Fréttablaðið - 08.07.2006, Blaðsíða 74
8. júlí 2006 LAUGARDAGUR54
FÓTBOLTI Notast verður við sér-
hannaðan og stórglæsilegan bolta
í úrslitaleik HM í Þýskalandi sem
fram fer á morgun. Búið er að
gylla alla litaða fleti hans og
merkja hann með nöfnum Frakk-
lands og Ítalíu, liðanna sem mæt-
ast í úrslitaleiknum. Að sögn
Franz Beckenbauer var boltinn
hannaður með það fyrir augum að
náin svipbrigði væru á milli hans
og HM-styttunnar glæsilegu.
„Úrslitaleikurinn á HM í
fótbolta er einn stærsti íþrótta-
viðburður heims. Þess vegna
er það mjög góð hugmynd að
spila með sérstakan bolta,
aðeins í þessum eina leik,“
sagði Beckenbauer þegar hann
og Herbert Heiner, stjórnar-
formaður Adidas, frumsýndu
boltann við hátíðlega athöfn í
Berlín í vikunni.
- vig
Frakkland og Ítalía mætast á morgun:
Notast við sérhannaðan
bolta í úrslitaleiknum
NÝI BOLTINN Stærðarinnar stytta af boltanum sem notast verður við í úrslitaleiknum
hefur verið komið fyrir í miðbæ Berlínar, en þar fer leikurinn fram á morgun.
FÓTBOLTI Þjóðverjinn Lukas Pod-
olski hefur verið útnefndur besti
ungi leikmaðurinn á heimsmeist-
aramótinu sem nú stendur yfir í
hans heimalandi. Podolski skákaði
þar með Cristiano Ronaldo hjá
Portúgal, Lional Messi frá Argent-
ínu, Luis Valencia hjá Ekvador,
Tranquillo Barnetta hjá Sviss og
Cesc Fabregas hjá Spáni sem einn-
ig voru tilnefndir.
Fjórtán manna dómnefnd sá
um valið og var sammála því að
þessi ungi sóknarmaður hefði haft
mest áhrif á mótið af þessum leik-
mönnum. Podolski leikur með
Bayern München í Þýskalandi en
hann fagnaði 21 árs afmæli sínu
þann 4. júlí. Hann skoraði þrjú
mörk í sex leikjum og náði frá-
bærlega saman við markakóng
mótsins, Miroslav Klose. Þýska-
land datt úr leik í undanúrslitum
eftir tap gegn Ítalíu. - egm
FYRRUM VERÐLAUNAHAFAR:
2006 - Lukas Podolski, Þýskaland
2002 - Landon Donovan, Bandaríkjunum
1998 - Michael Owen, Englandi
1994 - Marc Overmars, Holland
1990 - Robert Prosinecki, Júgóslavía
1986 - Enzo Scifo, Belgíu
1982 - Manuel Amoros, Frakkland
1978 - Antonio Cabrini, Ítalía
1974 - Wladyslaw Zmuda, Pólland
1970 - Teofilo Cubillas, Perú
1966 - Franz Beckenbauer, Þýskaland
1962 - Florian Albert, Ungverjaland
1958 - Pelé, Brasilíu
Sárabót fyrir Podolski á HM:
Podolski er sá
besti ungi
PODOLSKI Er hér eftir tapið gegn Ítalíu.
NORDICPHOTOS/AFP
2-1
Akranesvelli. Áhorf: 1032 Eyjólfur Kristinsson (5)
ÍA Grindavík
TÖLFRÆÐIN
Skot (á mark) 9–11 (3–3)
Varin skot Bjarki Freyr 2 – Colin 1
Horn 3–4
Aukaspyrnur fengnar 21–12
Rangstöður 8–4
GRIND. 4–4–2
Colin Stewart. 6
Kristján Valdimarss. 7
Eysteinn Húni 7
Michael J. 7
Óðinn Árnason 7
Ray Anthony 6
Paul McShane -
(10. Guðm. Andri 5)
Jóhann Helgas. 6
Óskar Örn 7
Jóhann Þórhalss. 7
Mounir Ahandour 6
(45. Andri Steinn 6)
ÍA 4–4–2
Bjarki Freyr 6
Pálmi Haraldss. 6
Heimir Einarsson 6
*Bjarni Guðjónss. 8
Hafþór Ægir 7
Ellert Jón 7
(72. Guðjón Heiðar - )
Árni Thor 5
Þórður Guðjónss. 5
Jón Vilhelm 6
(82. Hjörtur -)
Arnar Gunnlaugss. 7
Bjarki Gunnlaugss. 6
(72. Andri Júl. -)
*Maður leiksins
STAÐAN Í LANDSBANKADEILDINNI:
1. FH 10 8 2 0 19-5 26
2. VÍKINGUR 9 4 2 3 13-8 14
3. GRINDAVÍK 10 3 4 3 15-12 13
4. FYLKIR 9 4 1 4 12-12 13
5. KR 10 4 1 5 8-19 13
6. VALUR 9 3 3 3 12-11 12
7. KEFLAVÍK 9 3 2 4 14-9 11
8. ÍBV 9 3 2 4 9-14 11
9. BREIÐABLIK 9 3 1 5 16-22 10
10. ÍA 10 3 0 7 12-18 9
1-0 Bjarni Guðjónsson (17.)
1-1 Jóhann Þórhallsson (71.)
2-1 Hjörtur Júlíus Hjartarson (88.)
Mikið
Talsvert
Nánast
alla leikina
TENNIS Það verður sannkallaður
draumaúrslitaleikur á Wimbledon
mótinu í tennis á morgun þegar
tveir fræknir kappar mætast í
úrslitaleiknum. Mennirnir tveir
eru í tveimur efstu sætum heims-
listans og því er um sannkallaðan
stórleik að ræða en það eru Rafael
Nadal og Roger Federer sem
munu leiða saman hesta sína.
Nadal tryggði sér sæti í úrslit-
unum í gær eftir að hann lagði
Kýpurbúann Marcos Baghdatis 6-
1, 7-5 og 6-3 í skemmtilegum leik í
gær. Staðan hefði getað orðið
önnur ef Bagdatis hefði náð að
vinna annað settið en með frábær-
um leik hafði hinn tvítugi Nadal
loks sigur. Nadal hefur spilað frá-
bæran tennis á mótinu og er til
alls líklegur gegn Federer.
Slagurinn er athyglisverður
fyrir margra hluta sakir en Feder-
er er af mörgum talinn sigur-
stranglegri, sem verður að teljast
eðlilegt. Federer tapar vart leik á
grasvöllum en líklegt þykir að ef
einhver geti stöðvað hann, verði
það Nadal. Hvort það tekst kemur
í ljós á morgun. - hþh
Úrslit Wimbledon mótsins:
Nadal mætir
Federer
FÓTBOLTI Arnar og Bjarki Gunn-
laugssynir tóku fyrir skömmu við
liði ÍA eftir að Ólafur Þórðarson
hætti störfum. Og þau gömlu sann-
indi reyndust rétt, að með nýjum
þjálfurum ganga menn endurnýj-
un lífdaga og gátu þeir bræður
fagnað sigri í sínum fyrsta deild-
arleik sem þjálfarar. Umdeildur
var hann, engu að síður, og ekki
síst vegna dómgæslu Eyjólfs
Kristinssonar.
Í stöðunni 1-1 gaf Eyjólfur
Grindvíkingnum Jóhanni Helga-
syni sína aðra áminningu fyrir
afskaplega litlar sakir og í kjölfar-
ið gátu Skagamenn leyft sér að
sækja stíft á lokamínútum síðari
hálfleiks sem Grindvíkingar höfðu
að mestu stjórnað. Varamaðurinn
Hjörtur Hjartarson varð svo hetja
sinna manna er hann skallaði inn
hornspyrnu Bjarna Guðjónssonar
á 88. mínútu.
„Það er alveg yndislegt að
skora sigurmarkið í þessum leik,“
sagði Hjörtur. „Persónulega er
það mjög sætt en fyrst og síðast er
það mikilvægt að innbyrða sigur í
leiknum eftir að hafa verið komn-
ir með bakið upp að vegg.“
En Grindvíkingar voru vitan-
lega sársvekktir út í dómarann og
töldu m.a.s. að hornspyrnan sem
Bjarni tók hefði verið ólögleg.
Áminnti Eyjólfur Grindvíkinga
eftir leik fyrir þau ummæli sem
vorin látin falla inni á vellinum að
loknum leiknum.
„Þetta var aldrei rautt spjald
og ég er hundsvekktur með dóm-
gæsluna hér í kvöld,“ sagði
Eysteinn Hauksson, varnarmaður
Grindvíkinga, eftir leik. „Það var
ekki eitt einasta vafaatriði sem
féll okkur í vil og á ég hreinlega
ekki orð yfir þetta. Við komum inn
á völlinn mjög grimmir í síðari
hálfleik eftir þrusuræðu frá Sig-
urði í hálfleik og áttum miklu
meira skilið úr leiknum.“
En Skagamenn byrjuðu betur
og uppskáru mark á 17. mínútu
eftir nokkrar efnilegar sóknir.
Markið kom beint úr aukaspyrnu
Bjarna en eins og í hinu markinu
mótmæltu Grindvíkingar mjög
aukaspyrnudómnum. Báðir þjálf-
ararnir voru í fremstu víglínu og
sýndu nokkra gamalkunna takta
án þess þó að ná að skora. Arnar
setti knöttinn reyndar í netið en
markið var dæmt af vegna
rangstöðu. Í síðari hálfleik fékk
hann svo nokkur færi en hann
skoraði ekki úr þeim.
„Ég held að ég hafi aldrei hlaup-
ið eins mikið í einum leik,“ sagði
Arnar. „En við sýndum góðan leik
hér í dag og getum þakkað Ólafi
(Þórðarsyni) fyrir það góða form
sem leikmenn eru í - fyrir utan
kannski mig og Bjarka. Það býr
mikill fótbolti í þessu liði og það er
vonandi að við getum sýnt það í
næstu leikjum.“
Grindvíkingar komust inn í
leikinn um miðjan fyrri hálfleik
og spiluðu vel eftir það. Það setti
sjálfsagt strik í reikninginn að
tveir leikmenn, Paul McShane og
Mounir Ahandour þurftu báðir að
fara af velli í fyrri hálfleik vegna
meiðsla en leikmenn liðsins gáfust
engu að síður upp og uppskáru á
endanum mark sem Jóhann Þór-
hallsson skoraði. Kom þá langur
bolti inn á vallarhelming ÍA og
tókst Jóhanni að koma knettinum
fram hjá Bjarka Frey markverði
sem var í úthlaupi og renndi
honum í autt markið. En rauða
spjaldið sem Jóhann Helgason
fékk varð einfaldlega banabiti
liðsins og reyndist lukkan sannar-
lega ekki vera þeirra megin í gær.
Bræður munu berjast
Það var boðið upp á sannkallaðan baráttuslag í Landsbankadeild karla þegar
ÍA tók á móti Grindavík á Akranesvellinum í gærkvöldi. Hvassviðri og umdeild
dómgæsla settu sitt mark á leikinn sem Skagamenn unnu naumlega.
VONBRIGÐI OG GLEÐI Grindvíkingar fögn-
uðu ekki síður þegar Jóhann Þórhallsson
jafnaði metin en Bjarki Freyr, markmaður
ÍA, var ekki jafn sáttur.
FRÉTTABLAÐIÐ/EIRÍKUR KRISTÓFERSSON
FÖGNUÐUR Skagamenn fögnuðu vel og innilega þegar Hjörtur Júlíus Hjartarson skoraði á
lokamínútum leiksins á Akranesi í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/EIRÍKUR KRISTÓFERSSON