Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.06.2006, Qupperneq 37

Fréttablaðið - 29.06.2006, Qupperneq 37
FIMMTUDAGUR 29. júní 2006 Sími: 568 5170 Verið velkomin Gallar Bómullar og velúr gallar fyrir konur á öllum aldri Einnig vesti og buxur Stærðir 10 - 20 hefst í dag Úr háborg tískunnar BERGÞÓR BJARNASON SKRIFAR FRÁ PARÍS Soldes, saldi, rbajas, sales... Þá eru þær byrjaðar með trukki og dýfu sumarútsölurnar hér í París. Stund sem margir hafa beðið eftir með óþreyju. Nú aðeins degi fyrir upphaf sumar- fría þegar hálf borgin fer af stað og eyðir heilum degi í umferðahnútum um land allt á leið sinni suður í sólina. Það er nefnilega þannig að það sem þarf fyrir sumarfríið, eins og stuttbuxur, boli, sundföt og fleira er hægt að kaupa á hálf- virði áður en haldið er í fríið. Auðvitað er ýmislegt sem ekki er lengur hægt að finna í réttri stærð eða lit en alltaf er hægt að gera góð kaup. Ég tala nú ekki um í ár þegar almenningur hefur beðið eftir sumrinu fram yfir miðjan júní og kaupmenn í venjulegum búðum horfðu á hlýrabolina og munstruðu sum- arkjólana rykfalla á lagernum. Þeir höfðu gefið upp vonina um að selja eitthvað af viti vegna kulda. Þess vegna er næsta víst að víða er nóg til fyrir útsölurn- ar enda 15 prósent ársveltunnar sem kemur inn meðan á þeim stendur. Það er því til mikils að vinna næstu sex vikurnar. Tískuhúsin hafa að vanda staðið fyrir hinum kolólöglegu einka- útsölum fyrir góða viðskipta- vini löngu fyrir opinbera dag- setningu á útsölunum því í Frakklandi standa útsölur yfir í sex vikur samkvæmt lögum og eru bannaðar þess á milli. Að auki er vetrarlínan nú þegar í útstillingargluggum og þeir sem eru alltaf á undan kaupa nú þegar vetrarfatnaðinn meðan nóg úrval er. Eftirlitsstofnun um ólöglega verslunarhætti sendir út fulltrúa sína um þessar mundir í tísku- húsin og reynir að góma glóð- volga þá sem stunduðu einkaút- sölurnar. Fyrir nokkrum árum gerðist það hjá Yves Saint Laur- ent-tískuhúsinu að sölukona nokkur ákvað, eftir að viðskipta- vinur hafði nauðað lengi í henni um að njóta útsöluafsláttarins fyrirfram, að taka áhættuna og tryggja þannig sölu dagsins sem hafði fram að þessi ekki verið upp á marga fiska. Viðskiptavin- urinn gerði sér svo lítið fyrir, eftir að hafa borgað, og dró fram skilríki frá eftirlitsstofnuninni fyrrnefndu. Tískuhúsið var sekt- að um 76.000 evrur (rúmlega 7 milljónir íslenskra króna). Sölu- konan var rekin og framkvæmda- stjórinn sömuleiðis. Það er því vissara að þekkja viðskiptavin- inn vel. Svo eru þeir sem draga fram gamalt útsöludót frá síðasta ára- tug og bjóða á lágu verði meðan á útsölum stendur til að nurla saman nokkrar krónur í viðbót. Það sérkennilega er að það er hægt að selja hvaða hörmung sem er, ef rétt verð er í boði. En þetta gætu orðið síðustu útsöl- urnar með þessu formi. Við- skiptaráðuneytið hugar að breyt- ingum þar sem tilboð eru í gangi meira eða minna allt árið og þá hafa útsölur dálítið tapað mark- miði sínu. bergthor.bjarnson@wanadoo.fr Nú hefur Lancome sett á markað Aqua Flash Bronzer, fyrsta sjálfbrúnandi vatnið. Vatnið er borið á með baðmull og gefur húðinni karamellulitaðan og náttúrlegan tón. Í vatninu er DHA og virkt efni sem sér um endingargóðan og jafnan lit sem myndast á innan við klukkustund. Sjálfbrúnandi vatn Vatnið er sléttir og styrkir. Aqua Fusion Teinté er nýtt litað dagkrem frá Lancôme. Það frískar upp á litarhátt- inn og gefur létta og náttúrulega áferð. Í kreminu er aquacellular, raka- gefandi samsetning, sem líkir eftir náttúrulegum raka húðarinnar. Kremið er olíulaust og með sólarvörn SPF 15. Kremið er fáanlegt í þremur litum sem ætti að henta öllum. Náttúruleg áferð Kremið setur á húðina ferskan blæ.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.