Fréttablaðið - 19.06.2006, Blaðsíða 82

Fréttablaðið - 19.06.2006, Blaðsíða 82
 19. júní 2006 MÁNUDAGUR GOLF Tiger Woods olli mestum vonbrigðum á Opna Bandaríska meistaramótinu sem fram fór um helgina. Woods var mjög ryðgað- ur og féll úr leik eftir tvo keppn- isdaga en honum til varnar er þetta fyrsta mótið sem hann keppti á í níu vikur, og einnig það fyrsta eftir að Earl faðir hans lést þann 3. maí síðastliðinn. „Venjulega eru flatirnar á opna Bandaríska mótinu mjög hraðar en þessar eru hæðóttar og hægar. Ég byrjaði mjög illa og það gekk lítið upp hjá mér, ég var ekki að hitta brautirnar í upp- hafshöggunum og heldur ekki flatirnar í réttum fjölda högga,“ sagði Woods en þetta er í fyrsta sinn síðan hann gerðist atvinnu- kylfingur sem hann kemst ekki í gegnum niðurskurð á stórmóti. Það voru þeir Kenneth Ferrie og Phil Mickelson sem voru efstir fyrir lokadaginn og léku því saman í síðasta ráshóp. Mótinu var ekki lokið þegar Fréttablaðið fór í prentun í gærkvöldi. Eng- lendingurinn Ferrie var í forystu allan þriðja daginn þar til hann fékk skolla undir lokin og var því jafn Mickelson, einu höggi á undan Geoff Ogilvy. Ferrie er lítt þekktur kylfing- ur sem hefur aldrei verið nálægt því að vinna til verðlauna á stór- móti. Hann var í stökustu vand- ræðum með að finna sér kylfu- svein fyrir mótið þar sem sá sem venjulega ber fyrir hann kylfurn- ar fór til Þýskalands til að horfa á enska landsliðið á HM. „Ég held að það muni hjálpa mér að það er engin pressa á mér, hún er öll á andstæðingum mínum. Ég hef þó fulla trú á mér sjálfum og ef ég held áfram að leika jafn vel og ég hef gert um helgina á ég mögu- leika á sigri,“ sagði Ferrie fyrir lokahringinn. - hþh Opna bandaríska meistaramótið í golfi fór fram um helgina á Winged Foot: Tiger Woods olli miklum vonbrigðum FERRIE Spilar vel núna. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY FÓTBOLTI Sven-Göran Eriksson mun að öllum líkindum gera þrjár breytingar á byrjunarliði sínu fyrir leikinn gegn Svíum á morg- un frá því í leiknum gegn Trínidad og Tóbagó. Líklegt er að allir leik- menn Liverpool í þeim leik byrji á bekknum. Gary Neville kemur inn í liðið fyrir Jamie Carragher, Owen Har- greaves fyrir Steven Gerrard og Wayne Rooney fyrir Peter Crouch. Gerrard og Crouch skoruðu mörk- in sem tryggðu Englandi sigur í leiknum gegn Trínidad. Hargreaves er talinn líklegast- ur til að taka stöðu Gerrards en Michael Carrick kemur einnig til greina. Bæði Lampard og Gerr- ard, auk Crouch, hafa fengið gult spjald og lenda því í leikbanni fái þeir annað spjald. „Ef við þyrftum að vinna til að komast áfram myndi ég líklega hafa alla þrjá í byrjunarliðinu, en við þurfum þess ekki. Líklegra er því að ég muni hvíla einn eða tvo,“ sagði Eriksson sem mun að öllum líkindum byrja með Rooney frammi með Michael Owen. „Wayne lítur vel út. Ég talaði við hann og læknana og hann kenndi sér einskis mein eftir leik- inn gegn Trínidad. Hann segir að hann sé tilbúinn til að spila í 90 mínútur en ég er ekki viss, ég verð að tala við læknana. Ef hann er til- búinn til að spila í það minnsta í klukkutíma mun hann byrja leik- inn en liðið er allt annað með Roon- ey innanborðs,“ sagði Eriksson. - hþh Sven-Göran Eriksson mun gera breytingar á liði sínu fyrir lokaleikinn gegn Svíum: Rooney í framlínunni með Owen Í FULLU FJÖRI Wayne Rooney er í góðu formi og stóð sig vel eftir að hann kom inn á sem varamaður í leiknum gegn Trínidad. NORDICPHOTOS/AFP HANDBOLTI Svekkelsi Svía leyndi sér ekki í Laugardalshöllinni á laugardag enda er þetta í fyrsta sinn síðan 1938 sem þessi mikla handboltaþjóð missir af heims- meistarakeppni. Sænskur hand- bolti stendur á tímamótum um þessar mundir þar sem Svíar taka ekki þátt á HM, eiga litla von um sæti á ÓL 2008 og nokkrir lykil- menn liðsins eru á síðasta snún- ingi. Handbolti Svía hefur því ekki staðið jafn illa í áratugi og hefur í raun náð botninum að mati marga Svía og nú er kominn tími á nýja uppbyggingu. Stefan Lövgren fyrirliði og markverðirnir Tomas Svensson og Peter Gentzel eru allir að íhuga að leggja landsliðsskóna á hilluna og hleypa yngri mönnum að enda er langt í að Svíar spili aftur á stór- móti. EM í Noregi 2008 er þeirra besti möguleiki. Lövgren er 36 ára en markvarðaparið er á sama aldri eða 38 ára. Ljubomir Vranjes er ekki á sömu skoðun og er harð- ákveðinn í því að spila áfram með landsliðinu. Það var árið 2004 sem sænskur handbolti stóð einnig á tímamót- um en þá lét hinn goðsagnakenndi Bengt Johansson af þjálfun lands- liðsins og kempur á borð við Wislander og Staffan Olsson hættu að leika með liðinu. Þetta magnaða lið var á toppi handboltaheimsins í rúman áratug og vann allt nema ólympíugull. Nú eru svo sannar- lega breyttir tímar hjá Svíum í dag og í raun er sænskur hand- bolti aftur á tímamótum. Endurnýjunin hefur ekki geng- ið sem skyldi undir stjórn Ingemars Linnéll og afrekaskrá hans er vægast sagt bágborin. Svíar enduðu í 11. sæti á HM í Túnis, töpuðu fyrir Pólverjum í umspili fyrir EM í Sviss og svo núna fyrir Íslandi í umspili um sæti á HM í Þýskalandi. Þetta er árangur sem Svíar eiga erfitt með að sætta sig við eftir að hafa verið orðnir mjög góðu vanir. Sænska handknattleikssam- bandið getur sagt upp samningi sínum við Linnéll til 30. júní og gamla kempan Magnus Wislander er á meðal þeirra sem vilja sjá Linnéll hverfa á braut. Sjálfur sagði Linnéll lítið annað við sænska fjölmiðla eftir leikinn gegn Íslandi en að hann væri að hugsa sinn gang. Sænskir handknattleiks- stuðningsmenn eru flestir búnir að missa þolinmæðina gagnvart Linn- éll og má mikið vera ef hann held- ur starfi sínu. - hbg Svíar eru gríðarlega svekktir með niðurstöðuna úr einvíginu við Ísland: Sænskur handbolti á tímamótum í annað sinn á tveimur árum LINNÉLL BÚINN AÐ VERA? Ingemar Linnéll hefur náð hörmulegum árangri með sænska handboltalandsliðið frá því hann tók við af Bengt Johansson. Hann verður líklega rekinn áður en mánuðurinn er liðinn. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.