Fréttablaðið - 08.07.2006, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 08.07.2006, Blaðsíða 28
Í fyrsta sinn þegar við vorum að læra sporin fyrir atriðið þar sem allir krakkarnir hrópa „við erum frjáls“, þá misstum við okkur, fengum sum gæsahúð og tár í augun,“ segir Aðalbjörg og greinilegt er að mikil stemning hefur verið í leikarahóp Footloose, enda ekki amalegt að syngja við klassíska rokktónlist og fá að sleppa sér á dansgólfinu. „Unnur ákvað að fara fyrst og fremst á hjartanu og tækninni. Ef maður ætlar að vera rosalega fyndinn er maður bara ekkert fyndinn. En ef maður setur hjartað fyrst og alvöruna þá gengur þetta vel,“ segir Aðalbjörg. Jörundur bætir við að það hafi verið mjög gaman að leyfa sér að fríka út og dansa, en þakkar fyrir að Mikki, karakterinn sem hann leikur, á ekki að kunna að dansa. „Ég er nördinn og slepp vel, manni er alveg fyrirgefið þó maður syngi aðeins verr og dansi,“ segir hann. „Ég var svo rosalega glöð þegar Jörundur var ráðinn. Allir í kring- um mig voru alveg „þú ert að fara að leika á móti Jörundi, það er svo gaman. Oh, hvað þú ert heppinn!“ segir Aðalbjörg í gervi fimmtán ára gelgju. Jörundur er fljótur að svara í sama streng: „Ég var líka rosalega glaður að leika með þér, Aðalbjörg,“ og skyndilega breytist einn nýjasti hjartaknúsarinn í leik- listinni í fimm ára strák. Örlagaegg og landsbyggðarflakk Aðalbjörg er Reykvíkingur en fæddist í Danmerku. Hún var lengi með drauma um að verða leikkona þegar hún var lítil en „reyndi að þykjast verða eitthvað annað“ um tíma. Hún var í leiklist í Kramhús- inu hjá Hörpu Arnardóttur og kemur úr leiklistarfjölskyldu, því faðir hennar, Árni Pétur Guðjóns- son, er leikari og Kjartan bróðir hans einnig. Aðalbjörg hefur haft nóg að gera frá því að hún útskrif- aðist en hún lék meðal annars í Örlagaeggjunum í fyrrasumar í Borgarleihúsinu. Jörundur er sannkallaður lands- byggðarflakkari því hann fæddist á Hvammstanga, bjó á Laugabakka í sjö ár og einnig á Suðureyri, Súðavík og í Ólafsvík. „Svo kenndi ég einn vetur á Patreksfirði ári eftir að ég útskrifaðist úr mennta- skóla. Fimm árum eldri en elstu nemarnir. Maður kynntist mörgu áhugaverðu fólki,“ segir hann. Hann hefur einnig reynt við sjó- mennsku í eitt sumar og veturinn fyrir leiklistarnámið var hann í stjórnmálafræði í Háskóla Íslands. Jörundur reyndi fyrir sér í leik- list í menntaskóla en veiktist fyrir sýningu og steig aldrei á svið. „Ég byrjaði ekki í leiklistinni fyrr en árið áður en ég sótti um leiklistar- skólann,“ segir Jörundur. Ásamt Footloose er hann að leika í Pene- treitor í sumar en það var fyrst sett upp í fyrra. „Við unnum mikið með geðsjúkum fyrir leikritið en það byggir að hluta til á geðveiki. Við sýnum þetta aftur í sumar og látum ágóðann renna til þeirra,“ segir Jörundur. Sýningar á Pene- treitor hefjast aftur á þriðjudag- inn í Sjóminjasafninu á Granda- görðum. „Svo er það Astrópía og söngleikurinn hans Hugleiks í Þjóðleikhúsinu í haust,“ segir Jör- undur, en tökur eru að hefjast á kvikmyndinni Astrópíu þessa dag- ana. Jörundur þykir greinilega góður í nördahlutverkið því hann leikur „role-playing“ nörd í Astró- píu. Tár, bros og dansskór „Mér finnst ég vera að mæta á námskeiðið 501 gamanleikhús á hverri einustu sýningu,“ segir Aðalbjörg. „Þú ert að vinna með snillingum í söng og dansi, látinn syngja við hliðina á Selmu og Heiðu, dansa við hliðina á dönsur- um úr Íslenska dansflokknum og leika með gamanleikurum Íslands. Ef þú ert ekki að læra af því og meta það sem lífsreynslu þá er eitthvað að,“ segir hún og montar sig yfir því að fá að dansa með Brad í Íslenska dansflokknum. „Ég fæ að dansa sóló,“ segir Jörundur í sama tón. Jörundur og Aðalbjörg segja að það sé nóg að gera framundan en maður verði að bera sig eftir björginni. „Þetta er alveg hark. Það eru svo margir um samninga við leikhúsin. Svo er leiðinlegt að 8. júlí 2006 LAUGARDAGUR28 Aðalbjörg Árnadóttir og Jörundur Ragnarsson fara á kostum sem nördarnir og einfeldningarnir Sara og Mikki í söngleiknum Footloose. Aðalbjörg útskrifaðist fyrir ári úr leiklistardeild Listaháskóla Íslands en Jörundur nú í vor. Rósa Signý Gísladótt- ir ræddi við þau um leiklistarframann og stemn- inguna í Footloose. Gæsahúð og tár í augun JÖRUNDUR RAGNARSSON ALDUR: 27 ára á sunnudaginn. ÁHUGAMÁL: Leiklistin, hef ekki haft tíma fyrir annað. FYRIRMYND: Bara mamma og pabbi. BÓKIN Á NÁTTBORÐINU: Drauma- landið eftir Andra Snæ. AÐALBJÖRG OG JÖRUNDUR Leikararnir hafa fengið góða dóma fyrir leik sinn í Footloose en hlutverk þeirra þykja sprenghlægileg. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM GUNNARSSON AÐALBJÖRG ÁRNADÓTTIR ALDUR: 26 ára. ÁHUGAMÁL: Vera í náttúrunni, bækur og leiklistin. FYRIRMYND: Ég á fullt af fyrir- myndum. Maður lærir af einhverju fólki á hverjum einasta degi. BÓKIN Á NÁTTBORÐINU: Meðal annars var ég að lesa ævisögu Guð- rúnar Ásmundsdóttur leikkonu um daginn. Svo er ég að lesa Drauma- landið aftur og Nafnabókina. „Ég hefði bara farið að hlæja og haldið að manneskjan væri klikkuð ef hún hefði sagt mér að ég ætti eftir að leika í Footloose. Þannig að maður veit aldrei hvað gerist,“ segir Aðalbjörg, sem er núna hæstánægð með hlut- verkið í Footloose.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.