Fréttablaðið - 29.06.2006, Page 64

Fréttablaðið - 29.06.2006, Page 64
 29. júní 2006 FIMMTUDAGUR40 menning@frettabladid.is ! > Ekki missa af... sumartónleikum við Mývatn sem hefjast um helgina. Tónlistar- hópurinn Katla leikur í Reykjahlíðarkirkju á laugardaginn. söngleiknum Footloose í Borgarleikhúsinu. Frum- sýning í kvöld og dansvænt dúndur í Borgarleikhúsinu í allt sumar. sumardagskrá Minja- safnsins á Akureyri. Fjöl- margir fræðandi viðburðir, gönguferðir, fyrirlestrar og sýningar á Eyjafjarðar- svæðinu. Kl. 20.30 Þjóðlagatónleikar í Stykkis- hólmskirkju. Gerður Bolladóttir sópransöngkona, Hlín Erlendsdóttir fiðluleikari og Sophie Schoonjans hörpuleikari flytja veraldleg og trúarleg þjóðlög en yfirskrift tón- leikanna er „Fagurt er í Fjörðum“. Þann 7. júlí munu þær stöllur halda tónleika á Hólum í Hjaltadal. Á sýningunni Íslensk tískuhönnun sem verður opnuð í risi Þjóðmenn- ingarhússins í dag má sjá verk eftir tíu íslenska fatahönnuði. Sýningarstjórinn er þjóðverj- inn Matthias Wagner sem rekur fyrirtækið Agentur für gute Gest- altung í Berlín. Hann setti upp hliðstæða sýningu í Museum für Angewandte Kunst í Köln í nóv- ember síðastliðnum í tengslum við Íslandshátíð sem þar var haldin. Sýningin í Þjóðmenningarhús- inu er þó smærri í sniðum en sýn- ingin í Köln en þar voru ekki bara fatahönnuðir sem sýndu verk sín heldur voru þar verk eftir lista- menn á öðrum menningarsviðum. Sýningin hér heima svipar þó til Kölnarsýningarinnar því uppsetn- ingin er svipuð, verkin eru sýnd á gínum og ljósmyndir úr náttúru landsins þjóna sem baksvið alveg eins og á sýningunni í Köln. Hönn- uðirnir sem taka þátt í sýningunni eru: Anna Guðmundsdóttir, Ásta Guðmundsdóttir hjá ásta creative clothes, Dóra Emilsdóttir, Jóna Björg Jónsdóttir hjá jbj design, Ragna Fróðadóttir hjá Path of love, Rósa Helgadóttir, Valgerður Torfadóttir og Björg Ingadóttir hjá Spaksmannsspjörum, Stein- unn Sigurðardóttir og Þorbjörg Valdimarsdóttir. Fatnaðurinn sem hönnuðirnir sýna er þeirra nýjasta hönnun og sýningin er sérstök fyrir þær sakir að þar er í fyrsta sinn á Íslandi eingöngu fjallað um tísku- hönnun í íslenskri nútímamenn- ingu. Verkin, sem eru 38 talsins, eru mjög fjölbreytt og sýna sköp- unarkraft íslenska tískugeirans. Í kynningartexta um sýninguna segir að sérkenni íslenskrar tísku- hönnunar felist í því að hún tvinn- ar saman þætti sem virðast and- stæðir. Íslenskir hönnuðir skýra þetta með vísun í staðsetningu eylandsins á milli Ameríku og Evrópu en um leið nægilega langt frá báðum heimsálfunum til að þeir geti þróað eigin hugmyndir. Uppspretta innblástursins sem íslensk tískuhönnun nærist á eru hvítu, fjólubláu, grænu og svörtu tónarnir sem breytileg birtan í landslaginu framkallar, fjörugt næturlífið í Reykjavík, tónlistin, myndlistin, tæknin og hefðin. Sýningin stendur til 27. febrúar 2007. - snæ Íslensk tískuhönnun NÝ ÍSLENSK HÖNNUN Sýningarstjórinn Matthias Wagner virðir fyrir sér gínurnar sem klæð- ast munu íslenskri hönnun í Þjóðmenningarhúsinu fram í febrúar. Sýningin er sérstök að því leyti að þar er eingöngu fjallað um íslenska tískuhönnun í íslenskri nútímamenningu. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Rithöfundurinn Steinunn Sigurðardóttir verður sérstakur gestur fagnaðar í Iðuhúsinu í kvöld. Hún ræðir um landið og ljóðin sín og um netvæddan Sól- skinshest. Tilefnið er tvöfalt því nýjasta skáldsaga Steinunnar, Sólskins- hestur, sem vakti stormandi lukku í jólabókaflóði síðasta árs er nú komin í kiljuútgáfu en verður jafnframt gefin út sem nethljóð- bók og geta áhugasamir lesendur nálgast hana á heimasíðu Eddu útgáfu. Steinunn kveðst sjálf hafa mik- inn áhuga á hljóðbókarmiðlinum og nefnir að hún sé sá angi sem best dafni í bókaútgáfu í Þýska- landi. Fyrr í vetur kom skáldsaga Steinunnar, Ástin fiskanna, út þar í landi og hlaut prýðis viðtökur og í vor rataði hún á disk hjá næststærsta hljóðbókaforlagi Þýskalands. „Það segir sig sjálft að fólk sem til dæmis situr í bílum, klukkustundum saman á hverjum degi til og frá vinnu, má síður vera að því að fletta bókum en getur hlustað á meðan það ferðast,“ útskýrir Steinunn. Hún er þó á því að þróunin hér á landi sé hæg miðað við erlendis. „Möguleikarn- ir hér eru ekki nýttir í neinni lík- ingu við það sem gerist í útlönd- um. Blindrabókasafnið hefur til að mynda unnið ótrúlegt starf en möguleikanir til að koma efninu á framfæri eru ennþá takmarkað- ir.“ Þróunarstökk Eddu Steinunn er stolt af því að fá að taka þátt í þessari spennandi til- raun hjá Eddu og áréttar að raun- ar sé verið að hlaupa yfir eitt þró- unarstig því skáldsagan er gerð aðgengileg beint á netinu en ekki á diskum enn sem komið er. „Þetta verður boðið að kostnaðarlausu, að minnsta kosti til að byrja með og mér finnst þessi hugmynd mjög sjarmerandi. Að mínu mati er ekki verið að taka neitt frá annarri söluvöru heldur styður þetta við annan lestur,“ segir hún og kveðst vona að þessi framsetning opni leið fyrir nýja lesendur eða hlust- endur sem annars myndu ekki fá notið sögunnar. Ljóðabálkur um landið „Það er líka gaman að hafa fengið að lesa verkið sjálf, ég hef langa reynslu af upplestri og það er ekki sami hluturinn að heyra höfund- inn lesa eða einhvern annan. Ég les þetta með tilþrifum held ég,“ segir hún kímin. Á kvöldvökunni í Iðuhúsinu mun Steinunn opna fyrir aðgang að netútgáfuna en jafnframt lesa úr skáldsögunni. Hallgrímur Thor- steinsson og Ásdís Kvaran munu lesa ljóð eftir Steinunni og Úlf- hildur Dagsdóttir flytur stutt erindi um höfundinn og verk henn- ar. Steinunn mun jafnframt lesa framhald ljóðsins „Einu-sinni-var- landið,“ sem fjallkonan Tinna Hrafnsdóttir flutti á hátíðahöldun- um 17. júní síðastliðinn. Skipuleggjendur hátíðahald- anna fengu Steinunni til þess að yrkja ljóð í tilefni dagsins, líkt og skáldkonan Vilborg Dagbjarts- dóttir gerði í fyrra, en Steinunn tók þann kostinn að gera sérstaka útgáfu af ljóði sem tilheyrir sam- nefndum ljóðaflokki en hluti hans hafði áður hafði birst í Lesbók Morgunblaðsins. Í kvöld mun hún síðan lesa áfram úr bálkinum sem þó ekki er nándar nærri lokið. Breiðfylkingin Hún segir að ljóðið sé nokkuð nýstárlegt miðað við önnur ljóð sem íslenskar fjallkonur hafa flutt á þjóðhátíðardaginn. „Þarna birt- ist ný sýn á landið eins og það var þegar fyrsti maðurinn sá það og síðan heldur ljóðið áfram og þegar á líður er það borið saman við landið eins og það er í dag. Það er ekki mjög glæsileg sjón sem blas- ir við. Ég held að það komi strax fram í þessum fyrsta hluta að mín sýn á þessa eyju er að hún er eitt- hvað sem er gengið okkur úr greipum. Í ljóðinu er undiralda söknuðar eða eftirsjár eftir glöt- uðu landi,“ segir Steinunn. Sleppt eða haldið? „Eitt af því sem er gleðilegt við að koma heim til Íslands núna er að sjá að fólk er að vakna. Auðvitað hefur verið mikil reiði í fólki yfir því hvernig farið er með landið en núna er hún að koma upp á yfir- borðið,“ segir Steinunn og bætir því við að fólk hafi verið hrætt við að taka afstöðu í málinu og á sínum tíma hafi margt verið gert til að koma óorði á fólk sem vildi vernda íslenska náttúru. „Fyrir einu og hálfu ári stóðu þeir sem enn voru að tala um Kárahnjúka upp úr eins og skotmörk, það er ekki lengur þannig – nú er þetta breiðfylking. Leikurinn núna snýst samt um að slá þeim moðreyk í augu fólks að það sé hægt að vera bæði náttúruvernd- arsinni og landeyðingarmaður. Þetta eru ósættanleg sjónarmið. Þú getur ekki bæði sleppt og hald- ið í þessum efnum. Spurningin er bara hversu langt á að ganga með eitt land?“ Dagskráin í Iðuhúsinu hefst kl. 20 í kvöld og eru allir velkomnir. kristrun@frettabladid.is STEINUNN SIGURÐARDÓTTIR, RITHÖFUNDUR Skáldsagan Sólskinshestur er komin í kilju og brátt geta nýjungagjarnir lesendur nálgast upplestur höfundarins á netinu. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI Stund með Steinunni Listakonan Ingunn St. Svavars- dóttir, Yst, opnar árlega Bragga- sýningu sína á laugardaginn og sýnir innsetningar, málverk og skúlptúra af ýmsum toga. Ingunn segir að manneskjan í sínum margbreytileika sé algengt viðfangsefni þar sem sorgir henn- ar og þrár, breyskleiki og einlæg fegurð séu sett fram. „Ég vinn fíg- úratív verk með abstrakt ívafi í formi innsetninga, málverka, teikninga og skúlptúra, innanhúss sem og útiverk. Einnig vinn ég verk með texta, örsögur, ljóð og hendingar, bendingar og ádeilur. Ég nota líka tilbúna hluti sem ég set í nýtt samhengi.“ Sýningin stendur að vanda í tvær vikur en hún er opin alla daga frá 11-18. - khh INGUNN ST. SVAVARSDÓTTIR LISTAKONA Braggasýningin verður opnuð um helgina. Vettlingatök í Öxarfirði Björn Steinar Sólbergsson, organisti Akureyrarkirkju, leikur á hádegistónleikum Alþjóðlegs orgelsumars í Hallgrímskirkju í dag. Tónleikarnir, sem hefjast kl. 12 og standa í hálftíma, eru skipulagðir í samvinnu við Félag íslenskra orgelleikara. Leikur hann Fantasíu og fúgu í g-moll eftir Bach, þrjá sálmaforleiki úr Leipzig-sálmaforleikjasafni Bachs og Tokkötu eftir Jón Nordal sem skrifuð var í minningu Páls Ísólfssonar og frumflutt í Dómkirkj- unni í Reykjavík árið 1985. Björn Steinar hefur verið organisti Akureyrarkirkju síðan 1986 og er virkur í tónlistarlífinu nyðra. Hann stundaði framhaldsnám í orgelleik á Ítalíu og í Frakklandi þar sem hann útskrifaðist með ein- leikarapróf í orgelleik (Prix de virtuosité) árið 1986. Hann er einnig aðstoðarorganisti við Hallgríms- kirkju og kennir jafnframt orgelleik við Tónskóla Þjóðkirkjunnar og við Tónlistarskólann á Akureyri. Björn Steinar hefur haldið fjölda einleikstónleika hér heima og erlendis. Einnig hefur hann leikið einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands, Kammer- hljómsveit Akureyrar og The Cleveland Institute of Music Orchestra. Hann hefur hljóðritað fyrir útvarp og sjónvarp og á geislaplötur, m.a. öll orgelverk Páls Ísólfssonar. Björn Steinar hlaut Menningarverðlaun DV 1999, Íslensku bjartsýnisverðlaunin 2001 og var valinn bæjarlistamaður Akureyrar 2002. - khh BJÖRN STEINAR SÓLBERGSSON Leikur af list í Hallgríms- kirkju í dag. Orgeltónar í hádeginu

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.