Fréttablaðið - 08.07.2006, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 08.07.2006, Blaðsíða 33
LAUGARDAGUR 8. júlí 2006 3 Fjölmargir Íslendingar halda til austurstandar Spánar á sumar en þar má meðal ann- ars nota tímann í að liggja í sólbaði og hlusta á góða tónlist í leiðinni. Aldrei fyrr hafa eins margir Íslendingar lagt leið sína til Spán- ar og í sumar en algjör sprengja hefur meðal annars orðið á beinu flugi til Alicante. Fjölmargt er hægt að gera sér til gagns og gam- ans á þessu svæði enda er Spánn mikið ferðamannaland. Meðal skemmtilegra afþrey- inga má til dæmis nefna að í strandbænum Benicàssim fer fram afar forvitnileg og skemmti- leg tónlistarhátíð. Smábærinn Benicàssim er staðsettur rétt fyrir norðan Valencia en þangað tekur aðeins um þrjá tíma að ferðast með lest frá Barcelona og um tvo tíma frá Alicante. Hátíðin er árleg og stendur hún yfir í fimm daga, en meðal hljóm- sveita sem spila á hátíðinni í ár má nefna The Strokes, Pixies, Franz Ferdinand, Depeche Mode, Scissor Sisters, Echo & the Bunnymen og Madness. Hér er því tilvalið tæki- færi fyrir tónlistarþyrsta sólarels- kendur til þess að sameina áhuga- mál sín. Hægt er að kaupa bæði miða á alla hátíðina og dagspassa. Frekari upplýsingar má finna á heimasíðunni fiberfib.com. sha Tónlistarhátíð á sólarströnd Íslendingar ættu að geta notið sín vel á ströndinni á Spáni. VÖÐ VÖKTUÐ OG BÍLAR DREGNIR Á ÞURRT. Fyrir síðustu mánaðamót héldu nokkrar björgunarsveitir á fjöll til að taka þátt í verkefninu „Björgunarsveitir á hálendinu“. Markmið verkefnisins er fjórþætt; að vera með viðbragðs- einingar á hálendinu, merkja vöð og aðrar hættur, fækka slysum og veita ferðamönnum aðstoð og upplýsingar. Í vikunni sem er að líða voru þrír meðlimir í Björgunarfélagi Hafnarfjarð- ar staðsettir á Fjallabakssvæði. „Við höfum það gott, gistum í skálum og erum í góðu samstarfi við skálaverð- ina,“ segir Kolbeinn Guðmundsson björgunarsveitarmaður. „Við erum stöðugt á ferðinni og vöktum vöð sérstaklega og verðum við hjálparbeiðnum. Í þessari viku höfum við til dæmis dregið bíl úr krapa við Hrafntinnusker og dregið bíla úr ám. Við komum að mannlausum bílaleigu- bíl úti í miðri á, komum honum á þurrt og höfðum samband við bílaleiguna. Á miðvikudag barst hjálparbeiðni úr Landmannalaugum. Þar hafði kona slasast í rútuslysi. Við erum tveir sjúkraflutningamenn í bílnum sem gátum skoðað hana og farið með hana á móti sjúkrabílnum,“ segir Kolbeinn. Þeir félagar gefa sig mikið á tal við ferðafólk og ráðleggja því varðandi leiðaval. „Á þessu svæði þarf að passa sig sérstaklega á vöðum og eins við að velja slóða sem eru ekki of erfiðir. Vegagerðin hefur opnað alla F-vegi, merkta fjallvegi, en sumir ferðamenn halda að það eigi við um alla vegi og slóða á svæðinu.“ Kolbeinn segist upplifa mikla jákvæðni í garð verkefnisins. „Skálaverðir, farar- stjórar og fólk sem er mikið á fjöllum hefur tekið okkur vel og ég held að það sé full þörf á veru okkar hér,“ segir Kolbeinn að lokum. Kolbeinn Guðmundsson og félagar hans í Björgunarfélagi Hafnarfjarðar voru stað- settir á Fjallabaki í vikunni sem er að líða. Íslenski safnadagurinn 2006 er á morgun og af því tilefni verða ýmsar uppákomur á söfnum víða um land og frítt inn á mörg þeirra. Á safnadaginn verður margt spenn- andi í boði á hinum ýmsu söfnum. Í Reykjavík verður meðal annars boðið upp á fræðslu um fjölærar jurtir í Grasagarði Reykjavíkur, listamannaspjall kl. 15.00 í Lista- safni ASÍ þar sem listamenn taka á móti gestum og ræða um verk sín, tónleika í stofunni á Gljúfrasteini kl. 16:00 og sýningu á íslenskri tískuhönnun í Þjóðmenningarhús- inu. Úti á landi verður einnig margt að gerast á morgun. Á Byggðasafni Húnvetninga og Strandamanna að Reykjum í Hrútafirði verður sýn- ingin Ár og kýr, sem eru 365 vatns- litamyndir af kúm eftir Jón Eiríks- son, bónda og listamann frá Búrfelli í Miðfirði. Í Húsinu á Eyrarbakka verður tónlistardagskrá í stássstof- unni frá 14.00 til 16.00 og mun Ingi Heiðmar Jónsson stýra fjölbreyttri dagskrá þar sem píanóið forna verður í aðalhlutverki, auk þess sem verður sungið, spunnið og kveðið. Í Gamla bænum í Laufási í Grýtubakkahreppi verður boðið upp á tilbreytingu í anda Íslenskra þjóðhátta Jónasar Jónassonar frá Hrafnagili auk þess sem kaffihlað- borð verður í gamla prestsetrinu. Uppákomurnar eru margs konar og um að gera að kynna sér hvað er í boði á hverjum stað. Allir sem hafa áhuga á íslenskri menningu ættu að finna eitthvað við sitt hæfi á morgun. emilia@frettabladid.is Ókeypis inn á mörg söfn Á Byggðasafni Rangæinga og V-Skaftfellinga að Skógum verður sérstök dagskrá í tilefni dagsins eins og á mörgum öðrum söfnum. FERÐAMENN ERU MINNTIR Á MIKIL- VÆGI GÓÐRAR UMGENGNI VIÐ NÁTTÚRUNA. Íslenska þjóðin er auðug af náttúru- verðmætum sem margar aðrar þjóðir hafa ástæðu til að öfunda okkur af. Náttúrufar í óbyggðum Íslands býr jafnt yfir einstakri fegurð sem og stór- kostlegri fjölbreytni. Aðstandendur átaksins „Áfram veginn - á réttum slóðum“ vilja leggja sitt af mörkum til að vekja ferðafólk til umhugsunar um náttúruna og umgengni við hana. Með því vilja þeir stuðla að því að innlendir jafnt sem erlendir ferðamenn geti notið fegurðar náttúrunnar um ókomin ár. Aðstand- endur átaksins eru Ferðaklúbburinn 4x4, Vélhjólaíþróttaklúbburinn, Ferða- félag Íslands, Útivist, Umhverfisstofnun, Landgræðsla ríkisins og Landvernd. Í anda átaksins hafa eftirfarandi boðorð verið gefin út: ■ Berum virðingu fyrir náttúrunni og skiljum við hana eins og við komum að henni - og helst betur. ■ Ökum ekki utan vega nema á snjó og frosinni jörð í samræmi við nátt- úruverndarlög. ■ Ökum ekki slóðir sem hefur verið lokað vegna aurbleytu eða þar sem hætta er á að slóðir spillist af umferð. ■ Myndum ekki ólöglega slóða. ■ Sveigjum ekki af vegi eða slóð til að forðast polla og ófærur. ■ Gætum varúðar þegar snúa þarf við á þröngum vegum og slóðum. ■ Ökum ekki eftir þekktum, fjölförn- um göngu- eða reiðleiðum. ■ Lágmörkum útblástursmengun og förum gætilega með óumhverfisvæn efni. ■ Samþykkjum ekki óábyrga ferða- mennsku annarra. ■ Berum virðingu fyrir þörfum annarra útivistarhópa og sýnum öðru ferðafólki kurteisi og hjálpsemi. Áfram veginn - á réttum slóðum BJÖRGUNARSVEITIR Á HÁLENDINU Fjallabak ÞJÓNUSTUVEFUR BRITISH AIRWAYS ER ÞÆGILEGUR Í NOTKUN ÞAR SEM BÓKA MÁ ALLT SEM TEKUR TIL FERÐ- ARINNAR Á SAMA STAÐ. Á vefsíðu British Airways fyrir Íslandsmarkað hefur verið tekin í notkun svokölluð „innkaupakarfa“ en með henni geta væntanlegir far- þegar British Airways bókað alla þá þjónustu sem þeir þurfa vegna ferðar sinnar til London. Á vefsíðunni er því hægt að kaupa farseðlana, bóka og greiða fyrir hótel- gistingu, leikhúsmiða, útsýnisferðir, bílaleigubíla og annað sem ferðamenn nýta sér á ferðum sínum. Öll verð eru í íslenskum krónum að sköttum með- töldum. Sem viðskiptavinir British Airways njóta farþegar afslátta og fríðinda bæði á hótelum og hjá bílaleigum. London hefur lengi verið vin- sæll áfangastaður íslenskra ferðamanna og á vef British Airways má nú skoða þá fjölda möguleika sem borgin og nágrenni hennar hefur upp á að bjóða. Slóðin er www.ba.com, þar er farið í „choose country“ og „Iceland“ valið. - jóa Allur pakkinn – Mest lesið Þetta gæti tekið tíma Er fasteignin þín ekki í mest lesna fasteignablaðinu? Þegar hægist um á fasteignamarkaði er mikilvægara en nokkru sinni að auglýsa á besta staðnum. Samkvæmt nýjustu könnun Gallup* lesa 40% fleiri Íslendingar á aldrinum 25–49 ára Allt-fasteignir en Fasteignablað Morgunblaðsins. Vertu viss um að eignin þín nái athygli sem flestra! *Samkvæmt könnun Gallup, maí 2006 F í t o n / S Í A
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.