Fréttablaðið - 07.06.2006, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 07.06.2006, Blaðsíða 64
 7. júní 2006 MIÐVIKUDAGUR12 ?��������������� Eggert Skúlason FRAKKLAND Jóhannes í Bónus BRASILÍA Auðunn Blöndal EKKI ÍRAN Steinunn Valdís Óskarsdóttir HOLLAND Geiri á Maxím ÍSLAND Guðmundur Steingrímsson ENGLAND Helgi Björnsson SPÁNN Laddi BRASILÍA Eggert Magnússon ÍTALÍA HM 2006 Ef spádómar yfirvúdú- prestsins í Tógó munu rætast er þjóðin á barmi sögulegrar heims- meistarakeppni. Andarnir hafa þegar greint frá því samkvæmt prestinum að Tógó muni leggja Suður-Kóreu og Frakkland að velli í riðlakeppninni og komast þannig áfram í næstu umferð, en um leikinn gegn Sviss er ekkert talað. „Við munum framkvæma kraftaverk úti um allan völl í leikj- unum. Hinir fornu andar segja okkur að Tógó muni fara langt á HM í sumar,“ segir Togbui Assiog- bo Gnagblondjro III yfirvúdú- prestur, en Tógó eru að keppa í sinni fyrstu heimsmeistara- keppni. Í þorpinu Vogan, 45 kílómetra frá höfuðborginni Lomé, hefur presturinn þegar séð fyrir hvað gerist í riðlakeppninni en hann mun ekki sjá fyrir nákvæm úrslit leiksins fyrr en tveimur dögum fyrir leikina. Togbui Assiogbo Gnagblondjro III ætlar að mæta til Þýskalands þar sem hann mun veita liðinu andlegan stuðning. „Ég get ekki bara verið áfram í Tógó og sagt að við munum vinna þessa leiki. En Tógó mætir á HM til að vinna!“ sagði presturinn. Gnagblondjro er ekki sá eini sem kemur til Þýskalands með það fyrir augum að spá fyrir um úrslit í keppninni. Þýskt fyrirtæki hefur framleitt vúdúdúkkur en á hana geta stuðningsmenn sett fána þeirra þjóða sem þeir vilja setja álög á í keppninni. Dúkkurnar eru uppseldar á sumum stöðum, en hvort þessir galdrar og spádómar muni rætast verður að koma í ljós. Prestur í Tógó spáir fyrir um örlög þjóðar sinnar á HM: Kraftaverk verða framkvæmd DANSINN DUNAR Við athöfn vúdúprestsins Togbui Assiogbo Gnagblondrjo III stigu íbúar Vogan sérstakan dans. NORDICPHOTOS/AFP HM 2006 HM 1986 var keppni Diego Maradona. Frammistaða hans í keppninni var einstök og eru margir sparkspekingar á því að hann hafi svo gott sem unnið keppnina upp á eigin spýtur. Það var ekki eingöngu leikur Mara- dona í keppninni sem var eftir- minnilegur því hann skoraði mjög fræg mörk í keppninni og þá sér- staklega í leiknum gegn Eng- landi. Síðara mark Maradona er með þeim glæsilegri í sögu HM ef ekki það glæsilegasta. Þá fær hann boltann á eigin vallarhelmingi, sólar hvern Englendinginn á fætur öðrum upp úr skónum og síðan markvörðinn Peter Shilton áður en hann leggur knöttinn í tómt netið. Ótrúlegt einstaklingsfram- tak sem er lýsandi fyrir frammi- stöðu Maradona í keppninni. Fyrra markið er enn frægara og hugsanlega frægasta mark í sögu HM. Það er í það minnsta umdeildasta mark HM. Þá stekkur Maradona upp í loftið með Peter Shilton og kýlir boltann í netið. Allir áhorfendur á Azteca-vellin- um sáu að Maradona tók boltann með hendinni en það fór framhjá dómaranum, Túnisbúanum Benn- aceur, á einhvern ótrúlegan hátt. Englendingar trúðu ekki sínum eigin augum. Þeir duttu út á ólög- legu marki og mörg tár féllu í leikslok. Maradona neitaði að hafa sleg- ið boltann með hendinni en bauð- þess í stað upp á frægustu útskýr- ingu í sögu HM: „Þetta var hönd Guðs sem fór í boltann, ekki mín.“ Leikur Argentínu og Englands á HM 1986 er einn sá eftirminnilegasti í sögunni: Frægasta mark HM frá upphafi? HÖND GUÐS? Maradona fer hér með hendina upp í boltann ásamt Shilton markverði. Hann hélt því fram að það hefði verið hönd Guðs en ekki sín sem sló boltann í netið. FRÉTTABLAÐIÐ/BONGARTS ����������������� ��������������������� Heimild:KRT ����������� ��������������� ������� 135,7 milljarðar kr. ��������������� ������� ���������������� ������ ������������������� ������������� ������������� ��������� ������������� ������������� ���������� ������� ��������������� ������� ����������� �������� ����������������� �������� ������������ ���� ������������������ ������������������� �������������� ������������������� �������� 31,6 22,3 17,9 11,7 11,1 9,0 8,4 6,0 5,2 4,8 4,4 3,3 ���������������������������������������� ��������������������������������������� HM 1958 Heimsmeistarakeppnin 1958 var fyrsta stórmótið á ferli Just Fontaine. Þegar mótið fór af stað hinn 8. júní hafði þessi leik- maður Stade de Reims aðeins leik- ið fimm landsleiki fyrir Frakk- land og var kallaður inn í hópinn eftir að Rene Bliard þurfti að draga sig út úr hópnum vegna ökklameiðsla. Fontaine var svo sannarlega á skotskónum á mótinu og skoraði fjögur mörk gegn Vestur-Þýska- landi, þrennu gegn Paragvæ og tvö mörk í sitthvorum leiknum gegn Júgóslavíu og svo Norður- Írlandi. Þá skoraði hann eitt gegn Brasilíu og eitt gegn Skotlandi. Þessi óvænta innkoma hans gerði svo sannarlega gæfumuninn fyrir Frakkland en aðeins tvöhundruð stuðningsmenn og örfáir blaða- menn fylgdu liðinu til Svíþjóðar. Áhugaleysið í Frakklandi fyrir mótinu var vegna þess að lands- liðið hafði ekki unnið leik frá því í september fyrir mótið og féll út í fyrstu umferð í síðustu heims- meistarakeppni. Franski hópur- inn mætti fyrstur allra til Svíþjóð- ar og töluðu fjölmiðlamenn um að Frakkar yrðu fyrstir til að mæta og einnig fyrstir til að fara. Á lokaæfingu franska liðsins rifnaði annar skór Fontaine. „Ég var bara með eitt par með mér en sem betur fer hafði félagi minn Stephane Bruey tvö pör og notaði sömu stærð og ég. Hann lét mig því fá skóna sína,“ sagði Fontaine en þetta var fyrir tíma stórra styrktarsamninga. Eftir sex leiki og þrettán mörk skilaði hann síðan skónum til baka. Engin pressa var á Frökkum í riðlakeppninni og liðið byrjaði á að bursta Paragvæ 7-3 en tapaði síðan naumlega 2-3 fyrir Júgó- slavíu. Með sigri á Skotlandi í lokaleik riðilsins komust þeir í átta liða úrslitin þar sem öruggur 4-0 sigur vannst á Norður-Írlandi. Í undanúrslitum mættu þeir Bras- ilíu og var staðan 1-1 þegar franska liðið missti mann af velli og lék einum færri síðasta klukku- tímann. Fontaine var nýbúinn að skora jöfnunarmarkið en var færður á vinstri kantinn þar sem hann fann sig ekki og Brasilía vann 5-2. Frakkland hirti bronsið með 6- 3 sigri á Vestur-Þýskalandi í leik um þriðja sætið á þessu mikla markamóti. „Í framtíðinni hugsar enginn út í það hver skoraði flest mörk. Ég náði að skora svona mikið vegna þess að ég og Raym- ond Kopa náðum svona vel saman. Með tímanum mun fólk minnast þess að Frakkland hafnaði í þriðja sæti frekar en að muna eftir mörk- unum mínum,“ sagði Fontaine eftir mótið en þar skjátlaðist honum. Just Fontaine meiddist illa tveimur árum eftir mótið og þurfti að leggja skóna á hilluna í kjölfar- ið aðeins 27 ára gamall, þegar flestir knattspyrnumenn eru á hátindi ferilsins. Hann skoraði 165 mörk í 200 leikjum í frönsku deildinni og varð tvívegis marka- kóngur. Í 21 landsleik fyrir Frakk- land skoraði hann þrjátíu mörk, sem er hreint ótrúlegur árangur. Eftir að skórnir voru komnir á hilluna stýrði hann franska lands- liðinu í skamman tíma 1967 og varð yngsti landsliðsþjálfari heims. Fimmtíu árum eftir að hafa slegið í gegn í Svíþjóð fær Fontaine um tuttugu bréf í viku hverri frá aðdáendum um allan heim. METIÐ SEM ALDREI VERÐUR SLEGIÐ FONTAINE FAGNAÐ Just Fontaine var hetja Frakklands á heimsmeistaramótinu 1958. NORDICPHOTOS/AFP Just Fontaine skoraði þrettán mörk í sex leikjum fyrir Frakkland á HM 1958 sem fram fór í Svíþjóð en fyrir mótið var hann lítt þekktur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.