Fréttablaðið - 29.06.2006, Side 37

Fréttablaðið - 29.06.2006, Side 37
FIMMTUDAGUR 29. júní 2006 Sími: 568 5170 Verið velkomin Gallar Bómullar og velúr gallar fyrir konur á öllum aldri Einnig vesti og buxur Stærðir 10 - 20 hefst í dag Úr háborg tískunnar BERGÞÓR BJARNASON SKRIFAR FRÁ PARÍS Soldes, saldi, rbajas, sales... Þá eru þær byrjaðar með trukki og dýfu sumarútsölurnar hér í París. Stund sem margir hafa beðið eftir með óþreyju. Nú aðeins degi fyrir upphaf sumar- fría þegar hálf borgin fer af stað og eyðir heilum degi í umferðahnútum um land allt á leið sinni suður í sólina. Það er nefnilega þannig að það sem þarf fyrir sumarfríið, eins og stuttbuxur, boli, sundföt og fleira er hægt að kaupa á hálf- virði áður en haldið er í fríið. Auðvitað er ýmislegt sem ekki er lengur hægt að finna í réttri stærð eða lit en alltaf er hægt að gera góð kaup. Ég tala nú ekki um í ár þegar almenningur hefur beðið eftir sumrinu fram yfir miðjan júní og kaupmenn í venjulegum búðum horfðu á hlýrabolina og munstruðu sum- arkjólana rykfalla á lagernum. Þeir höfðu gefið upp vonina um að selja eitthvað af viti vegna kulda. Þess vegna er næsta víst að víða er nóg til fyrir útsölurn- ar enda 15 prósent ársveltunnar sem kemur inn meðan á þeim stendur. Það er því til mikils að vinna næstu sex vikurnar. Tískuhúsin hafa að vanda staðið fyrir hinum kolólöglegu einka- útsölum fyrir góða viðskipta- vini löngu fyrir opinbera dag- setningu á útsölunum því í Frakklandi standa útsölur yfir í sex vikur samkvæmt lögum og eru bannaðar þess á milli. Að auki er vetrarlínan nú þegar í útstillingargluggum og þeir sem eru alltaf á undan kaupa nú þegar vetrarfatnaðinn meðan nóg úrval er. Eftirlitsstofnun um ólöglega verslunarhætti sendir út fulltrúa sína um þessar mundir í tísku- húsin og reynir að góma glóð- volga þá sem stunduðu einkaút- sölurnar. Fyrir nokkrum árum gerðist það hjá Yves Saint Laur- ent-tískuhúsinu að sölukona nokkur ákvað, eftir að viðskipta- vinur hafði nauðað lengi í henni um að njóta útsöluafsláttarins fyrirfram, að taka áhættuna og tryggja þannig sölu dagsins sem hafði fram að þessi ekki verið upp á marga fiska. Viðskiptavin- urinn gerði sér svo lítið fyrir, eftir að hafa borgað, og dró fram skilríki frá eftirlitsstofnuninni fyrrnefndu. Tískuhúsið var sekt- að um 76.000 evrur (rúmlega 7 milljónir íslenskra króna). Sölu- konan var rekin og framkvæmda- stjórinn sömuleiðis. Það er því vissara að þekkja viðskiptavin- inn vel. Svo eru þeir sem draga fram gamalt útsöludót frá síðasta ára- tug og bjóða á lágu verði meðan á útsölum stendur til að nurla saman nokkrar krónur í viðbót. Það sérkennilega er að það er hægt að selja hvaða hörmung sem er, ef rétt verð er í boði. En þetta gætu orðið síðustu útsöl- urnar með þessu formi. Við- skiptaráðuneytið hugar að breyt- ingum þar sem tilboð eru í gangi meira eða minna allt árið og þá hafa útsölur dálítið tapað mark- miði sínu. bergthor.bjarnson@wanadoo.fr Nú hefur Lancome sett á markað Aqua Flash Bronzer, fyrsta sjálfbrúnandi vatnið. Vatnið er borið á með baðmull og gefur húðinni karamellulitaðan og náttúrlegan tón. Í vatninu er DHA og virkt efni sem sér um endingargóðan og jafnan lit sem myndast á innan við klukkustund. Sjálfbrúnandi vatn Vatnið er sléttir og styrkir. Aqua Fusion Teinté er nýtt litað dagkrem frá Lancôme. Það frískar upp á litarhátt- inn og gefur létta og náttúrulega áferð. Í kreminu er aquacellular, raka- gefandi samsetning, sem líkir eftir náttúrulegum raka húðarinnar. Kremið er olíulaust og með sólarvörn SPF 15. Kremið er fáanlegt í þremur litum sem ætti að henta öllum. Náttúruleg áferð Kremið setur á húðina ferskan blæ.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.