Fréttablaðið - 29.06.2006, Page 88

Fréttablaðið - 29.06.2006, Page 88
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 Þegar þú kaupir gjaldeyri fyrir 20 þúsund krónur eða færð þér MasterCard kreditkort færðu stórt og fallegt handklæði í kaupbæti. Farðu í fríið með fjármálin á þurru: • Kreditkort - þægilegasti og öruggasti greiðslumátinn í útlöndum. • Netbankinn - yfirsýn og helstu bankaaðgerðir hvar sem er í heiminum. • Reglulegur sparnaður - leggðu drög að næsta fríi. • Greiðsluþjónusta - láttu okkur sjá um að borga reikningana. Þú færð nánari upplýsingar hjá þjónustufulltrúum í útibúum Glitnis, í þjónustuveri í síma 440 4000 og á www.glitnir.is ÞAU ERU KOMIN! ������������������������������ ������������������������������ �������������� ������� ���������� ���� ������������ �������������� � ���������� ���������� Nú á dögunum gengu í garð ný lög sem heimila hommum og lesbíum að búa saman og njóta sömu réttinda og aðrir hvað það varðar. Einnig gefst nú samkyn- hneigðum pörum tækifæri á að sækja um að ættleiða börn. ÉG þekki marga homma. Margir af þeim eru mjög góðir vinir mínir, mér finnst vænt um þá og er þakk- látur fyrir að hafa kynnst þeim. Þeir hafa auðgað líf mitt með til- veru sinni og vináttu. Ég þekki líka nokkrar lesbíur. ÞETTA fólk er ekkert öðru vísi en annað fólk sem ég hef kynnst á lífsleiðinni. Ef eitthvað er þá eru samkynhneigðir vinir mínir á margan hátt næmari fyrir lífinu en gengur og gerist. Það er ekki að ástæðulausu hve margir lista- menn eru samkynhneigðir. Ég geri engan greinarmun á vinum mínum eftir kynhneigðum þeirra. ÉG held að samkynhneigð sé aðal- lega meðfædd. Svo held ég líka að þeir séu til sem kjósa hana sem lífsstíl. Guð skapaði samkyn- hneigð. Hann gerði það af ástæðu. Samkynhneigð er engin synd. Samkynhneigðir eru eins misjafn- ir og þeir eru margir. Og á heild- ina litið eru þeir ekkert öðru vísi en annað fólk og eiga skilin sömu réttindi og allir aðrir. ÉG sé ekkert því til fyrirstöðu að samkynhneigðir fái að giftast. Þær kirkjur sem vilja gefa saman sam- kynhneigð hjón ættu að mega það. Og þær kirkjur sem vilja það ekki eiga líka að hafa rétt á því, án þess að þurfa að þola eitthvað skítkast. Gagnkvæmrar virðingar er þörf. HJÓNABAND tveggja karl- manna hefur engin bein áhrif á hjónaband mitt. Mér finnst það ekki gera lítið úr því eða ógna því á nokkurn hátt. Það hefur hrein- lega ekkert með það að gera, ekki frekar en önnur sambönd í kring- um mig. Að börn alist upp með eða hjá samkynhneigðum foreldrum mótar þau minna en innræti for- eldranna. Ég held að mörg börn væru betur komin meðal homma og lesbía en hjá mörgum drykk- felldum og gagnkynhneigðum, íslenskum hjónum. Ég sjálfur er alinn upp af miðaldra keðjureykj- andi konum í greiðslusloppum. Ég hvorki reyki né geng í greiðslu- slopp, né fer reglulega í lagningu. GUÐ skapar homma og lesbíur vegna þess að hann elskar þau eins og annað fólk sem hann skapar. Vegir Guðs eru órannsakanlegir. Ég óska hommum og lesbíum inni- lega til hamingju með þennan áfanga og samgleðst þeim inni- lega. Argasta réttlæti AUGL†SINGASÍMI 550 5000

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.