Fréttablaðið - 08.07.2006, Blaðsíða 32
[ ]Tjaldútilega þarf ekki að vera stórmál. Grafa upp tjaldið, kaupa á grillið og keyra af stað.
Costa del sol er best þekkt
sem ferðamannastaður þar
sem Íslendingar drekka bjór,
liggja á ströndinni og drekka
svo meiri bjór. Í Málaga er
hins vegar hægt að upplifa svo
miklu meira.
Ég kom til Málaga, sem er eigin-
leg höfuðborg Costa del Sol, eftir
fjórtán tíma lestarferð þar sem ég
hafði lítið annað en bíómyndina
„Spy Kids“ á spænsku mér til
skemmtunar. Klukkan var orðin
tólf á miðnætti og á móti mér tók
félagi minn sem búsettur var í
borginni. Að Íslendinga sið var
hann með bjór í hönd og bauð mér,
sem lítið vildi gera annað en leggj-
ast í rúmið, einn til samlætis. Ég
komst svo loks í rúmið klukkan
sjö um morguninn.
Félagi minn bjó við Plaza de la
Merzed-torg sem í augum inn-
fæddra er staðurinn til að hittast.
Spánverjar borða kvöldmatinn
seint og eru líkir Íslendingum að
því leyti að þeir eru seinir að
koma sér á skemmtistaðina. Þess í
stað hittast þeir allir á torginu,
kaupa sér nokkra drykki og spjalla
við vinina. Þegar ég útlendingur-
inn mætti var ég litinn hornauga.
Enn einn túristinn sem kominn
var til að haga sér eins og kjáni.
Þeir voru fljótir að skipta um
skoðun þegar í ljós kom að ég var
í för með innfæddum. Ég var
kysstur og knúsaður og allt var
borgað fyrir mig.
Eitt það fyrsta sem ég rak mig
á í gleðskapnum var að allir voru
með plastglas í hendi. Teknir voru
einn eða tveir sopar og glasið látið
ganga. Þú varst aldrei með sama
drykkinn lengi og keyptirðu drykk
gafstu næsta manni sopa og hann
lét glasið ganga áfram. Þú sást
glasið að öllum líkindum ekki
aftur.
Spánverjar elska tapazið sitt
og lítið annað var borðað á meðan
á dvöl minni stóð. Einn skemmti-
legasti staðurinn sem ég fór á var
El Tintero. Hann var niðri við
ströndina og setið var á trébekkj-
um undir berum himni. Við pönt-
uðum vín en fengum engan mat-
seðil í hendurnar. Hann þurfti
heldur ekki. Þjónarnir gengu um
kallandi hvaða rétti þeir væru
með og maður rétti bara upp hönd-
ina hefði maður áhuga. Allur mat-
urinn var fenginn úr fangi hafsins
og bragðaðist makríllinn sérstak-
lega vel. Þegar komið var að því
að borga taldi þjónninn diskana,
sem voru mismunandi að lit eftir
réttunum, og borgað var í sam-
ræmi við það. Ég verð að viður-
kenna að undir lok kvöldsins,
þegar allt var orðið fullt af þjón-
um og gestum, fékk ég nóg af
ópunum og var feginn að ég var
með tveimur félögum en ekki á
rómantísku stefnumóti.
Í Málaga er auðvelt að fá útrás
fyrir menningarþorstann. Fremst
í flokki er Pablo Picasso-safnið en
Málaga var heimaborg Picasso.
Nýlega er búið að gera upp nauta-
atshringinn í borginni og yfir öllu
saman gnæfir minnismerki um
fyrrverandi herraþjóð Spánar,
höll máranna. Höllin, sem heitir
Alcazaba, er algjörlega frábrugð-
in grámyglulegum miðaldakastöl-
um Evrópu. Mikið er um gróna
garða og er höllin þannig byggð
að ljósið nýtist sem best. Í gegn-
um mörg herbergi rennur lítill
lækur og í stað kröftugra gos-
brunna eru litlar sprænur sem
leka svo hægt að þær virðist
storka lögmálum eðlisfræðinnar.
Márar vildu að hallirnar væru
afdrep þar sem hægt væri að róa
líkama og sál. Endalaus og róleg-
ur niður vatnsins er mjög sefjandi
og það nýttu þeir sér. Veitukerfið
um höllina er mjög flókið og eftir
að Ísabella Spánardrottning náði
Alcazaba aftur á sitt vald hætti
vatnið að renna. Spánverjarnir
gátu einfaldlega ekki látið kerfið
virka og það var ekki fyrr en með
tilkomu nútíma tækni sem hægt
var að koma rennslinu í fyrra
horf.
Málaga er einn af þessum stöð-
um sem erfitt er að njóta nema í
fylgd með innfæddum. Það er þó
hægt og ég mæli eindregið með
því að Costa del Sol-farar heim-
sæki borgina, sleppi bjórnum í
einn dag, og sjái það sem Málaga
hefur upp á að bjóða.
tryggvi@frettabladid.is
Pablo og márarnir
Borgin er í senn stórborgar- og smábæjarleg. Hér sést nautaatshringurinn sem nýlega er búið að gera upp. Misdýrt er í sætin og fer verðið
eftir því hvort setið er sólarmegin eða í skugganum.
Veiðiskapurinn er upp og ofan.
Ekki verður laxveiðimetsumar í
ár. Laxveiðin er köflótt, Borgar-
fjarðarár eru nokkrar í góðum
gangi en annað varla nema með
undantekningum. Og svo eru
þeir sem koma heim svo öngul-
sárir að þeir vilja varla tala um
það: hópur kastaði með átta
stöngum í þrjá daga í fornfræga
laxveiðiá og kom heim með einn.
Í silungsveiðinni er svipað uppi.
Kunningi okkar á flugur.is sem
kominn er úr þremur Hlíðar-
vatnsferðum segir að veiði sé í
lægð, reyndustu menn fara fis-
klausir heim. Á Þingvöllum hefur
verið tregt í bleikjunni hjá mörg-
um, en á móti hafa menn lent í
urriðaskotum. „Strákurinn tók
níu punda urriða,“ segir stoltur
faðir, fjöskyldan fékk fína kvöld-
veiði þegar urriðinn kom að
landi.
Ég var í Laxá í Mývatnssveit í
vikunni og öll sýnishorn af veiði-
sumrinu blöstu við. Svæði gáfu
misjafnlega og engin regla á því,
sumir höfðu verulega mikið fyrir
því að særa upp fisk heilu dag-
ana, en aðrir lentu í ævintýrum
lífsins. Áin er glær og greinilegt
að þörungar úr Mývatni láta á
sér standa, þess vegna fær lirfan
í ánni ekkert æti og silungurinn
sem étur hana er því í megrun
þangað til lirfan fer að vaxa á ný.
Hins vegar býr fiskurinn enn að
fyrstu göngu mýflugunnar og er
mjög sterkur – fjögurra punda
fiskar fara í loftköstum og reyna
á léttar stangir til hins ítrasta.
Þeir sem eru svo heppnir að
setja í stórfiska fá virkilega að
finna fyrir því. Ég plataði einn
stóran til að taka blóðorm, og þá
var engra spurninga spurt: Hann
fór beint strik niður úr hylnum
þótt bremsan væri í botni á hjól-
inu og ofan í straumþunga 100
metra flúð. Veifaði sporðinum í
kveðjuskyni og reif fluguna úr
sér, það var allt og sumt sem ég
sá af honum, en nægði mér
alveg! Allar tegundir flugna gáfu
fisk: stórar straumflugur og
örsmáar lirfur og allt þar á milli.
Það er því heilræðið í dag til
veiðimanna: prófið sem flest. Og
smækkið flugurnar. Nú er komið
fram í júlí, gnótt er af æti og
bæði silungur og lax vilja smærri
flugur. Prófið örflugur í laxinn,
svartar smápöddur í silung.
Stærðir 14-16 fyrir lax og allt
niður í 18 fyrir silung. Sýnishorn
af svona flugum eru á flugur.is.
Fleiri veiðifréttir og heilræði
við veiðar á www.flugur.is;
Flugufréttir koma alla föstudaga
í tölvupósti til áskrifenda á flug-
ur.is með ítarlega umfjöllun um
allt sem varðar veiðiskap í
sumar.
Stórt og smátt er það
sem gengur
Sólveig Einarsdóttir með fallegan Laxárurriða í réttri stærð fyrir unga veiðikonu.
Veiðisumarið
með Stefáni Jóni Hafstein
Fleiri veiðifréttir og heilræði
við veiðar á www.flugur.is.
GB ferðir bjóða upp á skíða-
ferð til Aspen um jólin.
Ferðaskrifstofan GB ferðir býður
nú upp á jólaferð til Aspen þar sem
er svo sannarlega hægt að skella
sér á skíði.
Gist er á fimm stjörnu svítuhót-
elinu Aspen Meadows en GB ferðir
hafa áður boðið upp á gistingu á
því hóteli við góðar undirtektir.
Gist er í tíu nætur, en farið er út 19.
desember og komið aftur þann 29.
Verð í ferðina er 205.000 krónur
á mann í Junior svítu en afsláttur
er fyrir börnin. Innifalið í verðinu
er flug með Icelandair til Minnea-
polis, flug með United Airlines til
Denver, flugvallaskattar, tíu nætur
í svítu á Aspen Meadows með
morgunverði, ferðir í fjöllin og
aðgengi að heilsulind hótelsins.
Takmarkað sætaframboð er í ferð-
ina. - lkg
Skíðað um jólin
Aspen er eitt frægasta skíðasvæði í heimi.
Skemmtilegur ferðafélagi