Fréttablaðið - 08.07.2006, Síða 26

Fréttablaðið - 08.07.2006, Síða 26
 8. júlí 2006 LAUGARDAGUR26 timamot@frettabladid.is ÚTFARIR 11.00 Óskar Sigurður Vilhjálms- son, Víðimýri 10, Sauðár- króki, verður jarðsunginn frá Mælifellskirkju. 11.00 Ísleifur Helgi Guðjónsson, húsasmíðameistari, frá Rauðuskriðum í Fljótshlíð, verður jarðsunginn í Breiða- bólstaðarkirkju í Fljótshlíð. 13.00 Hörður Valdimarsson, fyrr- verandi lögregluvarðstóri, Nestúni 17, Hellu, verður jarðsunginn frá Oddakirkju á Rangárvöllum. 14.00 Bergþóra Kristinsdóttir húsmóðir og trúboði, Tjarnarási 13, Stykkishólmi, verður jarðsungin frá Stykk- ishólmskirkju. 14.00 Ágúst Theódór Blöndal Björnsson, Breiðabliki 6, Neskaupstað, verður jarðsunginn frá Norðfjarðar- kirkju. 14.00 Helga Jónsdóttir, Laufási, Raufarhöfn, verður jarð- sungin frá Raufarhafnar- kirkju. 14.00 Margrét Gunnlaugsdóttir, Túngötu 14, Patreksfirði, verður jarðsungin frá Patr- eksfjarðarkirkju. Tilkynningar um merkisatburði, stórafmæli og útfarir í smáletursdálkinn hér að neðan má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5000. JOHN D. ROCKEFELLER (1839-1937) FÆDDIST ÞENNAN DAG „Vinátta sem er byggð á viðskipt- um er betri en viðskipti sem eru byggð á vináttu.“ John D. Rockefeller var bandarískur iðnrekandi sem stofnaði Standard Oil. Fyrirtækið var um tíma stærsta fyrirtæki heims og hann ríkasti maður í heimi. Landkönnuðurinn Vasco da Gama fæddist árið 1469 í Portúgal. Honum var fyrir- skipað af konungi Portúgals, Manuel I, að finna Indland. Faðir hans átti upprunalega að sjá um þetta verkefni en da Gama átti einnig að finna nýja verslunarmarkaði fyrir Portúgal. Áður hafði Bartolomeu Dias siglt fyrir Góðrarvonarhöfða árið 1488 en það er syðsti oddi Afríku. Lengra höfðu Evrópumenn ekki komist og var það verk da Gama að finna land í austri þar sem Portúgalar gætu selt vörur sínar. Áður en da Gama kom til Indlands var landið nánast alveg ósnortið af öllum erlendum áhrifum. Vasco da Gama sigldi af stað frá Lissabon á fjórum skipum en ferðin gekk ekki áfallalaust fyrir sig því aðeins tvö þeirra sem lögðu af stað komu til baka og aðeins 54 af þeim 170 mönnum sem fóru í ferðina lifðu ferðina af en skipið kom aftur til Portúgals árið 1499. Vasco da Gama opnaði sjóleið- ina frá Vestur-Evrópu til Asíu og markaði þannig nýtt tímabil í sögu heimsins. Ein forsenda þess að Portúgal varð stórveldi á sínum tíma má rekja til þessa afreks da Gama. Þetta skipti einnig miklu fyrir lönd Evrópu þar sem þau höfðu allt vald á sjó og gátu stundað verslun við fjarlæg lönd. ÞETTA GERÐIST 8. JÚLÍ 1497 Vasco da Gama siglir til Indlands MERKISATBURÐIR 1889 Blaðamaðurinn Charles Henry Dow gefur út fyrsta eintakið af Wall Street dagblaðinu (journal). 1903 Síldarsöltun hefst á Siglufirði og markar upphaf síldarævintýrsins sem stóð í 65 ár. 1922 Ingibjörg H. Bjarnason, 53 ára skólastjóri, kjörin á þing, fyrst kvenna. 1932 Dow Jones-vísitalan nær lágmarki sínu í kreppunni miklu, 44,22 stig. 1947 Fréttir berast af því að fljúgandi furðuhlutur hafi brotlent í Roswell, Nýju- Mexíkó. 1987 Ríkisstjórn Þorsteins Páls- sonar tekur við völdum. 1996 Kryddpíurnar gefa út sitt fyrsta lag, Wannabe. Ragnar Arnalds rithöfundur er 68 ára. Hallveig Rúnars- dóttir söngkona er 32 ára. Védís Hervör Árna- dóttir söngkona er 24 ára. Á sunnudaginn verður messa í Hóladómkirkju klukkan ellefu þar sem séra Jóhanna Sigmarsdóttir, prófastur Múlaprófastdæm- is, mun þjóna fyrir altari. Einnig munu þau Lára Odds- dóttir og Vigfús I. Ingvars- son prédika og kór af Héraði syngur en þetta er liður í afmælishátíð Hóla, en bisk- upsstóllinn og skólahald á hólum fagna 900 ára afmæli um þessar mundir. Hólahá- tíð verður síðan haldin dag- ana 11. til 13. ágúst og næstu helgar munu önnur próf- astsdæmi sigla í kjölfar Múlaprófastdæmis. Í tilefni afmælisins hefur Jón Aðalsteinn Baldvinsson Hólabiskup kallað söfnuð stiftisins heim að Hólum. Fyrsti Hólabiskupinn, Jón Helgi Ögmundarson, lagði til að allir úr biskups- dæmi sínu skyldi koma til höfuðkirkjunnar á Hólum að minnsta kosti einu sinni á ári. Með því að kalla alla heim að Hólum fer Jón Aðal- steinn því að fordæmi nafna síns sem var biskup á árun- um 1106 til 1121. Hólar 900 ára HÓLADÓMKIRKJA Dagur Múlapróf- astsdæmis verður á sunnudag. FRÉTTABLAÐIÐ/INGÓLFUR Á miðnætti hófu þrír garpar að hlaupa frá Hellu sem leið liggur til Reykja- víkur til styrktar félagasamtökunum Blátt áfram. „Við viljum vekja athygli á málstað Blátt áfram samtakanna og því starfi sem þau eru að vinna,“ segir Róbert Traustason, einn af hlaupurun- um, en samtökin vinna að því að efla forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum á Íslandi. „Við ákváðum í fyrra að taka okkur svona verkefni fyrir hendur af því að þá hjóluðum við fyrir gott málefni. Við ákváðum að hlaupa hundrað kílómetra og höfðum samband við Blátt áfram samtökin eftir að hafa velt fyrir okkur hvar peningunum væri best varið og þau tóku vel í okkur þannig að við ákváðum að fara í samstarf saman.“ Það eru þeir Arnaldur Birgir Kon- ráðsson, Evert Víglundsson og Róbert Traustason, Boot Camp þjálfarar, sem ætla að hlaupa þessa hundrað kíló- metra en lengsta vegalengdin sem þeir hafa hlaupið hingað til eru þrjá- tíu kílómetrar. Róbert segir þá ekki hafa þjálfað sérstaklega fyrir hlaupið en þeir séu í mjög góðri alhliða æfingu. „Við höfum litlar áhyggjur af þolinu og vöðvunum en það eru liðamótin sem eru ekki vön svona álagi, þetta eru kannski hundrað þúsund skref ef við erum að hlaupa á meðalhraða og það er töluvert högg á hnén, ökklana og liðamótin. Þetta er spurningin um að halda áfram og hætta ekki þó maður lendi á vegg eða finni fyrir sársauka, það er aðallega hugarfarið og stuðningurinn frá félögunum sem kemur manni í gegnum þetta,“ segir Róbert. Þeir leggja af stað á miðnætti eins og áður sagði og áætla að hlaupið taki um fjórtán klukkutíma. Þeir stefna að því að verða niðri á Reykjavíkurhöfn klukkan tvö um daginn þar sem verð- ur haldin fjölskylduhátið. Þeir hvetja alla til þess að hlaupa með þeim hluta af leiðinni en þeir áætla að vera á Litlu kaffistofunni klukkan tíu um morgun- inn og hjá Húsgagnahöllinni klukkan tólf. Þeir Róbert, Evert og Arnaldur hafa starfrækt Boot Camp í tvö ár en áður voru þeir allir einkaþjálfarar. Róbert segir að fólk á öllum aldri komi í Boot Camp, frá fimmtán ára ungling- um til sextugs fólks og eins og er sé meirihlutinn konur. „Við reynum að ýta hverjum og einum þannig að við- komandi leggi sig hundrað prósent fram án þess þó að ganga of langt.“ Róbert hvetur alla til þess að styrkja verkefnið og bendir á að hægt sé að kaupa bol á Esso-stöðvunum og hlaupastöðvunum tveim og hlaupa með þeim. Einnig er hægt að hringja í síma 907-2000 og þá dragast þúsund krónur af símareikningnum og fyrir- tæki geta heitið á þjálfarana með því að hringja í síma 533-2929. gudrun@frettabladid.is BOOT CAMP ÞJÁLFARAR: HLAUPA HUNDRAÐ KÍLÓMETRA TIL STYRKTAR BLÁTT ÁFRAM Hugarfarið skiptir öllu máli RÓBERT TRAUSTASON, ARNALDUR BIRGIR KONRÁÐSSON OG EVERT VÍGLUNDSSON Þeir byrjuðu að hlaupa á miðnætti frá Hellu til Reykjavíkur, alls hundrað kílómetra. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Ástkæri faðir okkar, afi og langafi, Ólafur Jón Sigurjónsson Vesturgötu 7, Reykjavík, lést á Landakotsspítala 19. júní sl. Jarðarförin fór fram í kyrrþey, að ósk hins látna. Börn, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og langafi, Ólafur A. Andrésson fyrrverandi sjómaður, Miðvangi 41, Hafnarfirði, lést á Landakotsspítala þann 5. júlí. Fyrir hönd aðstandenda, Oddný Pétursdóttir AFMÆLI Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við fráfall eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, Benedikts Þorsteinssonar Lautasmára 27, Kópavogi. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks á 12E og 11E Landspítalanum Hringbraut, Karitas heimahjúkr- unarþjónustu og starfsfólks Landhelgisgæslu Íslands. Anna Albertsdóttir dætur, tengdasynir og barnabörn.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.