Fréttablaðið - 19.06.2006, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 19.06.2006, Blaðsíða 74
 19. júní 2006 MÁNUDAGUR26 menning@frettabladid.is ��������������������������������� ����������������������������������������������������� �� ����������������������������������������� ���������� ������������������������������ ������������ �������������� �� ����������� ���������������������������������� ������������������ ������ ������������� ����������������������������������� �������� �������������� ����������������� �������������� ����������������� �������������� ����������������� ������������������������������ �������������� ����������������� Frumsýning 29. júní – Uppselt 30. júní 1. júlí – Uppselt 6. júlí 7. júlí 9. júlí Miðasalan er í síma 568 8000 www.borgarleikhus.is www.minnsirkus.is/footloose Alveg brilljant skilnaður Einleikur Eddu Björgvinsdóttur um allt land. Sjallinn Akureyri 22. og 23. júní Miðasala: Penninn Glerártorgi Viðskiptavinir Landsbankans fá 500 króna afslátt af miðaverði ALLT SEM fiIG VANTAR ER Á VISIR.IS/ALLT n‡ vöru- & fljónustu- skrá á visir.is > Ekki missa af fyrirlestri danska stjarneðlisfræð- ingsins Anja Andersen á vegum Jafnréttisnefndar Háskóla Íslands og Rannsóknastofu í kvenna-og kynjafræðum í hátíðarsal Aðalbygg- ingar Háskóla Íslands. Fyrirlesturinn nefnir hún Dularfullt hvarf kvenna úr vísindum - hvert hafa allar ungu konurnar farið? Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku og hefst klukkan 15.30. sýningu Myndhöggvarafélagsins í Reykjavík sem ber yfirskriftina Magn er gæði en þar sýna 48 félagar post- ulínsverk. Sýningin er í Nýlistasafninu og stendur til 9. júlí. Bleikum tónleikum Ungliðahóps Feminístafélagsins á Barnum, Lauga- vegi 22, í tilefni dagsins. Breska listakonan Claire Charnley hefur ferðast heimsálfanna á milli og sýnt gjörning sem ber yfirskriftina TALA. Að eigin sögn sækir hún efnivið verksins í þær breytingar sem eiga sér stað þegar hlutir eru færðir úr einum menningarlegum aðstæð- um í aðrar. Claire er stödd hér á landi og sýnir hún verk sitt í Nýlistasafninu en sýningin opnaði á þjóðhátíðardag- inn. „Þetta verk mitt er langtímaverkefni en ég hef áður sýnt það í Austur-Evrópu, Kína, Frakklandi, Ísrael, Mexíkó, Póllandi og Skotlandi. Það fjallar um menningarlega fáfræði og er tilraun mín til að fást við yfirráð enskrar tungu í alheimssamfélagi nútímans. Ég reyni að túlka það sambland af valdi og fáfræði sem þeir sem hafa ensku að móðurmáli eru settir í nú á tímum,“ útskýrir Claire. „Ég vinn þetta verk með Bryndísi Ragnarsdóttur listakonu, en hún hefur samið texta fyrir mig á íslensku sem ég les upp. Ég er algerlega óupplýst um innihaldið og skil auðvitað ekkert í íslensku. Það er hreyfing hluta eða fyrirbæra frá einu menningarsvæði yfir á annað sem er viðfang mitt en þessi yfirfærsla getur oft gefið hlutunum nýjar merkingar, allt frá því að vera handahófs- kenndar út í að vera fáránlegar. Í þessu tilviki er ég viðfang þessarar yfirfærslu milli menningarsvæða“. Sýningin stendur yfir frá miðvikudegi til sunnudags frá 13.00-17.00 í Nýlistasafninu til 9. júlí. Íslenskan erfið í túlkun KL 17.00 Lagt verður af stað í hina árleg kvennasögugöngu Kvennasögu- safns Íslands frá aðalbyggingu Háskóla Íslands klukkan 17.00. Gengið verður í Kvosina undir leiðsögn Kristínar Ástgeirsdóttur. Gangan er skipulögð í tilefni dags- ins en þennan dag árið 1915 fengu konur kosningarétt. ! CLAIRE CHARNLEY OG BRYNDÍS RAGNARSDÓTTIR Anja Andersen er dansk- ur stjarneðlisfræðingur og virt fræðikona á því sviði, en hún stundar vís- indarannsóknir við Niels Bohr-stofnunina í Kaup- mannahöfn. Hún hefur einnig beint sjónum sínum sérstaklega að konum innan vísindageirans en Anja heldur fyrirlestur á vegum jafnréttisnefndar Háskóla Íslands og Rannsóknarstofu í kvenna-og kynjafræðum sem nefnist Dularfullt hvarf kvenna úr vísindum - hvert hafa allar ungu kon- urnar farið? Spurð um ástæður fyrir skorti á konum hjá rannsóknarstofnunum, einkum innan raunvísinda- og tæknigeirans, segir Anja þær margar. „Það er ekki til nein ein- föld skýring á þessum skorti enda ef svo væri þá væri vandinn leyst- ur. Í norrænum framhaldsskólum eru stelpur fleiri en strákar og fleiri konur en karlar eru í námi á háskólastigi. Eftir því sem lengra er komið á háskólastigið eftir meistarapróf dregur hins vegar úr hlutfalli kvenna og sárafáar starfa innan akademíunnar, sér- staklega sem prófessorar.“ Anja segir það erfiðleikum háð að brjót- ast gegnum glerþakið en konur komist síður í æðstu stöður þjóð- félagsins. „Ekki svo að skilja að karlar vilji ekki sjá konur í ábyrgð- ar- eða stjórnunarstöðum heldur virðist mega rekja ástæðuna til þess að þegar kemur að ráðning- um í slíkar stöður, sækir líkur líkan heim. Bæði kynin hafa ein- faldlega tilhneigingu til að ráða til sín einstakling af sama kyni og þar eð karlmenn verma oftast efstu sætin í samfélaginu ráða þeir til sín aðra karlmenn.“ Danmörk stendur sig verst Þó þetta eigi við flest öll starfs- svið er tilhneigingin í þessa átt oft meira áberandi innan raunvís- inda, að sögn Anja. „Engar vís- bendingar gefa þó til kynna að konur séu síður vitsmunalega færar til að stefna á starfsframa innan raunvísinda þó margur vilji halda hinu gagnstæða fram. Innan vísindastofnunarinnar sem ég starfa við eru aðeins fimm konur en hlutfallið þeirra er tvö prósent af starfsfólki á meðan hlutfall stúdína við stofnunina er 25 prósent. Þetta er sami fjöldi kvenna og vann við stofnunina árið 1970 sem er hreint ótrúlegt, miðað við þá bjartsýni sem ein- kennt hefur síðustu áratugi um aukin hlut kvenna í rannsóknar- störfum.“ Anja segir nýlega könnun sýna að Danmörk standi sig verst af öllum Norðurlöndunum hvað hlut- fall kvenna innan rannsóknar- starfa á raunvísindasviði varðar. „Margar samstarfskonur mínar innan vísindageirans sem koma annars staðar frá en Norðurlönd- unum, hafa löngum skellt skuld- inni á skort á dagvistunarplássi eða bágt fæðingarorlof og halda því fram að ef hin félagslega umgjörð væri ámóta og okkar væru þeim allir vegir færir. Sam- kvæmt niðurstöðum könnunar- innar virðist töfralausin því ekki endilega fólgin í úrræðum vel- ferðarkerfisins þótt telja mætti.“ Þarf að skapa vinalegra umhverfi Anja segir alla þurfa að vera vak- andi fyrir því að auka hlut kvenna innan raunvísinda- og tæknigeir- ans vegna þess að framtíðarsýn í þekkingarmiðuðum heimi byggist í auknum mæli á þessum fræðum. Hvetja þarf ungar konur til að stefna hátt í háskólanámi og aðstoða þær við að ná alla leið þangað þar sem ákvarðanirnar eru teknar. „Við verðum að skoða innan háskólanna hvort einhver tiltekin svið höfða meira til kvenna heldur en ella. Ef lífeðlisfræði fær stúlkur fremur til að tikka heldur en skammtafræðin ætti að leggja áherslu á hið fyrrnefnda til að trekkja fleiri konur að. Það þarf að skapa vinalegra starfsum- hverfi fyrir konur á rannsóknar- stofum og ég trúi því að ef fleiri konur eru ráðnar haldist betur á starfsfólki. Starfsandi skiptir konur miklu máli og það eru ekki hvað síst konur sem skapa jákvætt starfsumhverfi svo það eitt og sér er gefur til kynna að það er feng- ur að fá konur til vinnu,“ segir Anja hlæjandi. Hún bætir við, alvarleg í bragði, að karlmenn eyði oft miklu meiri tíma í vinn- unni vegna þess að þeir séu oft ekki jafn bundnir börnum. „Ef þú getur unnið 14-16 tíma á dag í stað átta tíma þá áttu auðvitað meiri möguleika á því að vaxa sem vís- indamaður. Algengara er að konur í vísindastarfi eigi jafnframt fjöldskyldu og verji því tíma sínum frekar með henni en í vinn- unni. Þær stilla þessu meira í hóf altént.“ Engin kynjagleraugu Guðrún Arnbjörg Sævarsdóttir er Dósent við verkfræðideild Háskóla Íslands. Hún tekur undir orð danska stjarneðlisfræðingsins. „Í námi er ekki neikvætt að vera kvenkyns og tel ég ekki að stúlkur verði fyrir mismunun á meðan þær eru námsmenn. Hins vegar þyngist róðurinn þegar kemur út á vinnumarkaðinn. Í fagi eins og eðl- isfræði þar sem karlar eru allsráð- andi er erfitt fyrir konu að fóta sig þar sem körlunum sem sitja í aka- demísku stöðunum reynist erfitt að líta á þær sem jafnoka.“ Guðrún segir að hætta sé á að verk kvenna og niðurstöður þeirra í vísindum Vantar konur í vísindi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.