Fréttablaðið - 07.06.2006, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 07.06.2006, Blaðsíða 21
 Heimild: Almanak Háskólans Smáauglýsingasími 550 5000 Auglýsingasími Allt 550 5880 Þú getur pantað smáauglýsingar á visir.is FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA ATVINNA BRÚÐKAUP TILBOÐ O.FL. Elísabet Björney Lárusdóttir lærir rafmagnstæknifræði í Háskólanum í Reykjavík. Hún er eina stelpan sem skráð er í rafmagnstæknifræði í skólanum. Rafmagnstæknifræði er þriggja og hálfs árs nám í Háskólanum í Reykjavík og Elísa- bet er búin með þrjú ár. „Ég byrjaði haustið 2003 svo ég klára um næstu áramót,“ segir hún.Áður en Elísabet fór í Háskólann í Reykjavík lærði hún útflutningstæknifræði í Danmörku í eitt og hálft ár. „Á meðan ég var úti var farið að kenna rafmagnstækni- fræði til BS-prófs hérna heima og ég ákvað að fara í hana.“ Elísabet er byrjuð á lokaverkefninu sínu og er að vinna það hjá Orkuveitunni. „Í verkefninu skoða ég tvinnbíla og hversu mikla orku þeir þurfa,“ segir hún. Elísabet verður fyrsta stelpan sem klárar nám í rafmagnstæknifræði á Íslandi. „Hing- að til hafa þeir sem hafa lært rafmagns- tæknifræði bara getað tekið fyrsta árið hérna heima og síðan þurft að klára annars staðar. Í fyrra útskrifaði HR fyrsta hópinn sem kláraði rafmagnstæknifræði á Íslandi en í þeim hópi var engin stelpa. Ég er eina stelpan í hópnum sem útskrifast næst og eina stelpan í deildinni því það er engin skráð stelpa á eftir mér. Það sama á við um vélatæknifræðina en aðeins eins stelpa er skráð í þá deild. Okkur finnst þetta samt bara fínt. Við tvær erum þvílíkt góðar vin- konur og finnst gott að hafa strákana svona út af fyrir okkur,“ segir hún og hlær. Elísabet er mjög ánægð í Háskólanum í Reykjavík. „Skólinn er frábær og námið er gott og mjög krefjandi. Félagslífið er mikið og fáir í hverjum bekk. Í mínum bekk erum við ekki nema þrettán svo það er mjög heim- ilislegt hjá okkur og kennararnir geta sinnt okkur vel. Allt er mjög náið og persónulegt og við erum svolítið eins og fjölskylda, sem er frábært.“ emilia@frettabladid.is Eina stelpan í rafmagnstæknifræði Elísabet Björney vinnur lokaverkefnið sitt hjá Orkuveitunni. FRÉTTABLAÐIÐ/JÓN HJÖRTUR Kvennahlaup ÍSÍ fer fram í 17. sinn næstkomandi laugardag. Hlaupið verður víðsvegar um landið og fá allir þátttakendur bol og verðlaunapening. Tjaldvagnarnir tínast nú á göturnar hver á fætur öðrum. Ökumenn ættu að gæta þess að yfirfara vagnana vel og full- vissa sig um að öll nauðsynleg öryggistæki, s.s. framlenging á speglum, séu til staðar. Myndlistaskólinn í Reykavík býður upp á skemmtileg sumar- námskeið fyrir börn og unglinga í sumar. Listsköpunin er tengd við útiveru og leiki og krakkarnir kynnast skemmtilegum leiðum til listsköpunar. Beint áætlunarflug Iceland Express frá Akureyri til Kaup- mannahafnar hófst hinn 30. maí síðastliðinn. Í sumar og fram á haustið verður flogið tvisvar í viku milli Akureyrar og Kaup- mannahafnar. ALLT HITT [HEILSA BÍLAR BÖRN FERÐIR] GÓÐAN DAG! Í dag er miðvikudagurinn 7. júní, 158. dagur ársins 2006. Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík 3.09 13.27 23.46 Akureyri 2.11 13.11 24.15 GAMAN Í SUMAR- BÚÐUM Allir finna eitthvað við sitt hæfi í sumarbúðum KFUM og KFUK. BÖRN 6 FJÖRLEGUR FJÖLNOTABÍLL Nissan Note er snaggaralegur fjölnotabíll. BÍLAR 2 VR og fleiri stéttarfélög styrkja þátttöku félagsmanna sinna á námskeiðinu. Þau hafa lengt sinn sólarhring! “Ekki eingöngu les ég hraðar. Ég les með ...margfalt meiri skilning.” Inger, 24 ára Sjúkraliði og nemi. “...held ég sé á góðri leið með að ná inntökuprófinu í læknadeild í vor.” Bergþóra Þorgeirsdóttir, 18 ára næstum því stúdent. “...hvergi áður náð jafn hárri ávöxtun á tímasparnað ...” Fylkir Sævarsson, 39 ára Iðnfræðingur. Hvað segja nemendur okkar um námskeiðið: Frábært, markvisst, hnitmiðað, æviábyrgð, nytsamlegt, krefjandi, skemmti- legt, mjög gott, skipulagning, einbeiting, jákvæðni, mikil aðstoð, góður kennari, spennandi, árangursríkt, hvetjandi, góð þjónusta. ... næsta 6. vikna hraðnámskeið 9. ágúst ... næsta 3. vikna hraðnámskeið 14. ágúst ... Akureyri 3. vikna hraðnámskeið 26. júní (nokkur sæti laus) Skráning á sumarnámskeið er hafin á www.h.is og í síma 586-9400
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.