Fréttablaðið - 29.06.2006, Side 67

Fréttablaðið - 29.06.2006, Side 67
FIMMTUDAGUR 29. júní 2006 43 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? JÚNÍ 26 27 28 29 30 1 2 Fimmtudagur ■ ■ TÓNLEIKAR  12.00 Jazzkvartettinn Tepoki heldur tónleika í Norræna húsinu. Tepokinn samanstendur af fjórum ungum jazztónlistarmönnum sem allir stunda nám við tónlistarskóla FÍH. Efniskráin samanstendur af lögum eftir jazztónlistarmenn á borð við Freddi Hubbard, Wayne Shorter og Miles Davis. Aðgangur er ókeypis og er dagskráin við allra hæfi.  12.15 Kvintettinn Atlas leikur í Amina galleríi við Ingólfsstræti. Hópurinn er Skapandi sumar- hópur á vegum Hins hússins og Reykjavíkurborgar og skipaður ungu tónlistarfólki úr Listaháskóla Íslands.  17.00 Hljómsveitirnar Hair Doctor og Skakkamanage leika á vegum Smekkleysu og tímaritsins Grapevine. Hair Doctor leikur í Galleríi Humri eða frægð kl. 17 og aftur í kvöldið ásamt Skakkamanage ásamt Café Amsterdam ásamt Skakkamanage.  20.00 Útskriftartónleikar Brynjars Konráðssonar trommuleikara fara fram í Salnum í Kópavogi. Brynjar leikur verk eftir Jeff Beck, Dave Weckl, Larry Carlton, Lee Ritenour og Vital Information. Aðgangur ókeypis.  20.30 Gerður Bolladóttir sópran, Hlín Erlendsdóttir fiðla og Sophie Schoonjans hörpuleikari flytja tón- leikadagskrána Fagurt er í Fjörðum í Stykkishólmskirkju.  20.30 Kvartett Sigurðar Flosasonar leikur lög af geislaplöt- unni Hvar er tunglið? ásamt söng- konunni Kristjönu Stefánsdóttur í Þjóðleikhúskjallaranum.  21.00 Hljómsveitin Ham leikur á Nasa. Sérstakir gestir verða ísfirsku prúðmennin í 9/11’s. Húsið opnar kl. 21.00.  21.30 DJ Lucky spilar soul funk og reggae á Café Paris.  22.00 Söngkonan Lára heldur tón- leika á Grand Rokk ásamt hljóm- sveit. Sérstakur gestur er trúbadúrinn Lay Low.  Megas leikur á skemmtistaðnum Yello í Reykjanesbæ. ■ ■ ÚTIVIST  20.00 Fimmta Græna trefils gangan verður farin frá Reynisvatni og gengið um skógræktar- og útivistarsvæðin á austurheiðum Reykjavíkur undir leiðsögn Björns Júlíussonar frá Umhverfissviði Reykjavíkur. Fjallað verður um sögu svæðisins og um ræktun, náttúru og umhverfi. Þetta er létt og fræðandi ganga, sem tekur um tvo tíma og eru allir velkomnir. ■ ■ BÆKUR  20.00 Steinunnarkvöld í Iðusal í Lækjargötu. Hallgrímur Thorsteinsson og Ásdís Kvaran lesa ljóð Steinunnar Sigurðardóttur og Úlfhildur Dagsdóttir bókmennta- fræðingur spjallar um verk henn- ar. Steinunn les úr skáldsögunni Sólskinshesti auk þess sem hún flytur framhald af þjóðhátíðarljóð- inu Einu-sinni-var-landið sem fjallkonan flutti á Austurvelli 17. júní síðastliðinn. ■ ■ UPPÁKOMUR  20.30 Fyrsta kvöldvakan sumarsins verður haldin í Laufási. Guðrún Harðardóttir sagnfræðingur á Þjóðminjasafni Íslands mun kynna eitt af elstu húsum gamla bæjarins í Laufási sem gengur undir nafninu brúðarhús. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síðar en sólarhring fyrir birtingu. Átján ungmenni frá fimm bæjarfé- lögum á Íslandi taka þátt í Menningarmótinu Ung i Norden sem fer fram í Þórshöfn í Færeyj- um. Íslensku þátttakendurnir eru á aldrinum 14-16 ára en þau munu hitta rúmlega 200 önnur ungmenni frá Norðurlöndunum sem einnig taka þátt í mótinu. Sara Guðmunds- dóttir, leik- og söngkona, er listrænn stjórnandi hópsins en þetta er í fjórða sinn sem hún gegnir því hlut- verki á vegum Íþrótta- og tóm- stundanefndar Hafnarfjarðar. „Ég fór sjálf á Menningarmótið þegar ég var unglingur og hafði einstaklega gaman af. Í þrjú skipti hef ég aftur á móti gegnt stöðu listræns stjórn- anda og haldið utan um íslensku hópana á Ung i Norden, þar sem ég gegni einnig hlutverki fararstjóra,“ segir Sara. Að sögn Söru hefur Hafnarfjarð- arbær séð um þetta verkefni fyrir Íslands hönd en 15-20 íslenskir ungl- ingar komast að í hvert sinn. Í þetta sinn koma þátttakendur frá Höfn í Hornafirði, Vestmannaeyjum, Reykjanesbæ, Grindavík, Kópavogi, Hafnarfirði og Ísafirði. Hún segir íslenska hópinn ætla að setja upp tuttugu mínútna leikþátt sem hann hafði aðeins tvo daga til að æfa. „Þetta voru býsna erfiðir tveir dagar nú um síðustu helgi en okkur tókst þó að berja atriðið saman í lokin og ég er mjög ánægð með útkomuna. Krakkarnir eru afskaplega opnir og óhræddir og það varðar mestu.“ Sara segir atriðið byggjast á lát- bragðsleik og að unglingarnir séu allir klæddir í svört föt frá toppi til táar en andlit þeirra máluð hvít og eins beri þau hvíta hanska. „Við þræðum síðan sögu Íslands á gam- ansaman hátt en ég gegni sjálf hlut- verki sögumanns og þau koma síðan fram á sviðið í nokkrum hópum og leika með látbragði það sem fram kemur í máli mínu. Þá tókum við saman tónlistarsyrpu sem spiluð er undir meðan á sýningu stendur.“ Sara segir ungmenninn hafa æft atriðið bæði á norsku og ensku til að tryggja að allir áhorfendur skilji hvað fram fer á sviðinu. Hin löndin sem taka þátt í Menn- ingarmótinu eru Grænland, Finn- land og Danmörk. Hóparnir dvelja í viku í Þórshöfn en unglingarnir munu sækja í kringum 16 listasmiðj- ur undir stjórn atvinnulistamanna og vinna saman að þremur stórum atriðum sem verða flutt í Norður- landahúsinu síðasta dag menningar- mótsins. - brb ÍSLENSK UNGMENNI TAKA ÞÁTT Í MENN- INGARMÓTI Vinna að fjölbreyttri listsköpun í Færeyjum. Norrænt menningarmót ��������������������������������� ����������������������������������������������������� �� ����������������������������������������� ���������� ������������������������������ ������������ �������������� �� ����������� ���������������������������������� ������������������ ������ ������������� ����������������������������������� �������� �������������� ����������������� ������������������������������ �������������� ����������������� 29. júní Frumsýning – Uppselt 30. júní – Örfá sæti laus 1. júlí – Uppselt 6. júlí – laus sæti 7. júlí – laus sæti 8. júlí – laus sæti Miðasalan er í síma 568 8000 www.borgarleikhus.is www.minnsirkus.is/footloose Á ÞAKINU ÞAR SEM ÍSLENDINGUM FINNST SKEMMTILEGAST AÐ DJAMMA NÁNARI UPPLÝSINGAR FIMMTUD. 29. JÚNÍ 2006 FÖSTUD. 30. JÚNÍ 2006 LAUGARD. 1. JÚLÍ 2006 HJÁLMAR STUÐ MENN HÚSIÐ OPNAR KL. 21 MIÐAVERÐ 2000 KR. ALDURSTAKMARK 20 ÁRA HÚSIÐ OPNAR KL. 22 MIÐAVERÐ 1000 KR. ALDURSTAKMARK 20 ÁRA HÚSIÐ OPNAR KL. 23 MIÐAVERÐ 1500 KR. ALDURSTAKMARK 20 ÁRA HITA UPP BIRGITTA HAUKDAL/STEFÁN KARL OG VALGEIR GUÐJÓNSSON STÓRTÓNLEIKAR STÓRTÓNLEIKAR 9/11’S Djass á Veitingahúsinu Horninu Hafnarstræti 15 í kvöld kl 21 Seth Sharp söngvari frá USA og hljómsveit

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.