Fréttablaðið - 07.06.2006, Blaðsíða 53

Fréttablaðið - 07.06.2006, Blaðsíða 53
MARKAÐURINN S P Á K A U P M A Ð U R I N N 17MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ 2006 S K O Ð U N Eins og fram kom í fréttaskýring- arþættinum Kompás fyrir fáum vikum hefur náðst augljós árang- ur í því að sporna við innbrotum í fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu. Viðmælandi fréttamanns, sem er kunnugur í undirheimunum, upplýsir í þættinum að þeir sem standa í innbrotum í fyrirtæki séu farnir að leita út á lands- byggðina, meðal annars vegna þess að fyrirtækin hér séu mun betur varin nú en áður og örygg- isverðir og lögregla séu fljót á staðinn ef kerfin fara í gang. Það leiðir til þess að vinnufriður í innbroti er enginn og líkurnar á að innbrotsaðili náist á staðnum eru mun meiri en ella. Öryggisfyrirtæki bjóða nú klæðskerasniðnar lausnir í öryggiskerfum fyrir fyrirtæki og stofnanir, sem skapa heild- stæða vörn. Með öryggiskerfum er hægt að ná góðri stjórnun og yfirsýn yfir umgengni í við- komandi fyritæki, brunahættu, vatnslekahættu, innbrotahættu, útslætti á rafmagni, hitasveifl- um í viðkvæmum rýmum og svo framvegis. Yfirsýn sú sem örygg- iskerfin skapa ýmist kemur í veg fyrir tjón eða minnkar líkur á stórtjóni, þar sem strax er brugð- ist við, ef kerfin fara í gang. Öryggiskerfin eru þó almennt þjál í allri umgengni fyrir starfsmenn viðkomandi fyrirtækja, enda eiga þau ekki að hafa nein heftandi áhrif á möguleika starfsmanna til umgengni utan hefðbundins vinnutíma, hafi þeir heimild og þörf fyrir það. Öryggiskerfin eru tengd við stjórnstöðvar viðkom- andi öryggisfyrirtækis, sem sér um að bregðast við, berist boð frá kerfinu. Fyrirtækjum stend- ur bæði til boða að leigja búnaðinn sem settur er upp á staðn- um samkvæmt svo kölluðum firmavarn- arsamningi, vilji fyr- irtæki losna við stofnkostnaðinn eða þau geta keypt hann og þar með tryggt sér lægri mánaðar- gjöld. Ábyrgir stjórnendur fyrir- tækja telja að ráðstafanir til þess að tryggja öryggi fyrirtækisins utan almenns vinnutíma, séu eðlileg og nauðsynleg ráðstöfun í daglegum rekstri. Enginn vill verða fyrir óvæntum og óæski- legum uppákomum, bara vegna þess að ekki voru gerðar sjálfsagðar ráðstaf- anir til þess að koma í veg fyrir þær. Víða verðlauna tryggingafélög fyrir- tæki og einstaklinga sem gera markvissar ráðstafan- ir til þess að koma í veg fyrir tjón, með öryggiskerfum, góðri umgengni og frágangi. Það er að sjálfsögðu bæði hvetjandi fyrir þá sem fá slíka umbun, til dæmis í formi lægri iðgjalda, og minnk- ar líkur á að eitthvað beri út af í öryggislegu tilliti. Árni Guðmundsson, forstöðumaður öryggisgæslusviðs Securitas Öryggiskerfi stórauka öryggi í fyrir- tækjum utan almenns vinnutíma ���������������������������������� ���������������������������������� �� ����� ���� ����� ���������� ��� ��������� �� ��������� ����� ���� ����������� ����������������� ���� ������������� �������� �� ��� ������ ��� ������ �������������� � � ����� ��������� ��� ����� ���� ������ ������������� ��� ��������������� ��������������� �� ������ ����� ����� �������������� ���� ��������������� Það er sama deyfðin yfir þessu öllu ennþá. Ég hef ekkert getað gert af viti undanfarna mánuði. Fyrsti skammtur fór inn á mark- aðinn þegar mér blöskraði lækk- unin. Ég er svo sem ekki í miklu tapi af því, en ég hef ekki séð nýtt tækifæri til að koma inn á markaðinn á ný. Ég hef oft orðið var við þann misskilning að við spákaupmenn liggjum yfir hagtölum og tökum ákvarðanir út frá því. Þetta er alrangt. Til að ná árangri í mínu starfi þarf, fyrir utan góðan heila og afar öflugt taugakerfi, að hafa djúpstæða þekkingu á mannlegu eðli og þjóðfélaginu. Mér hefur stundum fundist skorta á þennan djúpa skilning úti á markaðnum. Kannski vegna þess að þar er mikið af ungu fólki sem einhvern veginn hefur ekki brennandi áhuga á neinu nema peningum og sjálfu sér. Það er ekki nóg. Vegna þessa þá fylgist maður vel með öllu þjóðlífinu og þar eru ekki nægjanlega góðar fréttir þessa dagana. Halldór að hætta og enginn veit hver tekur við. Þetta getur leitt til ferlegra vandræða. Þess vegna er mikilvægt fyrir altæka hugs- uði eins og mig að skoða málin vandlega áður en ég tek nýjar fjárhagslegar ákvarðanir. Ég met stöðuna þannig að ríkisstjórnin sé nánast að deyja úr innan- meinum Framsóknarflokksins. Efnahagsástandið er tæpt og það er engin orka eða þor í stjórn- inni til að taka nauðsynlegar ákvarðanir til að lenda hagkerf- inu sæmilega. Ég er því ekkert sérstaklega bjartsýnn á þetta og sýnist að markaðurinn sé mér sammála um stöðumatið. Það er fullt af fínum hlut- um að gerast í fyrirtækjunum, en meðan almennur ótti er um að hagkerfið geti lent illa, þá fara menn ekkert í neinar rósir á hlutabréfamarkaði. Nema ef vera skyldi svona ískaldir gæjar eins og Hannes Smárason sem auðvitað kaupir þegar allir aðrir eru að gera á sig. Ég stóðst ekki freistinguna og keypti í Glitni og svo er ég með stöðu í Straumi og TM vegna komandi átaka. Þar með er þetta eiginlega upptalið og mikil sóun á greind og atorku að hafa ekki fleiri akra að plægja. En svona er það. Það sáir enginn að hausti. Að minnsta kosti ekki ef menn eru enn með fulla fimm. Spákaupmaðurinn á horninu Enginn sáir að hausti 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.