Fréttablaðið - 19.06.2006, Síða 86
19. júní 2006 MÁNUDAGUR38
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
LÁRÉTT:
2 kornstrá 6 kyrrð 8 kvikmyndahús 9
margsinnis 11 tölvuverslun 12 gnæfa
yfir 14 helgimyndir 16 rás 17 kaðall
18 fát 20 ónefndur 21 auma.
LÓÐRÉTT:
1 krass 3 í röð 4 land 5 form 7 ljót-
ur 10 stal 13 nytsemi 15 arða 16
þjálfa 19 sælgæti.
LAUSN:
Bjarni Felixson íþróttafréttamaður hefur
fylgst náið með heimsmeistarakeppn-
inni í fótbolta um árin. Hann segir að
heimsmeistarakeppnin í Mexíkó árið
1986 hafi verið sú besta sem hann hafi
fylgst með og leikirnir hafi verið mjög
skemmtilegir. Margir halda því einmitt
fram að þessi keppni hafi verið ein sú
magnaðasta í sögu HM og er það ekki
síst fyrir tilstilli argentíska snillingsins
Maradona sem skoraði tvö af frægustu
mörkum keppninnar í einum og sama
leiknum á móti Englendingum. Annað
með hendi guðs og hitt þar sem hann
sólaði hálft enska liðið upp úr skónum
og skaut framhjá Peter Shilton og í
markið. Bjarni segir hins vegar að fyrr-
verandi herraþjóð okkar hafi ráðið miklu
um vinsældir keppninnar hér á landi.
„Ætli framganga Dana hafi ekki ráðið
miklu um það. Þeir voru með býsna
gott lið sem vann hug og hjörtu margra,
þar á meðal Íslendinga,“ segir Bjarni.
„Þetta var eftirminnileg keppni
og mjög góð knattspyrna var
spiluð þrátt fyrir mikinn hita.“
Argentína varð heims-
meistari þetta árið og segir
Bjarni þá hafa átt sigurinn
skilinn þrátt fyrir að Marad-
ona hafi notað hina svoköll-
uðu hönd guðs í leik gegn
Englendingum.
Bjarni spáði
Brasilíumönn-
um sigri á HM í
Þýskalandi sem
nú stendur yfir.
Hann segist
jafnframt hafa
verið spenntur
að sjá hvernig Evrópuþjóðirnar kæmu
til leiks. „Það kemur á óvart hversu
Spánverjarnir eru með gott lið. Það
er samt of snemmt að spá í það
hvort þeir haldi það út,“ segir hann.
„Liðin sem taka þátt eru misjöfn og
þessi keppni er greinilega of löng.
Það kemur ekki fram fyrr en í
útsláttarkeppninni
hvað er virkilega
spunnið í liðin.
- fb
SÉRFRÆÐINGURINN BJARNI FELIXSON OG BESTA HM-KEPPNI ALLRA TÍMA
Danir unnu hug og hjörtu allra í Mexíkó
BJARNI FELIXSON
Bjarni spáir
Brasilíumönn-
um sigri á HM í
Þýskalandi.
DANSKA LANDSLIÐIÐ Danirnir spiluðu
skemmtilegan fótbolta á HM í Mexíkó árið
1986.HRÓSIÐ
...fær Hugleikur Dagsson fyrir að
vera valinn leikskáld ársins á
Grímunni og sýna að svartur á
húmor á upp á pallborðið hjá
Íslendingum.
Nýlega var tilkynnt að einhver
vinsælasta verslun landsins,
Nonnabúð, væri að loka en Jón
Sæmundur Auðarson, eigandi
hennar, er hins vegar ekki af baki
dottinn. „Ég er að opna gallerí
Prússland og nýja verslun með
fötum eftir tuttugu erlenda hönn-
uði frá Japan, Belgíu, Þýskalandi,
Frakklandi, Bretlandi og Banda-
ríkjunum meðal annars. Bára og
Hrafnhildur úr Aftur sjá um nýju
búðina og verða með Aftur-línuna
eins og hún leggur sig. Þær standa
vaktina en ég hanna verslunina
og fjármagna,“ segir Jón Sæmund-
ur sem greinilega deyr ekki ráða-
laus þótt Dead-merkið hafi lokið
ævikvöldi sínu á Íslandi. Hann
stefnir að því að opna gallerí og
nýja búð sem hefur fengið nafnið
Liborius á Mýrargötu í ágúst en í
versluninni verður fatnaður eftir
þekkta hönnuði á borð við Jeremy
Scott, Ann Demenlemeester, Und-
ercover og Three as four ásamt
annars konar könnun. Skemmti-
leg saga býr að baki nafngiftar-
innar því Liborius er ættarnafn
ömmu Jón Sæmundar sem var
prússnesk.
Dead-fatalínan sem Jón
Sæmundur var með í Nonnabúð
er að flytjast á annað tilverustig
því Jón vinnur að útflutningi vöru-
merkisins til Bandaríkjanna.
Hann hefur nú stofnað fyrirtæki í
Bandaríkjunum ásamt vísinda-
manni að nafni Brad Evans og
hyggjast þeir selja Dead-vörur
víða í Bandaríkjunum. „Akrarnir í
Bandaríkjunum eru alveg óplægð-
ir. Það er búið að gera fimm ára
plan og ég vona að þetta gangi vel.
Dead á sína vini og kunningja þar
ytra,“ segir Jón Sæmundur. Þeir
sem vilja koma höndum yfir þess-
ar vinsælu vörur á Íslandi þurfa
ekki að örvænta því að Nonnabúð
verður opin í tvo mánuði til við-
bótar. „Ég er að gramsa í kössum
og draga fram gamalt dót. En er
þetta ekki bara orðið ágætt? Þetta
var upphaflega bara hugsað sem
innsetning og gjörningur,“ segir
Jón en nú eru þrjú ár síðan Dead-
ævintýrið hófst.
Jón Sæmundur ætlar nú að
snúa sér að myndlistinni og að
rekstri gallerísins. „Galleríið
verður rekið sem sjálfstætt gall-
erí og hugsað fyrir unga og efni-
lega myndlistarmenn,“ segir Jón
Sæmundur. Prússland og Liborius
munu vera til húsa á Mýrargötu 1
þar sem áður var gömul neta-
gerð. rosag@frettabladid.is
JÓN SÆMUNDUR AUÐARSON: OPNAR NÝJA VERSLUN OG GALLERÍ
Dead-línan flytur
til Bandaríkjanna
JÓN SÆMUNDUR Myndlistarmaðurinn hefur stofnað fyrirtæki í Bandaríkjunum og stefnir að
því að selja Dead-vörur í sem flestum borgum landsins.
Búast má við að fjölmargir skarti
bleika litnum í dag í tilefni þess að
19. júní er kvenréttindadagur.
„Tilefnið er auðvitað að við feng-
um kosningarétt 19. júní 1915 og
þess vegna viljum við gera eitt-
hvað skemmtilegt til að fagna
þeim áfanga og minna á að barátt-
an er ekki búin. Hefð hefur skap-
ast fyrir því að vera með átakið
Málum bæinn bleikan sem gengur
út á það að allir sem styðja jafn-
rétti sýni stuðning í verki og klæð-
ist einhverju bleiku eða flaggi
bleika litnum á annan hátt,“ segir
Katrín Anna Guðmundsdóttir tals-
kona Feminístafélags Íslands, en
Kvenréttindafélag Íslands, Bríet
og Stígamót eru meðal annarra
aðstandenda hátíðahaldanna.
Aðspurð af hverju bleiki lit-
urinn væri aðalsmerki 19. júní og
kvenréttindahreyfingarinnar
sagði Katrín að hann hafi fyrst
komið til sögunnar með Femín-
istafélaginu. „Það var ákveðið við
stofnun félagsins að í stað þess að
búa til merki fyrir félagið að vera
með einhvern ákveðinn lit. Við
völdum bleika litinn því hann
hefur oft á tíðum verið álitinn svo-
lítið púkó sem má rekja til þess að
hann var tengdur við stelpur. En
við viljum auðvitað gera því sem
konur gera jafnhátt undir höfði.
Alveg eins og stelpur geta notað
bláa litinn á bleikur líka að vera
flottur litur sem bæði strákar og
stelpur geta notað. Svo er bleiki
liturinn bara svo fallegur,“ segir
Katrín, en liturinn hefur greini-
lega fallið vel í kramið hjá öðrum
aðstandendum og þátttakendum
átaksins „Málum bæinn bleikan“.
Allt er seigt sem vel er bleikt
KATRÍN ANNA GUÐMUNDSDÓTTIR Femínistafélag Íslands mun afhenda hvatningarverð-
launin Bleiku steinana í dag og í kvöld stendur ungliðahreyfing félagsins fyrir tónleikum á
Barnum.
VEISTU SVARIÐ
Svör við spurningum á bls. 8
1 Framtíðarlandið
1 Xanama Gusmao
1 Ólafur Stefánsson
MÁLUM BÆINN BLEIKAN
■ 15.30 Hvarf kvenna úr vísindum. Fyrir-
lestur Önju Andersen stjarneðlisfræðings í
hátíðarsal aðalbyggingu Háskóla Íslands. Á
ensku.
■ 16.45 Ganga í Kvosinni undir leiðsögn
Kristínar Ástgeirsdóttur. Safnast saman í
aðalbyggingu HÍ.
■ 18.00 Veitingar og dagskrá á Hallveigar-
stöðum.
■ 20.00 Bleikir tónleikar á Barnum, Lauga-
vegi 22.
■ 20.30 Kvennamessa við þvottalaugarnar
í Laugardal.
��������
��� ��� ��� ��� ���
��� ��� ��� ��� ������
��� ��� �
�� �� �� �� �
�� �� �� �� �
���������
�����������������������
�������������
������������������������������
��
���������
�����������
��������������
���� ���������
������������������������������
FRÉTTIR AF FÓLKI
Ansi skemmtilegt er að fylgjast með bloggi Össurar Skarphéðinssonar
þessa dagana. Milli þess sem hann
sveiflar sverðinu í pólitíkinni hamast
þingmaðurinn við að horfa á heims-
meistarakeppnina í Þýskalandi. Össur
skrifar á heimasíðu sinni að hann reyni
að fylgjast með einum leik á dag og
horfi síðan á uppgjörsþátt Þorsteins J.
og Heimis Karlssonar 4-4-2 í dagslok.
„Besti íþróttaþáttur sem ég hef lengi
séð,“ skrifar Össur á heimasíðu sinni og
hrósar sérstaklega Arnari Björnssyni
fyrir lýsingar sínar á leikjunum. Össur
er líka ótrúlega ánægður með framtak
stöðvarinnar sem ætlar að bjóða honum
og Þráni Bertelssyni í
útsendingu til sín í dag
þegar lið þeirra beggja,
Tógó, etur kappi í sínum
öðrum leik. Reyndar
segir Össur að stöðin
ætli að helga sér þessa
útsendingu enda eigi
hann afmæli
á þessum
kvenrétt-
indadegi.
Össur segir ennfremur frá því að hann hafi skorað á Þráin að mæta í
landsliðsbúningi Tógómanna enda hafi
þingmaðurinn rökstuddan grun um að
Þráinn hafi keypt sér hluta búningsins
þegar þeir voru saman í landinu á
vegum Spes-samtakanna. „Nú kemur
í ljós hver er kjarkur rithöfundanna
þegar til styrksins kemur,“ skrifar Össur.
Þingmaðurinn upplýsir jafnframt að
Englendingar eigi sérstakan sess í hjarta
hans. „Er Bretum af hjarta þakklátur fyrir
að hafa hugkvæmst að slétta misfellur
milli vísindamanna landa okkar í kjölfar
síðasta landhelgisstríðs með því að
bjóða mér ókeypis vist á bresku Hafró
þar sem ég rannsakaði kynlíf fiska af
innlifun og þrótti,“ skrifar Össur. Hann
uppskar þó engin blíðuhót hjá Ólafi
Ragnari Grímssyni þegar hann sett-
ist á Alþingi fyrir
Alþýðuflokkinn því
forsetinn kallaði
hann „einn af
drengjunum
hennar Möggu,“
og átti þar við að
ríkisstjórn Mar-
grétar Thatcher
hefði kostað
hann til
náms.
- fgg
LÁRÉTT: 2 hálm, 6 ró, 8 bíó, 9 oft, 11
bt, 12 tróna, 14 íkona, 16 æð, 17 tog,
18 fum, 20 nn, 21 arma.
LÓÐRÉTT: 1 krot, 3 áb, 4 líbanon, 5
mót, 7 ófríður, 10 tók, 13 not, 15 agna,
16 æfa, 19 mm.