á HM: 14 Mörk á HM: 12 Eini leikmaðurinn sem hefur þrisvar sinnum verið í sigurliði á HM. Leikmaður sem sameinaði ótrúlega tækni og mikla vinnusemi. Á markamet og gat skorað jafnt með hörkuskotum og með því að skalla. Pelé verður alltaf minnst sem eins allra besta leikmanns sögunnar. DIEGO MARADONA Argentína Heimsmeistarakeppnir: 1982, 1986, 1990 og 1994 (sigurvegari 1986) Landsleikir: 91 Landsleikjamörk: 34 Leikir á HM: 21 Mörk á HM: 8 Af flestum talinn sá besti í sögunni. Þrátt fyrir að hann hafi ekki sýnt sínar bestu hliðar í þremur af fjórum mótum var frammistaða hans 1986 það mögnuð að það verður ekki leikið eftir. Talað er um að hann hafi nánast unnið keppnina upp á sitt eindæmi og skoraði m.a. flottasta mark í sögu keppninnar. GHEORGE HAGI Rúmenía Heimsmeistarakeppnir: 1990, 1994 og 1998 Landsleikir: 125 Landsleikjamörk: 34 Leikir á HM: 12 Mörk á HM: 3 Hagi átti stóran þátt í því að koma rúmenska landsliðinu á kortið með sinn ótrúlega vinstri fót. Rúmenía komst ekki í lokakeppni HM í tuttugu ár áður en Hagi kom á sjónarsviðið og hefur ekki komist þangað aftur síðan hann hætti. Það segir sitt um hve magnaður þessi leikmaður var.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.