Fréttablaðið - 08.07.2006, Side 31

Fréttablaðið - 08.07.2006, Side 31
NÝR 720 FERMETRA SALUR TEKINN Í NOTKUN Í DAG. Í dag verður formlega opnuð stækkun á húsnæði Samgönguminjasafnsins á Ystafelli. Unnið hefur verið að stækkuninni síðustu mánuði og klukkan 14.00 í dag, sex árum eftir opnun safnsins, verður nýr 720 fm salur tekinn í notkun. Á sama tíma verður opnuð sýning á gömlum myndum sem Jón Þorgrímsson á Húsavík hefur safnað. Samgönguminjasafnið er tilvalinn viðkomustaður bílaáhugafólks í sumar. Smáauglýsingasími 550 5000 Auglýsingasími Allt 550 5880 Þú getur pantað smáauglýsingar á visir.is FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA ATVINNA BRÚÐKAUP TILBOÐ O.FL. Jeppar gerast vart svakalegri en Hummer H1-jeppinn sem Þórir Rúnarsson jeppadellukarl hefur verið að breyta upp á síðkastið. Bíllinn er nú nærri því tilbúinn og er Þórir þegar farinn á fjöll á honum. „Það hafa allir sinn djöful að draga og það má alveg segja að ólæknandi jeppadella sé minn djöfull,“ segir Þórir sem hefur eytt frístundunum í að gera upp þetta mikla tryllitæki sem Hummerinn er orðinn að. „Hann er kominn á 49 tommu dekk, en ég á eftir að klára hann að innan, þetta er ennþá bíll í breyt- ingum, þó svo að ég sé búinn að setja hann á númer og byrjað- ur að fara á fjöll á honum.“ Bíllinn hans Einars er árgerð 2000 en er þó ekki ekinn nema 20.000 kílómetra. „Þetta er eiginlega nýr bíll. Ég er búinn að lyfta honum um fjórar tommur á boddíinu en svo hefur þetta aðallega verið klippivinna, færa fótpetalana og í rauninni færa flest allt innan í bílnum, það er svona aðalvinn- an,“ útskýrir Einar. „Svo er það náttúrulega allt þetta sem kemur utan á hann, ljóskastarar, siglingatæki, hljómtæki. Svo á eftir að setja á hann spilið og það er alveg hellingur eftir.“ Þetta er ekki fyrsti bíllinn sem Einar kemur nálægt því að breyta því hann segist hafa komið að smíðunum á nokkrum öðrum bílum. „Ég vinn eins mikið og ég get í þessu en svo læt ég bara vinna hitt fyrir mig. Ég lét boddí-lyfta honum fyrir mig og sömuleiðis að smíða millikassann en ég setti hann reyndar sjálfur í.“ Það þarf nokkuð stóra vél til þess að knýja áfram svona tryllitæki og undir húddinu á bílnum malar stór 6.5 lítra vél. „Hún er nú samt ekki nema 170 hestöfl en maður setur í hann tölvuheila, intercooler og fleira dót til þess að auka kraftinn í honum enn meira,“ segir Rúnar. valgeir@frettabladid.is Stækkar stóran Hummer-jeppa Hummer H1 jeppi Einars er hrikalegur ásýndar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Frá Samgönguminjasafninu á Ystafelli. FRÉTTABLAÐIÐ/NJÁLL GUNNLAUGSSON Ystafell stækkar Honda frumsýnir glænýjan Civic Type-S á bílasýningu í London í þessum mánuði. Á sama tíma verður sýnd verðlaunaútgáfan af 5 dyra Civic og hugmyndaútgáfa af Civic Type-R. Búist er við að sala á bílnum hefjist í byrjun árs 2007. Meðal aukahluta í grunngerð Type-S bílsins verða 17 tommu álfelgur, jafnvægiskerfi, loftkæling, kælihólf, fjarstýring á hljómflutn- ingstækjum og hliðaröryggis- púðar. Gisting.is er vefur sem hefur að geyma upplýs- ingar um fjölda gisti- staða um land allt. Þá eru á vefnum fjöldi götukorta yfir þéttbýli og bæjarfélög með ýmsum upplýsingum fyrir ferða- fólk. Hægt er að finna gististaðina og staðsetningu þeirra á auga- bragði á auðveldan hátt. ALLT HITT [ BÍLAR FERÐIR TÍSKA ] SVELLANDI SUMARÚTSÖLUR Þrjátíu til sjötíu prósenta afsláttur er víðast veittur á sumarútsölum sem nú standa sem hæst. TÍSKA 7 Heimild: Almanak Háskólans GÓÐAN DAG! Í dag er laugardagurinn 8. júlí, 189. dagur ársins 2006. Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík 3.20 13.33 23.43 Akureyri 2.26 13.17 24.06 RÚMGÓÐUR OG LÉTTUR Í AKSTRI Hyundai Starex er sjö til níu manna bíll sem kemur mikið á óvart. BÍLAR 2 TAKTU NÆSTA SKREF F í t o n / S Í A F I 0 1 5 1 2 8 SUMARHÚSALÁN Tala›u vi› okkur ef flú ætlar a› byggja, kaupa e›a breyta sumarhúsi og flú fær› hagstætt lán fyrir allt a› 60% af ver›mæti e›a 75% af byggingarkostna›i sumarhúss. Komdu til okkar í Lágmúla 6, hringdu í 540 5000 e›a sendu okkur póst á frjalsi@frjalsi.is. Vi› viljum a› flér lí›i líka vel um helgar! DÆMI UM MÁNA‹ARLEGA GREI‹SLUBYR‹I AF 1.000.000 kr.* Lánstími 5 ár 10 ár 15 ár 5,35% vextir 19.030 kr. 10.780 kr. 8.090 kr. *Lán me› jafngrei›slua›fer› án ver›bóta 60% LÁNS HLUTFALL LÁNSTÍMI ALLT A‹ 15 ÁR VEXTIR 5,35%

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.