Fréttablaðið - 07.06.2006, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 07.06.2006, Blaðsíða 37
Hallinn breytist | Vöruskiptahallinn var óhagstæður um 9,7 milljarða króna í apríl en stjórnast nú að miklu leyti af auk- inni fjárfestingu á meðan einka- neysla dregst saman. Tvöfaldar hagnað | Sala danska vöruhússins Illum, sem er í eigu Baugs, óx um fjórtán prósent í fyrra miðað við árið áður og hagn- aður liðlega tvöfaldaðist. Samstarfsaðilar sameinast | Ákveðið hefur verið að Skýrr hf. og Teymi ehf., dótturfélög Kögunar, verði sameinuð undir nafni Skýrr hf. en fyrirtækin hafa verið í samstarfi um árabil. Eignast VÍS | KB banki og aðrir hluthafar seldu áttatíu prósent hlutafjár í VÍS til Exista sem verð- ur skráð á markað í september og verður verðmætasta fyrirtækið í Kauphöllinni. VÍS sexfaldast | VÍS hefur nær sexfaldast að stærð í forstjóratíð Finns Ingólfssonar. Er virði þess nú 66 milljarðar króna en félag- ið var metið á 12 milljarða árið 2002. Tapið minnkar | Flaga Group hf. tapaði að jafnvirði 63 milljóna íslenskra króna á fyrsta ársfjórð- ungi sem er 16,4 milljónum króna minna tap en á sama tímabili fyrir ári. Eitt nafn | Öll flutningastarfsemi Samskipa verður sameinuð undir nafni Samskipa í haust. Þetta var tilkynnt í Rotterdam þegar Samskip tók við tveimur nýjum kaupskipum. Kaupir Júmbó | Eigendur Sóma hafa fest kaup á Júmbó samlok- um. Samanlagt hafa félögin 90 prósenta markaðshlutdeild í sölu á samlokum á Íslandi. Stýrivextir Stjórna stöð- ugleikanum 22 Barcelona Herlið gleð- innar og Katalóníu 10 Sögurnar... tölurnar... fólkið... Miðvikudagur 7. júní 2006 – 21. tölublað – 2. árgangur Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 F R É T T I R V I K U N N A R Cyntellect á iSEC Hagstæð skil- yrði á Íslandi 12-13 Gott til síðasta dropa Vel getur verið hagkvæmt fyrir Kauphöll Íslands að ganga til sameiningarviðræðna við erlendar kauphallir samkvæmt Þórði Friðjónssyni, forstjóra Kauphallarinnar. Mikil sameiningarhrina kauphalla hefur gengið yfir undanfarin misseri. Kauphöllin í New York og Euronext kauphallarsamstæðan eru saman í einni sæng og nýverið hófust viðræður um að Kauphöllin í Mílanó bættist þar í hópinn. Til greina kom síðasta haust að Kauphöll Íslands sameinaðist skandinavísku kauphallasamstæðunni OMX en ekkert varð úr. Þórður segir tíðindi sem orðið hafa í Evrópu gefa tilefni til þess að farið verði yfir málin að nýju. Hann segir þó of mikið gert úr þeim rökum að kauphallir sem ekki kjósi að sameinast eigi á hættu að einangrast. „Hinum svokölluðu litlu kauphöllum í Evrópu hefur gengið mjög vel síðustu fimm ár þrátt fyrir spá- dóma um annað. Þær hafa frekar sótt í sig veðrið en hitt.“ -jsk Sameining kemur til greina Marinó Guðmundsson, forstjóri 66° Norður, lætur af starf- inu á allra næstu dögum sam- kvæmt heimildum Markaðarins. Frumkvæði að starfslokum Marinós er komið frá stjórn fyr- irtækisins. Marinó kvaðst í samtali við Markaðinn alls ekki ósáttur við málalok. Tími væri kominn til að prófa eitthvað nýtt. Ekki náðist í Sigurjón Sighvatsson stjórnarformann 66° Norður. Sigurjón Sighvatsson á tvo þriðju hlutafjár í 66° Norður en auk hans á tryggingafélag- ið Sjóvá stóran hlut. Marinó Guðmundssson hefur gegnt starfi forstjóra síðan Sigurjón hóf afskipti af fyrirtækinu snemma árs 2005. -jsk Forstjóraskipti hjá 66 FL Group hefur aukið hlut sinn í Glitni banka úr tæpum tuttugu prósentum í 23 prósent og er orðinn stærsti hluthafi bankans. Kaupverðið nemur átta millj- örðum króna en alls festi FL Group kaup á 437 milljónum hluta. Hluti kaupanna er gerður með framvirkum samningi sem kemur til gjalddaga í ágúst. Með kaupunum fer FL Group upp fyrir Milestone eignar- haldsfélag sem stærsti hluthaf- inn í Glitni banka en Milestone fer með 22,2 prósenta hlut. Á markaði hafði verið búist við frekari viðskiptum af hálfu eig- enda FL Group í Glitni, enda lýsti Hannes Smárason, forstjóri FL Group, því yfir á afkomufundi fyrir fáeinum vikum að félagið ætlaði sér stærri hluti í Glitni. Um síðustu áramót átti FL Group um tíu prósenta hlut í bankanum en jók hann í rúm sextán pró- sent þegar Straumur- Burðarás seldi stærst- an hluta bréfa sinna í Glitni, sem þá nefndist Íslandsbanki, í janúar. Um er að ræða langstærstu eignina í hlutabréfasafni FL Group. Markaðsvirði Glitnis stóð í 260 milljörðum í gær og gera 23 prósent því um sextíu milljarða. - eþa FL Group orðinn stærsti hluthafinn í Glitni banka Verðmæti 23 prósenta hlutar nemur sextíu milljörðum króna. FL Group hefur aukið hlut sinn í bankanum um þrettán prósent frá ársbyrjun. Eggert Þór Aðalsteinsson skrifar Breyttar horfur Standard & Poor´s um lánshæfis- mat ríkissjóðs úr stöðugum í neikvæðar og auknar líkur á harkalegri lendingu hagkerfisins höfðu neikvæð áhrif á innlendan fjármálamarkað í gær. Gengi krónunnar veiktist hratt við opnun mark- aða í gærmorgun og hafði lækkað um 2,2 prósent skömmu eftir hádegi. Stóð gengisvísitalan þá í 129,4 stigum. Hlutabréf, sem hækkuðu um meira en fimm prósent í síðustu viku, lækkuðu einnig og er það rakið til þessara tíðinda. Úrvalsvísitalan féll um eitt og hálft prósent og lækkuðu hlutabréf í KB banka og Landsbankanum mest, eða um rúm 2,5 prósent. Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður greining- ardeildar Landsbankans, segir að í rökstuðningi matsfyrirtækisins sé ekki að finna nýjar upplýs- ingar en bent er á ójafnvægi í efnahagskerfinu og veikleika í hagstjórn, staðreyndir sem hafi legið fyrir um langan tíma. Hún segir að til þess að hag- kerfið nái að lenda skikkanlega þurfi töluverðar aðgerðir. „Síðasta lending árið 2001 tókst meðal annars með samstilltu átaki atvinnurekenda og launþega sem sló á verðbólguvæntingar. Það kom ekki af sjálfu sér.“ Edda Rós segir jafnframt að Standard & Poor´s rökstyðji breytingar á horfum um lánshæfismat með aukinni hættu á harðri lendingu hagkerfisins og telji að aðgerðir Seðlabankans til að sporna við ofþenslu verði harkalegar vegna kosninga- loforða og mögulegra launahækkana sem valdi frekari verðbólguþrýstingi. „Þegar maður talar um snarpan og erfiðan samdrátt þá er verið að tala í raun og veru um framleiðslutap, atvinnuleysi og almenna lífskjaraskerðingu.“ Hún segir að framhaldið ráðist ekki síst af við- brögðum erlendra fjárfesta. Þeir eru mikilvægir þátttakendur á gjaldeyrismarkaði og hafi þar með töluverð áhrif á gengisþróun krónunnar og verð- bólguhorfur til skemmri tíma. Þegar má greina viðbrögð erlendis frá en Danske bank sem hefur verið svartsýnn á horfur í íslensku efnahagslífi býst við því að umsögnin hafi áhrif á íslenskan fjármálamarkað og leiði til hærra áhættumats erlendra fjárfesta á íslenskum fjár- málamarkaði. Krónan fellur vegna umsagnar S&P Töluverðar aðgerðir þarf til að lenda skikkanlega að mati Eddu Rósar Karlsdóttur. Framhaldið getur ráðist af við- brögðum erlendra fjárfesta. HANNES SMÁRASON FL Group hefur aukið hlut sinn enn og aftur í Glitni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.