Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.06.2006, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 29.06.2006, Qupperneq 8
8 29. júní 2006 FIMMTUDAGUR EITRUN „Hér er um röð af óhöpp- um að ræða, ég vil ekki tala um að neinn hafi gert mistök,“ segir Árbjörn Magnússon, yfirsund- laugarvörður í sundlaug Eski- fjarðar, um klórmengunina sem átti sér stað á þriðjudaginn. Daginn eftir slysið var enn megn klórlykt inni í sundlaugar- byggingunni. Eins og komið hefur í ljós var orsök mengunarslyssins sú að ediksýru var dælt í klórtank sundlaugarinnar fyrir mistök. Slanga var tengd úr tanki sem var í bíl við hliðina á sundlauginni og starfsmaður Olís var við bílinn þegar dælun hófst. Að sögn Árbjörns varð starfsmaðurinn strax var við að ekki væri allt með felldu og tjáði Árbirni að hér væri klórgas á ferð. „Þegar hann sá þessa gulu slikju koma frá tank- herberginu sagði hann mér að hlaupa strax inn og hringja á slökkviliðið, hann þekkti það um leið að þetta væri klórgas.“ Árbjörn segir það lán í óláni að klórtankurinn var næstum því tómur og verr hefði getað farið. Árbjörn sá að sundlaugargestir gripu um vit sín og hlupu inn í búningsklefana en klórgasið hafði dreifst út um allt hús gegnum loft- ræstikerfið. Ástandið var því síst skárra þar. Árbjörn hringdi strax í neyðarlínuna og sundlaugarverð- ir drifu sundlaugargesti út undir bert loft. Lögreglan mætti strax á stað- inn og tók yfir stjórn á vettvangi. Árbjörn segir að starfsmaður Olís hafi getað veitt lögreglu allar upp- lýsingar á staðnum. Starfsmönn- um sundlaugarinnar var ekki hleypt aftur inn í sundlaugina fyrr en um kvöldið, eftir að jafn- vægi hafði verið komið á klór- tankinn og loftið hreinsað. „Fólk hefur mikið verið að hringja í dag og spyrja um fötin sín,“ segir Árbjörn en fæstir höfðu tíma til að grípa fötin með sér á hlaupum út úr byggingunni. Árbjörn er mjög ánægður með viðbrögð lögreglu og annarra í þessum aðstæðum. „Þetta gekk allt mjög hratt fyrir sig og allir stóðu sig vel.“ - sdg ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S L YF 33 26 5 0 6/ 20 06 www.lyfja.is „Ég geri meira fyrir mig og mína á sumrin“ Aqualina Með kaupum á 2 hlutum í Aqualina færðu kirsuberja-lotion 250 ml frítt með.* Demak´up Hágæða 100% náttúrulegar bómullarvörur til andlitshreinsunar. Kaupauki fylgir með í verslunum. Garðatorgi - Grindavík - Keflavík - Lágmúla - Laugavegi - Setbergi - Smáralind - Smáratorgi - Spönginni - Egilsstöðum - Höfn - Fáskrúðsfirði - Seyðisfirði - Neskaupstað Eskifirði - Reyðarfirði - Ísafirði - Bolungarvík - Patreksfirði - Borgarnesi - Grundarfirði - Stykkishólmi - Búðardal - Húsavík - Kópaskeri - Raufarhöfn - Þórshöfn - Sauðárkróki Blönduósi - Hvammstanga - Skagaströnd - Selfossi - Laugarási Imedeen Tan Optimizer Hylkin verka innan frá og örva myndun á fallegri sólbrúnku. Ver einnig húðina gegn öldrun af völdum sólar. Fyrir fallegri húð – 1 hylki á dag. nýtt í Lyfju kaupauki * Á meðan birgðir endast. VEISTU SVARIÐ? 1 Hvað heitir bandaríski auðkýfingur-inn sem ætlar að gefa 1,5 milljarða dala á ári til líknarmála? 2 Hvað hét bjarndýrið ítalskættaða sem var fellt í vikunni í Bæjaralandi í Þýskalandi? 3 Hvaða sjúkdómur olli því að Harry Kewell, leikmaður ástralska lands- liðsins, gat ekki leikið gegn Ítölum í sextán liða úrslitum HM í Þýskalandi? EITRUN Það voru mannleg mistök flutningabílstjóra sem urðu til þess að ediksýru var dælt í klór- geymi sundlaugarinnar á Eskifirði í stað klórs í fyrradag, að sögn Þorsteins Ólafssonar, forstöðu- manns heildsöludeildar Olís. Bíl- stjóri á vegum fyrirtækisins var að ferma bíl sinn með klóri til flutninga í sundlaugina en tók ediksýru fyrir misgáning. Hann dældi henni síðan óafvitandi á klórgeymi sundlaugarinnar. „Við erum að átta okkur á því hvað hefur farið úrskeiðis og hvers vegna. Það er númer eitt hjá okkur að sjá til þess að svona lagað gerist ekki aftur.“ - sþs Eitrunarslysið á Eskifirði: Mannleg mis- tök bílstjóra EITRUN Katrín Jóhannsdóttir vinn- ur í Shell-skálanum sem er við aðalgötu Eskifjarðar. Hún segir að stöðugur straumur hafi verið af fólki þangað, bæði til að koma með fréttir og leita frétta. „Það vissu flestir heimamenn hvað gengi á, en aðkomufólk kom til okkar forviða yfir hvað gengi á.“ Að sögn Katrínar telur bæjarfólk almennt að vel hafi verið brugðist við aðstæðum. - sdg Forvitnir aðkomumenn: Leituðu frétta í Shell-skála EITRUN „Allt í einu gat fólk ekki andað en við sáum aldrei neinar gufur,“ segir Arnfríður Hafþórs- dóttir lögreglukona. „Fullorðnir fóru strax að drífa krakkana upp úr lauginni og inn í klefana en það var ekki hægt að anda þar heldur og þá drifum við alla alveg út.“ Arnfríður lét keyra sig heim svo hún gæti drifið sig í lögreglu- búninginn yfir bikiníið og fór svo beint í vinnu. Arnfríður segir að frábært hafi verið að fylgjast með hvað samvinnan gekk vel milli fagaðila sem og almennings. - sdg Lögreglukona í sundlauginni: Brást strax við mengunarslysi TILKYNNING Bæjaryfirvöld í Fjarða- byggð eru þakklát þeim fjölmörgu sem aðstoðuðu þá sem urðu fyrir klórgaseitrun í gær og komu þannig í veg fyrir frekari skaða. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Fréttablaðinu barst í gær. „Það er samdóma álit þeirra sem að komu að allt hjálparstarf hafi gengið einstaklega vel og fag- mannlega fyrir sig og allir hafi verið boðnir og búnir til þess að gera allt sem í þeirra valdi stóð til þess að aðstoða.“ Þá segir í til- kynningunni að það sé harmað að þessi atburður hafi orðið í einni af stofnunum sveitarfélagsins og að lögð verði áhersla á að slíkir atburðir hendi ekki aftur. Flestir þeirra sem urðu fyrir eitrun voru útskrifaðir af sjúkra- húsi í gær. - öhö Bæjaryfirvöld í Fjarðabyggð: Þakka skjót viðbrögð ARNFRÍÐUR HAFÞÓRSDOTTIR Áttaði sig fljótt á aðstæðum og tók til starfa. Röð af óhöppum Yfirsundlaugarvörður segir mengunarslys í sundlaug Eskifjarðar engum að kenna heldur hafi þetta verið röð keðjuverkandi óhappa. Strax var ljóst að um klórgasmengun væri að ræða. KJARAVIÐRÆÐUR Félagsmenn í BHM, háskólamenntaðir starfs- menn á Svæðisskrifstofum um málefni fatlaðra, ætla að safnast saman fyrir utan skrifstofu BHM í Borgartúni eftir hádegið í dag til að sýna samningamönnum ríkis- ins að þeir séu ekki sáttir við þró- unina í kjaraviðræðunum við ríkið. Um fjörutíu BHM-félagar fóru í fjármálaráðuneytið og félags- málaráðuneytið í gærmorgun til að afhenda áskorun á ráðherrana um að tryggja nægilegt fjármagn svo að hægt sé að gera stofnana- samning milli BHM og Svæðis- skrifstofu málefna fatlaðra. Háskólamenntaðir starfsmenn ríkisins á Svæðisskrifstofum mál- efna fatlaðra vilja 25 þúsund króna launahækkun eða sömu hækkun og háskólamenntaðir starfsmenn í sams konar störfum hjá sveitarfélögunum. Ásta Knútsdóttir, félagi í Þroskaþjálfafélagi Íslands, segir að hópnum hafi verið ágætlega tekið en þau hafi orðið fyrir von- brigðum með að fá ekki að hitta ráðherrana. Hún segir að þau séu vonglöð um að nú komist hreyfing á samningamálin. „Við vonumst til að nú losni um fjármagn til að semja um þessi sanngjörnu laun sem við förum fram á,“ segir hún. „Kannski nást ekki samningar í dag en vonandi fljótlega.“ - ghs AFHENTU ÁSKORUN Ráðherra fékk afhenta áskorun í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Háskólamenntaðir starfsmenn á Svæðisskrifstofum afhentu áskorun til ráðherra: Vonglaðir um fjármagn FRAMKVÆMDIR Ákvörðun ríkisstjórn- arinnar um að fresta útboðum og framkvæmdum hins opinbera það sem af er 2006 og 2007 nær ekki til framkvæmda sem hafnar eru. Jón Rögnvaldsson vegamála- stjóri segir að ákvörðunin nái hugsanlega til Sundabrautar en einkum nái hún til vegafram- kvæmda á Vestur- og Norðaustur- landi sem verða boðnar út síðar á þessu ári og því næsta. Siv Friðleifsdóttir heilbrigðis- ráðherra segir að ákvörðunin snerti fáar framkvæmdir innan heilbrigðisráðuneytisins. Verið sé að kanna hvort hún geti haft áhrif á viðbyggingu á Siglufirði. - ghs Vegaframkvæmdir: Framkvæmdir skornar niður KLÓRTANKURINN Ediksýru var dælt í tank- inn fyrir mistök. FRÉTTABLAÐIÐ/HELGI GARÐARSSON ÁRBJÖRN MAGNÚSSON Sundlaugarvörðurinn á Eskifirði segir um röð af óhöppum að ræða þegar klórgasmengun varð í sundlauginni á Eskifirði. FRÉTTABLAÐIÐ/HELGI GARÐARSSON KATRÍN JÓHANNSDÓTTIR Aðkomumenn voru forviða og spurðu hana frétta.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.