Fréttablaðið - 29.06.2006, Side 75

Fréttablaðið - 29.06.2006, Side 75
FIMMTUDAGUR 29. júní 2006 51 SKÓLASTRÁKUR Þessi fatnaður er úr smiðju Gianfranco Ferre. Víðar gallabuxur með axlaböndum, ljós- blá skyrta og derhúfa í stíl. Axl Rose, söngvari rokksveitar- innar Guns N´Roses, hefur verið sektaður eftir að hafa játað sig sekan um að hafa ráðist á öryggis- vörð og framið skemmdarverk á hóteli í Stokkhólmi. Honum hefur nú verið sleppt úr haldi lögreglu en þarf að borga um hálfa milljón króna í sekt fyrir skemmdarverkin. Hann þarf einn- ig að borga um 120 þúsund krónur í skaðabætur eftir að hafa bitið öryggisvörð á hótelinu í fótinn. Að sögn sænsku lögreglunnar var Rose, sem er 44 ára, of fullur til að tala við lögregluna þegar hann var handsamaður. Rose er eini upp- haflegi meðlimur Guns N´Roses sem enn leikur með sveitinni. Hljómsveitin sló í gegn á níunda áratugnum með lögum á borð við Welcome to the Jungle, Paradise City og Sweet Child O´Mine. Rose laus úr haldi Þau Guðrún Gunnarsdóttir og Friðrik Ómar Hjörleifsson senda frá sér sína aðra plötu, Ég skemmti mér í sumar, á föstudag á vegum Senu. Platan er eins konar framhald af plötunni Ég skemmti mér, sem sló í gegn fyrir síðustu jól og varð ein af söluhæstu plötunum árið 2005. Nú er áherslan aftur á móti lögð á sumarlög frá árunum 1950- 1975 og eru endurvaktar tólf af vinsælustu dægurperlunum sem Íslendingar hafa sungið og trallað með síðan þá. Má þar nefna Óbyggðaferð, Ég vil fara upp í sveit og Því ekki að taka lífið létt? Tónlistarmaðurinn Ólafur Gauk- ur útsetti lögin á einkar skemmti- legan hátt, líkt og á fyrri plötunni. Jafnframt stjórnar hann upptök- um. Guðrún og Friðrik Ómar skemmta sér GUÐRÚN OG FRIÐRIK Guðrún Gunnarsdóttir og Friðrik Ómar Hjörleifsson hafa sent frá sér plötuna Ég skemmti mér í sumar. AXL ROSE Söngvari Guns N´Roses er laus úr haldi lögreglunnar í Stokkhólmi. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Tónlistarkonan Lára Rúnarsdótt- ir heldur tónleika á Grand Rokk í kvöld. Lára mun spila efni af nýj- ustu plötu sinni Þögn ásamt hljómsveit sinni. Einnig mun söng- konan Lay Low koma fram. Þögn er önnur sólóplata Láru og er hún gefin út undir merkjum Dennis Records. Á plötunni er að finna tólf frumsamin lög og texta eftir Láru. Tónleikarnir á Grand Rokk hefjast klukkan 22.00 og er aðgangseyrir enginn. Lára með tónleika Hljómsveitirnar Hairdoctor og Skakkamange koma fram á sumar- tónleikaröð Reykjavík Grapevine og Smekkleysu í kvöld. Hairdoctor spilar fyrst í Gall- erí Humri eða frægð klukkan 17.00 og er ókeypis inn. Klukkan 21.00 spila síðan Hairdoctor og Skakkamange á Café Amsterdam. Aðgangseyrir er 500 krónur. Tón- leikaröðin, sem er haldin í sam- vinnu við Rás 2, stendur yfir til sjöunda september. Tvennir tón- leikar HAIRDOCTOR Hljómsveitin Hairdoctor spilar á sumartónleikaröð í kvöld. LÁRA

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.