Fréttablaðið - 08.07.2006, Blaðsíða 30
8. júlí 2006 LAUGARDAGUR30
Verslun með fólk er sú
glæpastarfsemi sem
fer hvað mest vaxandi í
heiminum í dag. Ágóð-
inn jafngildir ágóðan-
um af fíkniefnasölu en
viðskiptin eru öruggari
því að fórnarlömbin
losna ekki úr ánauð-
inni fyrr en skuldin
er greidd. Jóhann R.
Benediktsson, sýslu-
maður á Keflavíkur-
flugvelli, er einn helsti
sérfræðingur Íslendinga
á þessu sviði. Guðrún
Helga Sigurðardóttir
ræddi við hann.
Vandamálið er tvískipt, ann-ars vegar er mansal þar sem fólk lendir í nauðungarvinnu
og hins vegar er smygl á fólki þar
sem þriðji aðili fær eingreiðslu
fyrir aðstoð við vegabréf, skipu-
lagningu ferðar og jafnvel að fylgja
fólki til fyrirheitna landsins. Ein-
greiðslan nemur 10-20 þúsund doll-
urum eða hálfri til einni og hálfri
milljón króna og er greidd á áfanga-
stað. Þetta er há upphæð fyrir ein-
stakling sem hefur kannski bara
100 dollara, eða innan við átta þús-
und krónur, í tekjur á mánuði í
heimalandinu.
Mansalið felur í sér að fólk frá
fátækari og fjölmennari ríkjum
heimsins greiðir mönnum á mála
hjá glæpasamtökum fyrir að kom-
ast til vinnu í fyrirheitna landinu
sem yfirleitt er vestrænt ríki, til
dæmis Bandaríkin, þar sem fólks-
fjöldinn er mikill og auðvelt að
leynast. Fólkið veit að það ferðast
ólöglega til landsins en telur sig
hafa heiðarlega vinnu í vændum,
til dæmis í verksmiðju, á hóteli,
veitingahúsi eða við barnagæslu.
Það gerir sér sjaldnast grein fyrir
örlögum sínum.
Drýpur smjör af hverju strái
„Þau vita að þau eru ólögleg og vita
að þau þurfa að greiða ákveðna
fjárhæð en fyrirheitna landið er
framundan og þar drýpur smjör af
hverju strái,“ segir Jóhann. Hann
rifjar upp að lögreglumennirnir
hafi í upphafi reynt að útskýra
fyrir fórnarlömbunum hvernig
raunveruleikinn gæti litið út á
lokastað, að stúlkurnar væru hugs-
anlega á leið út í vændi, en það hafi
ekki gengið. Tilhugsunin hafi verið
þeim of fjarlæg.
„Hvernig útskýrir maður fyrir
manneskju að hún geti lent í vændi?
Hvernig á hún að trúa því að menn-
irnir, sem hafa verið að hjálpa
henni á leiðinni til fyrirheitna
landsins, sjálfrar paradísar, ætli í
raun að vera vondir við hana?“ spyr
hann. „Við höfum skoðað myndir úr
myndavélum og sjáum að það er
fjör hjá þessu fólki. Þetta er fólk
sem hefur kannski aldrei farið út
fyrir sveitina sína en á leiðinni
hingað hafa þau komið til margra
landa. Þetta er ævintýri, hlátur og
gleði allan tímann. Og svo komum
við lögreglumennirnir og stöðvum
þau á leiðinni til fyrirheitna lands-
ins,“ segir hann.
Mansal felur í sér að einstakl-
ingur greiðir skipulögðum glæpa-
samtökum 50-60 þúsund dollara,
eða sem nemur þremur og hálfri til
fjórum og hálfri milljónum króna,
fyrir að koma sér frá heimalandinu
í vinnu í fyrirheitna landinu. Fórn-
arlambið veit að það verður að
greiða skuldina með nauðungar-
vinnu í þrjú til sex ár.
Fórnarlömbin háð
glæpahringnum
Jóhann segir að öðruvísi hugsunar-
háttur sé ríkjandi í heimalöndum
fólksins en hér á landi. Sú hugsun
sé ríkjandi að fjölskyldumeðlimir
hjálpist að. Þeir sem fari í nauð-
ungarvinnu erlendis lofi foreldr-
unum að senda peninga fyrir nýju
húsi eða koma systkinunum til
mennta. Lögreglan í viðkomandi
landi sé kannski spillt og ekki
treystandi og ungu stúlkurnar trúi
ekki orðum um að þeim verði
kannski raðnauðgað og þær lendi í
vændi. „Þetta er jú mennirnir sem
eru að hjálpa þeim,“ segir hann.
Jóhann segir það sitt mat að
ekki gangi upp að bjóða fórnar-
lömbunum skjól hér á landi. Vil-
yrði fyrir landvist hafi verið veitt
en þrátt fyrir góðan vilja stjórn-
valda þá vildu fórnarlömbin ekki
landvist hér á landi. Svo fastar séu
klær glæpasamtakanna í fórnar-
lömbunum. Heiður og virðing fyrir
fjölskyldunni skipti fórnarlömbin
miklu máli og fjölskyldan viti ekki
af því þegar ung stúlka lendir í
vændi. Glæpasamtökin viti hins
vegar hvar fjölskyldan býr. Ef
stúlkan gerir ekki eins og henni er
sagt þá verði pabbanum misþyrmt,
mamman missi vinnuna eða litlu
systurinni nauðgað.
„Það er engin leið fyrir þetta
fólk að komast út úr ánauðinni. Það
er fast nema fjölskyldunni verði
fórnað,“ segir hann. „Fjölskyldan
er það eina sem heldur þeim gang-
andi þegar þau liggja á dýnu ein-
hvers staðar í nauðungarvinnu.
Stærsti hluti launanna rennur til
glæpasamtakanna og fólkið fær
rétt fyrir mat og húsnæði.“
Jóhann segir að lögum hafi
verið breytt til að lögregla og
dómsvald geti sem best tekið á
þessum málum og starfsmenn
embættisins hafi sótt námskeið og
fróðleik um þennan alþjóðlega
vanda. Starfið hafi skilað góðum
árangri og Íslendingar séu nú í
fremstu röð. Vonandi hafi verið
skrúfað fyrir umferðina um Ísland,
svo vel hafi löggjafinn og lögregl-
an staðið sig. Það sé því aðeins
formsatriði að fullgilda samning
Evrópuráðsins gegn mansali.
Löngu komin til Bandaríkjanna
Jóhann telur að öll fórnarlömbin,
sem hafi verið stöðvuð á Íslandi,
séu löngu komin til Bandaríkjanna.
Þó að þau hafi verið send heim
aftur og glæpamennirnir fengi
dóma þá hafi það einungis orðið til
þess að þau hafi verið send ein-
hverja aðra leið auk þess sem
skuldin þeirra við glæpahringinn
hafi hækkað úr kannski fjórum
milljónum króna í sex til sjö millj-
ónir. Hann bætir við að ákveðnar
reglur séu í gildi í mansalinu. Fólk
losni líklega úr ánauðinni þegar
skuldin er greidd og geti þá farið
að senda meiri peninga heim.
Jóhann rifjar upp rannsókn á
máli Dennis Yee, Bandaríkjamanns
af kínverskum uppruna, sem hafði
ferðast um allan heim á stuttum
tíma en gat ekki gert grein fyrir
einni einustu ferð. Dennis Yee var
atvinnulaus námsmaður með gull-
og platínukort hjá öllum helstu
flugfélögum í heimi. Hann var á
leið með fjórar kínverskar stúlkur
til Bandaríkjanna. Dennis Yee var
dæmdur fyrir að aðstoða þessar
fjórar og áður tvo karlmenn um
Ísland. Stúlkurnar voru sendar
heim til Kína í samstarfi við kín-
verska sendiráðið.
Smyglleiðirnar breytast sífellt
og aðferðir glæpamannanna þró-
ast stöðugt. Í tilfelli James Lyon
voru öll skilríki fölsuð frá grunni
og allt niður í stimpla í vegabréfi
og merkingar á ferðatöskum. Lög-
reglan þurfti að sanna að viðkom-
andi stæði að skipulagðri glæpa-
starfsemi í hagnaðarskyni. Í
framhaldinu var lögunum breytt
þannig að ekki þyrfti til dæmis að
sanna hagnað brotamannanna, lög-
reglunni gert kleift að hafa fólk til
skoðunar til lengri tíma á landa-
mærum en áður auk þess sem það
var gert refsivert að ferðast með
fölsuð skilríki án þess að framvísa
þeim. Lögum var breytt þannig að
hægt væri að ná glæpamönnunum
og dómararnir og samfélagið sjálft
fóru smám saman að hafa betri
skilning á glæpnum.
Stúlkurnar hljóti að vera frjálsar
Jóhann segir að skilningsleysi hafi
ríkt þegar fyrst hafi farið að bera á
þessum nýja vanda sem fyrst hafi
komið upp eftir fall Berlínarmúrs-
ins 1989. Menn hafi ekki skilið nauð-
ungina og hvernig hún verði til.
Hann rifjar upp að þúsund ungar
stúlkur hafi komið hingað til lands
árið 2000 til að starfa á nektardans-
stöðum. Karlmenn hugsi sem svo að
svona fallegar stúlkur hljóti að
njóta þess að vera í þessu hlutverki,
falleg stúlka sem dansi vel hljóti að
vera frjáls og margar og kannski
flestar kvennanna sem hafi komið
hingað árið 2000 hafi strangt til
tekið verið frjálsar. „En ég fullyrði
að þegar þessi starfsemi var sem
mest hérna var að einhverju leyti
um nauðung að ræða,“ segir hann
og spyr: „Hver er ástæðan fyrir
þessum stutta tíma sem þær dvöld-
ust í landinu? Hvers vegna voru
þær fluttar á milli landa? Þær voru
vafalítið óöruggar og vissu ekki
hvort lögreglan væri á mála hjá
mafíunni eða ekki. Þessar stúlkur
reyna að láta sér líða sem best í
þessu hlutverki sem þær eru í þó að
þær séu kannski í prinsippinu
frjálsar. En í mörgum tilvikum eru
þær ekki í þessu að eigin vali held-
ur hefur mafían einhver tök á þeim,
til dæmis vegna fjölskyldunnar.“
Tilvik hafa og geta komið upp
hér á landi sem bera merki mansals
en Jóhann telur að slík tilvik hljóti
alltaf að vera mjög einangruð.
„Vandinn getur ekki verið útbreidd-
ur vegna smæðar samfélagsins. Það
má þó alls ekki líta fram hjá því að
þessi vandi getur birst hér í ein-
hverri mynd. Lögreglan verður því
að hafa mansalsákvæði hegningar-
laga hugstæð ef alvarleg brot grein-
ast á réttindum útlendinga hér á
landi,“ segir Jóhann R. Benedikts-
son sýslumaður.
Ferðin til fyrirheitna landsins
FERÐIR DENNIS YEE Bandaríkjamaðurinn
Dennis Yee var atvinnulaus námsmaður
með gull- og platínukort hjá öllum helstu
flugfélögum í heimi. Hann var á leið með
fjórar kínverskar stúlkur til Bandaríkjanna
þegar hann var stöðvaður hér á landi.
Jóhann R. Benediktsson sýslumaður sýnir
hér ferðir hans. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
KÍNVERSKAR STÚLKUR Ástrali fylgdi stúlk-
unum hingað til lands. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
SMYGL Á FÓLKI Reynt var að smygla
albanskri fjölskyldu til Bandaríkjanna.
GLÆPAMENN Yfirleitt eru einn til tveir
fylgdarmenn með fólki.
LOKAÐ FYRIR ÍSLAND Við millilendingu á
Íslandi er stutt eftir til fyrirheitna landsins.
REGLUR GILDA Fólk losnar líklega úr
ánauðinni þegar skuldin er greidd.