Fréttablaðið - 08.07.2006, Blaðsíða 36
[ ]
Hyundai Starex er sjö til níu
manna bíll sem kemur mikið
á óvart hvað aksturseiginleika
varðar.
Það fyrsta sem maður hugsar
þegar maður gengur að bílnum er
„ja hérna, mikið er þetta stórt!“
Þegar inn er komið heldur tilfinn-
ingin fyrir stærð áfram því hann
er mjög rúmgóður og þægilega
skipulagður. Til dæmis rúmast
meðalstór ferðataska ágætlega á
milli framsætanna og geymslu-
hólf eru víða um bílinn. Það kom
því verulega á óvart hversu léttur
og meðfærilegur bíllinn er í akstri,
hvort sem er á vegum úti eða á
þröngu bílastæði.
Bíllinn fæst í tveimur útgáfum;
níu manna með sjálfskiptingu og
sjö manna með fjórhjóladrifi og
beinskiptingu. Í reynsluakstrinum
var sjö manna bíllinn prófaður en
báðir eru þeir með 2,5 lítra, 140
hestafla dísilvél sem togar 343 Nm
og eyðir um 10 lítrum á hundraði í
blönduðum akstri.
Stórar hurðir, stigþrep og upp-
hækkuð sæti gera bílinn mjög
þægilegan í umgengni. Hvergi
þrengir að og mann langar helst
að fylla bílinn af fólki og farangri
og halda í útilegu, bara af því að
hann mundi henta svo vel í það.
Þrátt fyrir að vera sjö manna er
ágætis skott fyrir aftan öftustu
sætaröð. Svosem ekki neinn geym-
ur, en töluvert stærra en á meðal
smábíl.
Í fyrstu fannst mér mótorinn
hálf máttlaus og latur. Þegar ég
fór hins vegar að gefa bílnum inn
kom í ljós að í kringum 3.000 snún-
inga verður lífið töluvert skemmti-
legra. Þetta fannst mér skrítið í
fyrstu en þegar líða tók á reynslu-
aksturinn fann ég að ég innanbæj-
arakstur minn varð rólegri fyrir
vikið og það hefur örugglega haft
jákvæð áhrif á eyðsluna, og auð-
vitað öryggisþáttinn.
Á vegum úti er áreynslulaust
að sigla bílnum upp í góðan hraða.
Hann er þó auðvitað enginn sport-
bíll, enda sjaldgæft að þeir rúmi
sjö fullvaxna einstaklinga. Á tor-
færum vegslóðum stóð hann sig
líka nokkuð vel, þökk sé lágu drifi
sem ræst er með rofa, þokkalegri
veghæð og því hversu auðvelt er
hreinlega að keyra hann.
Mælaborðið er líka auðvelt í
notkun. Það er einfalt og liggur
mjög vel við ökumanni. Gírskipt-
ing og stýri eru mjög létt og maður
gleymir því iðulega að bíllinn sé
rúm tvö tonn. Fjöðrunin er
slaglöng og hæfilega mjúk, hentar
ágætlega sem millistig fyrir bæði
malar- og malbiksakstur.
Fyrir bíl í sínum flokki er
Hyundai Starex vel heppnaður. Í
upphafi reynsluaksturs tók það
mig nánast enga stund að fá til-
finningu fyrir stærð bílsins og
aksturseiginleikum. Þrátt fyrir að
vélin geti skilað góðum krafti er
hann eyðslugrannur, plássið er ríf-
legt og ég hef sjaldan átt eins auð-
velt með að bakka bíl í stæði. Bíll-
inn hentar því breiðum hópi fólks,
hvort sem leitað er að léttum fjöl-
skyldubíl eða ferðabíl, jafnvel til
að vera með fellihýsi í eftirdragi.
einareli@frettabladid.is
Rúmgóður og léttur í akstri
Afturhlerinn er stór en léttur og bak við
þriðju sætaröð er ágætis pláss.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Allt aðgengi um bílinn er gott og hvergi
þrengir að. Bílstjórinn situr hátt og hefur
gott útsýni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Í annarri sætaröð eru tveir mjög þægilegir
snúningsstólar. Gengið er milli þeirra aftur í
bekk sem er með góðu baki og höfuðpúð-
um. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Hliðarhurðin gefur gott aðgengi og læsist á
haki í öftustu stöðu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Hyundai Starex er sannkallaður fjölnotabíll, rúmgóður og einstaklega lipur í akstri.
FRÉTTABLAÐIÐ/EINAR ELÍ MAGNÚSSON
REYNSLUAKSTUR
Hyundai Starex
2,5 lítra dísil, 140 hö/ 343 Nm
Þyngd, 4x4 7 manna bsk.: 2.020 kg.
Þyngd, ssk 9 manna: 2.130 kg.
Meðaleyðsla: 10,1 lítri/100 km
ABS, hæðarstillanlegt öryggisbelti,
krumpusvæði, 7 þriggja punkta
öryggisbelti, tvöfaldir styrktarbitar í
hurðum, 2 líknabelgir, barnalæsing,
ræsivörn o.fl.
Verð 4x4 bsk.: 3.490.000 kr.
Veð ssk.: 3.240.000 kr.
Virðum hámarkshraða – keyrum varlega!
Heppinn KIA-kaupandi til
Berlínar.
Dregið hefur verið í HM-leik KIA
umboðsins. Vinningurinn kom í
hlut Sigurgeirs Steindórssonar frá
Akureyri og vann hann flug og gist-
ingu til Berlínar og tvo miða á
úrslitaleik heimsmeistaramótsins í
knattspyrnu.
Á leið á úrslitaleik HM
Kampakátir feðgar taka við miðunum á
úrslitaleik HM í knattspyrnu úr hendi Sig-
urðar P. Sigfússonar, sölustjóra KIA.
NÝTT!
Söluaðilar um land allt
Bifreiðastillingin ehf. • Smiðjuvegi 40d • Sími 557 6400
Vissir þú að 90% af sjálfskiptingum
bila vegna hitavandamála?
Láttu skipta um olíu og síu á sjálfskiptingunni.
Sjálfskiptingar, stillingar og alhliða viðgerðir.
Smiðjuvegi 34 - gul gata Kópavogi • Sími 544 5151 • biljofur@biljofur.is
SÉRHÆFÐ ÞJÓNUSTA FYRIR
BIFREIÐAVERKSTÆÐI