Fréttablaðið - 07.06.2006, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 07.06.2006, Blaðsíða 56
MARKAÐURINN ÓLAFUR SIGURÐSSON hefur hafið störf hjá TM Software sem kerfisfræðingur. Hann hefur mikla reynslu sem kerfisfræðingur og kerfisstjóri, en hann vann sem kerfis- stjóri hjá Urði Verðandi Skuld árið 2000-2006 og þar áður sem kerfisfræðingur hjá Landsvirkjun 2000-2001. Ólafur, sem er fæddur árið 1957, lauk námi í kerfis- fræði frá EBD skolen í Vejle í Danmörku árið 1999. Ólafur var kennari í fjölda ára, meðal annars við Grunnskólann í Stykkishólmi og Fjölbrautaskóla Vesturlands. KRISTÍN HALLA Hannesdóttir hefur hafið störf sem gagnagrunnssérfræðingur hjá TM Software. Kristín Halla, sem er fædd 1972, hefur mikla reynslu sem kerfisfræðingur. Hún vann sem kerfisfræðingur hjá Fiskistofu 1996-1998 og sem gagnagrunnssérfræðingur hjá Teymi frá 1999 þar til hún hóf störf hjá TM Software. Hún kenndi mikið á Oracle hjá Teymi og hefur kennt á einu slíku námskeiði hjá TM Software og mun væntanlega kenna á fleiri nám- skeiðum. Kristín Halla, sem fæddist árið 1972, nam kerfisfræði við Háskólann í Reykjavík (þá Tölvuháskóli VÍ) og lauk prófi árið 1996. Hún hefur lokið fjölda námskeiða, meðal annars hjá Endurmenntun HÍ. F Ó L K Á F E R L I 7. JÚNÍ 2006 MIÐVIKUDAGUR20 H É Ð A N O G Þ A Ð A N JÓN GRÉTAR Jónsson rekstrarfræðingur hefur tekið við sem framkvæmdastjóri fasteignasölunnar Húsakaupa í kjölfar kaupa Hanza- hópsins ehf. á hluta í fyrir- tækinu. Guðrún Árnadóttir, aðaleigandi og löggiltur fast- eignasali, sem gegnt hefur starfi framkvæmda- stjóra Húsakaupa farsællega í 17 ár, starfar áfram hjá fyrirtækinu og sinnir sérverkefnum. Jón Grétar Jónsson stendur á fertugu. Hann er rekstrarfræðingur með BS í vörustjórnun frá Tækniskóla Íslands árið 1997 og gat sér einnig gott orð í knattspyrnunni með Val á árum áður. Jón Grétar starfaði sem sölumaður hjá Húsakaupum í þrjú ár áður en hann tók við framkvæmdastjórastarfinu. Kona Jóns er Anna Katrín Einarsdóttir og eiga þau þrjú börn. BJARGMUNDUR JÓNSSON hóf nýlega störf hjá TM Software sem verkfræð- ingur og hópstjóri reksturs netkerfa og fjarskipta. Bjargmundur hefur öðlast mikla reynslu í sínum fyrri störfum sem verkfræðingur og sérfræðingur, en hann starfaði sem kerfisfræðingur hjá Landsvirkjun sumrin 1996 og 1997 og sem sérfræðingur og hópstjóri hjá Landssíma Íslands 1998-2006. Bjargmundur, sem fæddur er 1974, lauk námi í rafmagns- og tölvuverkfræði frá Háskóla Íslands 1998. Þá hefur hann sótt fjölda námskeiða í tengslum við störf sín. AGNAR ÖRN Arason hefur hafið störf sem sérfræðingur á upplýsingaör- yggissviði TM Software. Agnar Örn er fæddur 1967 og er með BS-gráðu í tölv- unarfræðum frá Háskóla Íslands. Þá hefur hann lokið fjölda nám- skeiða í tengslum við fag sitt. Áður en Agnar Örn hóf störf hjá TM Software var hann meðal annars kerfisstjóri hjá Medcare 2000-2006 og hjá Seðlabanka Íslands 1992-2000. SIGURÐUR FJALAR Sigurðarson hefur hafið störf sem kerfisfræðingur hjá TM Software. Sigurður Fjalar hefur unnið í tölvugeiranum í mörg ár og aflað sér mikillar þekkingar við hugbúnaðargerð. Sigurður Fjalar, sem fæddist árið 1979, lauk BSc-gráðu í rafmagns- og tölvuverkfræði frá Háskóla Íslands 2006 og er nú í meistaranámi í iðnaðarverk- fræði við sama skóla. Áður en Sigurður Fjalar hóf störf hjá TM Software vann hann við veirugreiningar hjá Friðriki Skúlasyni, FRISK Software, bæði í fullu starfi og hlutastarfi með skóla og undir það síðasta sem aðstoðarmaður fram- kvæmdastjóra tæknisviðs. MARGRÉT MATTHÍASDÓTTIR hefur hafið störf við almenna notendaaðstoð á þjónustuborði TM Software. Margrét, sem fæddist árið 1976, er margmiðlun- arfræðingur frá Margmiðlunar- skólanum. Hún vann meðal ann- ars í upplýsinga- tæknideild Eimskips 1997-2004. Í kjölfar truflana sem plagað hafa gagnasendingar til útlanda um ljósleiðara Farice hefur Og Vodafone gripið til þess ráðs að forgangsraða gögnum um netið. Með þessu segir fyrirtækið verulega dregið úr líkum á því að viðskiptavinir verði fyrir trufl- unum. Um er að ræða þjónustu sem meðal annars forgangsraðar vefsíðum, póstþjónustu og gögnum vegna fjarvinnutenginga. „Um sjötíu prósent allrar netumferðar er til og frá útlöndum. Við höfum aukið bandvídd okkar reglulega en álagið hefur engu síður verið nokkuð. Nú hefur okkur hins vegar tek- ist að draga verulega úr álagi og tryggja enn betri umferð um netið með því að forgangsraða gögn- um. Við getum til dæmis tryggt forgang á ýmiss konar þjónustu sem er sérstaklega viðkvæm fyrir truflunum, svo sem VoIP. Þá er VefTV í sérstökum forgangi hjá okkur,“ segir Gísli Þorsteinsson upp- lýsingafulltrúi Og Vodafone og bætir við að bilanir á Farice sæstrengnum hafi lítil sem engin áhrif haft síðan tekið var að forgangsraða gögnum. OGVODAFONE GÍSLI ÞORSTEINSSON Bilanir Farice kalla á forgangsröðun Notendur eiga síður að verða fyrir raski komi til truflana á netsambandi við útlönd. ������� ��� ����������������� �������������� ��������������������������������������������������������������������������������� ����� ������������� ����������� ����� �������� ���� ������� ����� ������������� ������� Stjórnendur BAA, sem meðal annars rekur Heathrow, aðra stærstu flugvelli Bretlands og alþjóðaflugvöllinn í Búdapest, hafa sent frá sér tilkynningu þar sem staðfest er að yfirtökutilboð spænsku verktakasamsteypunn- ar Ferrovial, sem hljóðar upp á 950,25 pens á hlut, hafi verið samþykkt. Miðað við það gengi er markaðsvirði félagsins um 10,3 milljarðar punda, eða rúmir 1.400 milljarðar íslenskra króna. Vertakasamsteypan gerði óvænt tilboð í BAA í febrúar sem var hafnað af stjórn félags- ins. Annað tilboð var lagt fram síðustu viku, sem hljóðaði upp á 900 pens á hlut, sem jafn- framt var hafnað en ljóst þótti að margir hluthafar girntust til- boð spænska félagsins. Bréf í BAA hafa hækkað um rúm 42 prósent frá því að Ferrovial sýndi félaginu fyrst áhuga í febrúar. Þau hækkuðu um rúm tvö prósent í gær í kjöl- farið á fréttum af yfirtökunni. - hhs FRÁ HEATHROW-FLUGVELLI Spænska verktakasamsteypan Ferrovial er nýr eig- andi BAA sem meðal annars rekur Heathrow-flugvöll. Baráttunni um flugvellina lokið Indverska hagkerfið mun vaxa um 9,3 prósent á þessu ári ef tekið er mið af fyrstu þremur mánuðum ársins. Er það talsvert umfram væntingar en hagvöxtur nam 8,4 prósentum í fyrra. Fregnirnar koma í kjölfar lækkana á indverskum hluta- bréfamörkuðum, og veikingu indversku rúpíunnar gagnvart bandaríkjadal. Þá hafa Indverjar áhyggjur af því að eftirspurn eftir indverskum vörum í Bandaríkjunum kunni að minnka á næstu misserum. Sensex-vísitala Kauphallar- innar í Delí lækkaði í kjölfar fréttanna, en fjárfestar virðast telja stýrivaxtahækkun á næsta leyti „Þegar svartsýni ríkir á mörkuðum verða jafnvel góðar fréttir að slæmum,“ sagði Ajit Surana, forstjóri Dimensional ráðgjafafyrirtækisins. -jsk Hraður vöxtur á Indlandi Hlutabréf á Indlandi lækka þrátt fyrir meiri hagvöxt en gert var ráð fyrir. INDLAND Götumynd frá Nýju-Delí á Indlandi. Síminn og R. Sigmundsson hafa ákveðið að hefja sam- starf á sviði fjarskipta. Munu þeir koma fram undir nafninu Radíómiðun. Nýja fyrirtækið mun sérhæfa sig í fjarskipta- lausnum fyrir sjávarútveg- inn og verður staðsett í húsa- kynnum R. Sigmundssonar. Fyrirtækið R. Sigmundsson er sérhæft í sölu siglinga- og fiski- leitartækja og þjónustu fyrir sjávarútveginn en Síminn í fjar- skipta- og hugbúnaðarlausn- um, jafnt á landi sem á sjó. Fyrirtækin hafa í gegnum árin unnið mikið saman en eru að styrkja það samstarf enn frekar með stofnun Radíómiðunar. Í fréttatilkynningu frá fyrir- tækjunum kemur fram að markaður gervihnattaþjónustu sé svo dæmi séu tekin sam- keppnismarkaður án landa- mæra og deilist hér á landi milli innlendra endursölufyrirtækja og erlendra fyrirtækja sem starfa í umboði gervihnatta- fyrirtækjanna. Möguleikar til útrásar aukist með stofnun Radíómiðunar og hagkvæmara verði að þróa núverandi lausnir og aðlaga þær að nýjum mörk- uðum. Samkeppnisstaða gagn- vart erlendum aðilum sem eru að selja sömu þjónustu muni batna og að öllum líkindum verði hægt að tryggja sam- keppnishæfara verð. Stofnun fyrirtækisins er gerð með fyrirvara um samþykki samkeppnisyfirvalda. Stofna saman fjar- skiptafyrirtæki FRÁ UNDIRRITUN SAMNINGSINS Haraldur Úlfarsson, framkvæmdastjóri R. Sigmundssonar, Brynjólfur Bjarnason, for- stjóri Símans og Einar Óskarsson, stjórnar- formaður R. Sigmundssonar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.