Fréttablaðið - 19.06.2006, Blaðsíða 25
MÁNUDAGUR 19. júní 2006 5
Sumarhús og garðurinn gaf
nýlega út aðra bókina í ritröð-
inni Við ræktum. Er það bókin
Lauftré á Íslandi sem er fagur-
lega myndskreytt og stútfull af
áhugaverðum upplýsingum.
Lauftré á Íslandi er önnur bókin í
ritröðinni Við ræktum. Ritstjóri
bókarinnar er Auður I. Ottesen
garðyrkjufræðingur en hún og
Þórarinn Benedikz skógfræðingur
og Tryggvi Marinósson garðyrkju-
fræðingur eru aðalhöfundar bók-
arinnar.
Í bókinni er fjallað um lauftré
sem náð hafa fimm metra hæð hér
á landi. Ásamt umfjöllun um upp-
runa, ættkvíslir og tegundir er
fjallað um fjölgun og umhirðu,
sjúkdóma, skordýr og fuglana sem
nærast á berjum og fræjum
trjánna. Upplýsingar taka mið af
íslenskum aðstæðum og reynslu.
Bókin er ríkulega myndskreytt og
auðlesin.
Fyrsta bókin í ritröðinni Við
ræktum heitir Garðurinn allt árið
og er ætluð áhugafólki um garð-
yrkju. Þriðja bókin mun bera nafn-
ið Víðir og víðinytjar en þar er
fjallað um gerð nytjahluta úr víði-
greinum og segir frá hentugum
víðitegundum og ræktun þeirra.
Áætlað er að fjórða bókin komi
út fyrir jól. Kemur hún til með að
heita Barrtré á Íslandi. - sgi
Himinhá
lauftré
Lauftré á Íslandi er gefin út af Sumarhúsi
og garðinum ehf.
EKKI BJÓÐA ÓKUNNUGUM INN AÐ
ÓÞÖRFU.
Opnir gluggar í
sumarblíðunni
hleypa svölu og
fersku lofti inn
á heimilið. Þeir
eru hins vegar
líka auðveld
leið fyrir fingra-
langa sem vilja
kíkja í heimsókn og fá sér minjagrip.
Það ætti að vera regla á hverju
heimili að athuga alla opnanlega
glugga áður en farið er að heiman.
Hálflokaður gluggi er aðeins tafsam-
ari en opinn en engu að síður eins
og boðskort fyrir þá sem vilja krækja
sér í góss.
Hægt er að fá margs konar krækjur
og lokur sem tryggja að gluggar geti
aldrei opnast nema upp að ákveðnu
marki. Með tilliti til brunavarna er
þó kannski öruggara að skilja ekki
gluggana eftir opna.
Munið að loka
gluggunum
öryggi }
• Birta Björnsdóttir fatahönnuður og Jón Páll listamaður í 100 ára gömlu húsi við Miðstræti
• Uppskrift af austurlensku partítjaldi og allt sem þig vantar til að gera garðinn frægan
• Rautt og bleikt þema
• Listrænt fúnkíshús við Vatnsenda
• Ofursvöl piparsveinaíbúð í 101 Reykjavík
TRYGGÐU ÞÉR BLAÐIÐ
Í ÁSKRIFT MEÐ
30% AFSLÆTTI
Á AÐEINS 489 KR.
EINTAKIÐ OG FÁÐU
VEGLEGA GJÖF
Í KAUPBÆTI
GLÆNÝTT
VEGGFÓÐUR ER KOMIÐ ÚT
tímaritÁSKRIFTARSÍMI 550 5000 | WWW.VISIR.IS
Formaco • Fossaleynir 8 • 112 Reykjavík • Sími: 577 2050 • Fax: 577 2055 • www.formaco.is
ÞARFTU AÐ LOSA ÞIG VIÐ VIÐHALDIÐ?
Veldu glugga vegna lítils viðhalds, góðrar hönnunar, gæða,
útlits, endursölu og 10 ára ábyrgðar.
Vertu viss um að gluggarnir séu - Spurðu fasteignasalann.
550 5000
AUGLÝSINGASÍMI