Fréttablaðið - 29.06.2006, Page 17

Fréttablaðið - 29.06.2006, Page 17
FIMMTUDAGUR 29. júní 2006 17 FRAKKLAND, AP Á flestum stöðum í Frakklandi má ekki hafa verslarnir opnar á sunnudögum, en á verslunargötunni Champs-Elysées eru þó leyfðar undantekningar. Flókin reglugerð ræður ferð og tvær lögsóknir munu brátt skera úr um hvað má og hvað má ekki. Franskir verslunarmenn og verkalýðsfélögin hafa eldað grátt silfur um hvort hafa megi búðir opnar á hvíldardeginum eða ekki. Kaupmenn vona að sunnudags- opnun geti dregið eitthvað úr atvinnuleysinu sem þjakar Frakk- land, en það mælist nú 9,3 prósent. Nú er svo komið að tveir hópar hafa lagt fram kæru vegna nýrrar tveggja ferkílómetra verslunar- miðstöðvar á Champs-Elysées sem mun verða opin á sunnudögum. Ákærendurnir, Félag fataiðnaðarins og Kristilega verkalýðsfélagið, segja að búðir muni ekkert græða á þessum opnunartíma og vera stórlega undirmannaðar á álags- tímum. Í Evrópu eru reglur um opnunar- tíma verslana mismunandi eftir löndum. Í Póllandi og Króatíu mega búðir hafa opið á sunnudögum, en kaþólska kirkjan hefur barist hatrammlega gegn því. Í Þýska- landi hefur kaupmönnum verið leyft að breyta afgreiðslutíma í verslunum sínum meðan á heims- meistarakeppninni í knattspyrnu stendur, þó að stjórnarskráin frá 1949 leggi blátt bann við öðru en hvíld og trúariðkun á hvíldar- deginum. -sgj Á CHAMPS ELYSÉES Skotar í eyðsluham á Parísarbreiðgötunni frægu. Frakkar deila nú um sunnudagsopnun verslana við hana. Hvíldardagurinn er haldinn heilagur í Frakklandi - of heilagur að mati margra: Vilja hafa opið á sunnudögum SVÍÞJÓÐ, AP Sænskur dómstóll felldi á mánudag dóm yfir manni af sómölskum uppruna, sem ákærður var fyrir að neyða dóttur sína í umskurð. Maðurinn, Ali Elmi Hayow, er sænskur ríkis- borgari en fór með dóttur sína, þá þrettán ára gamla, úr landi í janúar 2005 til Mogadishu í Sómalíu til að láta umskera hana, en talið er að um þrjár milljónir stúlkna hljóti þessa hrottalegu meðferð ár hvert. Umskurður kvenna hefur verið bannaður í Svíþjóð frá árinu 1982, en þetta er fyrsta ákæran vegna hans þar í landi. Sakvæmt lögunum er einnig refsivert að flytja barn úr landi til slíkrar aðgerðar. Hayow þarf að greiða dóttur sinni sem svarar þremur og hálfri milljón íslenskra króna í skaðabætur. - sgj Svíi frá Sómalíu dæmdur: Neyddi dóttur sína í umskurð RÚMENÍA, AP Að minnsta kosti tveir eldri borgarar létu lífið í hitabylgju sem hefur gengið yfir norðurhluta Rúmeníu síðustu daga. Kona sem var að störfum við akuryrkju féll niður og lést úr hjartaáfalli og sömu sögu er að segja af áttatíu og átta ára gömlum manni sem var á leiðinni út í búð. Í einni borginni var hringt hundrað og fjörutíu sinnum á sjúkrabíl vegna ástandsins og hefur heilbrigðismálaráðneyti Rúmeníu varað fólk við uppþornun og ofreynslu í hitanum. - kóþ Hitabylgja í Rúmeníu: Eldri borgarar deyja úr hita FLÓÐ Í TARLISUA Í RÚMENÍU Hitabylgjan í Rúmeníu kemur í kjölfar mikilla flóða fyrr í mánuðinum. NORDICPHOTOS/AFP AÐGENGI Blindrafélagið og Sérsveit Hins Hússins standa að verkefni sem á að vinna að bættu aðgengi blindra og sjónskertra að veitinga- stöðum og kaffihúsum í Reykja- vík. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félögunum. Með bættu aðgengi er til dæmis átt við matseðla á blindraletri og með stækkuðu letri, en einnig getur lýsing, hávaði og uppröðun borða haft áhrif. Þeir sem standa að verkefninu munu hafa samband við staði og bjóða fram þjónustu sína, að þýða og prenta út matseðla á blindraletri og gera hljóðlesningu á matseðli sem síðan er sett á geisladisk. - sþs Blindrafélagið og Hitt Húsið: Þýða matseðla á blindraletur NOREGUR, AP Efnahagsbrotadeild norsku lögreglunnar hóf í gær rannsókn á samningum milli norska hersins og þýska fyrirtæk- isins Siemens. Óháð rannsóknar- nefnd komst nýverið að þeirri niðurstöðu að Siemens hafi vísvitandi sent norska hernum of háa reikninga fyrir verkefni, sem unnin voru á árunum 2000 til 2004. Samtals nemur upphæðin, sem ofreiknuð var, um 450 milljónum íslenskra króna. Nefndin sagðist einnig hafa upplýsingar um óviðeigandi gjafir til starfsmanna hersins og ráðgjafa, en vildi þó ekki fullyrða hvort þessar gjafir væru ólöglegar. - gb Norski herinn: Rannsókn á spillingu hafin LÍKAMSÁRÁS Rétt liðlega tvítugur maður var í gær ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, eins og segir í ákærunni. Honum er gefið að sök að hafa slegið mann í höfuðið með gler- flösku, inni á Thorvaldsen bar við Austurvöll í septembermánuði í fyrra. Maðurinn hlaut skurð í hársvörð eftir árásina. Ákæruvaldið krefst refsingar yfir manninum og verður málið tekið fyrir síðar á þessu ári. - æþe Líkamsárás á Thorvaldsen: Lamdi mann með glerflösku ÞÚ GETUR FARIÐ HVERT SEM ER ... MEÐ FERÐAÁVÍSUN MASTERCARD Sæktu um MasterCard kort með ferðaávísun hjá þínum banka eða sparisjóði og þú færð 5.000 kr. stofnávísun. Í hvert skipti sem þú notar kortið þitt hækkarðu næstu ávísun og getur notað hana til að lækka ferðakostnaðinn. MasterCard ferðaávísun gildir sem greiðsla upp í allar ferðir til útlanda og innanlands líka. Golfferðin að sjálfsögðu, en líka netflug, viðskiptaferðir, borgarferð eða sumarfrí á sólarströnd með fjölskyldunni. Þitt er valið. Nýttu þér ferðafrelsið sem ferðaávísun MasterCard veitir þér og sæktu um kort strax í dag. Nánari upplýsingar á kreditkort.is Ávísu nin g ildir s em g reiðs la inn á ein a ferð í mill iland aflug i sem skipu lögð er af ferða skrifs tofu eða f lugfé lagi í sams tarfi við Mast erCar d. Up plýsin gar u m sam starfs aðila má n álgas t á w ww.k redit kort. is. Fe rðina verðu r að g reiða með Mast erCar d korti . Not kun f erðaá vísun ar mi ðast við a ð árg jald a f kor tinu s é gre itt. GREIÐ IÐ IN N Á FERÐ AREIK NING SEM ER HA NDHA FI MAST ERCA RD K ORTS NR. KRÓN UR REYK JAVÍK Gegn fram sali Staðf estin g Eingö ngu e r hæg t að ný ta ein a ávís un í hve rja fe rð. Fimm þúsu nd 5.000 – H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.