Fréttablaðið - 29.06.2006, Síða 45

Fréttablaðið - 29.06.2006, Síða 45
[ ] www.svefn.is Hestamennska sameinar nánd við dýrin, útivist, umönnun og skemmtun. Því er hollt fyrir unga fólkið að upplifa hana. Reiðskóli Fáks býður börnum upp á reiðnámskeið. Edda Rún Ragnarsdóttir tamn- ingakona er kennari í reiðskóla Fáks í Faxabóli og þar hitti Frétta- blaðsfólk hana innan um hesta og börn. Hún er ekki í nokkrum vafa um að það sé börnunum mikils virði að kynnast hestunum og komast í samband við þá. „Ég tel það að vera í kringum skepnurnar hafa mesta þýðingu fyrir krakk- ana. Að finna að þær eru ekki tölv- ur,“ segir hún spurð um gildi hestamennsku fyrir börnin. „Það liggur misjafnlega á hestunum alveg eins og okkur. Það þarf að sýna þeim virðingu og hugsa um þá og það er frábært fyrir krakka að kynnast því.“ Edda Rún segir líka athyglisvert að enginn krakki kvarti þó að veðrið sé leiðinlegt. „Þeir láta ekkert í sér heyra. Suma daga hefur verið spurning um hvort við kæmumst í reiðtúr vegna veðurs, en krökkunum finnst þetta svo gaman að þeir láta rigningu og rok ekkert á sig fá. Því hefur eng- inn dagur fallið úr. Þeir myndu samt aldrei fara út að leika í þessu veðri.“ Þennan daginn er veðrið yndis- legt og hópurinn sem við stöldrum við hjá ætlar í útreiðartúr upp fyrir Rauðhóla. Í honum eru 7 og 8 ára krakkar og þeir eru duglegir að leggja á hestana sjálfir og reið- skjótarnir standa hinir stilltustu jafnvel þótt skriðið sé undir kvið á þeim. Edda passar að herða hnakk- gjarðirnar svo allir verði nú stöð- ugir á baki. Þessi hópur er í fram- haldsnámi og er hvergi banginn. Greinilega orðinn vanur að umgangast hestana. Þeir krakkar sem spurðir eru segja útreiðartúr- ana það skemmtilegasta við nám- skeiðið. Láta rigningu og rok ekkert á sig fá Edda Rún Ragnarsdóttir, tamningakona og reiðkennari. Magnús Ríkarðsson og Kjartan Steinn Gunnarsson. Kjartan er svo efnaður að eiga hestinn Glóa sem hann er með á námskeiðinu. Hanna Rakel Bjarnadóttir með Eyrnaslapa sem er hennar reiðskjóti. Telma Kristín Stefánsdóttir styttir sér leið og skríður undir hestinn sem hún er að leggja á. Margrét Andrésdóttir heldur í. Börnin eru óhrædd við að leggja í Bugðu enda bera hestarnir þau yfir traustum fótum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Heilbrigð sál BORGHILDUR SVERRISDÓTTIR EINKAÞJÁLFARI OG B.A. Í SÁLFRÆÐI Fyrirtæki til fyrirmyndar Nú fer að styttast í Reykjavíkur- maraþon og margir byrjaðir að æfa sig fyrir lengri hlaupin, 10 kílómetra, hálft og heilt maraþon. Mig langar sérstaklega að hrósa Glitni fyrir framtak sitt til Reykjavíkurmaraþonsins. Ekki bara fyrir að vera aðalstyrktar- aðili þessa stóra íþróttavið- burðar, heldur ekki síður fyrir að hvetja starfsfólk sitt til að hlaupa um leið og Glitnir leggur góðu málefni lið fyrir hvern kílómetra sem hver hleypur. Þetta er sann- arlega til eftirbreytni sem ég vona að fleiri fyrirtæki taki upp, því það skilar sér margfalt til baka. Meiri hreyfing og bættari heilsa starfsfólks getur ekki annað en skilað sér til fyrirtækj- anna með færri veikindadögum, ánægðara starfsfólki og betri starfsanda. Svo er alltaf gaman að taka þátt í einhverju skemmti- legu með góðum hópi. Ég veit einnig um fleiri fyrir- tæki, stór sem smá, sem leggja mikið upp úr því að hvetja starfs- menn til að hreyfa og nærast vel. Þar er til dæmis lagt mikið upp úr frábæru mötuneyti þar sem hráefnið er fyrsta flokks og svo jafnvel nokkrum heilsueflingar- tímabilum yfir árið þar sem starfsmenn eru hvattir til að hreyfa sig og njóta næringar- ríkrar fæðu. Ég hef til dæmis heyrt að Toyota og Íslandspóstur standi sig sérstaklega vel í þess- um málum og eigi hrós skilið. Á þeim bæjum er greinilegt að heilsa starfsmanna skiptir máli og heilsuvitund er hluti af starfs- mannastefnu fyrirtækjanna. Svo eru önnur fyrirtæki sem þurfa að taka til hjá sér og gera sér grein fyrir áhrifum fæðu á afköst, vellíðan og velgengni starfsmanna sinna. Ég hef til dæmis unnið hjá tveimur stærri fjölmiðlafyrirtækjum þessa lands, Ríkissjónvarpinu og 365 þar sem unnar eru langar vaktir og oft undir miklu álagi. En nær- ing er (ef einhverjir hafa ekki gert sér grein fyrir því ennþá) ein af undirstöðum þess að starfsmenn skili því sem til er ætlast og standist tímaáætlanir. Góð orka er því grundvallar- atriði! Það er því ekki heilbrigð starfsmannastefna sem sam- þykkir að bjóða upp á pylsur með öllu, hamborgara og djúpsteikt- ar franskar eða pitsur í mötu- neyti sínu. Slíkur matur hefur þó sjaldan verið á boðstólum hjá Ríkisútvarpinu, þó þar hafi nokk- uð vantað upp á ferskleika og hollustu fyrir nokkrum árum. En Ríkisútvarpið er frábært dæmi um fyrirtæki sem hefur sannar- lega tekið til hjá sér. Nú skilst mér að fjölbreytnin sé í fyrir- rúmi og alltaf sé hægt að velja næringarríka, ferska og létta máltíð, sem án efa skilar sér til starfsmanna! En því miður er ekki hægt að segja sömu sögu um 365 og örugglega mörg önnur fyrirtæki sem hafa margt til síns ágætis eins og önnur fyrirmynd- arfyrirtæki, en klikka á afar mikilvægum þætti góðs fyrir- tækis, að huga að heilsu starf- manna. Að lokum langar mig til að minna á að fjöllin í kringum okkur bíða þess að verða klifin. Ferðafélagið býður til dæmis upp á lengri og styttri göngur. Nýtum svo frítímann okkar og sumarfrí til útiveru og njótum dagsins! Kær kveðja, Borghildur Það er ekki gott að þvo hárið of oft í viku því þá verður það þurrt og fyrr skítugt. Það er því gott að spara sjampóið en hárnæringuna má nota í hvert skipti sem farið er í sturtu. Hollt edik Rannsóknir hafa sýnt að eplaedik hefur jákvæð áhrif á fjölmarga kvilla. Eplaedik getur þannig lagað meltingarvandamál, niðurgang og háan blóðþrýsting. Teskeið af eplaediki út í glas af volgu vatni er einnig mjög gott gegn hálsbólgu og óþægilegum hósta. Tvær teskeiðar af eplaediki út í vatnsglas á hverjum degi hefur einnig góð áhrif á húðina. Vínedik getur virkað frábærlega ef það er borið á geitungabit.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.