Fréttablaðið - 29.06.2006, Síða 26

Fréttablaðið - 29.06.2006, Síða 26
 29. júní 2006 FIMMTUDAGUR26 hagur heimilanna MATUR OG NÆRING JÓHANNA EYRÚN TORFADÓTTIR NÆRINGARFRÆÐINGUR Nú þegar sumarið er komið leggja margar fjölskyldur land undir fót og ferðast um Ísland Landið býður upp á ótal möguleika til útivistar og afþreyingar og fjöl- margir gististaðir eru í boði. Ferða- þjónusta bænda býður upp á um hundrað og fimmtíu gististaði og er þeim sífellt að fjölga. Oddný B. Halldórsdóttir hjá Ferðaþjónustu bænda segir aukninguna jafna og þétta síðustu ár. „Við höfum úr svo mörgu að velja í Ferðaþjónustu bænda, við erum bæði með bústaði, sveitahótel og gistingu hjá bænd- unum þannig að það geta allir fund- ið eitthvað við sitt hæfi og það hefur líka aukist að bændur bjóði upp á afþreyingu,“ segir Oddný. Hún segir að flestir ferðamennirn- ir sem gista hjá ferðaþjónustunni séu erlendir og bóki með löngum fyrirvara en Íslendingarnir eru vanalega ekki svo fyrirhyggjusam- ir. Fréttablaðið gerði lauslega könnun á því hvað þriggja daga ferðalag kostar fyrir fjögurra manna fjölskyldu. Önnur ferðin er farin frá Akureyri og haldið til Vesturlands en hin ferðin er farin frá Reykjavík og keyrt um Aust- urland. Verð er nokkuð misjafny en svefnpokaplássin eru að öllu jöfnu mun hagstæðari en gisting í herbergi. Gera má ráð fyrir að gisting fjögurra manna fjölskyldu í þrjá daga í herbergi og með morgunmat á bændagistingu kosti um 30.000 krónur. Á þeim stöðum sem Fréttablaðið talaði við er boðið upp á afslátt fyrir börn og unglinga og á flestum stöðum er boðið upp á að börn fái dýnu inn til foreldranna. Einnig bjóða flestir staðirnir upp á hópafslátt. gudrun@frettabladid.is „Ég hef aldrei gert virkilega góð kaup á bílum. Ég held að ein verstu kaup sem ég hef á ævinni gert hafi verið þegar ég keypti mér nýjan vélsleða, þeir falla svo rosalega hratt í verði. Heimskuleg fjár- festing en hins vegar mjög skemmti- leg,“ segir lögreglumaðurinn Þorsteinn Pétursson. „Það er í raun og veru alveg glórulaust að kaupa sér vélsleða nema maður hafi mjög gaman af þessu.“ Hvað varðar bestu kaupin nefnir hann hluta í veiðarfæri á skip sem hann keypti á uppboði fyrir mörgum árum. „Ég var ekkert alveg viss hvað ég var að kaupa, ég bauð í þetta af algjörri rælni. Þetta voru rúllur í trollgálga á skip sem ég borgaði nokkur hundr- uð krónur fyrir og seldi svo síðar á tugi þúsunda. Ég held að það séu ein bestu kaup sem ég hef gert.“ Þorsteinn, eða Steini lögga eins og hann er oft kallaður, hlaut nýlega íslensku forvarnarverðlaunin þegar þau voru afhent í fyrsta skipti. Hann hefur sinnt forvarnar- og fræðslustörfum lögreglunnar á Akureyri síðustu sjö ár. „Annars er ég nýbúinn að festa kaup á heitum potti í sumarbústað okkar hjón- anna í Skíðadal. Þetta er svona rafmagns- hitapottur sem er mjög auðvelt að hreinsa og ganga frá, ég sé alls ekki eftir þeim kaupum. Ég er ekki slyngur í við- skiptum, en það voru góð kaup í mínum augum.“ NEYTANDINN: ÞORSTEINN PÉTURSSON FORVARNAR- OG FRÆÐSLUFULLTRÚI Vélsleðar ekki mjög góð fjárfesting Þrátt fyrir að heimsmeistaramótið í knattspyrnu sé enn í fullum gangi eru margir áhugasamir um íslenska knattspyrnu. Samkvæmt lauslegri könnun Fréttablaðsins kostar 1.200 krónur inn á leiki í Landsbanka- deild karla fyrir 17 ára og eldri. Fyrir krakka á aldrinum 11-16 ára kostar venjulega 300 krónur en þau geta þó fengið boðsmiða frá Landsbankanum og komist þannig ókeypis inn. Fyrir börn yngri en tólf ára er ókeypis. Ef miðinn er keyptur á vefslóðinni midi.is þá er verðið aðeins lægra eða 1.000 krónur fyrir fólk 17 og eldri en 300 krónur fyrir börn á aldrinum 11-16 ára. Hjá flestum félögum er ókeypis inn á leiki í Landsbankadeild kvenna en þó ekki öllum. ■ Hvað kostar... á völlinn Ókeypis fyrir börn yngri en 11 ára GÓÐ HÚSRÁÐ SUNDFÖTIN Í PLASTPOKA ■ Svanfríður Inga Jónasdóttir, bæjar- stjóri í Dalvíkurbyggð, hefur gott ráð handa sundköppum. „Fyrir þá sem fara mikið í sund mæli ég með því að þeir setji sundfötin sín í plastpoka og geymi þau þannig í sundtöskunni. Það er svo rosalega gott að skilja sundfötin frá öðrum hlutum í töskunni því að þá er engin hætta á að allt annað í tösk- unni blotni. Svo þarf heldur ekki að taka sundfötin sérstaklega upp úr töskunni til að þurrka þau þegar heim er komið. Þetta er praktískt ráð sem ég hef kennt fjölmörgum.“ Svefnpokaplássin hagstæð ■ LAGT AF STAÐ FRÁ AKUREYRI OG KEYRT VESTUR ■ Hof í Vatnsdal - 20 rúm ➦ Svefnpokapláss: 2.500 ➦ 2 manna herbergi með baði, með morgunmat, tveir gista: 9.900 ➦ 2 manna herbergi án baðs, með morgunmat, tveir gista: 7.500 ➦ Morgunmatur er innifalinn með herbergjunum ➦ Hægt að fá dýnu inn fyrir börn gegn vægu gjaldi. ■ Heydalur í Mjóafirði, Ísafjarðardjúp - 18 rúm ➦ Svefnpokapláss: 6.000 ef tveir gista í herbergi ➦ Svefnpokapláss: 3.500 ef einn gistir í herbergi ➦ 2 manna herbergi með baði, tveir gista: 8.000 ➦ 2 manna herbergi með baði, einn gistir: 5.500 ➦ Morgunmatur: 900 ➦ Uppábúin dýna fyrir börn kostar 500 krónur, ekki tekið aukagjald ef börnin sofa inní í herbergjunum, ekki aukagjald fyrir börn í svefnpokaplássi ■ Breiðavík við Látrabjarg - 68 rúm ➦ Svefnpokapláss: 2.000 hver svefnpoki ➦ Herbergi með baði og morgunmat: 6.000 ➦ Herbergi án baðs, án morgunmatar: 3.000 ➦ Morgunmatur: 900 ➦ Ókeypis fyrir börn 6 ára og yngri og hálft verð fyrir börn frá 7-12 ára. Ellilífeyrisþegar fá 10 prósenta afslátt. ■ LAGT AF STAÐ FRÁ REYKJAVÍK OG KEYRT AUSTUR ■ Eystri-Sólheimar í Mýrdal 18 rúm ➦ Svefnpokapláss: 2.000 án morgunmatar ➦ 2 manna herbergi án baðs, tveir gista: 8.000 ➦ 2 manna herbergi án baðs, einn gistir: 6.000 ➦ Morgunmatur er innifalinn með herbergj. ➦ Morgunmatur: 800 ➦ 12 ára og eldri borga fullt verð, yngri en 12 ára borga hálft verð ■ Smyrlabjörg í Suðursveit - 90 rúm ➦ Svefnpokapláss: aðeins í boði yfir vetrartímann ➦ 1 manns herbergi með baði, með morgunmat: 7.450 ➦ 2 manna herbergi með baði, með morgunmat: 12.600 ➦ 3 manna herbergi með baði, með morgunmat: 17.530 ➦ 12 ára og eldri borga fullt verð, yngri en 12 ára borga hálft verð, yngri en 6 ára fá frítt ■ Eyjólfsstaðir á Völlum - 37 rúm ➦ Svefnpokapláss: 2.100 án morgunmatar ➦ 1 manns herbergi án baðs, með morgunmat: 5.500 ➦ 2 manna herbergi án baðs, með morgunmat: 8.500 ➦ 3 manna herbergi án baðs, með morgunmat: 11.700 ➦ Morgunmatur: 900 ➦ 12 ára og eldri borga fullt verð, yngri en 12 ára borga hálft verð ÚTGJÖLDIN > Strætisvagnaferð fullorðinna í Reykjavík, stakt fargjald, ein ferð. Skíðaferðir eru alltaf vinsælar hjá Íslendingum á veturna og nú hafa Heimsferðir hafið sölu á skíðaferðum til Salzburg í Austurríki. Ferðirnar eru í janúar og febrúar og er flogið í beinu flugi til Salzburg að morgni og komið út um hádegi. Í ár er boðið upp á þá nýjung að skíðaunnendur geta nú valið um að dvelja í 9, 12, eða 14 daga. Frá Salzburg er stutt að fara á aðra skíðastaði eins og Flachau og Zell am See og bjóða Heimsferðir upp á gistiaðstöðu á öllum þessum stöðum. Flug fram og til baka með sköttum kostar frá 29.990 krónum. ■ Verslun og þjónusta Skíðaferðir í beinu flugi Ákjósanlegasta fæða fyrir ungbarn er brjóstamjólk. Brjóstagjöf veitir ungbarninu fullkomna næringu og einnig nánd og ástúð. Þegar kemur að föstu fæði hjá barninu upphefjast ýmsar vangaveltur um hvað megi gefa því og hvað því þyki gott. Þegar barnið getur matast sjálft er mikilvægt að vera ávallt nálægt bæði vegna hættu á að maturinn standi í því, og líka vegna þess að við þurfum öll á því að halda að matast í góðum félagsskap. Mikilvægt er, fyrir þroska barna, að setið sé til borðs með þeim meðan á máltíð stendur. Þau læra þá hvernig á að bera sig að við matinn. Þau læra einnig að þekkja sitt magamál. Meðan á máltíð stendur eiga börnin vonandi notalegar samræður við foreldra sína um atburði dagsins (án þess að sjón- varpið sé í gangi) og síðast en ekki síst fá börnin öll þau næringarefni sem þau þarfnast. Fái börn hollan og næringar- ríkan mat frá unga aldri aukast líkur á að þau haldi áfram að borða hollan og fjölbreyttan mat þegar þau eldast. Orkuþörf barna er mismunandi eftir því hvað þau hreyfa sig mikið. Börn þurfa einnig hlutfallslega meiri orku en fullorðnir á hvert kíló líkamsþyngdar, vegna þess að hluti af orkuþörf þeirra fer í vöxt beina og vefja. Fyrir börn og fullorðna gilda nokk- urn veginn sömu ráðleggingar um mataræði. Þó ber að hafa í huga að börn þurfa að fá reglulegar máltíðir og mikilvægt er að ekki líði of langur tími á milli þeirra. Yngri börnin þurfa oft að fá orkuríkari fæðu þar sem þau geta ekki borðað eins mikið í einu og þau sem eldri eru og þá er mikilvægt að hafa hvern munnbita orkuþéttan, t.d. með því að nota feitari mjólkurvörur og nota mjúkt viðbit á fiskmáltíðir og brauð. Öll börn þurfa daglega að fá : • Grænmeti og ávexti, bæði með máltíðum og á milli mála. • Trefjaríkar kornvörur, t.d. gróft brauð og haframjöl. • Fisk, kjöt, egg eða baunarétti. • Mjólkurvörur • Vatn til drykkjar • Lýsi eða annan D-vítamíngjafa. Gosdrykki, ís, snakk og sælgæti ætti einungis að bjóða til hátíðabrigða og þurfa fullorðnir að sýna gott fordæmi í matarvali því ekki er hægt að ætlast til þess að börn hagi sér öðruvísi en fullorðna fólkið. www.mni.is Hlúum vel að mataræði barna okkar 20 0 K R Ó N U R 25 0 K R Ó N U R 15 0 K R Ó N U R 2000 2003 2006 Heimild: Hagstofa Íslands Íslenskt grænmeti nýtur sívaxandi vinsælda hjá landsmönnum en uppskera paprikunnar gengur mjög vel í ár. Uppskeran í ár mun verða í kring- um 108 tonn en hún var til að mynda rúm 70 tonn árið 2004. Íslenska paprikan er auðþekkj- anleg en tvær og tvær eru seldar saman í pakka og eru sérmerktar. Þar sem paprikurnar eru pakkaðar inn viðhalda þær ferskleika sínum betur en þær erlendu. Paprikurnar fást yfirleitt í grænum, gulum og rauðum lit en litirnir sýna þroskastig paprikunnar. Sú græna er minnst þroskuð en rauðar og gular eru meira þroskaðar og innihalda jafnframt meira af vítamínum. Best er að geyma papriku í ísskáp við 8-12 gráðu hita. Einnig er hægt að frysta hana og borða hana seinna en það þarf að neyta hennar fljótlega eftir að hún hefur þiðnað. ■ Verslun og þjónusta Íslenskar paprikur njóta sívaxandi vinsælda Þau fyrirtæki sem bjóða upp á bifreiðatryggingar á Íslandi ætla að hækka iðgjöld sín á árinu eða hafa nú þegar gert það. Sjóvá-Almennar reið á vaðið með fjögurra prósenta hækkun í janúar síðastliðnum, Tryggingamiðstöðin hækkar sín gjöld um rúm fimm prósent þann 1. júlí og VÍS ætlar að hækka sín iðgjöld um fimm prósent þann 1. ágúst. Fulltrúi Varðar sagði að hækkun iðgjalda væri í undirbúningi þó ekkert hafi verið tilkynnt opinberlega enn. Öll fyrirtækin segja aukinn tjónakostnað vera meginástæðuna fyrir hækkuninni. ■ Verslun og þjónusta Tryggingafélögin hækka iðgjöldin ATLAVÍK Það færist í vöxt að bændur bjóði gestum ýmsa afþreyingu.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.