Fréttablaðið - 07.06.2006, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 07.06.2006, Blaðsíða 52
MARKAÐURINN ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Hafliði Helgason RITSTJÓRN: Eggert Þór Aðalsteinsson, Hólmfríður Helga Sigurðardóttir, Jón Aðalsteinn Bergsveinsson, Óli Kristinn Ármannsson AUGLÝSINGASTJÓRI: Jónína Pálsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@markadurinn.is og aug- lysingar@markadurinn.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Markaðinum er dreift ókeypis með Fréttablaðinu á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Markaðurinn áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. eggert@markadurinn.is l haflidi@markadurinn.is l holmfridur@markadurinn.is l jonab@markadurinn.is l olikr@markadurinn.is Sögurnar... tölurnar... fólkið... 7. JÚNÍ 2006 MIÐVIKUDAGUR16 U M V Í Ð A V E R Ö L D S K O Ð U N Nú á tímum er enginn skortur á tækninýjungum sem hver á fætur annarri hefur á örskömm- um tíma haft veruleg áhrif á athafnalífið og daglegt líf fólks um allan heim. Slík bylting hefur nú staðið í tvo áratugi og fátt bendir til þess að hún sé að renna sitt skeið. Bylting á sviði sam- skiptatækni sem hefur breytt heimsmyndinni og mun áfram leiða af sér miklar breytingar á allri útgáfustarfsemi. Hún er einnig að gjörbylta fjölmiðla- tækninni, útbreiðslu fréttamiðla og áhrifamætti þeirra. Markaðs- og þjónustufyr- irtæki sem ekki fylgjast með breytingum og aðferðafræðinni við dreifingu upplýsinga verða útundan og deyja. Blöð, tímarit og ljósvakamiðlar eiga í vök að verjast. Áskriftir og lestur prent- miðla er á bullandi undanhaldi. Áhorf á sjónvarp dregst saman og hlustun á útvarp hefur færst yfir í tækniundur eins og iPod. Gildi auglýsinga í prent- og ljósvakamiðlum minnkar stöðugt og leiðir af sér mikinn samdrátt í auglýsingasölu. Auglýsendur eru þreyttir á að eyða miklu fjármagni í birtingu í miðlum sem ekki ná athygli fólks. Þetta sést vel í bókinni The Fall of Advertising & Rise of PR, sem hefur farið eins og eldur í sinu um heiminn undanfarin ár. Margt bendir til að hefðbundnar aug- lýsingar séu að víkja fyrir nýj- ustu samskiptatækninni eins og blogginu og umræðusíðum, með sama hætti og málverkið laut í lægra haldi fyrir ljósmyndinni. Alþjóðleg auglýsingafyrir- tæki eru ráðþrota en eyða miklu afli í að finna nýjar auglýsinga- leiðir. Almannatengslafyrirtæki blómstra í heiminum enda hefur þeim tekist þolanlega að nýta sér nýjustu tæknitólin í upplýsinga- miðlun þó svo að þau hafi orðið að hafa sig öll við til að halda í við breytingarnar. Fyrsta byltingin í upplýsinga- tækni varð á miðri 15. öld þegar þýski gullsmiðurinn Gutenberg fann upp laus stafamót sem varð upphaf þess að bókaprent- un sprakk út og almenningur gat eignast prentaðar biblíur og bækur. Menntunarstig almenn- ings hækkaði og sjóndeildar- hringurinn víkkaði. Dagblöð urðu til. Löngu seinna kom útvarp og sjónvarp. Þessir þrír miðlar réðu upplýsingastreyminu og mótuðu skoðanir fjöldans. Þá kom tölv- an og þar næst netið. Allt gerð- ist þetta á methraða. Ný bylting hófst. Rétt eftir aldamótin voru hjón í Bandaríkjunum sem misst höfðu vinnu sína þegar „dot- com“ blaðran sprakk. Þau lögðu grunninn að eigin tölvu-frétta- miðli þar sem þau rifjuðu upp gamlar minningar fyrir vini og vandamenn. Þau fundu upp það sem nú nefnist „daily log“ eða „weblog“ eða tölvudagbók. Orðið var stytt í blogg og upphófst bylting sem átti eftir að breyta upplýsingastreymi heimsins rétt eins og prentlausn Gutenbergs. Bloggið hefur gjörbreytt allri útgáfustarfssemi og því hvernig fólk sækir upplýsingar eða kemur hugmyndum á framfæri. Áskrift að dagblöðum hefur hrunið. Áhorf á sjónvarp dregst stöðugt saman. Útvarp er helst notað í bílnum. Auglýsendur vita ekki lengur hvar fólkið er sem þeir þurfa að ná til. Hérlendis nægði fyrirtæki einu sinni að auglýsa í Mogganum, hádegisútvarpinu og fyrir kvöldfréttir Sjónvarps til að ná 90% þjóaðrinnar. Fólk yngra en 35 ára gerist ekki áskrifendur að dagblöðum. Það sækir upplýsingar sínar á netið og bloggsíður. Það les bloggsíður og tekur virkan þátt í umræðum. Kannanir sýna að það til eru hátt í 30 milljónir blogg- síðna í heiminum. Fólk kvartar undan daufum pólitískum umræðum í fjöl- miðlum. Það er ekki nema von. Umræðan fer fram með bloggi og á spjallsíðum. Kannanir sýna að tæp 60% unglinga setur les- og myndefni á netið. Margir búa til sín eign fréttablöð með fréttum, umræðum, myndum og gröfum máli sínu til stuðnings. Þar er líf í tuskunum. Auglýsingafyrirtæki í Evrópu og Bandaríkjunum eyða nú mikl- um tíma í að finna leiðir til að geta birt auglýsingar á bloggsíð- um, en það er enn grýtt leið. Það er ekki bara bloggið sem er að breyta fjölmiðlalandslag- inu. Nú er komið ný aðferð sem heitir Podcasting; orð samsett úr iPod og broadcasting. Á íslensku mætti kalla það Podvarp. Alls konar aðilar senda tónlist, útvarpsefni, fréttir, viðtöl, umræður sem hljóð- eða mynd- skrá á tölvuþjóna, sem notendur nálgast á netinu og hlaða inn á iPodinn sinn til hlusta á þegar þeir hafa tíma. Stjórnmálamenn og flokkar eru farnir að nota þenna nýja miðil til að senda út „pólitísk“ áróðursviðtöl með góðum árangri. Ekki er langt um liðið frá því að byrjað var að senda heimatilbúið sjónvarps- efni eins og viðtöl sem hægt er að horfa á í iPod þessa sömu leið. Auglýsendur eru að reyna finna leiðir til auglýsa í Podvarpinu en það er þrautin þyngri. Að lokum verð ég að nefna enn eina nýjungina sem veldur fjöl- miðlum miklum áhyggjum. Það er „wiki-miðlunin“ sem fer eins og eldur í sinu um allan heim. Wiki-miðlun er byltingarkennd fjölmiðlun sem er að breyta dreif- ingum upplýsinga og opna nýjan fróðleiksheim fyrir alla þá sem hafa aðgang að netinu. Þar er að finna ómetanlegt magn fróðleiks á um 200 tungumálum. Frægust er hin svonefnda Wikipedia eða Wiki-alfræðiorðabókin, sem inni- heldur tólf sinnum meira efni á ensku en hin fræga Encyclopedia Britannica og er ókeypis. Hvað þýðir þessi þróun fyrir fjölmiðla og auglýsendur? Allt eykur þetta rekstrarvanda gömlu miðlanna. Samskiptatæknin reynist okkur sem störfum við almanna- tengsl og fjölmiðlun erfið enda þurfum við að eyða mikilli orku í það eitt að fylgjast með henni. Ég öfunda ekki auglýsendur og stjórnendur gömlu hefðbundnu miðlanna sem eiga í vök að verj- ast tækninnar vegna. Bylting í samskiptatækni heimsins gerir gömlum fjölmiðlum erfitt fyrir Jón Hákon Magnússon Famkvæmdastjóri KOM Almanna- tengsla ehf. O R Ð Í B E L G Fólk yngra en 35 ára gerist ekki áskrifendur að dagblöðum. Það sækir upp- lýsingar sínar á netið og bloggsíður. Það les bloggsíður og tekur virkan þátt í umræðum. Kannanir sýna að til eru hátt í 30 milljón bloggsíður í heiminum. Skilnaðartúrismi Time Magazine | Time Magazine veltir því fyrir sér hvort nýuppkveðnir dómar í skilnaðarmálum verði til þess að tíðni skilnaða í Englandi og Wales aukist. Tíðni skilnaða í Bretlandi er nú sú sjötta hæsta í Evrópu en nýleg þróun í dóm- salnum gefur The Times tilefni til að velta því upp hvort þar kunni að vera breyting á. Í Bretlandi er engin helmingaskiptaregla líkt og á Íslandi og því dómurum gefnar öllu frjálsari hendur. Nýlega voru konu dæmdar tæpar sjö hundruð milljónir króna af eignum fyrrverandi maka síns eftir skammvinnan hjúskap. Þá hafi manni með um hundrað milljónir í árslaun verið gert að greiða fyrrverandi konu sinni helming launa sinna allt til æviloka. Í forsendum dómanna kom fram að konurnar hefðu báðar lagt eigin frama á hilluna í þágu maka sinna og ættu því skilinn ríflegan skerf af ávöxtunum. Blaðið virðist hafa talsverðar áhyggjur af þessari þróun og spyr hvort „skilnaðartúrismi“ sé það sem koma skal; einungis þurfi að dvelja í Bretlandi í eitt ár til að öðlast rétthæfi. Rétti maðurinn í starfið Financial Times | Financial Times segir Hank Paulson, hinn nýja fjármálaráðherra Bandaríkjanna, vera rétta manninn í starfið. Paulson hafi víðtæka reynslu sem forstjóri Goldman Sachs, eins virtasta fyrirtækis á Wall Street. Financial Times gengur meira að segja svo langt að setja Paulson verk- efnalista. Hann skuli í fyrsta lagi láti dalinn í friði, en ekki freista þess að tala gengið upp líkt og forverar hans hafa reynt. Þá skuli Paulson treysta samband Bandaríkjanna við Kínverja, en til þess sé enginn betur fallinn. Paulson hafi sem forstjóri Goldman Sachs heimsótt Kína meira en sjötíu sinn- um og myndað þar góð tengsl við valdamikla menn. Financial Times leggur enn fremur til að Paulson freisti þess að leggja Afríku lið í efnahagsmálum. Fjórða og kannski mikilvægasta verkefni Paulsons sé að predika aðhald í ríkisfjármálum. Bush forseti hafi ekki einu sinni beitt neitunarvaldi sínu gagn- vart þinginu í stjórnartíð sinni. Nú sé kominn tími til að breyting verði á og Paulson sé eini maðurinn sem hafi slíka vigt að á sé hlustað. Breytingar á framtíðarhorfum á lánshæfismati ríkisins úr stöðugum í neikvæðar frá matsfyrirtækinu Standard & Poors eru bakslag í umræðu um íslenskt efnahagslíf á erlendum vettvangi. Með skýrslu Frederics Mishkin og Tryggva Þórs Herbertssonar um stöðu efnahagskerfisins tókst að slá á neikvæða umræðu sem ein og sér hefði skapað hér mikinn vanda. Mat S&P hjálpar ekki til við að halda umræðu um íslenskt fjármálakerfi á sæmilega skyn- samlegu plani. Vandinn er nefnilega sá að fjár- málakerfið losnar trauðla undan því að vera dregið inn í umræðu um stjórn efnhagsmála hér á landi. Þá gildir einu að S&P gerir þar skýran greinarmun á. Þannig eru horfur fyrir Glitni óbreyttar að mati fyrirtækisins, þrátt fyrir óstöðugri horfur íslenska ríkisins. Óróinn í kjörum bankanna á fyrst og fremst rætur í efasemd- um um stjórn innlendra efnahags- mála. Bankarnir gjalda einfald- lega fyrir gjaldmiðilinn og íslenskt efnahagslíf. Þrástagast hefur verið á nauð- syn þess að ríkið sýni fastari tök á efnahagsmálum og sendi út skýr skilaboð um að hættan á harðri lendingu sé tekin alvarlega. Þessi söngur hefur nú hljómað í nokkur misseri, án þess að mikil merki sjáist um það að á hann sé hlustað. Þannig hefur ekki verið tekið á stöðu Íbúðalánasjóðs, þrátt fyrir athugasemdir Seðlabankans og alþjóðastofnana þar að lútandi. Stjórnvöld hafa látið eins og að mjúk lending hagkerfisins sé náttúrulögmál. Það er hún ekki og eftir því sem alþjóðaviðskipti verða stærri hluti efnahagskerf- isins, því meiri hagsmunir eru af því að efnahagsmálum þjóðarinn- ar sé almennilega stjórnað. Ný tíðindi um afsögn forsætis- ráðherra eru ekki til þess að létta þeirri óvissu sem ríkir um efnahagslífið. Verkefnið er skýrt. Markaðurinn þarf að fá skýr skilaboð um starfhæfa ríkisstjórn sem tekur af öll tvímæli um að hún sé raunveruleikatengd; að send séu út skýr skilaboð um ráðstafanir sem miða að því að kæla hagkerfið. Til þess að mark sé svo á því tekið þurfa menn að hafa tilfinningu fyrir því að þingstyrkur sé til að fylgja slíkum skilaboðum eftir. Breytingar á horfum um lánshæfi ríkisins auka á vandann. Mikilvægi skýrrar efnahagsstefnu Hafliði Helgason Þrástagast hefur verið á nauðsyn þess að ríkið sýni fastari tök á efna- hagsmálum og sendi út skýr skila- boð um að hættan á harðri lendingu sé tekin alvarlega. Þessi söngur hefur nú hljómað í nokk- ur misseri, án þess að mikil merki sjáist um það að á hann sé hlustað. Þannig hefur ekki verið tekið á stöðu Íbúðalánasjóðs, þrátt fyrir athugasemdir Seðlabankans og alþjóðastofnana þar að lútandi. Stjórnvöld hafa látið eins og að mjúk lending hag- kerfisins sé nátt- úrulögmál. VR og fleiri stéttarfélög styrkja þátttöku félagsmanna sinna á námskeiðinu. Þau hafa lengt sinn sólarhring! “Ekki eingöngu les ég hraðar. Ég les með ...margfalt meiri skilning.” Inger, 24 ára Sjúkraliði og nemi. “...held ég sé á góðri leið með að ná inntökuprófinu í læknadeild í vor.” Bergþóra Þorgeirsdóttir, 18 ára næstum því stúdent. “...hvergi áður náð jafn hárri ávöxtun á tímasparnað ...” Fylkir Sævarsson, 39 ára Iðnfræðingur. Hvað segja nemendur okkar um námskeiðið: Frábært, markvisst, hnitmiðað, æviábyrgð, nytsamlegt, krefjandi, skemmti- legt, mjög gott, skipulagning, einbeiting, jákvæðni, mikil aðstoð, góður kennari, spennandi, árangursríkt, hvetjandi, góð þjónusta. ... næsta 3. vikna hraðnámskeið 13. júní ... Akureyri 3. vikna hraðnámskeið 26. júní Skráning á sumarnámskeið er hafin á www.h.is og í síma 586-9400
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.