Fréttablaðið - 07.06.2006, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 07.06.2006, Blaðsíða 48
MARKAÐURINN Bernhard Ö. Pálsson er fæddur árið 1957 og uppalinn í Garðabænum. Hann gekk í Menntaskólann í Hamrahlíð og lagði síðar stund á efnafræði við Háskóla Íslands. Árið 1977 ákvað Bernhard að flytja með allt sitt hafurtask til Bandaríkjanna og hefja nám þar. Bernhard lauk doktorsprófi í efna- verkfræði við Wisconsin-háskóla árið 1984. Að námi loknu tók Bernhard upp kennslu og var prófessor í efnaverkfræði við háskólann í Michigan til 1995. Á meðan á dvölinni í Michigan stóð öðlaðist Bernhard sína fyrstu reynslu af fyrirtækjarekstri þegar hann kom að stofnun líftæknifyrirtækisins Astrom árið 1989. Bernhard segir Astrom eitt af fáum líftæknifyrirtækjum sem hafi lifað af erfiða tíma við alda- mótin síðustu. „Þetta fór frá því að vera tilraun á rannsóknarstofunni hjá mér árið 1989 í að vera skráð félag á NASDAQ átta árum seinna. Ég hætti öllum afskiptum af fyrirtækinu um svipað leyti og ég fór frá Michigan. Þá var Astrom komið vel á leið, þar unnu sjötíu starfsmenn og mínu hlutverki var einfaldlega lokið.“ Bernhard segir aðkomuna að Astrom hafa verið góða reynslu. „Þarna fékk maður að smakka á þessum bransa. Hvernig ætti að koma fyrirtækjum af stað og halda þeim gangandi. Ég lærði náttúrulega alveg gígant- ískt af þessu.“ MEÐHÖNDLA FRUMUR MEÐ LEYSIGEISLA Árið 1995 flutti Bernhard til San Diego í Kaliforníu. Þar gegnir Bernhard stöðu próf- essors í lífverkfræði við Kaliforníuháskóla í San Diego auk þess að sinna hlutastarfi við læknadeildina. Bernhard segir fyrsta vísi að Cyntellect hafa orðið til meðan hann var staddur í nokkurra mánaða Fulbright- leyfi í Danmörku. „Hugmyndin að Cyntellect fædd- ist í blíðskapar- veðri á Strikinu í K a u p m a n n a h ö f n yfir góðu rauðvíns- glasi árið 1996.“ Hann segir hug- myndina hafa hljóm- að fremur undarlega fyrst um sinn. Að skjóta frumur með leysigeisla væri eitthvað sem frekar ætti heima í bíómyndum. „En ég skrifaði þetta í minnisbókina mína og skoðaði síðan tæknilegu hliðina þegar ég kom aftur til Ameríku. Þá komst ég að því að þetta var vel framkvæmanlegt.“ Næstu misseri fóru að mestu í undirbúning að stofnun fyrirtækisins. Bernhard lagðist yfir tæknileg smáatriði, talaði við fjárfesta og gerði viðskiptaáætlanir. „Hjólin byrjuðu síðan að snúast fyrir alvöru 1998 þegar fyr- irtækið var frumfjármagnað. Starfsemin var síðan sett formlega af stað í janúar 1999.“ Upphafleg hugmynd Bernhards var að hreinsa krabbameinsfrumur úr beinmerg sem flytja átti milli fólks með aðstoð leysi- geisla. Prófanir leiddu síðar í ljós að ekki var markaður fyrir hugmyndinni svo hafist var handa við að breyta áherslum fyrirtæk- isins. „Þá breyttum við frá því að meðhöndla frumur sem síðan áttu að fara inn í fólk, í að meðhöndla frumur í rannsóknarskyni.“ Síðan hefur Cyntellect einkum unnið að þróun svokallaðs LEAP-tækis sem getur gert margvíslegar tilraunir á frumum. „Við höfum meðal annars komist að því að ef þú skýt- ur leysigeisla með lágum styrk á frumur, opnast þær í tuttugu til þrjátíu sekúndur og þannig má koma efnasamböndum fyrir inni í þeim. Þetta er náttúrulega gríðarlega merkileg uppgötvun og þýðingarmikil fyrir læknisfræðina.“ MILLJARÐAMARKAÐUR Cyntellect býður nú upp á tvenns konar tæki; áðurnefnt LEAP og minni gerð sem kallast HOP. „Heildarmarkaður fyrir stærra tækið eru svona þúsund í heiminum öllum, en fyrir það smærra tíu þúsund. Stærra tækið kostar hálfa milljón dala og það minna fjörutíu þús- 7. JÚNÍ 2006 MIÐVIKUDAGUR12 Ú T T E K T Cyntellect fæddist yfir rauðvínsglasi á Strikinu Bernhard Ö. Pálsson er stjórnarformaður bandarísk-íslenska líftæknifyrirtækisins Cyntellect auk þess að gegna stöðu prófessors við Kaliforníu- háskóla í San Diego. Bernhard hefur búið í Bandaríkjunum frá árinu 1977 og komið að margvíslegum rekstri. Í samtali við Jón Skaftason sagði hann skilyrði til skráningar á markað mun hagstæðari á Íslandi en í Bandaríkjunum. HOP TÆKIÐ FRÁ CYNTELLECT Tækni Cyntellect byggist á því að meðhöndla frumur með leysigeisla. Með því að skjóta á frumur með slíkum geislum má koma fyrir efnasamböndum inni í þeim. BERNHARD Ö. PÁLSSON, STJÓRNARFORMAÐUR CYNTELLECT Bernhard segir keppinauta ekki standast Cyntellect snúning „Það getur í raun enginn gert það sama og við erum að gera, en það eru aðrar aðferðir til við að koma efnum inn í frumur. Að mínu áliti, og margra annarra, standast þær aðferðum okkar þó hvergi snún- ing. Þessi tækni er algerlega byltingarkennd.“ Fyrirmynd iSEC markað- ar Kauphallar Íslands er sótt til AIM-markaðarins í Lundúnum sem hefur verið starfræktur frá árinu 1995. AIM er einkum ætlaður smærri og millistórum fyr- irtækjum í vexti. Um nítján hundruð félög hafa verið skráð á AIM frá upphafi og viðskipti alls numið um 2000 milljörðum íslenskra króna. Mörg félaga á mark- aðnum hafa vaxið hratt og um síðir verið skráð á aðal- markað Kauphallarinnar í Lundúnum. ISEC markaðurinn bygg- ir á sama grunnsjónarmiði. Búinn er til vettvangur til viðskipta með bréf í fyrir- tækjum sem ekki uppfylla skilyrði til skráningar á aðallista Kauphallarinnar eða hafa einfaldlega ekki til þess burði. Markmið iSEC er að leiða saman fyrirtæki í vexti og fjárfesta. Fyrirtæki á markaðnum verða ekki háð jafn ströngum skil- yrðum og á aðalmarkaði Kauphallarinnar. Sú krafa er þó gerð að þau veiti með skipulögðum hætti upp- lýsingar um reksturinn; afkomutölur skal gefa út á hálfs árs fresti, auk annarra upplýsinga sem geta haft áhrif á verðmyndun. Ekki eru sett takmörk á stærð fyrirtækja sem skrá sig á iSEC markaðinn, lengd rekstrarsögu eða dreifingu eignarhalds. Þá gilda ekki reglur um yfirtökuskyldu. Félög sem hyggja á skráningu verða að birta svokallað skráningarskjal sem leggur grunn að upp- lýsingaskyldu. Í skjalinu þurfa stjórnendur viðkom- andi félags að lýsa því yfir að þeir telji fyrirtækið hafa aðgang að nægu rekstrarfé til tólf mánaða hið minnsta. Auk þess eru hömlur á sölu hlutabréfa helstu stjórn- enda í eitt ár frá skráningar- degi. - jsk KAUPHÖLL ÍSLANDS Fyrirmynd iSEC markaðar Kauphallar Íslands er sótt til AIM-markaðarins í Lundúnum. Mörg félaga á AIM hafa vaxið hratt og um síðir verið skráð á aðalmarkað Kauphallarinnar í Lundúnum. Stefnumót sprota- fyrirtækja og fjárfesta ISEC markaður Kauphallar Íslands verður til hliðar við aðallista Kauphallarinnar og er einkum ætlaður smærri fyrirtækjum í vexti. Skráningarskilyrði eru ekki jafn ströng og á aðallistanum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.