Fréttablaðið - 29.06.2006, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 29.06.2006, Blaðsíða 41
FIMMTUDAGUR 29. júní 2006 Burberry´s hefur ráðið fyrir- sætuna Kate Moss aftur til starfa. Þetta gerist aðeins níu mánuðum eftir að hún var rekin vegna kóka- ínneyslu. Fyrirsætan er aðalstjarnan í auglýsingaherferð tískurisans fyrir haust- og vetrartískuna á þessu ári og því næsta en mynd- irnar í herferðinni voru teknar af stjörnuljósmyndaranum Mario Testino. Auk Moss er fyrirsætan Stella Tennant einnig í herferðinni ásamt dóttur sinni og sonum Bryan Ferrys, Otis og Isaac. Moss aftur til Burberry´s Fréttir af kókaínneyslu Moss voru nægar til að Burberry´s sagði henni upp á síðasta ári. Taglið, eða fast eins og Norð- lendingar kalla það, hefur alltaf komið í og farið úr tísku, og nú er það komið aftur. Taglið í ár passar bæði við hvers- dagslegan klæðnað en þá er það frekar laust uppsett. Þegar á að fara eitthvað fínt er það vel sett upp og er alls ekki til þess að bjarga slæmum hárdegi. Fyrirsætur Miu Miu hafa sést á tískupöllunum með hárið tekið saman í tagl við hnakkann á meðan Pucci-fyrirsæturnar hafa taglið sleikt aftur. Hollywood fer ekki varhluta af taglinu og stjörnur á borð við Keiru Knightley og Gwyn- eth Paltrow eru ansi hrifnar af því. Ekki skemmir fyrir að mörg mismunandi afbrigði eru til af töglum og passa þau því við allt. Hægt er að taka það saman hátt uppi á hvirflinum eða niðri við hnakkagrófina og hvar sem er þar á milli. Til að ná léttri sveiflu á taglið þá er gott að blása hárið með glansdropum fyrir hár og renna sléttujárni síðan hratt yfir endana. Betra er að setja tagl í óhreint hár því þá er auðveldara að móta það, en þeir sem þola ekki skítuga hárið geta auðvitað notað froðu eða vax. Mikilvægast er að setja ekki taglið bara upp einhvern veginn, þó svo virðist sem ekki þurfi að hafa mikið fyrir þessari tísku. „Smoky“ augnmálning og löng augnhár passa einstaklega vel við þegar hárið er tekið svona allt frá andlitinu. -lkg Tagl á hvirflinum fer Janet Jackson vel. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES Paris Hilton er sæt með stutt tagl. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES Tekið saman í tagl Flottur samúræfílíngur í taglinu á fyrirsætu Matthew Williamson.FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES Klassískt tagl við hnakkagrófina hjá fyrir- sætu Miu Miu. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.