Fréttablaðið - 08.07.2006, Blaðsíða 12
8. júlí 2006 LAUGARDAGUR12
Umsjón: nánar á visir.is
KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf]
ICEX-15 5.342 -1,09% Fjöldi viðskipta: 221
Velta: 1.118 milljónir
HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Actavis 63,00 -1,72% ... Alfesca
3,99 +0,25% ... Atlantic Petroleum 561,00 +2,00% ... Atorka
6,15 -0,16% ... Avion 31,90 -0,62% ... Bakkavör 44,30 +0,00% ...
Dagsbrún 5,57 -1,76% ... FL Group 16,90 -1,17% ... ... Glitnir 16,90
-1,74% ... KB banki 722,00 -1,10% ... Landsbankinn 20,00 -0,50%
... Marel 70,20 -0,57% ... Mosaic Fashions 15,40 -1,91% ... Straum-
ur-Burðarás 16,80 -1,18% ... Össur 108,00 -0,92%
MESTA HÆKKUN
Atlantic Petroleum +2,00%
Alfesca +0,25%
MESTA LÆKKUN
Mosaic -1,91%
Dagsbrún -1,76%
Glitnir -1,74%
Barr Pharmaceuticals
áréttar fyrirætlanir sínar
um að taka PLIVA yfir.
Króatíska ríkisstjórnin
hugleiðir sölu á hlut
sínum. Actavis telur boð
sitt um margt stjórninni
hugnanlegra.
Króatíska ríkisstjórnin segist til-
búin að ræða sölu á hlut sínum í
samheitalyfjafyrirtækinu PLIVA,
svo fremi sem kaupandinn mæti
ákveðnum kröfum en hefur ekki
enn uppi fyrirætlanir um sölu.
Þetta segir í tilkynningu sem
bandaríska lyfjafyrirtækið Barr
Pharmaceuticals sendi frá sér í
gær. Fréttastofa Reuters sagði
daginn áður að ríkið vildi selja.
Meðal krafna ríkisstjórnarinn-
ar, stærsta einstaka hluthafans í
PLIVA með 17,3 prósenta hlut, er
að höfuðstöðvar félagsins verði
áfram í Zagreb og framleiðslan
fari áfram fram þar. Vill ríkis-
stjórnin að nýr eigandi tryggi störf
núverandi starfsfólks fyrirtækis-
ins og að PLIVA verði áfram leið-
andi lyfjaframleiðandi í þessum
heimshluta.
Þessi skilyrði uppfylla bæði
Barr og Actavis sem keppa um
eignarhald á PLIVA, en þykir þar í
nokkuð sterkri stöðu eftir að hafa
Actavis tryggði sér yfirráð yfir
20,4 prósentum eignarhluta í fyr-
irtækinu. Hvorugt fyrirtæki má
bæta við sig eignarhlut fyrr en á
síðari stigum formlegs yfirtöku-
ferlis í samræmi við yfirtökulög í
Króatíu.
Króatískir greiningaraðilar
fullyrða að ríkisstjórnin taki
bandaríska lyfjarisann Barr fram
yfir Actavis þegar kemur að yfir-
töku Pliva. Telji hún að með því
móti sé líklegra að fyrirtækið við-
haldi sjálfsstjórn sinni. Taki
Actavis félagið hins vegar yfir
hræðist ríkisstjórnin að það muni
kosta meiri hræringar í innra
skipulagi Pliva. Talsmaður Acta-
vis vill þó meina að tilboðshug-
myndir fyrirtækisins kunni að
vera króatísku ríkisstjórninni um
margt hugnanlegri en tilboð Barr.
Í tilkynningu Barr í gær er
áréttuð fyrirætlan fyrirtækisins
um að fylgja yfirtökuferli króat-
ískra samkeppnisyfirvalda, en
fyrirtækið sótti líka um samþykki
þýskra samkeppnisyfirvalda í
gær.
Hvort sem Actavis eða Barr
hefur betur verður til við samrun-
ann við PLIVA þriðja stærsta sam-
heitalyfjafyrirtæki heims.
- hhs /óká
HÖFUÐSTÖÐVAR PLIVA Í ZAGREB Ríkisstjórn
Króatíu er tilbúin að selja hluti sína Pliva
svo fremi sem ákveðnum kröfum sé mætt.
Króatíska stjórnin hug-
leiðir sölu á hlut sínumIcelandic Group og Alfesca eru á
lokastigi viðræðna um kaup Ice-
landic á frystiverksmiðju dóttur-
félags Alfesca, Delpierre. Innifal-
ið í samningnum eru kaup á
viðskiptasamböndum, verk-
smiðjuhúsi og -tækjum auk veltu-
fjármuna. Í frystisverksmiðjunni,
sem er staðsett í Wimille í Frakk-
landi, fer fram framleiðsla frystra
sjáv- arafurða sem að mestu
leyti hafa verið
framleiddar fyrir
Frakklandsmarkað
og er framleiðslu-
geta verksmiðj-
unnar um 35 þús-
und tonn. Í
fréttatilkynningu
frá Alfesca segir að
velta frystisviðs-
ins hafi á síðasta rekstrarári verið
um 50 milljónir evra, sem jafn-
gildir rúmlega 48 milljörðum
íslenskra króna.
Rekstur frystisviðs Delpierre
hafði ekki nægileg tækifæri til
samlegðar við aðra starfsemi
Alfesca né skilaði hagnaði í sam-
ræmi við markmið stjórnenda,
segir í tilkynningunni. Icelandic
Group, sem er leiðandi á mark-
aði fyrir frystar sjávarafurðir,
sér hins vegar mikla hagræðing-
armöguleika í framleiðslu
frystra afurða með kaupunum.
Eftir þau er árleg framleiðsla
Icelandic í Evrópu á frystum
afurðum ríflega 100 þúsund
tonn.
Salan er háð samþykki þar til
bærra yfirvalda en stefnt er á að
ljúka samningsgerðinni á næstu
vikum. - hhs
JAKOB SIGURÐSSON,
FORSTJÓRI ALFESCA
Alfesca selur IG
frystiverksmiðju
Á aðalfundi Eddu útgáfu síðastlið-
inn mánudag var tekin ákvörðun
um að auka hlutafé um 555 millj-
ónir króna. Í fréttatilkynningu frá
félaginu segir að félagið hafi átt
við erfiðan rekstur að etja þótt í
rétta átt hafi miðað undanfarin ár.
Til þess að treysta fjárhag félags-
ins telji hluthafar rétt að endur-
skipuleggja fjárhag félagsins með
þessu móti.
Páll Bragi Kristjónsson, sem
gegnt hefur starfi forstjóra Eddu
útgáfu síðustu þrjú ár og var þar á
undan stjórnarformaður í eitt ár,
hefur ákveðið að láta af störfum
við þessi tímamót. Hann mun þó
áfram vinna á vegum Ólafells ehf.,
félags í eigu Björgólfs Guðmunds-
sonar og kjölfestufjárfestis í
Eddu. Nýr forstjóri hefur ekki
verið ráðinn og mun Páll sitja í
forstjórastólnum þangað til svo
verður.
Edda, sem er stærsta bókaút-
gáfa landsins, gefur út bækur
undir merkjum Almenna bókafé-
lagsins, Máls og menningar og
Vöku-Helgafells. - hhs
Edda eykur hlutafé
LÆTUR AF STÖRFUM Edda útgáfa hefur
ákveðið að endurskipuleggja fjárhag
félagsins og auka hlutafé um 555 milljónir.
Páll Bragi Kristjónsson forstjóri hættir sem
forstjóri Eddu.
Hluthafar í FL Group samþykktu í
gær að hækka hlutafé félagsins um
1,8 milljarða króna að nafnverði.
Eftir hækkunina nemur hlutafé FL
Group rúmum 7,9 milljörðum að
nafnverði sem eru 134 milljarðar
að markaðsvirði miðað við að hlut-
urinn standi í sautján krónum.
Hlutafjáraukningin kemur til
vegna kaupa FL Group á 24,2 pró-
senta hlut í Straumi-Burðarási af
Kristni Björnssyni og Magnúsi
Kristinssyni. Stærstur hluti var
greiddur með bréfum í FL Group á
genginu 18,52.
Einnig var kosin ný stjórn FL
Group. Kristinn tók sæti í henni en
aðrir sitja áfram nema Peter Moll-
erup gengur úr aðalstjórn og tekur
sæti í varastjórn ásamt Magnúsi.
Virði FL Group 135
milljarðar króna
Stjórnendur breska félags-
ins Matalan, sem selur
hátískufatnað á afsláttar-
verði, segja að erfiðar mark-
aðsaðstæður á fyrstu vikum
rekstrarársins hafi valdið
sölusamdrætti upp á 1,1 pró-
sent frá fyrra ári. Framlegð
í hlutfalli af sölu jókst um
0,4 prósent. Baugur ku eiga
lítinn hlut í Matalan sem er
undir nafni þriðja aðila.
Heldur hefur birt til að undan-
förnu sökum aukinnnar sölu í kring-
um HM. Markaðshlutdeild Matalan
á breskum fatamarkaði er þrjú pró-
sent.
Hluthafar í Matalan hafa heldur
ekki átt sjö dagana sæla á öðrum
vígstöðum; hlutabréf hafa fallið um
helming frá því þau náðu hæstum
hæðum fyrir fimm árum og félagið
hefur átt erfitt með að fóta sig í nýju
landslagi á breskum smásölumark-
aði.
Á dögunum greindi John
Hargreaves, stjórnarfor-
maður og stofnandi félags-
ins, frá því að hann hefði í
hyggju að taka félagið yfir
og fara með það af markaði
vegna gremju með arð-
greiðslustefnu félagsins.
Hargreaves og tengdir aðil-
ar, sem ráða meirihluta
hlutafjár, telja þá stefnu
meirihluta stjórnar að greiða
arð upp á 8,5 pens á hlut fráleita
þegar hagnaður félagsins á síðasta
ári nam 6,2 pensum á hlut.
Samtök breskra fjárfesta hafa
tekið illa í þessi áform stjórnarfor-
mannsins og hvöttu þau alla hlut-
hafa til að mæta á aðalfund félagsins
sem haldinn var í fyrradag og styðja
ákvörðun stjórnar. Samtökin telja að
Hargeaves sé því fyrst og fremst að
hugsa um eigin hag - lægri arður
bitni á heildinni. - eþa
Matalan glímir við
erfiðar aðstæður
Áform Nasdaq að taka yfir Kaup-
höllina í Lundúnum (LSE) með
fjandsamlegum hætti gætu heyrt
sögunni til. Nasdaq, sem heldur
utan um fjórðungshlut í LSE, lagði
fram yfirtilboð í mars upp á 950
pens á hlut sem var hafnað.
Hlutabréf í Nasdaq hafa lækk-
að um 35 prósent frá því að þau
komust í hæstu hæðir um miðjan
mars og gerir verðfall bréfanna
frekari tilraunir félagsins ólík-
legri þar sem verulega hefur dreg-
ið úr lánshæfi þess og getu til að
skuldsetja það fyrir frekari vexti.
Nasdaq borgaði hæst 1.248
pens fyrir hlutinn í LSE í maí til
þess að eiga kost á því að bjóða
það verð í hæsta lagi seinna. Gengi
LSE stendur nú í 1.150 pensum.
Nýtt tilboð má leggja fram í
fyrsta lagi þann 30. september.
- eþa
Áform Nasdaq
í uppnámi
NÆSTSTÆRSTA KAUPHÖLL BANDARÍKJ-
ANNA Ólíklegt að Nasdaq nái að taka LSE
yfir.
Svo getur farið að heimsmarkaðs-
verð á olíu fari yfir 100 banda-
ríkjadali á tunnu á næstu árum.
Þessu spáir bandarískur auðkýf-
ingur og fjárfestir sem telur fátt
geta lækkað verðið nema stökk-
breytingu fuglaflensuveirunnar
með þeim afleiðingum að hún
dreifist á milli manna. Fari svo
mun hrun verða á flestum mörk-
uðum.
¿Við munum sjá hátt verð á olíu
í langan tíma og það eina sem mun
vekja undrun okkar er hversu
lengi verðið mun haldast hátt,¿
sagði auðkýfingurinn, sem heitir
Jim Rogers og er fyrrverandi við-
skiptafélagi bandaríska fjármála-
mannsins George Soros, í samtali
við fréttastofu Reuters. Hann
telur verðið geta haldist hátt í allt
að 15 ár.
Þá er það mat Rogers að stökk-
breytist fuglaflensuveiran með
fyrrgreindum afleiðingum þá
muni olíuverð fara niður í allt að
40 dali á tunnu. Aðrir vöruflokkar
muni hins vegar lækka meira. Fátt
bendir til að fuglaflensuveiran
hafi stökkbreyst.
Olíuverð fór í 75,40 dali á mörk-
uðum í Bandaríkjunum í gær og
hefur það aldrei verið hærra. - jab
OLÍUVINNSLUSTÖÐ Bandarískur auðkýf-
ingur og fjárfestir spáir því að olíuverð geti
farið yfir 100 dali á tunnu og haldist hátt
í mörg ár.
Mynd/AFP
Spáir mikilli hækk-
un olíuverðs
MARKAÐSPUNKTAR...
Finnbogi Jónsson, fyrrum starfandi
stjórnarformaður Samherja og fram-
kvæmdastjóri SR-Mjöls hf., hefur verið
ráðinn framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs
atvinnulífsins og mun taka til starfa 15.
september næstkomandi.
Hátt og hækkandi vaxtastig, aukið flökt og
lækkun á gengi krónunnar og fyrirsjáan-
leg stöðnun eða hægur vöxtur í íslenska
hagkerfinu eru þeir þættir sem hafa hvað
neikvæðust áhrif á hlutabréfaverð næstu
sex mánuðina að mati Greiningar Glitnis.
Traustur grunnrekstur flestra fyrirtækja
mun hins vegar endurspeglast í komandi
uppgjörum þeirra og auknum fréttum af
útrás, að mati Greiningar, sem er á meðal
þess sem mun hafa jákvæð áhrif á gengi
hlutabréfa á komandi mánuðum.
Peningar á útleið
Svo gæti farið að eftir fjögur ár verði seðlar og ávís-
anir úreltur greiðslumáti gangi eftir spá Stewarts
MacKinnons, formanns írsku greiðslustofnunar-
innar. MacKinnon segir markvisst unnið að því að
minnka notkun ávísana og seðla og horft til þess
að kort og rafrænn greiðslumáti taki við frá
og með árinu 2010. Í Vegvísi
Landsbankans er vitnað
í viðtal við MacKinn-
on í írska blaðinu Irish
Examiner þar sem segir
að verkefnið sem stuðli að
breytingunni nefnist Single
European Payments Area og nái
það til 25 ESB-ríkja ásamt Sviss,
Noregi, Lichtenstein og Íslandi.
Allt að átta þúsund bankar munu
taka þátt í átakinu og telur MacKinnon
umskiptin jafnstórt skref og upptöku evrunnar á
sínum tíma.
Andar köldu í Köben
Heldur er stirt á milli Almars Arnar Hilmarssonar
forstjóra lággjaldaflugfélagsins Sterling og Niels
Boserup flugvallarstjóra í Kaupmannahöfn eftir
að sá síðarnefndi kenndi flugfélögunum um tafir
sem plagað hafa flughöfnina ytra. „Algjörlega
óásættanlegt er að forstjóri stórs
einokunarfyrirtækis kenni sínum
næststærsta viðskipta-
vini um öll sín vand-
ræði,” sagði Almar í
viðtali við Ritzau-frétta-
veituna í gær og vill meina
að tafir á flugstöðinni megi
rekja til seinagangs í kring
um öryggisviðbúnað þótt í
flugstöðinni vilji menn meina
annað. „Hann reynir að beina athygli
fólks frá staðreyndunum, en við getum sýnt fram
á biðtími vegna öryggisskoðunar er mun meiri en
flugstöðin vill meina,” segir Almar.
Peningaskápurinn...