Fréttablaðið - 08.07.2006, Side 29
segja það en það er erfiðara að
vera stelpa. Það er miklu meira í
boði fyrir stráka,“ segir Aðal-
björg. „Bæði í mínum árgangi og
Jörundar voru strákarnir komnir
með vinnu miklu fyrr,“ segir Aðal-
björg. „Já, leikskáldin skrifa
meira fyrir stráka. Ég byrjaði að
æfa fyrir Footloose strax eftir að
ég var búinn í Nemendaleikhús-
inu. Svo er ég að fara í Þjóðleik-
húsið í haust,“ segir Jörundur.
„Þetta er bæði heppni og þú verð-
ur að vera duglegur.“
Aðalbjörg segir að amma henn-
ar hafi ekki verið glöð þegar hún
sagði henni að hún væri komin inn
í leiklistardeildina. „Guð minn
góður, enn ein komin í ormagryfj-
una, sagði hún. Og Kjartan frænda
mínum leist ekkert á þetta. ‚Ég er
búinn að horfa upp á svo margar
atvinnulausar leikkonur, ég get
ekki horft upp á þetta‘ sagði
hann.“
Jörundur og Aðalbjörg hafa
fengið góða dóma fyrir leik sinn í
Footloose en þau segjast reyna að
taka ekki dóma nærri sér. „En
maður tekur mark á góðu dómun-
um,“ segir Jörundur og hlær.
„Áður en ég kíkti á fyrsta dóminn
í Nemendaleikhúsinu hugsaði ég:
‚jæja, nú verð ég að ákveða þetta.
Ætla ég einhvern tímann að taka
mark á dómum eða ekki‘. Auðvitað
getur maður lært af þeim en
maður má ekki taka þetta inn á
sig,“ segir Aðalbjörg.
Gróska í íslensku leikhúslífi
Jörundur og Aðalbjörg segja að
það sé mikil gróska í íslensku leik-
húslífi og að útþráin sé ekki sterk.
„Ég trúi því að við, leikararnir
sjálfir, sköpum íslenskt leikhúslíf
þannig að mann langar ekkert til
að fara út. Nýja fólkið breytir leik-
húsinu og það er mikil gróska og
spennandi verkefni í gangi. Fólk
er mikið að gera eitthvað sjálft,
Vesturportið var brautryðjandi í
því og mikil hvatning fyrir alla
hina. Það er alveg hægt að byrja
hérna heima í bílskúr og gera eitt-
hvað skemmilegt,“ segir Jörund-
ur.
Þau eru þó sammála um að fara
í mastersnám einhvern tímann á
lífsleiðinni. „Maður verður að
gera það. Ég er með það á stefnu-
skránni að fara eitthvað út og læra
meira. Við erum svo innilokuð
hérna heima,“ segir Jörundur.
„Kannski verð ég fimmtug en ég
er búin að ákveða að fara í master
einhvern tímann. Það er svo hollt
að fara út og sjá annað leikhús,
Ísland er náttúrulega svo lítið,“
segir Aðalbjörg.
Grunaði ekki að þau myndu leika
í vinsælum söngleik
„Ég held að það skipti engu máli
hvort þú ert með söngleik eða ert
að leika litlu Önju eða tré til hægri
eða bara í barnaleikriti, þú ert
með sama viðhorfið. Ef þú gerir
þetta af heilum hug og vinnur
vinnuna þína þá færðu það sama
út úr því. Það er annað þegar mann
langar að gera eitthvað fyrir sjálf-
an sig, að gera draumaverkið sitt,“
segir Aðalbjörg.
Aðalbjörg og Jörundur segj-
ast ekki hafa grunað að þau ættu
eftir að leika í söngleik strax
eftir útskrift. „Ég fór í leiklistar-
skólann og ætlaði að gera leikhús
inni í skógi fyrir einn. Mér fannst
svona tilraunaleikhús dauðans
svo spennandi. Ég hefði bara
farið að hlæja og haldið að mann-
eskjan væri klikkuð ef hún hefði
sagt mér að ég ætti eftir að leika
í Footloose. Þannig að maður veit
aldrei hvað gerist,“ segir Aðal-
björg, sem er núna hæstánægð
með hlutverkið í Footloose.
En hvernig líst þeim á að eyða
öllum helgarkvöldum sumarsins í
sýningar á Footloose? „Það gæti
verið gaman að skreppa eina helgi
í frí í sumar en það er ekki hægt,“
segir Jörundur. „Maður verður
bara að fara í mánudagsútilegu,“
segir Aðalbjörg bjartsýn. ■
„Ég er nördinn og
slepp vel, manni er
alveg fyrirgefið þótt
maður syngi aðeins
verr og dansi.“
Komið þið sæl. Ég heiti Erpur Eyvindar-
son. Ég er húsmóðir í Kína. En við erum
með þjónustustúlku þannig að ég er
meira eins og húsmóðir á Arnarneshluta
Garðabæjar. Húsmóðir sem á alltof
ríkan kall og hefur töluverðan tíma fyrir
ekki neitt. Með öðrum orðum, ég hef
ekkert að gera.
Þetta hljómar eftirsóknarvert en er það
ekki nema í nokkra daga. Sérstaklega
þar sem mér er meinað að sofa út.
Því allt sem heyrist í Kína heyrist á
morgnana og um helgar oftast. Gott að
það komi einnig fram að morgnar í Kína
byrja svona um fimm leytið á næturn-
ar. Við erum með útsýni og svalir sem
snúa út í stórkostlegan almenningsgarð.
Verst að allir í Kína eru sammála um
ágæti garðsins og vilja helst allir vera
í honum í einu. Alltaf. Til dæmis er
barnalúðrasveit með reglulegar æfingar
þar. Krakkarnir eiga eflaust eftir að ná
langt í framtíðinni en í dag ná þeir ekki
ófölskum tóni úr lúðrunum.
Þarna safnast líka saman fuglar, hafa
hátt og eru með skrílslæti. Þar að auki
einhverjar raddæfingajógatýpur sem
æpa marga klukkutíma á dag. Vill
einhver gjöra svo vel að útskýra fyrir
mér hvaða jógafræði gengur út á að
góla sama tóninn alla daga, alltaf fyrir
hádegi og alltaf fyrir framan gluggann
minn? Annarstaðar í Kína standa jógar
hreyfingarlausir á staur allt sitt líf og
eru sáttir. Ég væri til í að sjá meira
af þeim hér. Sá asíski siður að spila
tónlist í hljóðkerfi almenningsgarða
tekur líka á. MIG-þotur í hópum fljúga
síðan reglulega yfir húsið mitt allan
daginn í lágflugi. Örugglega að æfa sig
fyrir hugsanlega árás æstra Falun Gong
hugleiðslugeðsjúklinga.
Ekki má síðan gleyma að Kínverjar
fundu upp púðrið og finnst þar af
leiðandi frábært að sprengja rosalega
flugelda allt árið. Eins og þetta sé ekki
komið gott þá kemur truflunin jafnvel
enn nær. Því allir kínverskir viðgerð-
armenn koma fyrir hádegi um helgar.
Þeir bora og hamra á sama tíma og það
tekur því varla fyrir þá að fara aftur. Kín-
verskir hlutir bila nefnilega ansi oft enda
tjasla þeir oft frekar upp á draslið í stað
þess að klára viðgerðina fyrir fullt og allt.
Þessi pistill gæti allt eins verið lesenda-
bréf í Velvakanda Morgunblaðsins.
Ég skil núna betur húsmæðurnar í
Garðabæ sem halda þeim blaðhluta
uppi með milljónum pistla um afnota-
gjöld ríkisútvarpsins, giftingu kynvillinga
og álíka frumlegheit. En á sama tíma
held ég að allar mínar kenndir í þessa
átt séu mettar og ég verð að fara að
vakna fyrr á morgnana.
ASÍUÆVINTÝRI ERPS ÞÓRÓLFS EYVINDARSONAR
Ég er húsmóðir í Kína
ERPUR Þ. EYVINDARSON
LAUGARDAGUR 8. júlí 2006 29