Fréttablaðið - 19.06.2006, Síða 6

Fréttablaðið - 19.06.2006, Síða 6
6 19. júní 2006 MÁNUDAGUR www.lyfja.is - Lifið heil VIRKAR Á ÖLLUM STIGUM FRUNSUNNAR - ALDREI OF SEINT! Vectavir FÆST ÁN LYFSEÐILS Vectavir krem er áhrifaríkt lyf til meðferðar á frunsum af völdum Herpes Simplex. Vectavir virkar á öllum stigum frunsunnar frá sting eða æðasláttar til blöðru. Í Vectavir er virka efnið penciklóvír sem stöðvar framgang veirunnar. Vectavir er ætlað fullorðnum og börnum eldri en 12 ára. Berið Vectavir á frunsusvæðið á 2 klst. fresti í 4 daga. Berið á rétt fyrir svefn og um leið og vaknað er. Dæmigert er að frunsa komi fram við ofreynslu, kvef eða inflúensu eða í mikilli sól (t.d. á skíðum). Ekki á að nota lyfið ef að áður hefur komið fram ofnæmi fyrir penciklóvír, famciklóvír eða öðrum innihaldsefnum. Með Vectavir grær frunsan hraðar, verkir minnka og smittími styttist. Vectavir kremið 2 g fæst án lyfseðils. Lesið vel leiðbeiningar sem fylgja lyfinu. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. ÍS LE N SK A AU G L† SI N G AS TO FA N /S IA .I S L YF 3 32 04 06 /2 00 6 Garðatorgi - Grindavík - Keflavík - Lágmúla - Laugavegi - Setbergi - Smáralind - Smáratorgi - Spönginni - Egilsstöðum - Höfn Fáskrúðsfirði - Seyðisfirði - Neskaupstað - Eskifirði - Reyðarfirði - Ísafirði - Bolungarvík - Patreksfirði - Borgarnesi - Grundarfirði Stykkishólmi - Búðardal - Húsavík - Kópaskeri - Raufarhöfn - Þórshöfn - Sauðárkróki - Blönduósi - Hvammstanga - Skagaströnd Selfossi - Laugarási KJÖRKASSINN Ætlarðu á sólarströnd í sumar? Já 25% Nei 75% SPURNING DAGSINS Í DAG Ætlarðu að kaupa nýjan bíl á árinu? Segðu þína skoðun á Vísi.is Þrír ölvaði undir stýrir Þrír menn voru teknir fyrir ölvunarakstur í Kópavogi aðfaranótt sunnudags. Ökumennirnir, sem allir voru milli tvítugs og þrítugs, voru teknir við venjubundið eftirlit. LÖGREGLUFRÉTTIR BANDARÍKIN Fimm unglingar voru skotnir til bana í New Orleans í Bandaríkjunum í gær, og er það versta fjöldamorð sem framið hefur verið í sögu borgarinnar. Fórnarlömbin, fimm ungir piltar á aldrinum 16 til 19 ára, fundust í og við bíl þeirra eftir að morð- ingjarnir höfðu skotið fjölmörg- um skotum á bílinn með þeim afleiðingum að allir í honum lét- ust. Flestir mannanna dóu sam- stundis en einn þeirra náði að skríða stuttan spöl frá bílnum áður en hann lést. Lögreglan í New Orleans hefur enn enga hugmynd um hver eða hverjir voru þarna að verki og álítur að morðin hafi verið framin í hefndarskyni af fíkniefnasölum, en bílnum var lagt á stað sem alræmdur er fyrir fíkniefnasölu og glæpi af ýmsu tagi. Morðtíðni í New Orleans var með þeim hæstu í Bandaríkjun- um á tímabili en fór lækkandi eftir hamfarirnar sem fellibylur- inn Katrín olli á seinasta ári. Það sem af er þessu ári hafa fimmtíu og tvö morð verið framin í New Orleans. Íbúar munu ugg- andi um að ofbeldisglæpum í borginni eigi enn eftir að fjölga á næstu misserum. Virðast þessir atburðir renna stoðum undir þann ótta. - sþs Hrottafengin fjöldamorð á unglingum vekja óhug í New Orleans: Hefndarmorð á unglingum NEW ORLEANS Lögreglumaður á glæpa- vettvangi. Morðin hafa vakið mikinn óhug meðal borgarbúa. LÖGREGLUMÁL „Lögreglumenn sem starfa í miðbænum um helgar lenda undantekningalítið í átökum þar sem þeir þurfa að yfirbuga menn. Svo er það undir hælinn lagt hvort lögreglumennirnir verða fyrir áverkum,“ segir Páll Winkel, framkvæmdastjóri Landssam- bands lögreglumanna. Hann segir hrindingar, pústra og jafnvel hræk- ingar á lögreglumenn vera daglegt brauð. Lögreglumenn standa nú í bar- áttu fyrir bættu starfsumhverfi. Hafa þeir sent dómsmálaráðherra, Birni Bjarnasyni, erindi í fjórum liðum þar sem beðið er um úrbæt- ur, eins og Fréttablaðið hefur greint frá. Í nýlegri viðhorfskönnun meðal lögreglumanna kemur fram að meira en helmingur allra lögreglu- manna á Íslandi hefur orðið fyrir líkamsmeiðingum eða 54 prósent þeirra. Í sömu könnun kemur fram að 64 prósent lögreglumanna hafa orðið fyrir ofbeldi eða hótunum sem þeir hafa tekið alvarlega. Loks kom í ljós að í 41 prósenti tilvika hafði hótunum eða öðru alvarlegu áreiti verið beint gegn fjölskyldum lögreglumanna. Páll segir óvenjumörg ofbeldis- tilvik gegn lögreglumönnum hafa komið upp á síðustu vikum. „Þá eru þessar eftirfarir að verða nánast daglegt brauð með tilheyrandi hættu, bæði fyrir almenning og ekki síður lögreglu- menn,“ segir Páll. „Meðaltals refs- ing fyrir slíkt brot er lág fjársekt. Maður veltir fyrir sér hver skila- boðin séu eiginlega?“ Hann segir lögreglumenn ræða það sín á milli að þeir séu óöruggir við ákveðnar aðstæður þegar mik- ill mannfjöldi komi saman. Inntur eftir því hvað lögreglumenn vilji gera til þess að bregðast við þeirri stöðu sem nú sé uppi í starfsum- hverfi þeirra segir Páll að að sumu leyti verði ekki við þetta ráðið. „Þetta er agaleysi íslensku þjóð- arinnar og drykkjuskapurinn í miðbæ Reykjavíkur. En við viljum að þeir einstaklingar sem veitast að lögreglunni, jafnvel ítrekað eins og til eru dæmi um, hljóti viðun- andi refsingu.“ jss@frettabladid.is HÓPSLAGSMÁL Lögreglumenn að uppræta hópslagsmál í miðborg Reykjavíkur að nætur- lagi um helgi. Þeir verða líklega oftast fyrir áreiti í miðbænum. Áreiti og pústrar eru nánast daglegt brauð Þeir lögreglumenn sem eru að störfum í miðbænum um helgar lenda undantekn- ingalaust í átökum. Ofbeldi gegn lögreglu hefur farið vaxandi að undanförnu. Árásir á lögregluþjóna í Reykjavík frá áramótum Árásir á lögregluþjóna í Reykjavík sem skilgreindar eru sem mjög alvarlegar, 15 tilvik. Aðrar árásir, ekki jafn alvarlegar, 34 tilvik. Dæmi: 1. Handtekinn maður tryllist á lög- reglustöð í Reykjavík, slær lögregluþjón í augabrún, öxl, bak. Töluverðir áverkar. 2. Lögregluþjónar í hávaðaútkalli. Húsráðandi ræðst á lögregluþjóna með hafnaboltakylfu. Nauðsynlegt reynist að beita úðavopni til að yfirbuga manninn. 3. Lögregluþjónar í hávaðaútkalli. Hús- ráðandi lemur lögregluþjón í brjóstkass- ann með rafmagnsgítar. SLÓVAKÍA, AP Stjórnarandstaðan í Slóvakíu hrósaði sigri í þingkosn- ingunum sem fram fóru þar í fyrradag. Forseti landsins hefur falið Robert Fico, leiðtoga vinstri- flokksins Smer, stjórnarmyndun, en flokkurinn náði ekki hreinum meirihluta og verður því að mynda stjórn í samráði við aðra flokka. Smer-flokkurinn hlaut um 30% atkvæða í kosningunum en flokk- ur Dzurindas, fráfarandi forsætis- ráðherra, hlaut tæp 19%. Fico hefur lofað að snúa við þeim breytingum sem núverandi stjórn stóð fyrir og segir að hinir ríku hafi einir fundið fyrir efna- hagsvextinum í landinu. - sþs Kosningar í Slóvakíu: Stjórnarand- staðan sigraði ÍVAN GASPAROVIC Forseti Slóvakíu fól Robert Fico stjórnarmyndun eftir kosning- arnar í fyrradag. STYRKVEITINGAR Úthlutað var úr Styrktarsjóði Baugs Group við hátíðlega athöfn í Fjalakettinum í gær. 41,5 milljónum króna var úthlutað að þessu sinni og voru styrkþegarnir 30 talsins. Þetta er í annað sinn sem veitt er úr sjóðnum sem stofnaður var í júní í fyrra. Bandalag íslenskra skáta fékk hæsta styrkinn eða sjö og hálfa milljón krónur sem skipt er niður á þrjú ár. Pólhringurinn 2006 sem er verkefni þar sem rannsökuð eru áhrif loftslagshlýnunar á norðurslóðum hlaut sex milljón króna styrk. Þrír styrkþegar komu fram en þeir voru Guðni Fransson klarín- ettuleikari úr tónlistarhópnum CAPUT, sem fékk milljón króna styrk til að hljóðrita tónlist eftir Snorra Sigfús Birgisson, Hafliða Hallgrímsson og Áskel Másson. Söngvarinn Egill Árni Pálsson þakkaði fyrir styrk að sömu upp- hæð til framhaldsnáms í New York með fögrum söng. Skóla- hljómsveit Kópavogs flutti lag en hún hlaut tveggja milljóna króna styrk til að undirbúa 40 ára afmæli sveitarinnar á næsta ári. Að sögn Ingibjargar Lilju Diðr- iksdóttur upplýsingafulltrúa er hlutverk sjóðsins að styrkja líkn- ar-, velferðar- og menningarmál og að styrkhafarnir væru vel að styrknum komnir. Það var Jóhannes Jónsson, for- maður stjórnar sjóðsins, sem afhenti styrkina. - jse Styrktarsjóður Baugs Group úthlutaði styrkjum við hátíðlega athöfn: Yfir fjörutíu milljónir veittar VIÐ ÚTHLUTUN Í GÆR Tinna Gunnlaugsdóttir þjóðleikhússtjóri snýr til sætis síns með milljón króna styrk til Þjóðleikhússins upp á vasann. Jóhannes Jónsson og Ingibjörg S. Pálmadóttir eru tilbúin í næstu afhendingu. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA ATVINNUMÁL Á næstu dögum ræðst hvort sátt náist milli Alþýðusam- bandsins og atvinnurekenda um lög vegna erlends vinnuafls við endurskoðun kjarasamninga. Að sögn Halldórs Grönvold, aðstoðar- framkvæmdastjóra Alþýðusam- bandsins, var íslenskt samfélag ekki búið undir breytingar á flæði vinnuafls. Verkalýðshreyfingin, samtök atvinnulífsins og stjórnvöld hafa undanfarið átt í viðræðum til að koma í veg fyrir að kjarasamning- um verði sagt upp um næstu ára- mót eins og stefnir í vegna verð- bólgunnar sem er nú sjö til átta prósent. - sþs Tekist á um erlent vinnuafl: Ræðst á allra næstu dögum STJÓRNMÁL „Orkuveitan verður áfram í eigu borgarinnar og verður ekki seld meðan ég er borgarstjóri,“ segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri Reykjavíkur. „Ég hef hins vegar lýst yfir að við viljum selja hlut okkar í Landsvirkjun ef rétt verð fæst og nýta þá megin- hlutann af þeim fjármunum til að lækka skuldir borgarinnar.“ Farið verður í við- ræður við ríkið á næstu vikum að sögn Vilhjálms. „Orkuveitan og Landsvirkjun eru í mikilli samkeppni í framhaldi af breyttri skipan raforkumála í landinu og mér finnst óeðlilegt að fulltrúar borgarinnar sitji báðum megin við borðið í þeim málum.“ - sdg Vilji til að selja Landsvirkjun: Mun ekki selja Orkuveituna VILHJÁLMUR Þ. VILHJÁLMSSON ST. KITTS, AP Tillaga Japana, um að leyfa aftur hvalveiðar í atvinnu- skyni, var felld á laugardagskvöld á fundi Alþjóðahvalveiðiráðsins sem fer nú fram í St. Kitts með eins atkvæðismun. Tvo þriðju hluta atkvæða hefði þurft til að fella bannið úr gildi. Sjávarútvegsráðherra Bret- lands, Ben Bradshaw, segist ekki skilja af hverju Japanar, Norðmenn og Íslendingar ýti á eftir því að hvalveiðar verði leyfðar að nýju og bætir við að þessi afstaða rýri verulega orðstír ríkjanna á alþjóðavettvangi. - sdg Alþjóðahvalveiðiráðið: Tekist á um hvalveiðar Ætla á loft Bandaríska geimferða- stofnunin NASA hefur ákveðið að skjóta skyldi geimferjunni Discovery út í geim þann 1. júlí. Ákvörðunin er tekin þvert á ráðleggingar sérfræðinga sem segja geimferjuna ekki enn nógu örugga. BANDARÍKIN
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.