Fréttablaðið - 19.06.2006, Page 68

Fréttablaðið - 19.06.2006, Page 68
 19. júní 2006 MÁNUDAGUR48 Miðnæturgolfmót starfsfólks á fasteignasölum fór fram 9. júní síðastliðinn. Metþátttaka var í mótinu. Að þessu sinni fór 10. árlega Fréttablaðsmótið fram á Garða- velli á Akranesi. Metþátttaka var í mótinu en það telst vera eitt veg- legasta golfmót sem haldið er á Íslandi, með tilliti til veittra verð- launa og umgjarðarinnar. Þá má geta þess að á þessu móti hafa margir stigið sín fyrstu skref á golfvelli með því að draga kerrur fyrir félaga sína og vera þannig þátttakendur í leiknum. Keppt var í fjórum flokkum og urðu sigurvegarar eftirfarandi: Konur með forgjöf: Marólína Erlendsdóttir. Karlar með forgjöf: Sigurður Hjaltested. Karlar án forgjafar: Þröstur Ástþórsson. Byrjendur: Ragnar Gíslason. - tg Frétta- blaðsmótið Ragnar Gíslason sigurvegari í byrjendaflokki tekur hér við sigurlaunum sínum. Austurborg tók til starfa 1. júlí 1974 en arkitektar skólabyggingarinnar eru Guðmundur Kr. Guðmundsson og Ólafur Sigurðsson. Skólinn er 10. stærsti leikskólinn sem Reykjavíkurborg starfrækir. Skólinn er fjögurra deilda og þar eru börn frá aldrinum eins til sex ára. Í skólanum eru 93 pláss og eru yngri börnin á Bangsalandi og Putalandi en eldri börnin á Ólátagarði og Kattholti. Markmið Austurborgar er að skapa börnunum fjölbreyttar aðstæður við nám og leik. Það eflir þau bæði sem einstaklinga og félagsverur við aðstæður sem örva alla þroskaþætti, ýta undir sjálfsöryggi, frumkvæði og vellíðan barnanna. Lögð er áhersla á að börnin geti eflst í gegnum leik sem skap- andi, glaðir, virkir og sjálfstæðir einstaklingar með góða sjálfsmynd. AUSTURBORG FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Bergur Þór er þessa dagana önnum kafinn við æfingar á Mein Kampf í Borgarleikhúsinu. Þess vegna óskar hann sér merkilegs draumahúss sem getur flutt hann milli heimsálfa á augabragði. „Draumahúsið væri í Reykjavík, Barselónu og einhvers staðar í Suður-Ameríku. Það væri svona Narníuskápur sem flytti mann milli húsanna,“ segir Bergur. Í húsunum væri stór salur þar sem væri frábær hljómur. Þar væri hægt að halda stórar matarveislur með góðum vinum og gestum og þar væri einnig hægt að spila og syngja. „Svo væru auðvitað þaksvalir þar sem hægt væri að liggja allan daginn í sólbaði,“ segir Bergur. „Þar væri busllaug fyrir börnin og konan mín gæti málað þar úti. Í húsinu væru herbergi fyrir alla fjölskylduna auk fjölda herbergja fyrir gesti. Garðurinn ætti að vera nokkuð stór og þar yxu fíkju- og mandarínutré. „Ég vil sjá ávextina vaxa og geta svo tínt þá af trjánum,“ segir Bergur. DRAUMAHÚSIÐ: BERGUR ÞÓR INGÓLFSSON LEIKARI OG LEIKSTJÓRI Flytur hann milli heimsálfa SELDAR EIGNIR Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU* *þinglýstir kaupsamningar, heimild Fasteignamat ríkisins. 300 250 200 150 100 50 0 FJÖLDI 5/5- 11/5 186 12/5- 18/5 171 19/5- 25/5 147 26/5- 1/6 175 2/6- 8/6 112 9/6- 15/6 120 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.