Fréttablaðið - 29.06.2006, Side 86

Fréttablaðið - 29.06.2006, Side 86
 29. júní 2006 FIMMTUDAGUR62 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á bls. 8 1 Warren Buffet 2 Brúnó 3 Þvagsýrugigt HRÓSIÐ ... fær tónlistarmaðurinn Baldvin Ringsted sem seldi eitt laga sinna í bandaríska hafnaboltaauglýs- ingu. LÁRÉTT 2 land 6 skammstöfun 8 hljóma 9 æxlunarkorn 11 vafi 12 stuttur 14 líf- hvati 16 tveir eins 17 gerast 18 enþá 20 bardagi 21 málmhúða. LÓÐRÉTT 1 voð 3 holskrúfa 4 heimsálfa 5 kóf 7 óunnið efni 10 hætta 13 suss 15 vega 16 skref 19 ónefndur. LAUSN Hamborgarakóngurinn Tómas Tómasson hefur opnað enn eina hamborgarabúlluna. Fyrir rekur Tommi hamborgarastaði við Geirsgötu, á Egilsstöðum og í Hafnarfirði, sem allir eru undir heitinu Hamborgarabúlla Tómasar. Fjórða hamborgarabúllan og jafn- framt sú nýjasta er til húsa við hliðina á Húsgagnahöllinni við Bíldshöfða. Staðurinn tekur um fimmtíu manns í sæti og er því stærsti hamborgarastaðurinn í hinni sístækkandi keðju Tomma. Eins og hinir staðirnir er hann samtíningur af hinu og þessu. Þannig eru húsgögn staðarins meðal annars úr Góða hirðinum. „Frægasti básinn af gamla Hard Rock, bás 301, er líka á staðnum sem er stórt og mikið átta manna borð sem var mjög vinsælt meðal lítilla vinahópa,“ segir Tommi og bætir við að það að nýta það sem til er gefi staðnum heimilislegt yfirbragð. Á staðnum er líka krakkahorn með flatskjá fyrir teiknimyndir og gestir staðarins þurfa ekki að láta sér leiðast á meðan beðið er eftir matnum því hægt er að dunda sér við að teikna listaverk sem prýða munu loft staðarins. Akureyringurinn Óðinn Geirs- son hefur verið ráðinn rekstrar- stjóri nýja staðarins, en hann er lærður bakari. Í júlí hyggur Tommi á breytingar á matseðli búllanna en þá bætist gamla góða grísasamlokan af Hard Rock á seðilinn, en hún er samsett úr grísastrimlum í barbeque-sósu sem settir eru í hamborgarabrauð ásamt hrásalati. Aðspurður um það hvort fleiri búllur séu væntanleg- ar svarar Tommi hlæjandi: „Það er bara heimsyfirráð eða dauði.“ snaefridur@frettabladid.is TÓMAS TÓMASSON: OPNAR ENN EINN HAMBORGARASTAÐINN Búlluveldið stækkar enn HAMBORGARAKÓNGUR Tommi á ham- borgarabúllunni breiðir úr sér. Í júlí bætist grísasamloka á matseðilinn. FJÓRÐA BÚLLAN Starfsmenn Hamborgarabúllunnar á Bíldshöfða 18 bjóða gestum meðal annars til sætis á borð 301 af Hard Rock Café. Staðurinn er annars mjög fjölskylduvænn og er með góðu leikhorni fyrir börn. FRÉTTABLAÐIÐ/GVALÁRÉTT: 2 írak, 6 eh, 8 óma, 9 gró, 11 ef, 12 lágur, 14 ensím, 16 ff, 17 ske, 18 enn, 20 at, 21 tina. LÓÐRÉTT: 1 segl, 3 ró, 4 ameríka, 5 kaf, 7 hráefni, 10 ógn, 13 uss, 15 meta, 16 fet, 19 nn. ÚTILEGA Um helgina er hin árlega útilega háskóla- nema. Í ár er ferðinni heitið í Hallgeirsey og er stútfull dagskrá alla helgina. Ferðin kostar 3.900 krónur fyrir háskólanema, annars 4.500 krónur. SIRKUSMARKAÐURINN Í portinu á bak við skemmtistaðinn Sirkus er starfræktur skemmtilegur markaður á föstudögum og laugardög- um í allt sumar. Þar er hægt að finna skemmtilega hluti á kjaraverði. FATAHÖNNUNAR- SÝNING Í dag opnar sýningin „Íslensk tískuhönnun“ í Þjóðmenningarhús- inu. Tilvalið að leggja leið sína þangað og berja íslenska hönnun augum. TÓNLEIKAR Í kvöld eru tónleikar á vegum Grapevine og Smekkleysu á Kaffi Amsterdam. Það er hljómsveitin Hair- doctor sem stígur á svið kl. 21 og kostar 500 kr. inn. MATUR Um helgar er alltaf gott að gera vel við sig og fá sér góðan mat. Sushismiðjan er staðsett við Reykjavíkurhöfn og hvað er betra en að gæða sér á hráum fiski í hafgolunni? BÍÓ Ef veðurguðirnir verða í vondu skapi um helgina er tilvalið að skella sér á nýju myndina með gamanleikaranum Adam Sandler, CLICK, sem frumsýnd var fyrir stuttu. Góð helgi... Hljómsveitin Start, með Eirík Hauksson í fararbroddi, gefur út nýtt lag á safnplötu sem kemur út þann 7. júlí. Lagið nefnist Heilræðavísur og er það fyrsta frá sveitinni frá árinu 1981, eða í 25 ár. „Þetta er lag sem ég fann í Noregi sem ég á. Ég átti texta síðan 1984 eða ´85 sem smellpassaði fyrir þetta ákveðna lag. Þannig að við skelltum því í upptökur,“ segir Eiríkur. „Þetta er frekar einfaldur rokkari. Við erum svona rétt að minna á okkur,“ segir hann. Hann útilokar ekki að stór plata verði tekin upp með sveitinni í fram- tíðinni. Start spilar á Players í Kópa- vogi á laugardagskvöld. Sveitin spilaði síðast á Players í apríl við mjög góðar undirtektir og ákvað því að endurtaka leikinn. „Við höfðum voðalega gaman að þessu síðast og okkur langaði að prófa aftur,“ segir Eiríkur. - fb Fyrsta lag Start í 25 ár START Hljómsveitin Start spilar á Players í Kópavogi á laugardagskvöld. FRÉTTIR AF FÓLKI B irgir Guðmundsson, lektor við Háskólann á Akureyri, fagnar fimmtugsafmæli sínu á morgun. Búist er við fjölda gesta í Ketilshúsið þar sem veislan verður haldin, enda Birgir vina- margur maður og þekktur fyrir störf sín í fjölmiðlum. Síðustu misseri hefur Birgir verið vinsæll gestur í ýmsum spjallþátt- um og er gjarnan fenginn til að segja álit sitt á málum í fjölmiðlum. Því hafa sumir gengið svo langt að uppnefna hann Álitsgjafa Íslands þó að Birgir vilji eflaust ekki kannast við þann titil. Meðal gesta í veislunni verða gamlir skólabræður Birgis, Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra, Már Guðmundsson hagfræðingur og Tryggvi Jónsson, gjarnan kenndur við Heklu. Lokaþáttur Strákanna er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld að loknum fréttum. Þeir Auðunn Blöndal, Sverrir Þór Sverrisson, Pétur Jóhann Sigfús- son auk hjálparmanna hafa haldið þættinum úti síðan í febrúar á síðasta ári. Samkvæmt upplýsingum frá Stöð 2 eru þættirnir orðnir 280 talsins, þeir hafa tekið um 160 áskorunum og Ofur-Hugi hefur 84 sinnum tekið upp á ótrúlegustu hlutum. Þá eru ótaldar allar vakningarnar, földu myndavélarnar og ólíka stjórnun svo eitthvað sé nefnt. Strákarnir fara nú í frí og þegar þeir snúa til baka hefja þeir vinnu við nýja þætti sem verða á dagskrá Stöðvar 2 næsta vetur. Eins og Fréttablaðið greindi frá fyrir skemmstu munu Strákarnir skipta sér upp og verða því að minnsta kosti tveir nýir þættir á skjánum í haust. Gestir skemmtistaðarins Sirkuss duttu sannarlega í lukkupottinn á laugar- dagskvöldið þegar tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir hélt veglega veislu á heimili sínu. Björk er einn af fastagestum Sirkuss og bauð öðrum fastagestum og vinum heim til sín í Vesturbæinn. Partí Bjarkar stóð fram eftir nóttu og meðal gesta voru þeir Heiðar Örn Kristjánsson og Ragnar Páll Steins- son úr hljómsveit- inni Botnleðju og leikarinn Benedikt Erlingsson. - hdm opið alla laugardaga 11-14 Á GRILLIÐ! NÝR HUMAR, LÚÐA, VILLTUR LAX, SKÖTUSELUR og KEILA www.sturta.is allan sólarhringinn! Sími: 565-5566R e yk ja ví k u rv e g u r 6 4 , H a fn a rf jö rð u r. S tr a u m u ri n n !! ! D ra u m u ri n n !! !

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.