Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.06.2006, Qupperneq 70

Fréttablaðið - 29.06.2006, Qupperneq 70
 29. júní 2006 FIMMTUDAGUR46 bio@frettabladid.is Eftir frekar rýrt gengi sumarsmellanna í ár hingað til bindur Hollywood vonir við Superman Returns sem frumsýnd var í Banda- ríkjunum í gær. Erfiðlega gekk að koma myndinni á koppinn en ef marka má gagnrýnendur þar vestra er útkoman betri en menn þorðu að vona og enn ein rósin í hnappagat leikstjór- ans Bryans Singer. Gerð Superman Returns hefur verið samfelld þrautaganga í ára- tug. Þrír leikstjórar höfðu verið fengnir í verkið, þeir Tim Burton, Brett Ratner og McG, en allir hættu þeir við þegar á hólminn var komið. Ófáir leikarar voru orðaðir við aðalhlutverkið, þar á meðal Nicholas Cage, Brendan Fraser, Jake Gyllenhaal og Hay- den Christiansen en allir heltust úr lestinni þar sem hvorki gekk né rak að finna leikstjóra. Eftir að McG gekk úr skaftinu voru Warner Bros. orðnir úrkula vonar um að myndin yrði nokkurn tím- ann að veruleika, þegar Bryan Singer rak á fjörur þeirra. Einlægur aðdáandi Súpermans Í viðtali við The Boston Herald segir Singer frá því að hann hafi verið á Hawaii ásamt samstarfs- mönnum sínum að vinna að hand- ritsdrögum að þriðju X-Men myndinni, þegar Warner Bros. höfðu samband við hann og sögðu að þá vantaði nýjan leikstjóra fyrir Superman Returns. Hann hugsaði málið í nokkra daga og ákvað að slá til. Í kjölfarið þurfti hann að gefa þriðju X-Men mynd- ina upp á bátinn en Brett Ratner, sem hafði einmitt verið fenginn til að leikstýra ofurmenninu, hljóp í skarðið. Gagnrýnendur í Bandaríkjun- um eru flestir á einu máli um að Singer hafi tekist vel til og endur- nýjað ofurmennið líkt og Sam Raimi og Christopher Nolan gerðu fyrir Spiderman og Batman. Sjálfur hefur hann verið aðdáandi stálmannsins frá blautu barns- beini og hafði lengi langað til að sjá Súperman aftur á hvíta tjald- inu og fagnði því tækifærinu að fá að gera myndina sjálfur. Farsæll ferill Singer, sem er rúmlega fertugur, á að baki tiltölulega stuttan en að sama skapi farsælan feril. Hann sló í gegn með The Usual Suspects árið 1995, en í þeirri mynd komst Kevin Spacey, sem leikur Lex Luthor í Superman Returns, almennilega á kortið og hlaut meðal annars Óskarsverðlaun fyrir leik sinn. Næsta mynd hans, Apt Pupil, lét ekki mikið fyrir sér fara en er virkilega þess virði að bera sig eftir. Myndin, sem bygg- ir á samnefndri smásögu eftir Stephen King, segir frá skóla- strák sem er með seinni heims- styrjöldina á heilanum og kemst á snoðir um gamlan nasista í hverf- inu sínu. Strákurinn neyðir þann gamla til að rifja upp lífið í SS- sveitunum. Í Apt Pupil lágu leiðir Singers og Ian McKellen saman í fyrsta sinn en Singer fékk hann aftur til liðs við sig í hlutverk Magneto í X-Men myndunum. Singer afþakkaði reyndar að leikstýra X-Men þegar 20th Cent- ury Fox fór þess fyrst á leit við hann, þar sem hann þekkti ekkert til myndasagnanna, en vinur hans taldi honum hughvarf. Rétt eins og Súperman hafði X-Men verið í vinnslu lengi en ekkert gekk. Singer henti öllum handritsdrög- um sem til voru og endurskrifaði söguþráðinn á viku og vann hand- ritið eftir honum. Útkoman var einstaklega vel lukkuð sem og framhaldið, en sem dæmi má nefna valdi kvikmyndatímaritið Empire X-Men II bestu kvik- myndaaðlögun á teiknimyndasögu fyrr og síðar. Allegórían um minni- hlutahópa er áberandi í myndun- um í X-Men, en Singer er hommi og segir að sú reynsla að tilheyra minnihlutahópi hafi tvímælalaust sett svip sinn á handritið. Áhersla á persónusköpun Myndir Singers eiga það sameig- inlegt að mikið er gert úr per- sónusköpun; til dæmis eiga The Usual Suspects og X-Men það sameiginlegt að vel er unnið úr fjölbreyttu persónugalleríi og sálfræðistríðið í Apt Pupil sver sig í sömu ætt. Þótt fyrstu aðsóknartölur verði ekki kunngjörðar fyrr en eftir helgi telja Warner Bros. sig hafa veðjaða á réttan hest því Singer hefur þegar verið fenginn til að leikstýra annarri mynd um ofur- mennið og er gert ráð fyrir að hún komi út árið 2009. Hann hvílir sig hins vegar á myndasöguhetjunum í millitíðinni því á næsta ári kemur myndin The Mayor of Castro Street út. Hún fjallar um Harvey Milk, fyrsta hommann sem vitað er til að hafi verið kjörinn borgar- fulltrúi í San Francisco, en árið 1982 skaut annar borgarfulltrúi hann til bana. Superman Returns verður frumsýnd á Íslandi 14. júlí. bergsteinn@frettabladid.is Bjargar Bryan Singer sumrinu? BRYAN SINGER Stendur hér inn í líkani af Metropolis, heimaborg Súpermans. Singer hefur þegar fallist á að leikstýra annarri mynd um stálmanninn. OFURMENNIÐ NÝJA Fjölmargir leikarar komu til greina en Singer vildi óþekkt andlit og fékk til liðs við sig leikarann unga Brandon Routh. Should I bolt every time I get that feeling in my gut when I meet someone new? Well, I’ve been listening to my gut since I was 14 years old, and frankly speaking, I’ve come to the conc- lusion that my guts have shit for brains. Plötusalinn Rob Gordon (John Cusack) lítur yfir sviðið og reynir að komast að hvers vegna öll hans ástar- sambönd hafa farið úrskeiðis. Úr High Fidelity frá 2000. Þriðja myndin í Fast and the Furious-seríunni er komin í íslensk kvikmyndahús. Hún ber yfir- skriftina Tokyo Drift enda gerist sagan að þessu sinni í Tókýó. Aðal- persóna myndarinnar er Sean Bos- well (leikinn af Lucas Black) en þátttaka hans í götukappakstri hefur gert hann mjög óvinsælan hjá yfirvöldum svo hann neyðist til að setjast að í Tókýó. Þar í borg kemst hann fljótt í kynni við Twinkie (leikinn af Bow Wow) sem er vel tengdur inn í kappakstursbransann í Tókýó. Fyrr en varir er Sean sokkinn djúpt ofan í þennan heim. En hann lendir í erfiðum málum þegar hann fellur fyrir kærustu aðal- kappakstursgaursins. Fyrir hönd- um er erfitt uppgjör sem aðeins annar aðilinn kemst heill út úr. Tokyo Drift er sýnd í Sambíóun- um, Laugarásbíói og Borgarbíói á Akureyri. Kappakstur í Tókýó TOKYO DRIFT Sean Boswell kynnist Twinkie sem kemur honum á bragðið í kappakstri í Tókýó. The Lake House er nýjasta mynd Söndru Bullock og Keanu Reeves en leikstjórinn er Alejandro Agresti. Myndin fjallar um ein- mana lækni, sem Sandra Bullock leikur, og arkitekt sem lifa í sama húsi með tveggja ára millibili en verða ástfangin í gegnum bréfa- skipti. Á dularfullan geta þau skrifast reglulega á þrátt fyrir að árið sé 2004 hjá einu þeirra en 2006 hjá hinu. Parið reynir að komast að því hvað gerir samband þeirra svo sérstakt og freista þess að hitta hvort annað en við það er sambandinu stofnað í hættu. Tímalaus ást THE LAKE HOUSE Reeves og Bullock eru stórgóðir leikarar og njóta sín í mynd- inni sem er með nokkuð óvenjulegan söguþráð. Eftirlætis kvikmynd: Þessi er erfið. Það er auðvitað breytilegt dag frá degi hvaða mynd er í uppáhaldi. Það eru auðvitað til frábærar myndir sem maður vill samt ekki sjá nema einu sinni en svo eru þessar sem maður getur horft á aftur og aftur. Nokkrar slíkar sem mér detta í hug eru Manhattan Murder Mystery eftir Woody Allen, Maður án fortíðar eftir Aki Kaurismäki og A Mighty Wind eftir Christopher Guest. Eftirminnilegasta atriðið: Fyrsta minningin í bíó er frá því ég sá Oliver Twist fjögurra ára gömul. Ég man vel eftir því að þegar Bill Sykes náði Oliver í annað sinn var mér allri lokið. Mér fannst ekki á raunir þessa drengs bætandi og heimtaði að fara út. Þessu man ég enn eftir svo það hlýtur að vera eftirminnilegasta atriðið. Uppáhalds leikstjóri: Pedro Almodóvar, Woody Allen, Todd Solondz, Jane Campion og John Sayles koma öll upp í hugann. Uppáhalds íslenska myndin: Sódóma Reykjavík er frábær. Svo er líka mikil nost- algía tengd Með allt á hreinu. Þetta er fyrsta íslenska myndin sem ég sá í bíó og hafði gaman af. Svo er tónlistin líka skemmtileg. Mesta hetja hvíta tjaldsins: Clint East- wood í spagettívestrunum frægu eftir Sergio Leone. Mesti skúrkurinn: Anthony Hopkins í hlut- verki Hannibals Lecter í Lömbin þagna er auðvitað klassískur og Ming the Mercyless sem Max Von Sydow túlkaði svo eftirminni- lega í Flash Gordon. Hvaða persóna fer mest í taugarnar á þér? Ég man ekki eftir neinum sem fer rosalega í taugarnar á mér, ætli ég leiði slíka karaktera hjá mér í staðinn þess að láta þá eyðileggja myndina fyrir mér. Ef þú fengir að velja kvikmynd til að leika í, leikstjóra og mótleikara, hvernig mynd yrði það? Það yrði annað hvort spagettívestri í leikstjórn Sergio Leone eða film-noir mynd sem sem Carol Reed myndi leikstýra. Ætli mig dreymi ekki bara um að leika í The Third Man á móti Orson Welles og félögum. KVIKMYNDANJÖRÐURINN MARÍANNA CLARA LÚTHERSDÓTTIR LEIKKONA Oliver Twist eftirminnilegastur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.