Fréttablaðið - 29.06.2006, Síða 2

Fréttablaðið - 29.06.2006, Síða 2
2 29. júní 2006 FIMMTUDAGUR Kristín Gísladóttir sjúkraþjálfari aðstoðar við val á réttri dýnu alla fimmtudaga á milli kl. 16 og 18. Opið virka daga: 10-18 Reykjavík: Mörkin 4, s: 533 3500 LYFJAVERÐ Siv Friðleifsdóttir heil- brigðisráðherra segir að ráðu- neytið sé með það til skoðunar að setja upp innkaupasamlag lyfja ásamt Tryggingastofnun og heil- brigðisstofnunum. Þetta yrði gert til að vinna gegn háu lyfjaverði. Ráðherra hefur sent bréf til Lyfjastofnunar þar sem stofnunin er beðin um að brýna fyrir lyfja- fræðingum að upplýsa sjúklinga um ódýrari samheitalyf, sé verð- munur frumlyfja og samheitalyfja meiri en fimm prósent. Jafnframt er stofnunin beðin um að ítreka „þær heimildir sem hún hefur samkvæmt lyfjalögum til að knýja á um úrbætur, sé ástæða til að mati stofnunarinnar, svo sem að veita áminningu sem getur verið undanfari leyfissvipt- ingar,“ eins og segir í tilkynningu ráðuneytisins. Lyfjaverð- skönnun ASÍ sýndi nýlega að lyfjaverð er hátt á Íslandi og að lyfjafræðing- ar hjá markaðs- ráðandi lyfsölu- keðjum láti undir höfuð leggjast að benda á ódýrari samheitalyf sem hafa sömu virkni og eru jafngóð og frumlyfin en bara ódýrari. „Frumlyfin hafa lækkað veru- lega með samningum við þá sem selja frumlyfin en takmarkað magn af samheitalyfjum er flutt inn. Misbrestur er á því að ódýrari samheitalyf séu hér á markaði,“ segir Siv og hefur efasemdir um árangur markaðslögmálanna við að ná niður lyfjaverði. „Þegar maður horfir á muninn á verði lyfja hér og erlendis þá virðist markaðurinn ekki hafa skilað lægra verði. Það er mjög sérstök staða að þurfa að fara að flytja inn lyf með innkaupasam- lagi en hugsanlega eina svarið miðað við þá stöðu sem við erum í í dag,“ segir hún. Hreggviður Jónsson, forstjóri Vistor, segir að sér lítist ekkert á það að ríkið setji upp innkaupa- samlag. Ríkið ætti að kanna hvort markaðurinn hafi brugðist, velta fyrir sér hvers vegna ef svo reyn- ist vera og hvaða úrræði séu þá til staðar. „Ég fæ ekki séð af hverju ríkið ætti að geta gert þetta betur en ein- hver annar,“ segir hann og bætir við að lyfjaverð á frumlyfjum sé orðið lægra hér en í Danmörku. Hjalti Sölvason, framkvæmda- stjóri Lyfja og heilsu, mótmælir því harðlega að lyfjafræðingar standi sig ekki í stykkinu við að benda á ódýrari samheitalyf. Það komi berlega í ljós í könnun ASÍ. ghs@frettabladid.is SIV FRIÐLEIFSDÓTTIR Innkaupasamlag gegn háu lyfjaverði Heilbrigðisráðuneytið hefur til skoðunar að setja upp innkaupasamlag lyfja ásamt Tryggingastofnun og heilbrigðisstofnunum. Forstjóra Vistor líst ekkert á það. MISBRESTUR Á ÓDÝRARI SAMHEITALYFJUM Frumheitalyfin hafa lækkað verulega í verði, að mati heilbrigðisráðherra, en misbrestur er á því að ódýrari samheitalyf séu flutt inn. Markaðurinn virðist því ekki hafa skilað lægra verði. BELGÍA, AP Belgíska lögreglan fann tvö barnslík í gær og staðfesti sak- sóknari síðar um daginn að þau væru af telpunum tveim sem sakn- að hafði verið í tæpar þrjár vikur. Líkin fundust í hávöxnu grasi við lestarteina skammt utan við Liege, og voru um 10 metrar á milli þeirra, að sögn saksóknar- ans. Karlmaður, sem áður hefur verið dæmdur fyrir að nauðga börnum, situr í varðhaldi í tengsl- um við hvarf þeirra, en hann neit- ar sök. Til hans sást nærri staðn- um þar sem telpurnar, 7 og 10 ára gamlar stjúpsystur, hurfu úr götu- veislu í Liege þann 10. júní. - smk Telpna saknað í Belgíu: Líkin fundust við lestarteina BARNA LEITAÐ Á RUSLAHAUGI Yfir hálfs mán- aðar leit að tveimur stjúpsystrum lauk í gær. SPURNING DAGSINS Gunnar, verður bygging óperu- hússins tilfinningaþrungin og langdregin á köflum? „Nei, þetta verður gert með miklum léttleika og gleði og við þurfum lengri tíma til að æfa söngvarana upp fyrir frumsýninguna.“ Gunnar I. Birgisson sagði að Kópavogsbær myndi fara rólega í byggingu óperuhússins sem þar á að rísa, en að framkvæmdum við það yrði ekki frestað. STOKKHÓLMUR, AP Sænska stjórnin skýrði í gær frá metnaðarfullum áformum um að draga verulega úr olíunotkun á næstu fjórtán árum. Meðal annars er stefnt að því að olía verði ekki notuð til húshitunar eftir árið 2020 og að bensínnotkun bifreiðaflotans verði þá minnkuð um helming. „Við verðum ekki laus við olíu árið 2020, en á hinn bóginn verð- um við ekki háð olíu í neinum geira, í þeim skilningi að við höfum aðra kosti,“ sagði Göran Persson forsætisráðherra þegar hann kynnti þessi áform í gær. Hann nefndi þessar hugmyndir fyrst í september síðastliðnum, þegar hann lýsti því yfir að Sví- þjóð gæti orðið fyrsta landið í heiminum sem þurfi ekki á olíu að halda. Í gær ítrekaði hann þessi áform, lýsti þeim nánar og sagði þau vissulega vera framkvæman- leg. „Ég held að við séum í þann mund að ganga í gegnum róttækar breytingar á venjum okkar,“ sagði Persson í gær. Hugmyndirnar hafa verið útfærðar af nefnd sem Persson setti í málið í september síðast- liðnum. Hann hefur ákveðið að gera þetta að kosningamáli og segir að þessi áform verði grund- vallaratriði í stefnu ríkisstjórnar- innar að loknum kosningum í haust, nái Sósíaldemókrataflokk- urinn nægum þingstyrk til þess að stjórnin sitji áfram. - gb GÖRAN PERSSON Forsætisráðherra Svíþjóð- ar hefur fulla trú á því að Svíþjóð verði ekki lengur háð olíu árið 2020. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Göran Persson hefur metnaðarfull áform í orkumálum: Ætlar sér að leysa Svíþjóð að mestu undan oki olíunnar DÝRALÍF Þrjár þotur varnarliðsins flugu meðfram Látrabjargi í gær- morgun að sögn Gísla Kristjáns- sonar, sem á jörð þar í grenndinni og var með ferðahóp við bjargið þegar atburðurinn átti sér stað. „Hávaðinn var gífurlegur enda magnast hann upp í bjarginu og svartfuglinn fælist og þúsundir eggja skolast í sjóinn þegar hann fer í slíku ofboði,“ segir hann. Hann segir að það sé mikið sjónar- spil þegar fuglinn fælist í svona stórum hópum og telur að flug- mennirnir geri þetta til að verða vitni að slíku sjónarspili. Ekki náðist í upplýsingafulltrúa varn- arliðsins, Friðþór Eydal. Fuglalíf í Látrabjargi: Varnarliðsþotur ógna fuglum AKRANES Frystihúsi HB-Granda á Akranesi verður lokað í fimm vikur í sumar og frystihúsi fyrir- tækisins á Vopnafirði verður lokað í þrjár vikur. Á Skaganum er þegar búið að loka og verður opnað aftur í lok júlí. Vilhjálmur Birgisson, formað- ur Verkalýðsfélags Akraness, segir að frystihúsi HB-Granda hafi aldrei verið lokað í svona langan tíma og því hafi ekkert verið lokað í fyrrasumar. Þetta sé bagalegt fyrir þá skólakrakka sem hafi haft atvinnu í frystihús- inu á sumrin. „HB hefur verið fjöregg okkar Akurnesinga í marga áratugi. Núna bendir allt til þess að sprunga hafi myndast í fjöreggið,“ segir Vilhjálmur og hefur áhyggjur af því að Skaga- menn hafi engan til að gæta hags- muna sinna, þar sem allir stjórn- endur HB hafi horfið á braut. Eggert Guðmundsson, forstjóri HB-Granda, segir að ástæðuna fyrir lokuninni megi finna í kvóta- stöðunni og verkaskiptingu milli frystihúsa. Þorskur sé unninn á Akranesi og ýsa á Vopnafirði, meira komi til vinnslu á Akranesi á öðrum árstímum. „Við notum stoppið til að fjárfesta og byggja upp aðstöðu til móttöku á fiski inn í landvinnsluna fyrir nálægt tut- tugu milljónir,“ segir hann og bendir á að sjö skólakrakkar hafi verið ráðnir inn í vor en lánaðir til Norðanfisks eftir lokunina. - ghs HB-Grandi lokar frystihúsinu á Akranesi í fimm vikur og þrjár vikur á Vopnafirði: Sprunga komin í fjöreggið FJÖREGG AKURNESINGA Sú nýlunda er í sumar að frystihúsi HB-Granda verður lokað í fimm vikur og hafa sjö skólakrakkar, sem ráðnir voru í sumarvinnu, verið lánaðir til Norðanfisks sem er í eigu HB-Granda. BYGGÐAMÁL Meginstarfsemi Fæð- ingarorlofssjóðs flyst til Hvamms- tanga í janúar á næsta ári og í júlí sama ár mun umsýsla atvinnu- leysistrygginga fara fram og vera staðsett á Skagaströnd. Félags- málaráðherra tilkynnti þessa ákvörðun sína í gær. Þetta þýðir að tíu ný stöðugildi skapast á Hvammstanga og sex til átta á Skagaströnd. Skúli Þórðarson, sveitarstjóri Húnaþings vestra, hafði lýst yfir væntingum sínum um að af þessum flutningum yrði en fjölmörg störf hafa tapast á Hvammstanga á árinu, til dæmis vegna lokunar rækjuverksmiðj- unnar Meleyrar. - jse Fæðingarorlofssjóður: 18 stöðugildi norður í land LONDON, AP Bresk mannréttinda- samtök hafa beðið stjórnir 32 landa, þar með talið Íslands, um að koma í veg fyrir að bandarísk yfir- völd fái aðgang að trúnaðarupp- lýsingum um millifærslur í gegn- um belgísku fjármálastofnunina SWIFT. Bandarísk yfirvöld fóru fram á upplýsingarnar í tengslum við herferð sína gegn hryðjuverkum, og segja talsmenn þeirra að síðan árið 2001 hafi þau fylgst með millj- ónum millifærslna. Samtökin Privacy International segja beiðnina brjóta í bága við lög um persónuvernd. Belgísk yfirvöld sögðu í gær að bandaríska fjármálaráðuneytið hafi eingöngu farið fram á upplýs- ingar frá skrifstofum SWIFT í Bandaríkjunum, en ekki víðar um heim. Yfirvöld í Belgíu og Kanada láta nú rannsaka hvort skrifstofur SWIFT þar hafi veitt Bandaríkj- unum trúnaðarupplýsingar. - smk Mannréttindasamtök um BNA: Eiga engan rétt á upplýsingum FJÁRMÁLAFYRIRTÆKI Höfuðstöðvar fjár- málafyrirtækisins SWIFT í Brussel í Belgíu. RÉTTABLAÐIÐ/AP Sjálfsmorðsárás Maður á mótorhjóli gerði sjálfsmorðsárás á bíl þriðja valda- mesta hershöfðingja Sri Lanka í höfuð- borg landsins, Colombo, á þriðjudag. Í árásinni fórst hershöfðinginn ásamt þremur öðrum og árásarmanninum sjálfum í sprengingunni. SRI LANKA
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.