Fréttablaðið - 07.06.2006, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 07.06.2006, Blaðsíða 45
MARKAÐURINN S Ö G U H O R N I Ð 9MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ 2006 NÝJASTA TÆKNI OG VÍSINDI Á þessum degi árið 1954 lést breski stærð- og rök- fræðingurinn Alan Mathison Turing, sem gjarnan hefur verið nefndur faðir tölvunnar. Foreldrar Turings bjuggu á Indlandi þegar ljóst var að móðir hans var barnshafandi og óskaði hún þess að barn þeirra hjóna yrði alið upp í Bretlandi. Fluttist fjölskyldan aftur til heimalandsins þar sem Turing fæddist hinn 23. júní árið 1912. Alan Turing var ungur að árum þegar kennar- ar við barnaskólann sem hann gekk í tóku eftir snilligáfu drengsins. Mun hann meðal annars hafa kennt sjálfum sér að lesa á þremur vikum auk þess sem hann sýndi mikinn skilning á tölum og reikningi. Þegar Turing var 14 ára gamall innritaðist hann í nafntogaðan og dýran einkaskóla í Sherborne í Bretlandi. Skólinn einbeitti sér að kennslu í klassískum fræðum og því benti umsjónarkennari hans foreldrum Turings á að betra væri fyrir framtíð drengsins ef hann færi í skóla sem hefði vísindi í hávegum. Mun Turing hafa kynnt sér æðri stærðfræði á þessum árum og tveimur árum síðar var hann orðinn ágætlega kunnugur kenningum Alberts Einstein. Alan Turing gerði sér grein fyrir kynhneigð sinni í Sherborne þegar hann felldi hug til sam- nemanda síns í skólanum. Ást hans var hins vegar ekki endurgoldin. Drengurinn smitaðist af berklum og lést af völdum sjúkdómsins á síðasta skólaárinu í Sherborne og var Turing miður sín vegna andláts hans. Að loknu háskólanámi í King’s College í Cambridge í Bretlandi fluttist Turing til Bandaríkjanna og lauk hann doktorsgráðu í rök- og stærðfræði árið 1938, 26 ára að aldri. Þegar hann sneri aftur heim að lokinni útskrift hóf hann að vinna í hlutastarfi við kennslu í dulmálskóðun fyrir bresku ríkisstjórnina. Hinn 4. september ári síðar, daginn eftir að Bretar lýstu yfir stríði á hendur Þjóðverjum, gerðist hann síðan dul- málssérfræðingur í fullu starfi í Bletchley Park í Bretlandi. Mikil leynd hvíldi yfir starfi hans sem dulmáls- fræðingur í stríðinu. Dulmálsfræðingunum tókst að lokum að ráða dulmál Þjóðverða sem kallaðist Enigma. Árangurinn hafði mikil áhrif á gang seinni heimsstyrjaldarinnar en ekki var gert opin- bert fyrr en árið 1974 að það væri dulmálsfræð- ingunum meðal annarra að þakka að Þjóðverjar töpuðu stríðinu. Að stríði loknu vann Turing að smíði tölva og þróun forritunarmála og þróaði hann svokallaða Turing-vél ásamt fleiru. Ekki er um eiginlega vél að ræða heldur er um kenningu að ræða. Kenning þessi hefur reynst mikilvæg fyrir framþróun tölva og tölvunarfræði í nútímanum. Árið 1952 var Alan Turing ákærður vegna samkynhneigðar sinnar. Hann slapp við fangelsis- dóm gegn því að gangast undir hormónameðferð sem breyta átti kynhneigð hans. En meðferðin afskræmdi líkama stærðfræðingsins sem leiddi til þess að hann neytti eplis með blásýru á þessum degi fyrir 52 árum og dró það hann til dauða. ALAN TURING Svonefndur faðir tölvunnar var í hópi breskra sér- fræðinga sem leysti dulmál Þjóðverja í seinni heimsstyrjöldinni. Faðir tölvunnar deyr Ísraelskir vísindamenn greindu frá því í síðustu viku að þeir hefðu fundið dýr af krabbadýra- og hryggleysingjaætt í neðan- jarðarhelli í nágrenni Tel Avív í Ísrael. Talið er að hellirinn hafi verið lokaður frá umheiminum í milljónir ára. Ísraelska dagblaðið Jerusalem Post hefur eftir Hanan Dimantman, líffræðingi við hebreska háskólann í Jerúsalem, að hellirinn hafi líklega orðið til fyrir fimm milljón árum og hafi dýrin inni í honum þróast á eigin hátt. „Ekkert dýranna hafði augu sem merkir að þau hafi tapað sjóninni í þróunarferlinu,“ sagði Dimantmani í samtali við blaðið. DNA sýni úr nokkrum dýranna hafa verið send til rannsóknar og benda niðurstöðurnar til þess að dýrin séu einstök. Ekki er með fullu vitað hvernig þau nærðust en vatn og næringarefni náðu ekki að brjóta sér leið í gegnum jarðveginn og niður í hellinn. Búið er að loka hellinum svo vísindamennirnir geti fram- kvæmt frekari rannsóknir í honum. - jab ÁÐUR ÓÞEKKT DÝR Eins og sjá má svipar einu dýranna til sporðdreka. MYND/AP Ný dýr fundin Þess er stutt að bíða að mynda- vélar í farsímum verði með sæmilega öflugar aðdráttarlins- ur sem gera farsímaeigendum kleift að standa í meiri fjarlægð frá myndefni sínu en nú er unnt. Þetta segja forsvarsmenn banda- ríska fyrirtækisins New Scale Technologies, sem hefur þróað nýjan og agnarsmáan mótor sem er á stærð við hrísgrjón. Að sögn Davids Hendersons, forstjóra fyrirtækisins, er fram- leiðsla á mótornum þegar hafin en búist er við að hægt verði að selja allt að einn milljarð mótora af þessari gerð á ári. Að sögn Hendersons mun mót- orinn gagnast fleirum en farsíma- eigendum því hann verður meðal annars notaður í nýjustu gerð- ir af lyfjadælum, sem græddar verða í fólk. - jab FARSÍMAR Stúlka með örþunnan mynda- vélarfarsíma frá NEC. Þess er stutt að bíða að myndavélar símanna verði með aðdrátt- arlinsum. MYND/AFP Agnarsmáar aðdráttarlinsur HEFUR ÞÚ STYRK Í STÓRFRAMKVÆMDIR? H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 6 2 1 6 FJÁRMÖGNUN Glitnir Fjármögnun býður fjölbreytta kosti við fjármögnun bíla, atvinnutækja, skrifstofubúnaðar og atvinnuhúsnæðis. Hafðu samband í síma 440 4400 eða kynntu þér málið á www.glitnirfjarmognun.is • Fjármögnunarleiga Leigðu tækið og gjaldfærðu • Kaupleiga Leigðu tækið og eignfærðu • Rekstrarleiga Greiddu aðeins fyrir afnot af tækinu • Fjárfestingarlán Fjármögnun með veði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.