Fréttablaðið - 29.06.2006, Síða 10

Fréttablaðið - 29.06.2006, Síða 10
10 29. júní 2006 FIMMTUDAGUR HITABYLGJA Hún varði sig gegn hitanum með regnhlíf, þessi betlarakona í Búkarest í Rúmeníu í gær. Hitabylgja ríður nú yfir landið og hefur hitinn farið allt upp í 38 gráður í borginni. FRÉTTABLAÐIÐ/AP UMHVERFISMÁL Afgreiðslu á tillögu borgarmeirihlutans um stórauknar aðgerðir gegn mávi í borgarlandinu með skotveiðum og eitrun, var frestað á fundi umhverfis- og skipu- lagsráðs á mánudag að tillögu minnihlutans. Ástæðan er sú að minnihlutinn vill meiri umræðu um málið og telur það ósannað að það skili tilætluðum árangri að auka mávadrápið. Gísli Marteinn Baldursson, for- maður skipulags- og umhverfis- ráðs, segir að þrátt fyrir að tillagan hafi ekki verið samþykkt á fundin- um nú þá hafi hann hvatt meindýra- eyða borgarinnar til að halda ótrauða áfram því enga sérstaka samþykkt þurfi til þess. „Það er allt of mikið af vargi í borginni núna og borgarbúar eru farnir að tala um fljúgandi rottugang. Ég veit ekki um neina borg í heiminum sem myndi ekki ráðast gegn slíku.“ Ólafur Karl Nielsen, vistfræð- ingur hjá Náttúrufræðistofnun, segir aðallega um sílamáv að ræða. Hann segir að um gríðarlega stóran stofn að ræða og mögulegt sé að hrekja hann í burtu tímabundið. „Þá verður maður að standa þarna við allan daginn en það hræðir einnig aðra fugla og fólk. En ef á að slá á allan þennan fjölda þá verður það aldrei gert við Tjörnina því þar er aðeins yfirfallið af tugum þúsunda fugla. Það er ekki mögulegt að fækka fuglinum öðruvísi en að ráð- ast gegn stóru meginvörpunum, til dæmis í kringum Keflavíkurflug- völl.“ - shá Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkur fjallar um eyðingu vargs í borginni: Mávageri líkt við rottugang VARGÖLD Margir borgarbúar eru orðnir þreyttir á mávagerinu við Tjörnina og borgaryfirvöld hyggjast skera upp herör gegn varginum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA GAZA-SVÆÐIÐ, AP Mikil átök brutust út á Gaza-svæðinu í gær, eftir að þúsundir ísraelskra landgöngu- liða réðust inn á svæðið. Innrásin var gerð í kjölfar nokkurra loft- árása þar sem Ísraelsher skaut sprengjum og eyðilagði þrjár brýr og eina orkuver svæðisins. Árás Ísraelshers er yfirlýst til- raun til að leysa úr haldi ísraelsk- an hermann sem rænt var á sunnu- dag, en talið er að palestínskir uppreisnarmenn hafi staðið að mannráninu. Heimastjórn Palestínu, sem Hamas-liðar leiða, kallaði í gær eftir fangaskiptum við Ísrael, en áður hafði Ehud Olmert, forsætis- ráðherra Ísraels, aftekið að slík skipti gætu farið fram þegar upp- reisnarmennirnir fóru fram á að Ísraelar slepptu palestínskum konum og börnum úr fangelsum í stað upplýsinga um hermanninn. Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, fordæmdi árás Ísraela og sagði hana „glæp gegn mannréttindum“. Olmert sagði árás Ísraela hins vegar vera bara byrjunina og að ísraelskir hermenn hikuðu ekki við að grípa til „róttækra aðgerða“ til að frelsa hermanninn. Talsmenn uppreisnarmanna sögðu ránið á hermanninum ekki vera mannrán í eiginlegri merk- ingu þess orðs, heldur væri þetta hluti af lögmætum hernaðarátök- um og bættu við að búast mætti við frekari ránum á ísraelskum hermönnum, yfirgæfi herinn ekki Gaza-svæðið. Jafnframt heyrðust óstaðfest- ar fregnir af frekari mannránum á Ísraelum á svæðinu. Ekki bárust tilkynningar um neitt manntjón á Gaza-svæðinu í gær, en íbúar þess hófu að sanka að sér vatns- og ljósgjafabirgðum, því raforkuverið sem skemmt var þjónar um 65 prósentum svæðis- ins og er aflgjafi vatnsdælanna á svæðinu. Evrópusambandið kallaði eftir friðsamlegri lausn á málinu, en talsmaður George W. Bush Banda- ríkjaforseta sagði Ísraela hafa rétt til að verja sig. smk@frettabladid.is Ófriður á Gaza-strönd Ísraelsher réðst inn á Gaza-svæðið í gær til að reyna að frelsa hermann sem er þar í gíslingu. Ísraelar hóta áframhaldandi árásum. FASTEIGNIR Vikuna 16.-22. júní var fleiri kaupsamningum þinglýst í Kópavogi en Reykjavík sam- kvæmt tölum frá Fasteignamati ríkisins (FMR). Þetta mun vera einsdæmi. Alls var 93 kaupsamn- ingum þinglýst í Kópavogi en tuttugu færri í Reykjavík. „Þarna var að falla til töluverð- ur slatti af hesthúsum í Kópa- vogi,“ segir Konráð D. Þorvalds- son hjá FMR, en undir liðnum aðrar eignir voru skráðar 79 eign- ir í Kópavogi en aðeins ellefu í Reykjavík. Þegar meðaltal síðustu tólf vikna er skoðað er 89 eignum þing- lýst vikulega í Reykjavík en 28 í Kópavogi. - eþa Kópavogur slær Reykjavík við: Hesthús gera gæfumuninn © GRAPHIC NEWS Innrás á Gaza-svæðið Heimildir: Fréttastofur Miðjarðarhafið Kerem Shalom-landamærastöðin Landamæra- stöð Erez Nahal Oz varðstöð Ísraela Ísraelskar hersveitir réðust inn á Gaza-svæðið Gaza-borg Netzarim Deir al Balah GAZA-SVÆÐIÐ E G Y P TA - LA N D ÍSRAEL Rafah-flótta- manna- búðirnar 8 km 5 mílur Ísraelski herinn hefur ráðist inn í suðurhluta Gaza-svæðisins í tilraun til að endurheimta ísraelskan hermann sem þar var tekinn höndum. Innrásin hófst við Kerem Shalom-landamærastöðina og var gerð eftir að ísraelskar herflugvélar skutu á brýr við Netzarim og Deir al Balah og á orkuver í Gaza-borg. RÁÐIST INN Á GAZA-SVÆÐIÐ Þúsundir ísraelskra hermanna, ásamt herflugvéla og skriðdreka, réðust inn á Gaza-svæðið í gær í þeim yfirlýsta tilgangi að frelsa félaga sinn sem herskáir Palestínumenn rændu á sunnudag. FRÉTTABLAÐIÐ/AP HVALVEIÐAR Nú hafa verið veiddar ellefu hrefnur af þeim fimmtíu sem má veiða samkvæmt Alþjóða- hvalveiðiráðinu, en veiðitímabilið hófst þann 13. júní síðastliðinn og stendur til fjórða ágúst. Í byrjun gengu veiðarnar hægt vegna leið- inlegs veðurs en nú hefur ræst úr og vonast er til að það náist að klára kvótann. Að sögn Gunnars Bergmann, framkvæmdastjóra Félags hrefnu- veiðimanna eru þrír bátar að veið- um núna, en sá fjórði mun bætast við á næstunni. Hann segir að vel gangi að veiða núna en að hrefn- urnar séu nokkuð magrari en í fyrra. - gþg Hrefnuveiðar: Búið að veiða ellefu dýr GJALDTAKA Útlendingastofnun krefst nú gjalda fyrir afgreiðslu leyfa frá stofnuninni og má gera ráð fyrir að gjaldtakan færi stofn- uninni vel yfir hundrað milljónir króna í tekjur á ársgrundvelli. Um er að ræða gjaldtöku fyrir búsetu- og dvalarleyfi en slík leyfi kosta nú 8.000 krónur fyrir 18 ára og eldri en 4.000 krónur fyrir þá er yngri eru. Er sami kostnaður við framlengingu leyfa. Eru engar umsóknir afgreidd- ar nema greitt sé fyrir og er það engin trygging fyrir að leyfið fáist afgreitt en allt að 1.200 umsóknir berast frá einstakling- um hvern mánuð þessa dagana. Þess utan berast mánaðarlega allt að 400 umsóknir frá fyrirtækjum vegna stóriðju og getur kostnaður þeirra numið talsverðum upphæð- um héðan í frá. Útlendingastofnun hafði áður með höndum útgáfu vegabréfa sem var helsti tekjustofn hennar en sú útgáfa hefur nú færst til Þjóðskrár og munu tekjur af afgreiðslu leyfa að einhverju leyti koma í staðinn fyrir það. - aöe NÝR TEKJUSTOFN Engin leyfi eru lengur veitt hjá Útlendingastofnun án greiðslu afgreiðslugjalds. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Hundrað milljónir í tekjur vegna dvalarleyfa: Afgreiðslugjöld hjá Útlendingastofnun HESTAR Hesthús ganga kaupum og sölum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.